Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 49 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Frábærar eldhúsvörur  Könnustatív kr. 3700  Eldhúsrúllustatív kr. 2.900  Lóð (messing) kr. 4.900  Vigt frá kr. 9.500  Kokkabókastatív kr. 3.995 Litir: Svart, grátt, blátt og grænt. ARNAR Gunnarsson tefldi stór- glæsilega gegn stigahæsta skák- manni mótsins, Ivan Sokolov, í ní- undu og næstsíðustu umferð minningarmótsins um Jóhann Þóri Jónsson. Auk áhorfenda í skáksal fylgdust um 200 skákáhugamenn um allan heim með skákinni á ICC-skák- þjóninum og var fróðlegt að sjá um- mæli þeirra um þessa viðureign Dav- íðs og Golíats eftir því sem skákin þróaðist. Arnar er um 400 skákstig- um lægri en Sokolov, sem er einn af sterkustu skákmönnum heims. Sú ástæða ein og sér varð líklega til þess að áhorfendur voru ósparir á gagn- rýni á leiki Arnars til að byrja með, ekki síst þegar skákforritin fóru að meta stöðu hans sífellt verri og nán- ast tapaða. En Arnar hafði séð lengra en flestir áhorfendur, hvað þá skák- forritin og skyndilega fóru einstaka menn að koma auga á að þrátt fyrir allt væri staðan ekki töpuð. Þá hafði Arnar fórnað riddara, sem Sokolov lagði ekki í að þiggja, og skömmu síð- ar fórnaði hann biskupi með leik sem kom Sokolov jafnt sem áhorfendum í opna skjöldu. Skyndilega gerbreytt- ist hljóðið í áhorfendum sem voru orðnir gapandi yfir snilldinni eftir að þeir gerðu sér grein fyrir að Arnar var einfaldlega með gerunnið tafl gegn þessum sterka skákmanni. Í kjölfarið hrósuðu þeir Arnari í há- stert og voru búnir að bóka þessa við- ureign sem „Skák mánaðarins“ í sum þekktustu skáktímarit heims. Eftir því sem augu manna opnuðust betur fóru jafnvel að heyrast enn há- stemmdari lýsingar á skákinni og ýmsir voru sammála um að kalla hana bestu skák sem skákmaður undir 2.300 stigum hefði nokkurn tíma teflt! Það er sjaldgæft að heyra svona sterk viðbrögð skákáhugamanna meðan á skák stendur, jafnvel þegar mestu snillingar skákheimsins eigast við. Sokolov gerði sér greinilega grein fyrir því hvert stefndi og Björn Þor- finnsson, sem var staddur í skáksal, sá um að lýsa látbragði hans á Netinu eftir að hann sá að taflið var tapað og að skákin mundi væntanlega rata með eftirminnilegum hætti í skák- tímarit og skákbækur framtíðarinn- ar. Í 55. leik gat Arnar síðan fylgt glæsilegri taflmennsku eftir með því að leika öflugum, en ekki auðfundn- um leik, sem væntanlega hefði sam- stundis leitt til uppgjafar Sokolovs. Arnar gaf sér hins vegar ekki nægi- legan tíma til að skoða stöðuna og valdi leik sem dugði einungis til jafn- teflis. Sokolov var ekki lengi að koma auga á það og vopnin voru slíðruð í framhaldinu. Sokolov hældi Arnari á hvert reipi fyrir taflmennskuna eftir skákina og sagði hann hafa teflt á við bestu skák- menn heims og átti erfitt með að trúa að hann væri einungis með 2.289 skákstig. Arnar getur verið stoltur af þessari skák, og ekki skemmdi fyrir að jafnteflið tryggði honum annan áfanga hans að alþjóðlegum meist- aratitli. Af öðrum úrslitum í níundu umferð má nefna, að Friðrik Ólafsson sigraði Björn Þorsteinsson. Þá vildi svo óheppilega til að tveir efstu Íslend- ingarnir fyrir þessa umferð, Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar, tefldu saman í stað þess að fá að glíma við einhverja af hinum erlendu meistur- um. Hannes Hlífar, sem hafði hvítt í skákinni, sigraði. Jafntefli Arnars við Sokolov þýðir að Hannes er nú ein- ungis hálfum vinningi á eftir Sokolov fyrir lokaumferðina, en þá hefur Hannes svart gegn Schandorff. Frið- rik Ólafsson hefur hins vegar svart gegn Sokolov. Staðan fyrir síðustu umferðina er þessi: 1. Ivan Sokolov 7 v. 2.–4. Hannes H. Stefánsson, Jan H. Timman, Peter Heine Nielsen 6½ v. 5.–6. Jaan Ehlvest, Lars Schan- dorff 6 v. 7.