Tíminn - 07.01.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.01.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 7. janúar 1950 5. blað Mesta vandamál bændanna Þótt oft sé úr vöndu að ráða hjá bændastétt lands- ins með framkvæmd hinna ýmsu starfa vetur og sumar, held ég þó, að ekki geti ork- að tvímælis, að heyverk- unin, eða þær aðferðir, sem henni henta bezt sé mesta vandamálið, og að þar sé mest þörf hinna fullkomnustu til- rauna, og síðan leiðbeininga. Mestur vandinn er að finna þær aðferðir, sem öllum al- menningi hy.itar bezt, og geta á stuttum tíma orðið almennings eign og með við- ráðanlegum tilkostnaði. Þetta hefir mönnum lengi verið Ijóst, enda hafa nokkr- ir okkar mestu búnaðarfröm uðir verið óþreytandi að hvetja menn til að nota sér þau úrræði, sem líklegust hafa þótt á hverjum tíma, má þar til nefna alveg sér- staklega búnaðarskólastjór- ana Torfa Bjarnason og Hall dór Vilhjálmsson, sem með reynslu sinni, eftirdæmi og ritgérðum, voru óþrjótandi að hvetja menn til að taka upp votheysverkunina, en þótt ó- trúlegt sé, hefir árangurinn af starfi þeirra og margra fleiri fyrr og síðar orðið ó- trúlega lítill. Að vísu skal ég játa það, að eins og aðstæður hafa verið og eru enn víða, kemur ekki til mála, að verka allt hey, sem vothey, veldur þar um ýmislegt svo sem lang- sót'tur útheyskapur yfir ó- færa vegi, enda ekki full- kannað hér á landi, að minnsta kosti hvort fénaður verði fóðraður með fullkomn um árangri, aðeins með vot- heyi. En hvað sem um það er að segja, er hér svo langt í land, þar sem ennþá er fjöldi b§enda, sem ekki verka neitt vothey, eða ekki sem teljandi sé. Skál ég nú víkja fáum orð- um að þeim helztu nýungum, sem hér hafa verið reyndar og menn hvattir til að not- færa sér og líta á þau, í ljósi þeirrar reynslu, sem ég hefi bæði séð hjá öðrum og reynt sjálfur á minni nær 50 áfa búskapartíð. Þurrheysverkun. Fram yfir síðustu aldamót, eða þó nokkru lengur, var þar sem ég þekkti til, ein- göngu sú aðferð að þurrka hey ið á túninu og setja það í sæti, eða dríla, þegar af því blés, en oft vildi verða litill á- rangur af því starfi. Þegar stórrigningar og storma gerði fauk heyið og rennblotnaði, svo að oft hefði verið betra að láta það vera óhreyft. Þá fundu menn upp þá aðferð, að strengja striga yfir sæt- ið og enda var þá óhætt að setja það í stærri lanir eða galta og verja það með striga yfirbreiðslum. Þetta var stór umbót, o> er nú svo komið þar sem ég þekki til, að eng- um manni dettur í hug, að sæta sátu eða lön, án þess að verja þær með strtga- yfirbreiðslum. Vothey. Þegar Torfi i Ólafsdal fór að skrifa um votheysverkanir, var ég í foreldrahúsum. Ég man- eftir því, að föður mín- um þótti þetta mjög merki- legt mál og tók þegar dá- litla gryfju í hlöðugólfið og fyllti hana með nýslegnu Eftlr Mas'niis Fiiinbo$>'asoit, Reynisdal. heyi og setti þungt grjót- farg á heyið, svo var hlaðið þurru heyi yfir, og ekkert við þetta fengist, fyrr en bú- ið var að gefa þurra heyið ofan af, kom þá í ljós, að heyið var angandi gott og skepnur þær, sem það var gef ið, voru strax mjög sólgnar í það, og þótti þetta undrum sæta. En síðan þessi tilraun var gerð, eru líklega full 60 ár. Þetta hygg ég að muni hafa veriö fyrsta tilraunin, sem gerð hafi verið með vot- hey hér í Mýrdal og jafnvel þótt víðar væri leitað. Síðan þetta skeði hefir þessi hey- iverkun verið að ryðja sér til rúms hér í sveit og er nú svo komið, að hver einasti bóndi verkar vothey, hvernig sem viðrar. Engum manni hér, dettur í hug, að þurrka há, og margir láta einnig meira og minna af fyrri slætti í vothey. Votheysturnar. Tvö síðastliðin ár, hefir verið mikið skrafað og skrif- að um „turnana“ og er það eins og gengur, sumir hafa lofasð