Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 7
166. blað TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 7 99 I»orfinnsgostur“ (Framhald af 8. síðu). silfurbikar mikinn frá útgerð armönnum við ísafjarðar- djúp árið 1876. í Noregi sett- ist h.ann að í Narvík, varð þar frömuður um saltfiskverkun og bátasmíði, og var einn þeirra sem stórþingið norska valdi til þess að fara á heims sýninguna í París árið 1900. Fóstri Þorvaldar, Símon Alexíusson, var fyrir eina tíð kaupmaður á ísafirði, en einnig kunnáttumaður og brautryðjandi um fiskverkun. Til er ljósmynd af verðlauna- peningi, sem Chr. Popp, kaup- maður á Sauðárkróki hlaut fyrir vel verkaðan saltfisk á sýningu í Björgvin 1898. Er myndin árituð þakklæti Chr. Popps til Símonar, fyrir verð- laun þessi, en Símon mun hafa ráðið verkunaraðferð á fiskinum, sem verðlaunin hlaut. Þorvaldur Hjaltason fór til Danmerkur árið 1900, 13 ára gamall, og hefir dvalið þar síðan. Lærði verzlunarstörf. Rak eigin nýlenduvöruverzl- un frá 1913—1923, en gerð- ist þá djákni við Hans Egede- kirkju á Austurbrú. Jafn- framt síöan 1930 hefir hann verið formaður hins Kristi- lega útvarpsnotendafélags í Kaupmannahöfn. Eru í Dan- mörku alls fjórar siíkar fé- lagsheildir útvarpsnotenda, sem allra saman hafa áhrif á val 6 manna af 16 sem þar í landi skipa útvarpsráð. Félag það er Þorvaldur veitir for- stöðu hefir tillögurétt um tvo af þessum sex mönnum, enda er það annað stærsta útvarps notendafélagið í Danmörku. Þá hefir Þorvaldur verið á- berandi starfsmaður í liði áhugamanna um kristilega starfsemi m. a. í félögum K.F.U.M. Kvæntur er Þorvaldur Maju Augustu f. Rosky. Eiga þau þrjá sonu og eina dóttur, öll vel gift. Barnabörnin eru 9. Er einn sonur Þorvaldur full trúi i rannsóknarlögreglunni, annar listmálari, þriðji stýri- maður í utanlandssiglingum. Dóttirin er gift húsameistara. Þorvaldur er nú kominn vestur á bernskustöðvarnar, en ferðast síðan um Siglu- fjörð, Akureyri og Sauðár- krók, en hefir þegar komið á Þingvöll, séð Geysi, Gullfoss, komið í Skálholt og séð Suður landsundirlendið allt til Fljótshlíðar. Dvelur hér í bænum hjá Guðmundi Guð- mundssyni, stórkaupmanni á Grenimel 31. Þegar Þorvaldur, 13 ára drengur, kom til Hafnar og jafnaldrarnir vissu að hér var kominn íslendingur spurðu þeir: „Hefir þú verið í Reykja- vík?“ „Nei“. „Hefirðu séð Heklu?“ „Nei“. „Hefirðu séð Geysi?“ „Nei“. „Þá ertu ekki íslendingur!“ Hér eftir þarf Þorvaldur Hjaltason ekki að falla á sliku prófi. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggniir tryggja strax hjá Samvinnutryggingum TlMINN á hvert fslenzkt heimlli. Semcntið. (Framhald af 1. slðu.) ábyrgð á, að dælurnar reyn- ist vel hér, þar sem svipaðar dælur eru notaðar við miklu erfiðari aðstæður vestra. Allt til sements- framleíðsíu. Dr. Vestdal gat þess, að nægilegt hráefni til sements framleiðslu hefði fundizt hér á landi, að undanteknu gipsi, sem blandað er i sementið, en gipsið er ekki nema 2% af efni því, sem notað er til fram leiðslunnar. Áætlað var að hin væntan- lega verksmiðja myndi nota um 90 þúsund lestir af kalk- sandi og 20 til 30 þúsund lest ir af fjörusandi. Fjörusandurj inn inniheldur þó ekki nógu j mikið af kísilsýru og verður þvi að fá hann annarsstaðar. Grjót sem inniheldur um 70 til 80% af kisilsýru hefir fundist í Hvalfirði og Borgar firði undir jarðlögum annars efnis og verður að sprengja hann úr námunum. Saman- borið við það sem annarsstað ar gerist er þetta