Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ jólahlaðborð 8. desember 2001 Skemmtilegar uppákomur og dansleikur með hljómsveitinni Karma Hótel Geysir Borðapantanir í síma 486 8915 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Glæsilegt 160 fm einbýlishús á einni hæð auk 36 fm bílskúrs. Sérhannaðar innréttingar og gegnheilt parket á gólfum. Skjólgóður afgirtur upplýstur garður með heitum potti. Hitalagnir í stéttum. EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Húsið er til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-17. Verið velkomin. Aratún 14, Garðabæ Opið hús frá kl. 14-17 ÞAÐ ER óvenjuleg sjón sem blasir við þeim sem eiga leið um göngu- stíga á Álftanesinu þessa dagana. Iðulega má sjá þar tvo enska veiði- hunda á harðakani með kerru í eft- irdragi. Í kerrunni situr eigandi þeirra, Ferdinand Hansen, og held- ur um stjórntaumana. Hundarnir hans Ferdinands eru af tegundinni enskur seti og eru sérstaklega ræktaðir til rjúpna- veiða. Ferdinand er mikill sport- veiðimaður og hann segist nota kerruna sem lið í líkamsrækt fyrir hundana. Ferdinand segir að það eina sem hundarnir hans hafi hikað við, þegar hann beitti þeim fyrst fyrir kerruna, hafi verið að toga þegar þeir fundu fyrirstöðu, en að öllu jöfnu togi hlýðinn hundur ekki í taum. Þeir hafi því þurft örlitla hvatningu í upphafi. Þegar Ferdinand er inntur eftir því hvernig honum hafi dottið í hug að beita hundum fyrir kerru segir hann að hann sé bara svo mikill sérvitringur. Hann sé alltaf með hunda í eftirdragi og alltaf í gúmmístígvélum, enda gangi hann undir nafninu skrýtni kallinn í gúmmístígvélunum, eða kallinn með hundana á hjólinu, meðal barna og unglinga á Álftanesi. En að öllu gamni slepptu þá segir hann að þessi hugmynd um hunda- kerru sé alls ekki ný af nálinni, þótt hún sé óþekkt hér á landi. Hann segir að svona kerrur séu t.d. nið- urgreiddar í Noregi fyrir lík- amlega fatlaða einstaklinga, því þær auki útivistarmöguleika þeirra verulega. Þar notar fólk svona hundakerrur í umferðinni rétt eins og hestvagna, en kerrurnar eru búnar góðum bremsubúnaði og auðvelt er að hafa stjórn á þeim. Ferdinand sér fyrir sér að þetta geti einnig orðið svona hér. Enskir setar eru þó ekki heppilegasta teg- undin til slíks brúks, segir Ferdin- and, en stór og sterkur hundur, s.s. labrador eða þýskur fjárhundur, færi létt með að draga svona kerru langar leiðir. Ferdinand telur þó ekki að það sé stór markaður fyrir svona hundakerrur hér á landi, því fólk sé svo spéhrætt. En honum finnst hins vegar að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir því að niðurgreiða svona kerrur til lamaðra og fatlaðra. Una sér á platveiðum Hundarnir Ingó og Tessa hafa nóg að gera þessa dagana, því nú stendur rjúpnavertíðin sem hæst. Ferdinand einskorðar æfingatím- ann þó ekki við hið hefðbundna rjúpnaveiðitímabil, heldur stendur æfingin lungann úr árinu, eða frá 20. ágúst og fram í júní. Hann fer gjarna upp á Mosfellsheiði þar sem rjúpan er friðuð og æfir hundana með hjálp startbyssu, og því geta maður og hundur unað sér þar á platveiðum klukkutímum saman. Þessar æfingar hafa skilað sér því Ferdinand, Ingó og Tessa hafa þeg- ar dregið nokkra björg í bú fyrir veturinn. Þriðji hundurinn, tíkin Vega sem var nýlega flutt inn frá Noregi, er hins vegar í fæðingarorlofi þessa dagana og kúrir heima í bæli hjá sjö undurfríðum hvolpum. Morgunblaðið/Golli Ólafur Össur í ökutúr með hundum föður síns. Hann hefur notið aðstoðar hundanna við að bera út Morg- unblaðið og segir að það gangi ljómandi vel. Ferdinand með tvo af sjö hvolp- um, en foreldrarnir eru ensku setarnir Ingó og Vega. Á harðakani í hundakerru Álftanes HVERNIG er best að takast á við kennslu í bekk þar sem nemendur af ólíku þjóðerni koma saman? Þetta er ekki einföld spurning en kennarar í Austurbæjarskóla hafa síðustu dag- ana tekist á við hana undir hand- leiðslu Philippes Paelman, kennslu- ráðgjafa við Miðstöð fjölmenningar- legrar kennslu (Center for Inter- cultural Education) í Háskólanum í Genf í Belgíu. Philippe segir margar spurningar vakna hjá kennurum þegar nemend- ur af erlendum uppruna koma inn í bekkina. „Ein varðar til dæmis hvernig kenna eigi íslensku sem ann- að tungumál því að þegar maður kem- ur í nýtt land er það mikilvægasta að læra tungumálið,“ segir hann. „Ann- að atriði er það sem við köllum fjöl- menningarlega kennslu og hvernig hægt er að skipuleggja kennsluna þannig að börnin geti unnið og starf- að saman. Þannig byrjaði þetta allt saman og það verður áfram megin- markmiðið með fjölmenningarlegri kennslu.