þá úr öllu hófi, en aðrir verið mjög vantrúaðir á að þeir væru allra meina bót, en ég hygg, að 'sann- leikurinn liggi hér, eins og oft endra nær, milli vega. Turnarnir eru vafalaust góð- ir, þar sem þeir henta betur, en niðurgrafnar tóftir, svo sem á sléttlendi, þar sem allt verður að vera ofanjarðar og þar sem heyöflun er í stórum stíl og getur því borið mik- inn tilkostnað með vinnu- sparandi vélum, en á búum eins og þau gerast almennt með meirj og minni úthey- skap koma þeir alls ekki til greina. En þetta getur breytzt með aukinni ræktun og stækk andi búum og þar af leiðandi nærtækari heyskap. Súgþurrkun. Eins og áður er að vikið, á það enn þá vafalaust mjög langt í land að allur hey- fengur verði verkaður sem vothey, og enn munu bænd- ur um ófyrirsjáanlegan tíma treysta á að þurrka meira og minna af heyunum, en af þeim aðferðum, sem enn þá eru kunnar, virðlst hin svo kallaða súgþurrkun vera beszta úrræðið. En af því að menn greinir mjög á í þessu efni, bæði um nytsemi að- ferðarinnar, og kostnað við uppsetningu og rekstur, skal ég í stuttu máli skýra frá reynslu minni í þessu efni, sem einnig kemur alveg heim við reynslu þeirra bænda, í nágrennl mínu, sem reynt hafa þessa aðferð. Stofnkostnaður. Veturinn 1946—1947 fór ég að búa mig undir að setja súgþurrkunarkerfi í hlöðuna hjá mér.Mjög skrikkj ótt gekk að afla þeirra tækja, er með þurfti, en þó lán- aðist mér að vera búinn að komá öllu í lag í sláttarbyrj- un óþurrkasumarsins mikla 1947. Hlaðan er 21X9 áln- ir og vegghæð 4y2 alin og tek- ur 4—-500 hesta þegar vel síg- ur í henni. „Blásturshólminn1 en svo nefni ég aðalpípuna frá blásaranum er með öðr- um veggnum og er úr stein- steypu, en út frá því gangá svo trérennur yfir um þvera hlöðu opnar að neðan og lít- ið eitt á lofti. Ennfremur er settur niður miðstöðva^rofn í vélahúsinu, með tilheyrandi ofni, svo að aðstaða er til lofthitunar, þótt ég hafi lítið notað hana. En ég tel það tæplega gjörlegt nema með olíukyndingu, vegna vissra tafa við að kynda kolum. Kostnaður við uppsetningu, fyrir utan upphitunarkerfið var sem hér segir: 1. Dieselvél 7 ha. 3100.00 2. Blásari (vifta) 950.00 3. Pípukerfi, ö. vinna 1800.00 4. Vélahús 2000.00 Samtals kr. 7850.00 Reksturskostnaður: 13 tunnur hráolía 360.00 Smurningsolía 120.00 Viðhaldskostn. (áætl.) 300.00 Samtals kr. 780.00 Vextir af 7850.00 stofn kostnaði: 314.00 Kr. 1094.00 Ef reiknað er með að í hlöðuna fari 500 hestar, sem ég hygg nærri lagi, verður kostnaður við þurrkunina ná- lega 2 kr. á heyhest. Til þess að vega á móti þessum kostnaði kemur vinnu sparnaður, sem illt er að á- kveða, þar sem svo misjafn- lega mikill tími fer í að þurrka heyið ef á að fullþurrka það úti. En engan efa tel ég á því, að hér sé um veruleg- an ávinning að ræða, og svo bætist þar við hvað heyið er örugglega vel verkað, þar 'sem ekki vottar fyrir neinum rekjum, hvorki við veggi, und ir eða ofan á og auk þess al- veg öruggt fyrir skemmdum af hita. Samkvæmt því, er að fram- an greinir tel ég lang beztu 'og öruggustu heyverkunarað- i ferðina af þeim.sem enn þekkj (ast, vothey og súgþurrkun. jHinn mikli tilkostnaður, sem jorðinn er við verkún heys- jins krefst þess, að hvert strá fullnáist, en fari ekki að meira eða minna leyti for- görðum við verkunina. Eigi bændur vothevstóft- ir fyrir ca. helming töðunnar og sú þurrkunartæki til að fullþurrka hinn hlutann, þarf aldrei að koma til neinna verulegra mistaka með nýt- inguna. „Ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla.“ Hinar breyttu kringumstæð ur við öflun fóðursins krefj- ast þess, að heyskapn. sé sem fyrst komið á ræktað land, sem næst býlinu, en við þetta er óhj ákvæmilega mikill kostnaður, sem verður að end urgjaldast með minni vinnu, meiri afurðum og betri og öruggari nýtingu heyjanna, en ef menn þurrka alla þá töðu, sem til fellst, er voð- inn vís, hvað vlitið sem út af ber, — og það er eins víst og 2+2 eru 4, að það kemur alltaf fyrir með styttra og lengra millibili, hitt er orðin miklu minni hætta á, að grasvöxturinn bregðist, fáist (Framh. á 6. síðu.J ÓBRENNT KAFFI hefir ekki fengizt 1 verzlunum nú um hríð. Allt það kaffi, sem komið hefir á markað í Reykjavík síðustu vikur, hefir verið brennt og jafnvel mal- aö áður en því er lofað að koma í búðirnar til sölu. Ýmsir gera sér ekki grein fyrir þessu, af því að þeir eru vanir því að kaupa kaffið brennt og malað. En til eru hús- mæður, sem vilja brenna kaffið sitt sjálfar, enda liggja töfrarnir við að búa til verulega gott kaffi fyrst og fremst í því, að brenna það mátulega og jafnt. Auk þess er hagur að spara sér að borga brennslu og mölun á kaffinu. ÞETTA ER SENNILEGA einn liður 1 því, hvernig iðnaðurinn leggur verzlunina undir sig og tek- ur af heimilunum aðstöðuna til að kaupa vöruna óunna eða hálfunna og skattleggur þau hvort þau vilja eða vilja ekki. Það er atriði, sem ekki er hægt að þola til lengdar. í þessu tilfelli treysti ég því, að Kron gefi viðskiptamönnum sín- um framvegis kost á óbrenndu kaffi, en haldi ekki svo til kaffi- brennslu sinnar, að hver baun verði þangað látin, Sé lítil eftir- spurn eftir óbrenndu kaffi, er það að sama skapi útiátalítið að hafa fáein pund af því í búðunum til að geta gert þeim fáu, sem eftir því óska, úrlausn. — En heildarstefnu þessara mála þarf að gjörbreyta strax, en bíða ekki eftir því stigi, að kaffi fáist aðeins til drykkjar á veitingastöðunum, svo að menn verði að fara út á kaffihús og borga þjónustugjald og allt saman, ef þeir vilja veita sér þann mun- að, að drekka kaffisopa. í FYRRAKVÖLD voru flutt tvö merkileg og góð erindi í útvarpið. Sigríður Björnsdóttir frá Hesti tal- aði í kvennadagskránni og Emil Björnsson annaðist þáttinn sinn á innlendum vettvangi. Bæði fluttu þau ágætar hugvekjur. Sama kvöldið las Einar Ólafur Sveinsson þátt úr Egilssögu. Mér finnst, að við megum gjarnan hugsa um það stundum, hvílík yndisbót og menn- ingarauki er að útvarpinu, þó að okkur þyki ýmislegt í rekstri þess á annan veg en vera ætti. Við skul- um sízt af öllu láta það verða til að blinda okkur fyrir því, sem já- kvætt er við fyrirtækið. NÝSTÁRLEGUR SKÁLDSKAP- UR birtist í Mbl. 1 gær og hefir fyr irsögnina: í tilefni jólaljóða Tím- ans. Þar sem ég veit, að lesendur mínir hafa margir gaman af vis- um vil ég láta þá sjá sýnishorn af þessum kveðskap. Þetta er þriðja visan: Fyrir sterka foringjann, er fýsir á valdastólinn, trúarsálma sína hann heiðra meir en annað. En niðurlagserindi rímunnar er svona: Hvort. að muni áfram eins, á er nokkur vafi, reynast tálan raka meins á Reykjavíkurhafi. Svo er. nú það. Ekki er höfund- ar við getið og skal engum getum að því leitt, hver skáldjöfur hafi hér að verki verið, en sjálfsagt er að unna honum verðugrar viður- kenningar og frægðar. Starkaður gamli. Innilegar þakkir fyrir vinarhug, er mér var á margan hátt sýndur á sjötugsafmæli mínu 23. des. 1949. Jón Símonarson, Stóru-Fellsöxl. TRÉSMÍÐAVELAR Erum kaupendur að 16—18 tommu bandsög, og 6 tommu afréttara. Landssmiðjan niimiiiiiiniiiiniiiinmimiiiiiiiinmiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiMimimiiiiiiiiniiiiiiinimiiiiiiiiiiniB Silfurmunir Tek til viðgerðar silfur- og gullmuni. Verkið framkvæmt af fagmanni. Kaupi brotagull. Franch Michelsen Laugavegi 39. — Sími 7264. Fisksalar! Höfum til sölu 1. fl. gellur í kilópökkum á kr. 2,60 kg. — Einnig ýsu í kílópökkum á kr. 2,80 kg. ÍSBJÖRNINN H. F. Símar 1574 og 2467.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.