Morgunblaðið - 03.11.2001, Side 17

Morgunblaðið - 03.11.2001, Side 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 17 oroblu@sokkar.is skrefi framar KYNNUM í Lyfju Laugavegi í dag, laugardag, kl. 12-16. 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Kabarett og jólahlaðborð Þórunn Lárusdóttir leikkona Sjóðheitur kabarett 14. desember Hótel Geysir Borðapantanir í síma 486 8915 AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag, á allra heilagra messu. Látinna minnst. Fólki boð- ið að tendra minningarljós á ljósbera. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Lesarar: Aðal- steinn Bergdal, Bergþóra Benediktsdóttir og Inga Eydal. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur einsöng. „Sorgin hefur mörg andlit.“ Hressing og fræðsla í Safnaðarheimili eftir messu. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir talar um ýmis birt- ingarform sorgarinnar. Sunnudagaskólinn verður á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Söfnunardagur fermingarbarna verður á mánudag, en þau ganga í hús í sókninni og safna fé fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld í Safnaðarheimili. Morgun- söngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðvikudag. „Tilfinningagreind. Hvað er það?“ Rúnar Andrason sálfræðing- ur fræðir foreldra um hugtakið. TTT-starf kl. 17–18 í Safnaðarheimili. Allir 10–12 ára krakkar velkomnir. Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudagskvöld. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag Bænaefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl. 11 á morgun, Ósk og Ásta sjá um stundina. Messa kl. 14, látinna verður minnst. Kirkju- kaffi í safnaðarsal að messu lokinni. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag, fyr- irbænir. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, helgistund, fyrir- bænir og sakrementi. Opið hús fyrir foreldra og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. Sam- vera eldri borgara kl. 15 til 17 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30 sama dag. BÆGISÁRKIRKJA: Messa verður í Bægisár- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 11 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun. Bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður er Níels Jak- ob Erlingsson. Heimilasamband fyrir konur kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á þriðjudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hríseyjarkikrju á morgun, sunnudag, kl. 11. Undirleik annast Guð- mundur Bjarni Gíslason. Sunnudagaskóli í Stærri-Árskógskirkju á morgun sunnudag kl. 22. Umsjónarmaður er Sif Sverrisdóttir og undirleik annast Arnór Brynjar Vilbergs- son organisti. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laugardag. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Snorri Ósk- arsson sér um kennslu fullorðinna. Vakn- ingasamkoma í umsjá kvenna kl. 16.30 á sunnudag, niðurdýfingarskírn, lofgjörðar- tónlist, fyrirbænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag, í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akur- eyri. KFUM og K: Kristniboðssamkoma kl. 20.30 á sunnudag. Kristín Bjarnadóttir kristniboði talar og sýnir myndir frá Kenýu. Fundur í yngri deild KFUM og K fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára kl. 17 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Æskulýðsmessa verður í Saurbæjarkirkju kl. 13.30 á morgun, allra heilagra messu. Unglingar með góðri hjálp nokkurra kirkju- kórsfélaga hafa umsjón með messunni. Messa og altarisganga í Munkaþverárkirkju kl. 21 um kvöldið. Þar mun sóknarnefnd þakka Ragnari Bollasyni hringjara vel unnin störf. Molasopi á eftir. SJÓNARHÆÐ: Sýning á ljósmyndum frá Ástjörn verður opnuð í dag, laugardag, kl. 17. Allir velkomnir, sérstaklega Ástirningar. Kirkjustarf NOKKUR undanfarin ár hefur hópur fólks við Eyjafjörð lagt starfseminni í Laufási lið með því að taka þátt í starfsdögum . Fólkið á það sameiginlegt að vilja viðhalda þekkingu á fornum vinnubrögðum og íslensku hand- verki, miðla þekkingu sinni og styrkja byggðasöfn á Eyjafjarð- arsvæðinu. Sunnudaginn 4. nóvember er boðað til undirbúningsfundar í Minjasafninu á Akureyri kl. 15 síðdegis. Á fundinum mun hand- verksfólkið, sem hefur tekið sér vinnuheitið „Laufáshópurinn“, marka sér framtíðarstefnu, leit- ast við að fá fleiri til liðs við sig og undirbúa stofnun formlegs fé- lags. Allir sem áhuga hafa á því að varðveita íslenska verk-, söng-, dans-, eða sagnamennt ættu að bregða sér á þennan fund og taka þátt í því að móta stefnuna. Boðið verður upp á kaffi og jólaköku. Félag um varðveislu fornra hátta í Eyjafirði                                

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.