Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 2
 TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 166. blað .w.*..— Otá kafi til keiía j Pn Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apóteki, sími 1330. Útvarpið lítvarpið. 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10. Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30—16.25 Mið degisútvarp. — 16.25 Veður- fregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Ketillinn“ eftir William Heinesen; XVII. (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rit- höfundur). 21.00 Tónleikar: „Gayaneh“, ballettmúsík eftir Khachaturian ^ (plötur). 21.25 Staðir og leiðir: Kringum Lagar fljót (Ragnar Jóhannesson skólastjóri). 21.45 Danslög (plöt ur>. 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22.10 Danslög (plötur). 22.30 Dagssrárlok. Hvar eru skipín ? Ríkisskip. Hekla er í Tórshavn í Færeyj um og fer þaðan kl. 18 í dag til anleg á Akureyri í dag, á leið til Þórshafnar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var á Skagaströnd í gærkvöld. Þyrill er í Reykjavík. Ármann fór frá Reykjavik í gærkvöld á leið til Vestmannaeyja. Eimskip. Brúarfoss er í Kiel. Dettifoss fór 28.7. frá Hafnarfirði til Ir- lands og Rotterdam. Fjallfoss fór frá Reykjavík 30.7. vestur og norður. Goðafoss fór frá Húsa vik 30.7 til Rotterdam og Sví- þjóðar. Gullíoss fer frá Leith í dag 1.8. til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss er væntanlegur til Lysekil í Sví- þjóð. Tröllafoss kom til New York 28.7. frá Reykjavík. Árnað heilla Siifurbrúðkaup eiga í dag, Ragnheiður Lýðs- dóttir og Benedikt Grímsson á Kirkjubóli í Kírkjubólshreppi í Strandasýslu. Heimili þeirra hjóna hefur verið annálað fyrir rausn og myndarskap í hví- vetna. Benedikt hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, meðal annars v/lð hreppstjóri fjöldamörg ár. Vinir og sveitungar þessara heiðurs- hjóna munu senda þeim hlýjar kveðjur á þessum merkisdegi þeirra. Brúðkaup. í gær voru gefin saman í hjónaband á Reykjum í Mos- fellssveit ungfrú Guðný Bjarna dóttir frá Reykjum og Jón Hall dórsson loftskeytamaður, Njáls götu 96, Reykjavík. Heimili ungu hjónanna verður á Njáls- götu 96. Úr ýmsum áttum Sænskur ferðamannaflokkur færir SÍBS gjöf. Sænski ferðamannaflokkur- inn, sem er nýfarinn. eftir háifs mánaðardvöl hér á. landi, bað við brottför sína, forstjóra ferða skrifstofunnar að færa. SÍBS gjöf að upphæð kr. 584.73. Hugmyndina að gjöf þessari fengu Svíarnir við heimsókn sína að Reykjalundi. Hver eln- asti maður innan flokksins lét sinn skerf til gjafarinnar. Heim að Hólum. Skagfirðingar og aðrir þeir, sem ætla að taka þátt í skemmt.i ferðinni heim að Hólum, í sam- | bandi við Jóns Arasonar-hátíð- ina, sunnudaginn 13. ágúst eru áminntir um að vitja miða sinna hið fyrsta. Vegagerð á Reykjahelði. (Framhald af 1. síðu.) hafði verið í þennan leiðang- ur, á ákveðnum tíma. Um næstu helgi munu Dal- víkingar aftur fjölmenna í leiðangur og verður þa reynt að brjótast upp á háheiðina. Ólafsvíkingar. Frá Ólafsfirði unnu einnig á milli tuttugu og þrjátíu menn að ruðningi á laugar- daginn og sunnudaginn. Var lagt á brattan skammt utan við Reykjaá og er hugmyndin að fara inn Reykjadal upp á Reykjaheiði. Gamla póstleið in var um Heiðardal, lítið eitt norðar. Um næstu helgi munu Ól- afsfirðingar enn fjölmenna til þessarar vegagerðar, og er ! það von þeirra, að þeir mæti j þá Dalvíkingum á Reykja- 1 heiði. Aðstoð heitið. Bæjarstjóri Ólafsfjarðar- kaupstaðar mun hafa átt tal við vegamálastjóra í gær og spurzt fyrir um horfur á hlut töku vegagerðar. Mun hann hafa hlotið þau svör, að stuðl að yrði að vegagerð þarna, ef sýnt þætti, að hægt væri að gera leiðina bílfæra, án ó- viðráðanlegs kostnaðar. 