–13. Arnar Gunnarsson, Helgi Ólafsson, Murray G. Chandler, Jonny Hector, Leif Erlend Johannessen, Friðrik Ólafsson, Stefán Kristjáns- son 5½ v. 14.–18. Henrik Danielsen, Tomi Nyback, Ingvar Þór Jóhannesson, Þröstur Þórhallsson, Björn Þorfinns- son 5 v. 19.–22. Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Úlfarsson, Bragi Þor- finnsson, Björn Þorsteinsson 4½ v. Atkvöld á mánudag hjá Helli Taflfélagið Hellir heldur eitt af sín- um vinsælu atkvöldum mánudaginn 5. nóvember og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Domino’s pizzum. Þá verður annar keppandi dreginn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyr- ir tvo hjá Domino’s pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til ár- angurs á mótinu. Þátttökugjald er 300 kr. fyrir fé- lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomn- ir. Skákmót á næstunni 3.11. SÍ. Íslandsmót drengja og stúlkna 4.11. Hellir. Bikarmót Striksins á ICC Arnar tryggði sér AM-áfanga með glæsilegri taflmennsku Arnar Gunnarsson tefldi snilldarlega gegn Ivan Sokolov. SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 23.10.–1.11. 2001 SKÁK Daði Örn Jónsson Níunda umferð 1 Arnar Gunnarss. - Ivan Sokolov ½-½ 2 Jaan Ehlvest - Peter Heine Nielsen ½-½ 3 Jan H. Timman - Lars Schandorff ½-½ 4 Hannes H. Stefánss. - Helgi Ólafss. 1-0 5 Jonny Hector - Henrik Danielsen ½-½ 6 Murray G. Chandler - Bragi Þorfinnss. 1-0 7 Friðrik Ólafss. - Björn Þorsteinss. 1-0 8 Þröstur Þórh.ss. - Ingvar Þ. Jóhanness. ½-½ 9 L. Johannessen - Jón V. Gunnarss. 1-0 10 Stefán Kristjánss. - Kristján Eðvarðss. 1-0 11 Gylfi Þórhallss. - Tomi Nyback 0-1 12 Björn Þorfinnss. - Jón Árni Halldórss. 1-0 13 Ingvar Ásmundss. - Áskell Ö. Káras. ½-½ 14 Róbert Harðars. - Tómas Björnss. ½-½ 15 Guðmundur Gíslas. - Guðm. Pálmas. ½-½ 16 Magnús Örn Úlfarss. - Páll A. Þórarinss. 1-0 17 Guðm. Kjartanss. - Olavur Simonsen 0-1 18 Davíð Kjartanss. - Sævar Bjarnas. 1-0 19 Lenka Ptacnikova - Dagur Arngrímss. 1-0 20 Sig. P. Steindórss. - Guðj. H. Valgarðss. 1-0 21 Halldór Halldórss. - Hrannar Baldurss. 1-0 Á AÐALFUNDI Foreldra- og styrktarfélags Greiningarstöðvar sem haldinn var 24. október síðast- liðinn var svohljóðandi ályktun sam- þykkt. „Fundurinn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar skerðingar sem orðið hefur á þjónustu Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins vegna langvarandi fjárhagsvanda hennar. Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins er eina stöðin á landinu sem sinnir greiningu barna með al- varleg þroskafrávik. Nákvæm greining á styrkleikum og veikleik- um barna með fötlun er nauðsyn- legur undanfari ráðgjafar til for- eldra sem og annarra sem vinna með börnunum. Ráðgjöf sérhæfðs starfsfólks Greiningarstöðvar til annara fagaðila er ein af forsendum þess að börnum með fötlun vegni vel í almennu þjónustukerfi. Ná- kvæm greining á vanda þeirra og snemmtæk íhlutun hefur það að markmiði að draga úr áhrifum fötl- unar, auka sjálfstæði og bæta líðan. Það ætti öllum að vera ljóst að ár- angursríkast er að takast á við vandann strax. Það er mjög erfitt fyrir foreldra og börn þeirra að bíða eftir greiningu og viðeigandi úrræð- um, auk þess sem það er dýrara fyrir þjóðfélagið að velta vandanum á undan sér. Gæði þess starfs sem unnið er á Greiningarstöð felast í góðri mennt- un, starfsreynslu og hæfni þeirra sérfræðinga sem þar starfa. Sú staðreynd að launakjör þessara sér- fræðinga eru lakari en gengur og gerist á öðrum stofnunum er því foreldrum mikið áhyggjuefni. Fund- urinn skorar því á yfirvöld félags- og fjármála á Íslandi að finna hið fyrsta lausn á fjárhagsvanda Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins svo að hún geti sinnt hlutverki sínu með sóma og komið verði í veg fyrir fyrirsjáanlegan atgervisflótta frá stöðinni. Ályktun vegna stöðu Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.