Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 6
0 TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 166. blað TRIPDLI-BÍÓ ÍSlóttug kona Sýnd kl. 9. Gullræning j aritir Afar spennandi ný amer- ísk kúrekamynd. Aðalhlutverk: Whip Wilson I Andy Clyde Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 14 ára. I Sími 1182. ! 4 H—o — o — n — o — o^n — D —o — o — o—,« . N Ý J A B í □ RaulSar rósir (Roses are Red) Ný amerísk sakamálamynd spennandi og viðburðarík. Aðalhlutverk: Don Castle Peggy Knutsen Patricia Knigth Aukamynd: Holland og nýlendur þess. (Marc of Time.) Bönnuð börnum yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sendiboði himnaríkis (Heaven Only Knows) Mjög spennandi og sér- kennileg ný amerísk kvik- mynd er fjallar um engil í mannsmynd, sem sendur er frá Himnaríki til jarðarinn- ar og lendir þar í mörgum hættulegum og skemmti- legum ævintýrum. Aðalhlutverk: Robert Cummings, Brian Donlevy, Marjorie Reynolds. Bönnuð börnum innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Blmi lilN 1 ræningjahöndum Afar taugaæsandi saka- mynd. Aðeins fyrir sterkar taugar. Aðalhlutverk: Jack La Rue Hugh Mac Dermott Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Erlent yfirlit (Framhald af 5. sUSu.) um nazista. Af 136 þingmönn- um jafnaðarmanna hafa 85 ver ið ofsóttir af nazistum. Svipaðar tölur má greina frá fylkisþing- unum. 1 hópi þeirra þingmanna, sem ekki hafa orðið fyrir ofsókn um, er einkum að finna konur og unga menn, sem ekki hafa komið fram á sjónarsviðið fyrr en eftir styrjöldina. Af þeim ástæðum slapp þetta fólk við ofsóknir nazista, en ekki vegna þess, að það væri þeim hlið- hollt. Andstæðingar nazista áhrifamiklir. Sé litið í heild yfir þessi mál, verður ekki annað sagt en að aðstaða þeirra, sem voru and- stæðingar nazista, sé nú sterk í Þýzkalandi. Þetta er þeim mun eftirtektarverðara, þegar þess er gætt, að lýðræðisflokk- arnir misstu ýmsa fremstu leiðtoga sína á valdatímum nazista. Margir þeirra féllu fyr- ir böðulshendi þeirra. Einkum cr það áberandi í jafnaðar- mannaflokknum, að þar hafa þeir menn tagl og hagldir, sem voru í harðri andstöðu við haz- ista. í engum flokki ber líka öllu meira á þjóðræknisstefnu og engir hafa ákveðnar en leið- togar jafnaðarmanna mótmælt þeirrí kenningu, að þýzka þjóð- in í heild beri ábyrgð á styrj- öldinni og sé samsek nazista- foringjunum. Leiðtogi þeirra er flokksformaðurinn Schuma- cher, sem sat 11 ár í fangabúð- um og aldrei vildi þiggja frelsi gegn því skilyrði, að hann hætti öllum afskiptum af stjórnmál- um. Menn með slíka fortíð — og þeir eru margir — eru skilj- anlega ekki fúsir til þess að láta færa syndir nazista á reikning sinn eða þýzku þjóð- arinnar. 'Utbreiíii 7wanH TJARNARBID ■ Orlagaf jalllð (The Glass Mountain) Skemmtileg og vel leikin nú ensk mynd. í myndinni syngur m. a. hinn frægi ítalski söngvari Tító Gobbi. Aðalhlutverk: Michael Denison Dulcie Gray Tito Gobbi. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. 4...---------- GAMLA BÍ□ Dagdraumar Walters Mitty Hin bráðskemmtilega gam anmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Skopleikarinn óviðjafnlegi, Danny Kaye og hin fagra Virginia Mayo Sýnd kl. 5. 7 og 9. Viðhorfifi til nazismans. (Framhald aj 5. slðu.) skiptaleysið verður látið ráða í skiptum við kommúnism- ann. Það er ekki sú barátta, sem háð er með byssustingjum og öðrum slíkum vopnum, er mestu skiptir í þessu samb. Hefði í tæka tíð verið vakin nógu öflug andúð gegn yfir- ðrotnnunarstefnnu nazista, myndi hún að öilum líkind- um hafa bognað, án íhlutun- ar vopnanna. Hefði engin Miinchensáttmáli eða þýzk- rússneskur griðasáttmáli ver- ið gerður, en nazismanum verið mætt með samhentri og skipulegri mótspyrnu, myndi hann hafa orðið að láta undan síga strax í upp- hafi. Það var afskiptaleysið og hlutleysið, sem gaf honum byr í seglin. Þess vegna má engin vera FURIA Heimsfræg ítölsk stórmynd um öra skapgerð og heitar ástríður. Aðalhlutverk: Isa Pola Rossano Brassi Gino Cervi Bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. < i-.—> BÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Himna bmiin Áhrifamikil ensk kvik- mynd frá síðustu heims- styrjöld. Aðalhlutverk: Múlvel Redwart John Mills Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. !