“ Hann segir að hins vegar séu kennsluaðferðirnar að breytast. „Í byrjun vorum við alltaf að hugsa um að skipuleggja kennslustundir þar sem börnin lærðu um menningu mis- munandi þjóða. Þetta er að breytast núna því að í ljós kom að þetta bar ekki árangur. Í staðinn fyrir að kenna um hvert annað þurfum við að læra hvert af öðru. Þetta þýðir að fjöl- menningarleg kennsla er ekki lengur spurning um hvað heldur hvernig. Hvernig við skipuleggjum kennsluna þannig að nemendurnir öðlist fjöl- menningarlega færni svo að þeir geti tekist á við aðra menningu og haft samskipti við aðra menningarheima.“ Að sögn Philippes gildir þetta ekki einungis um skólann. „Heimurinn er að verða æ fjölmenningarlegri, ekki einungis vegna innflytjenda heldur er fólk að kynnast stöðugt fleiri skoð- unum og sjónarhornum í gegn um Netið og fjölmiðla. Þannig búa Ís- lendingar ekki lengur á eyju heldur í heiminum öllum og það kallar á fjöl- menningarlega færni, ekki einungis í tengslum við mismunandi þjóðerni heldur varðar þetta líka bilið milli ungs og gamals fólks, mismunandi skoðanir, mismunandi stéttir og kyn svo eitthvað sé nefnt. Núna einbeitum við okkur að því að börnin læri að tak- ast á við margbreytileika á fleiri svið- um en bara þjóðerni.“ Allir bekkir fjölmenningarlegir Hann segir því mjög mikilvægt að fjölmenningarlegri kennslu sé beitt í öllum skólum og bekkjum og ekki að- eins þar sem börn af mismunandi þjóðerni eru saman komin. Þannig segir hann að allir bekkir séu fjöl- menningarlegir en sumir bekkir séu einnig fjölmenningarlegir vegna mis- munandi þjóðernis barnanna. „Sé einstaklingur af framandi þjóð- erni í bekknum þýðir það aðeins að það bætir við þá flóru margbreyti- legra einstaklinga sem fyrir er í bekknum. Þó að enginn útlendingur sé í bekknum getur maður samt verið viss um að einhvern tímann á lífsleið- inni eiga börnin eftir að kynnast fólki af öðru þjóðerni.“ Staðreyndin sé einfaldlega sú að við þurfum að umgangast hvert ann- að, burtséð frá skoðunum, kynferði, þjóðerni, aldri eða öðru sem gerir okkur margbreytileg. Hann segir greinilegt að kennar- arnir sem hafa verið á námskeiðinu hjá honum séu þegar farnir að hugsa á þessum nótum. Ísland sé fyrst núna að kynnast vandamálum sem lúta að auknum fjölda innflytjenda og landið geti lært mikið af þeim mistökum sem aðrar þjóðir hafa gert í þessum efn- um. „Þurfum að læra hvert af öðru“ Austurbær Morgunblaðið/Golli Philippe Phaelman hefur leiðbeint kennurum í Austurbæjarskóla síðustu daga um fjölmenningarlega kennslu. BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti tillögu borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans á fimmtudag um að koma á fót hverfaráðum í Reykja- vík sem starfa í samræmi við þá hverfaskiptingu sem borgarstjórn samþykkti í fyrri mánuði. Þannig yrðu mynduð átta hverfaráð, þ.e. á Kjalarnesi, í Grafarvogi, Árbæ, Breiðholti, Kringlusvæði (Hlíðar og Bústaðahverfi), Laugardalssvæði (Vogar, Heimar, Sund), Vesturbæ og miðborg. Í hverju hverfisráði skulu sitja þrír fulltrúar sem borgarstjórn kýs og gegnir einn þeirra formennsku í ráðinu. Þá munu auk þeirra öll hverfisbundin félög og stofnanir eiga fulltrúa í hverfisráði. Í tillögunni er gert ráð fyrir að stjórnkerfisnefnd verði falið að vinna samþykktir fyrir hverfisráðin sem lagðar verði fyrir borgarstjórn til samþykktar. Í greinargerð segir að borgarstjórn hafi nýverið samþykkt að skipta borg- inni í fjóra borgarhluta og átta hverfi. Hafi verið miðað við að hver borgar- hluti gæti myndað heildstæðan þjón- ustukjarna sem gæti staðið undir samþættri þjónustu mismunandi borgarstofnana en á bak við hvern borgarhluta væri svo eitt eða fleiri hverfi sem hvert um sig myndaði eðli- legan ramma um daglegar athafnir fólks sem þar búi. Þá segir að hverf- isráð verði samstarfsvettvangur íbúa, félagasamtaka, athafnalífs og borgar- yfirvalda og virkur þátttakandi í allri stefnumörkun hverfisins. Þar verði kynntar framkvæmdir og önnur verk- efni sem tengist hverfunum og leitað skipulega eftir ábendingum íbúa um það sem betur megi fara í hverju hverfi. Einnig segir að hverfisráðin séu kjörinn vettvangur fyrir samstarf á sviði forvarna, unglingamála, for- eldrasamstarfs og menningar- og íþróttasamstarfs og þau geti stuðlað að eflingu hverfavitundar. Koma á upp hverfaráðum Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.