Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 39
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 39 Þau voru ljós á leiðum okkar Á allra heilagra messu, sunnudaginn 4. nóvember, er látinna minnst Vitjum leiða ástvina okkar með hlýhug og þakklæti. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma verður til leiðsagnar í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði og garðinum við Suðurgötu frá kl. 14-17. Skrifstofa kirkjugarðanna er opin frá kl. 14-18. Á sama tíma bjóða organistar, kórar og prestar upp á samfellda dagskrá í Fossvogskirkju. Eru gestir garðsins hvattir til að ganga í kirkju og eiga helga stund við kerta- ljós og kórsöng, orgelleik, bæn og ritningarlestur. 14.00 -14.20 Kórsöngur: Kammerkór Digraneskirkju Organisti: Kjartan Sigurjónsson Ritning og bæn: Sr. María Ágústsdóttir 14.30 -15.00 Söngur: Páll Rósinkrans Undirleikur: Óskar Einarsson Ritning og bæn: Sr. Hreinn Hákonarson 15.10 - 15.30 Kórsöngur: Hljómkórinn Ritning og bæn 15.40 -16.00 Kórsöngur: Tónakórinn Organisti: Jóhann Baldvinson Ritning og bæn 16.10 - 16.30 Kórsöngur: Kór Bústaðakirkju Organistar: Sigrún Steingrímsdóttir og Helgi Bragason Ritning og bæn Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar verða til sölu í Fossvogs- og Gufuneskirkjugarði. Reykjavíkurprófastsdæmi og Kirkjugarðar prófastsdæmanna DRENGJAKÓR Neskirkju syngur sína fyrstu messu í kirkjunni nk. sunnudag kl. 11. Kórinn, sem hefur starfað um árabil í Laugarnes- kirkju, hefur nú flutt sig um set, breytt um nafn og öðlast nýtt heimili í Neskirkju. Friðrik S. Kristinsson, kórstjóri, hefur leitt starf kórsins sl. 8 ár en stofnandi hans var Ronald Turner, f.v. organisti í Laugarnes- kirkju. Foreldrafélag kórsins er öflugt og heldur vel um starfið ásamt stjórn- andanum, styður við æfingar, sem eru tvisvar í viku hverri yfir vetr- armánuðina, annast fjáröflun og fleira til eflingar söng drengjanna. Kórinn hefur á liðnum árum farið í söngferðalög innan- og utanlands og glatt áheyrendur með góðum söng. Nú í haust hefur orðið mikil end- urnýjun í kórnum og margir nýir drengir bæst í hópinn, en hann er opinn drengjum úr hvaða sókn sem er. Í kórnum eru nú 36 drengir. Það var drengjunum í senn mikil upp- lifun og áskorun að hitta félaga úr Vínardrengjakórnum sem var hér í heimsókn nýlega, en hann hefur starfað í u.þ.b. 6 aldir og er án efa fyrirmynd margra ef ekki flestra drengjakóra. Drengjakór Neskirkju mun að jafnaði syngja í messu einu sinni í mánuði í vetur og halda síðan tón- leika í vor. Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk fagna þessari nýju starf- semi sem eykur enn á fjölbreytni þess öfluga safnaðarstarfs sem fyrir er. Við messuna þjóna báðir prestar kirkjunnar, sr. Frank M. Hall- dórsson og sr. Örn Bárður Jónsson, en drengjakórinn leiðir messusöng við undirleik organistans, Reynis Jónassonar. Kátur sunnudagur HÁTEIGSKIRKJA er opin fyrir alla aldurshópa á morgun, sunnudag og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Klukkan ellefu á sunnu- dagsmorgun er barnaguðsþjónusta í umsjón Péturs Björgvins Þorsteins- sonar og Guðrúnar Helgu Harðar- dóttur. Barnaguðsþjónusturnar eru fyrir yngri börnin og fjölskyldur þeirra. Þar er sungið, sögð saga og brúðurnar Kalli og Soffa koma í heimsókn. Þá munu barnakórar Há- teigskirkju syngja fyrir kirkjugesti undir stjórn Birnu Björnsdóttur, barnakórstjóra. Fullorðna fólkið og sérstaklega eldri borgarar eru velkomnir í messu klukkan tvö. Það er sr. Tóm- as Sveinsson sóknarprestur sem messar en Pétur Björgvin Þor- steinsson, fræðslufulltrúi Háteigs- kirkju, flytur predikun. Kór Há- teigskirkju syngur undir stjórn Douglasar A. Brotchie organista Háteigskirkju. Að messu lokinni eru allir velkomnir í samveru eldriborg- arastarfs Háteigssafnaðar í safn- aðarheimili Háteigskirkju. Þar er ekki bara heitt á könnunni og með- læti á borðum heldur mun stúlkna- kór Háteigskirkju selja vöfflur með rjóma. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð stúlknakórsins. Það ætti engum að leiðast á þessari eldri- borgarasamveru því Þjóðdansafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn og tónlistin verður í umsjón Þorvaldar Halldórssonar. Klukkan átta á sunnudagskvöld- inu býður Háteigskirkja alla ung- linga velkomna í æskulýðsguðsþjón- ustu undir yfirskriftinni: „snúum bökum saman – tökum höndum sam- an“. Þar munu félagar úr æskulýðs- félaginu MeMe sýna dans, flytja lít- inn leikþátt og fleira til þess að gera þessa æskulýðsguðsþjónustu að eft- irminnilegu kvöldi. Tónlistin verður í umsjón Þorvaldar Halldórssonar og Margrétar Ólafar Magnúsdóttur. Pétur Björgvin Þorsteinsson leiðir þessari 45 mínútna guðsþjónustu. Að guðsþjónustunni lokinni er boðið upp á smá hressingu. Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju FYRSTU dagarnir í nóvember hafa um aldir verið tileinkaðir öllum heil- ögum, píslarvottum trúarinnar, og öllum sálum, þeim sem látist hafa á liðnu ári. Á sunnudaginn, 4. nóvember, verða messur víða helgaðar þessu umfjöllunarefni. Í Fossvogskirkju verður vönduð tónlistardagskrá frá kl. 14–17. Þar gefst fólki kostur á að koma og hlýða á tónlistarflutning, ritningarlestur og bæn og njóta kyrrðar kirkjunnar. Fram koma: Kammerkór Digraneskirkju, Hljóm- kórinn, Tónakórinn og Kór Bústaða- kirkju, ásamt organistunum Kjart- ani Sigurjónssyni, Jóhanni Baldvinssyni, Sigrúnu Steingríms- dóttur og Helga Bragasyni og prest- unum sr. Hreini Hákonarsyni og sr. Maríu Ágústsdóttur. Einnig mun Páll Rósenkrans syngja við undir- leik Óskars Einarssonar. Þá verður skrifstofa Kirkjugarð- anna opin frá kl. 14–18, starfsfólk vísar veg í görðunum og Hjálpar- starf kirkjunar selur friðarkerti, bæði í Fossvogskirkjugarði og í Gufunesi. Verið velkomin í Foss- vogskirkju á sunnudaginn. Ljósamessa í Hafnarfjarðarkirkju VIÐ Ljósamessu sem hefst kl. 17 í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn sem er allra heilagra messa verður látinna minnst í fyrirbæn, einkum þeirra, sem látist hafa síðustu miss- erin og nöfn þeirra nefnd, sem jarð- sungnir hafa verið í Hafnarfjarð- arkirkju. Kirkjukórinn syngur valin tónverk og sálma. Prestur er sr. Þórhildur Ólafs og orgnisti Natalia Chow. Boðið verður til helgrar kvöldmáltíðar og kveikt á bæna- kertum. Með því að næra líf og sálu af þeim mætti við altari hans bindumst við ekki aðeins honum heldur öllum þeim, sem héðan eru horfnir úr heimi og við höfum unnað og hafa verið faldir honum í von og trú. Vel fer á því að sækja ljósamessuna eftir að hafa vitjað leiða ástvina. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Minning látinna í Dómkirkjunni NÚ um helgina er allra sálna messa. Það er í kirkjulegri hefð minning- ardagur allra þeirra sem við okkur hafa skilist og haldið heim til Guðs. Einkum er þeirra minnst sem andast hafa á umliðnu ári. Í Dómkirkjunni hefur skapast venja fyrir því að bjóða þeim sem hafa leitað til henn- ar árinu til að gera útför ástvina að koma nú aftur í þann aldna og fagra helgidóm og heyra huggunarorð og tónlist og jafnframt eiga sam- verustund á eftir. Nú bjóðum við til messu kl. 11 þar sem sr. Hjálmar Jónsson prédikar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Laufey Sigurð- ardóttir, Marteinn H. Friðriksson og Dómkórinn flytja fagra tónlist. Við minnumst hinna látnu með því að tendra ljós þeirra vegna. Á eftir verður boðið upp á sam- veru í Safnaðarheimilinu. Þar mun sr. Jakob flytja erindi um sálma og sorgarviðbrögð. Á borðum verður súpa og brauð. Listsýning í Langholtskirkju EFTIR messugjörð á allra heilagra messu, 4. nóv., verður opnuð sýning í Langholtskirkju með myndum eft- ir Leif Breiðfjörð. Dr. Pétur Pét- ursson, prófessor, flytur stutt erindi við opnunina og segir frá verkunum, sem eru unnin við texta úr Opinber- unarbók Jóhannesar, en gler- listaverk með þessum myndum prýðir nú Hallgrímskirkju. Síðar um daginn, kl. 17, heldur Kammerkór Suðurlands tónleika í kirkjunni, en laugardaginn 10. nóv- ember verða tónleikar kl. 16 er tengjast myndverkum Leifs Breið- fjörð, en texti tónverksins er tekinn úr Opinberunarbók Jóhannesar og heimfærður við tónverkið af sr. Árelíusi Níelssyni, fyrrum sókn- arpresti Langholtskirkju. Verða þeir tónleikar sérstaklega helgaðir minningu hans. Allra heilagra messa í Grafarvogskirkju NK. SUNNUDAG 4. nóvember er Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11 