Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 17 oroblu@sokkar.is skrefi framar KYNNUM í Lyfju Laugavegi í dag, laugardag, kl. 12-16. 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Kabarett og jólahlaðborð Þórunn Lárusdóttir leikkona Sjóðheitur kabarett 14. desember Hótel Geysir Borðapantanir í síma 486 8915 AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag, á allra heilagra messu. Látinna minnst. Fólki boð- ið að tendra minningarljós á ljósbera. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Lesarar: Aðal- steinn Bergdal, Bergþóra Benediktsdóttir og Inga Eydal. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur einsöng. „Sorgin hefur mörg andlit.“ Hressing og fræðsla í Safnaðarheimili eftir messu. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talar um ýmis birt- ingarform sorgarinnar. Sunnudagaskólinn verður á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Söfnunardagur fermingarbarna verður á mánudag, en þau ganga í hús í sókninni og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld í Safnaðarheimili. Morgun- söngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðvikudag. „Tilfinningagreind. Hvað er það?“ Rúnar Andrason sálfræðing- ur fræðir foreldra um hugtakið. TTT-starf kl. 17–18 í Safnaðarheimili. Allir 10–12 ára krakkar velkomnir. Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag Bænaefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11 á morgun, Ósk og Ásta sjá um stundina. Messa kl. 14, látinna verður minnst. Kirkju- kaffi í safnaðarsal að messu lokinni. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag, fyr- irbænir. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, helgistund, fyrir- bænir og sakrementi. Opið hús fyrir foreldra og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. Sam- vera eldri borgara kl. 15 til 17 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30 sama dag. BÆGISÁRKIRKJA: Messa verður í Bægisár- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 11 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður er Níels Jak- ob Erlingsson. Heimilasamband fyrir konur kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á þriðjudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hríseyjarkikrju á morgun, sunnudag, kl. 11. Undirleik annast Guð- mundur Bjarni Gíslason. Sunnudagaskóli í Stærri-Árskógskirkju á morgun sunnudag kl. 22. Umsjónarmaður er Sif Sverrisdóttir og undirleik annast Arnór Brynjar Vilbergs- son organisti. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laugardag. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Snorri Ósk- arsson sér um kennslu fullorðinna. Vakn- ingasamkoma í umsjá kvenna kl. 16.30 á sunnudag, niðurdýfingarskírn, lofgjörðar- tónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akur- eyri. KFUM og K: Kristniboðssamkoma kl. 20.30 á sunnudag. Kristín Bjarnadóttir kristniboði talar og sýnir myndir frá Kenýu. Fundur í yngri deild KFUM og K fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára kl. 17 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Æskulýðsmessa verður í Saurbæjarkirkju kl. 13.30 á morgun, allra heilagra messu. Unglingar með góðri hjálp nokkurra kirkju- kórsfélaga hafa umsjón með messunni. Messa og altarisganga í Munkaþverárkirkju kl. 21 um kvöldið. Þar mun sóknarnefnd þakka Ragnari Bollasyni hringjara vel unnin störf. Molasopi á eftir. SJÓNARHÆÐ: Sýning á ljósmyndum frá Ástjörn verður opnuð í dag, laugardag, kl. 17. Allir velkomnir, sérstaklega Ástirningar. Kirkjustarf NOKKUR undanfarin ár hefur hópur fólks við Eyjafjörð lagt starfseminni í Laufási lið með því að taka þátt í starfsdögum . Fólkið á það sameiginlegt að vilja viðhalda þekkingu á fornum vinnubrögðum og íslensku hand- verki, miðla þekkingu sinni og styrkja byggðasöfn á Eyjafjarð- arsvæðinu. Sunnudaginn 4. nóvember er boðað til undirbúningsfundar í Minjasafninu á Akureyri kl. 15 síðdegis. Á fundinum mun hand- verksfólkið, sem hefur tekið sér vinnuheitið „Laufáshópurinn“, marka sér framtíðarstefnu, leit- ast við að fá fleiri til liðs við sig og undirbúa stofnun formlegs fé- lags. Allir sem áhuga hafa á því að varðveita íslenska verk-, söng-, dans-, eða sagnamennt ættu að bregða sér á þennan fund og taka þátt í því að móta stefnuna. Boðið verður upp á kaffi og jólaköku. Félag um varðveislu fornra hátta í Eyjafirði                                
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.