______—J hlutlaus og afskiptalaus í þeirri baráttu, sem háð er um friðinn og frelsið í heimin- um í dag. Það væri að bjóða heim enn meiri háska og ógn um en þeim, sem hlutust af undanlátsseminni við naz- ismann á sinni tíð. X-|-Y. Lækningastofa mín verður i Túngötu 5 Viðtalstími kl. 5—6 e. h. Laugardaga kl 1—2 e. h. Sími 4832 Heimasími 5326 Sérgr. Bæklunarsjúkdómar Haukur Kristjánsson læknir Köld borð og heit- ur matur aendum út um allan bæ. SlLD & FISKUR. 3 JOHH KHITTEL: 1 FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM -------------- 69. DAGUR ---------------------- Teresa starði hrædd og forviða á eftir honum. Hún hafði starað framan í hann ,meðan hann talaði, og séð, hvernig kvölin speglaðist í andlitsdráttum hans. Þegar hann sagðist hata lífið, var eins og ofurþungri byrði væri skyndilega varp- að á herðar henni. Ofsi hans lagðist á hana eins og farg. Nú sá hún skaphöfn hans skyndilega í nýju ljósi. Og hann hafði ekki sagt þetta í snöggri geðshræringu. Þannig var Gottfreð Sixtusi í raun og veru innan brjósts. En hvers vegna hafði hann hlaupið svo skyndilega brott? Henni fannst hann vera sér fjandsamlegur, og þó skynjaði hún hina heitu ást hans bak við orð hans og gerðir. Og sjálfum fannst honum húnahafa verið óvingjarnleg í framkomu sinni. Það fór allt í einu hrollkenndur skjálfti um hana, og illur grunur um geigvænlega hluti rak hana inn til manns síns. Hann svaf. Henni létti dálítið við það. Nokkrum klukku- tímum síðar kom Gottfreð aftur, og þá sagði hann hirðu- leysislega, að hann ætlaði að vera kyrr fyrst um sinn. Hann vænti þess, að hún reyndi að gera honum dvölina skemmti- lega, og hann stakk upp á því, að þau gengju dálitinn spöl inn í hlíðarnar við og við, þegar hún mætti vera að þvl. Hún lofaði þvi mótbárulaust — þagði og kinkaði aðeins kolli. En þögn hennar var eins og tjáning um grun hennar. Hún var hrædd við Gottfreð Sixtus, en hana brast kjark til þess að segja það hreinskilnislega. XVIII. Litlu síðar hófust daglegar gönguferðir þeirra Gottfreðs og Teresu. — Hvernig getur fólk lagt okkur það tii lasts? sagði Ter- esa. Þetta er ekkert öeðlilegt. Engum, sem þekktu þau, þóttu þessar gönguferðir ein- kennilegar. En smám saman urðu gönguferðirnar lengri og lengri. Þau fóru fyrst aðeins spölkorn upp i hlíðina, komu heim eftir fimmtán mínútur. Brátt kom þar, að þau voru marga klukkutíma að heiman. Teresa minntist aldrei á vax- andi ótta sinn. Hún var samt mjög hrædd og kviðin. En hún óttaðist ekki um sjálfa sig, og samband þeirra Gottfreðs olli henni ekki hugarangri. En hún var hrædd um mann sinn, og hún var hrædd við mann sinn. Af einhverri ástæðu nefndi hún aldrei við hann þessar gönguferðir. Oftar en einu sinni sagði Anton Möller við hana: Ég hefi beðið þín í meira efi klukkutíma. En Teresa hafði alltaf einhverja afsökun á takteinum. Hún hafði skroppið til konu Biihlers, hún hafði verið að horfa á snjóhengju, sem hrapaði úr Gammi, hún hafði orð- ið fyrir töfum niðri í þorpinu. — Farðu ekki út* án þess að láta mig vita, sagði Anton Möller. Mér er rórrá, ef ég veit, hvar þú ert. — Já, Anton. Og nú breytti hún um aðferð. í stað þess að afsaka brott- veru sína eftir á, f-ánn hún nú upp alls konar tylliástæður til þess að fara að heiman. — Hvers vegna gr ég síljúgandi? sagði hún við sjálfa sig. Ég get eins vel sagt honum sannleikann. Á einni af þessum gönguferðum fór Gottfreð að tala við hana um það, hversu mikils virði það væri að vera frjáls og sjálfstæður maður, engum háður — sterkur og ósveigjan- legur maður, ólíkur öllum öðrum. Það er æðsta keppikefli mannsins að verá. 'írjáls, sagði hann — frjáls í hugsun og athöfn, og geta farið sínu fram í trássi við alla aðra. Teresa hlustaði fúslega á orð hans. Gáfur og skarpskyggni Gottfreðs efaði hún ekki, og hún trúði öllu, sem hann sagði, því að hún vildi trúa þvi. Samt hlustaði hún fremur eftir hljómfallinu og bl.æbrigðum raddarinnar en orðum hans. Orð Gottfreðs létu eins og söngur i eyrum hennar, og sá söngur endurómaðt .í sál hennar. Hún var hinn yndislegi akur, frjór og ósnortinn, og djöfullinn gat ekki fundið betra sáðland. ! 'v Lifsþrótturinn gffeistaði í augum hennar, og sá lífsþróttur þekkti hvorki hieypidóma né ófrávíkjanleg lög. Örvænting- in, sem ríkti í sál hins unga manns, vakti óhugnanlegan fögnuð í huga hennar. En þrátt fyrir allt var Gottfreð ekki sælli en áður. Hvers hafði hann vænzt af Teresu? Hafði hann ekki þegar eign- azt allt, sem hann gat gert sér vonir um að eignast? Hann taldi sig sjálfan siðlátan mann og gædda-n sterkum vilja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.