3—4 tíma akstur frá Siglu- firði til Akureyrar. Takist að gera Reykjaheiði Efnir til 10 ferða um næstu helgi Ferðaskrifstofa ríkisins í Reykjavík efnir til 10 fetða- laga um verzlunarmanfíti- helgina. Verða þær sem hér segir: Laugardag verður lagt upp í 3 daga ferð í Þórsmörk, jafn langa ferð norður I land pm Kjalveg, 3 daga ferð á Snæ- fellsnes, 3 dag ferð í Vefetur- Skaftafellssýslu, 3 daga ferð í Landmannaafrétt. Á laugar- dag. verður einnig farin ferð í Krísuvík. Á sunnudag verður fari,ð að Gullfossi og Geysi, og í Þjórs árdal. Komið heim úr þeibri ferð á mánudag. Á sunnudág verður einnig farið til Borgar f j arðar um Kaldadal og önn- ur ferð austur í Fljótshiíð þann sama dag, Á mánudag verður einnig farið í Fljótshlíð. Hinn 10. ágúst verður lagt upp í 10 daga hringférð i kringum landið. Farið verður með skipi til Austfjarða og þaðan á bilum um Norður- land og suður. Sama dag legg ur annar hópur af stað me£ bílum frá Reykjavik og fei Frænka okkar LILJA TÓMASDÓTTIR verður jarðsungin fimmtudaginn 3. ágúst kl. 1,30 eftir hádegi frá Fossvogskirkju Rósa Ingimarsdóttir Kristín Ingimarsdóttir Sólveig Jónsdóttir Tvær stúlkur geta fengið fasta atvinnu hjá oss, við afgreiðslustörf í Iiafnarfirði. MJÓLKURSAMSALAN. bílfæra, kemst Ólafsfjörðui og Siglufjörður i vegasam band við Eyjafjörð, og er tal ið, að þá verði þriggja til hálf fjórða tíma akstur frá Slglu firði til Akureyrar. — Þeg er bílfært úr dalnum irin a Ólafsfirði yfir Lágheiði, úm Stíflu og Siglufjarðarskarð til Siglufjarðar. suður með skipinu frá Aust- fjörðum. Jf ornum vec^i * Saftgerð og sultugerð Þessa síðustu daga hefir ó- venjulega mörgum orðið tíð- spurt um það, hvort ekki mætti nú vænta, eins og verið hefði, aukaskammts af sykri til saft- gerðar og sultugerðar. Sums staðar á landinu er nú gott út- lit um berjasprettu, margir eiga nokkuð af berjarunnum í görð í um og rabarbarinn er sprott- inn aftur, svo að víða er nóg við sultusykur að gera. Það er því engin furða, þótt fólk spyrji, einkum þar sem viðunandi saft er ekki að fá í landinu og sultan sem verksmiðjur búa til, dýr og misjöfn. Auk þess eru margir svo gerðir, að þeir vilja búa að sínu, enda mun mestur farnað- ur fylgja þeim hugsunarhætti. Þessar fyrirspurnir um sultu- sykurinn bárust einkum eftir að auglýst hafði verið að sultu- sykurmiðinn frá því í júlímán- uð ætti að vera í gildi til sept- emberloka. Fólk er tortryggið og býst við öllu illu af yfirvöld- unum, og margar húsmæðranna mun hafa grunað, að þetta væri þá allur sultusykurinn, sem þær ættu að fá í ár. Á öðrum stað í blaðinu er birt nokkur atriði úr viðtali, er Tím- inn átti í gær við skömmtunar- stjórann. Eins og fram kemur í því, hefir ekki enn verið tekin ákvörðun um sultusykurinn. En það verður gert áður en langt um líður, og fólk mun áreiðan- lega bíða tíðindanna með ó- þreyju. En komi til þess, að enginn aukaskammtur af sykri tíl saft- og sultugerðar verði veittur, mun það áreiðanlega verða litið óhýru auga, ef sælgætisgerðir og brauðgerðir og gosdrykkja- gerðir og veitingahús í fjölbýli halda sykurskammti sínum ó- skertum. Ég er ekki að spá því, að sultusykurinn verði felldur niður, heldur aðeins að túlka viðhorf fólksins til þessara mála, einkum húsmæðranna, er láta sig þetta mestu skipta. Það mun líka hollara frá þjóð félagslegu sjónarmiði, bæði í þessu efni og öðru, að hlyrina að heimilunum og stuðla að því, að þau geti fullnægt þörfum sín um með sem hóflegustum kostn aði, heldur en láta þaú sitja á hakanum í samkeppninni um vörurnar. J. H. BELINDA Sagan af Belindu, mállausu stúlkunni, er uppseld hjá forlaginu, en nokkur eintök munu enn vera fáanleg hjá sumum bóksölum. Verð kr. 12.50. Listin að vinna hylli karlmanna Bók þessi hefir verið prentuð í milljónum eintaka um hinn enskumælandi heim, enda er hún ómetan- leg handbók fyrir ungar stúlkur, sem láta sér annt um útlit sitt, framkomu sína og vinsældir. Verð kr. 10.00. Ævintýrið í Þanghafinu Saga þessi er einhver hin vinsælasta skemmtisaga, er út hefir komið á íslenzku. Skemmtilegri bók getur enginn valið sér til lesturs í sumarleyfinu. Verð kr. 15.00 11 Söguútgáfan Suðri Skrifstofuhúsnæði til leigu Þrjú stór samliggjandi skrifstofuherbergi eru til leigu á Klapparstíg 26. Upplýsingar á Umferðamálaskrifstofu póststjórnar innar Klapparstíg 26, sími 1014.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.