Barnaguðs- þjónusta í Engjaskóla kl. 13 Hátíðar- guðsþjónusta er kl. 14 ath. breyttan messutíma. Séra Bjarni Þór Bjarna- son prédikar og séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju, Barna- og unglingakórar kirkj- unnar syngja, stjórnandi: Oddný Þorsteinsdóttir, organisti: Bjarni Þór Jónatansson. Einsöngvari: Sig- urður Skagfjörð. Eftir guðsþjónustuna verður svo nefnt „líknarkaffi“, en framlög renna til Líknarsjóðs Grafarvogs- kirkju. Prestar, sóknarnefnd og safnaðarfélag Grafarvogskirkju Allra heilagra messa í Hallgrímskirkju Á ALLRA heilagra messu er þeirra minnst sem látnir eru. Í Hallgríms- kirkju hefst dagurinn kl. 10 á fræðsluerindi séra Sigurðar Páls- sonar um sorgina sem aldrei tekur enda. Á liðnum hálfum öðrum áratug hefur mikil umræða farið fram um sorg og sorgarferli og margvíslegar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. Þetta hefur leitt til endurskoð- unar á ýmsum fyrri hugmyndum um hvað sé eðlileg framvinda sorg- arinnar og hve lengi hún varir. Í fyr- irlestrinum mun séra Sigurður kynna nokkrar þessara nýrri hug- mynda. Kl. 11 hefst síðan barnastarf í umsjá Magmeu Sverrisdóttur og guðsþjónusta þar sem séra Sigurður mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni og félagar úr Mótettukórnum syngja undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Kl. 20 hefst síðan kvöldmessa við kertaljós í umsjá séra Jóns Dalbú, sérstaklega helguð minningu látinna. Séra Jón Bjarman fyrrv. sjúkrahúsprestur flytur hugleiðingu og Schola cantorum syngur undir stjórn Harðar. Minningartónleikar í Hjallakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 4. nóv., er allra heilagra messa í kirkjum landsins. Sá dagur er helgaður minningu látinna og verður af því tilefni tónlistarmessa í Hjallakirkju í Kópavogi kl. 11. Kór kirkjunnar syngur sálma og verk sem fjalla m.a. um lífið, eilífðina og huggunina í Jesú Kristi. Einsöngvarar í mess- unni eru Erla Björg Káradóttir, María Guðmundsdóttir og Gunnar Jónsson. Látinna verður minnst og kveikt á kertum til minningar um þá. Síðar um daginn, kl. 17, verða minningartónleikar í kirkjunni. Þar verður látinna einnig minnst og kveikt á kertum. Tónleikarnir eru sérstaklega helgaðir minnngu sr. Kristjáns Einars Þorvarðarsonar, fyrrum sóknarprests í Hjalla- prestakalli. Á tónleikunum verður flutt verkið Requiem eða sálumessa, op. 48 eftir franska organistann og tónskáldið Gabriel Fauré, sem hann samdi í áföngum frá 1887 til 1893. Þetta er afar fallegt og hugljúft verk. Flytjendur eru Kór Hjalla- kirkju, Margrét Bóasdóttir, sópran, Loftur Erlingsson, baríton og Lenka Mátéová, orgelleikari. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson. Allir eru að sjálfsögðu hjart- anlega velkomnir og er aðgangur ókeypis. KK og Ellen í létt- messu í Árbæjarkirkju LÉTTMESSURNAR sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vor halda að sjálfsögðu áfram fyrsta sunnudags- kvöld hvers mánaðar í vetur kl. 20. Sá háttur er hafður á að margir af þekktustu tónlistarmönnum og söngvurum þjóðarinnar koma fram. Fjölbreytt tónlistarform fá að njóta sín, eins og djass, gospel, popp, rokk, sígild og tónlist frá Afríku. Í léttmessunum brjótum við upp formið á hinni hefðbundnu messu. Leikin er létt tónlist, allir liðir mess- unnar halda sér. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir prédikar í messunni á sunnudag. Fermingarbörn flytja bænir um betri og kærleiksríkari heim. Systkinin Kristján Krist- jánsson (KK) og Ellen Kristjáns- dóttir heiðra okkur með nærveru sinni á sunnud. 4. nóv. kl. 20. Opið hús í Kirkju heyrnarlausra KIRKJA heyrnarlausra hefur opið hús fyrir allar fjölskyldur í safn- aðarheimili Grensákirkju laug- ardaginn 3. nóv. kl. 14–16. Hugmyndin að baki þessu eru „endurfundir“ þ.e. að bæði eldri heyrnarlausir og yngri og fjöl- skyldur þeirra geti hist og átt góða stund saman. Boðið verður upp á kaffi og vöfflur. Vonumst til að sjá sem flesta. Kirkjunefndin. Drengjakór Nes- kirkju í messu Morgunblaðið/Jim Smart Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Umsjón sr. Frank M. Halldórsson. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.