tiltölulega góð aðstaða. Fjörusandurinn verður tekinn á Akranesi skammt frá þeim stað sem val inn hefir verið fyrir verk- smiðjuna. Borgar sig án nokkrum árum. Þegar kostnaðaráætlunin var gerð fyrir semenesverk- smiðjuna var gert ráð fyrir að hún mundi spara það í er lendum gjaldeyri á tveimur og hálfu ári sem næmi erlend um gjaldeyri sem þyrfti til byggingu hennar. Á fjórum árum átti verksmiðjan að hafa greitt sig að fullu miðað við verð og notkun á sementi árið 1946. Afköst hinnar væntanlegu verksmiðju eru áætlað um 75 þúsund lestir á ári en mesta sementsnotkun hér á landi var árið 1944 og voru þá not ur 74 þúsund lestir. Verk- smiðjan verður einnig byggð þannig að bæta megi við hana, ef þörf gerðist. Rafmagn frá Andakílsá. Mikið rafmagn þarf til sementsframleiðslu, og verð- ur það fengið frá orkuverinu við Andakílsá, en þar er talið nóg rafmagn aflögu handa j verksmiðjunni. Rafmagnið knýr hinar stórtæku myllur, i sem mala allt það efni sem ' fer til framleiðsiunnar. j Aftur á móti verður að ! flytja inn oliuna sem notuð er fyrir brennsluofnanna. Vinnuafl, olía og rafmagn eru hæstu útgjaldaliðirnir við framleiðslu sements og er það aðeins olían, sem kaupa verður fyrir erlendan gjald- eyri. Talið er að um 80 manns geti unnið við verksmiðjuna sjálfa auk annarar vinnu 1 sem skapast af framleiðslu i sements hér á landi. Hvenær verður hafizt handa. Enn er ekki ráðið hvenær verður hafizt handa um bygg* ingu þessarar nauðsynlegu verksmiðju. Öllum undirbún- ingi er lokið og rannsóknir sérfræðing hafa leitt það ó- tvírætt í ljós að hér eru mjög góðar aðstæður til byggingar slíkrar verksmiðju. Dr. Vest- dal átti tal við Ólaf Thors atvinnumálaráðherra sem sagði að aðallega væru það 18 mili. dollara til viðgerðar á kaupskipum Truman forseti Bandaríkj- anna hefir farið fram á það við þingið að það veiti 18 millj. dollara til viðgerða á flutningaskipum sem eru í eign rikisins en hafa ekki ver ið notuð siðan í siðustu heims styrjöld. N. k. mánudag mun Tru- man halda fund í Hvítahús- inu, þar sem hann ræðir við forustumenn beggja þing- floklcanna um aukin framlög til landvarna bæði í Banda- ríkjunum og Atlanzhafsríkj- unum. Hefir hann þegar farið fram á að hraðað verði sem mest undirbúningi landvarna beggja megin Atlanzhafsins. Einnig krefst Truman þess, að gervigúmmí-framleiðsla í Bandaríkjunum verði aukin um helming. Til þess að koma þessu í framkvæmd ve.rður að starfrækj a gúmmíverksmiðj - ur ríkisins sem notaðar voru í síðustu heimsstyrjöld. Farþegaflugvél fersf í Brazilíu S.l. föstudag fórst Constela- tion flugvél skammt frá Rio de Janeiro í Brazilíu. í vél- inni voru 43 farþegar og fór- ust þeir allir ásamt áhöfn- inni. Talið er að flugvélin hafi rekist á rafmagnslínu og steypst til jarðar. Farþegarn- ir voru flestir frá Suður- Ameríku. fJm gengislaekk- unina. (Framhald af 3. síðu.) í framtíðinni til framkvæmda eftir því, sem ytri aðstæður gerðu breytingar á atvinnu- lífinu nauðsynlegar. Auk þess hefir komið betur í ljós með hverjum deginum, að þjóðin þurfti fleira en ný hraðfrysti hús, síldarverksmiðjur og skip. Hún þurfti einnig stór- kostlega aukningu á fram- leiðslu rafmagns, bæði til sjávar og sveita, íbúðarhús, sjúkrahús, og óteljandi aðra hluti. Þar við bætist svo, að fjöldi hugmynda og fyrir- ætlana um nýjar framkvæmd ir og framleiðslu hefir aldrei komizt lengra en á pappír- inn ef þá það langt, sökum þess að þær hafa legið utan sjóndeildarhrings stjórnmála mannanna, sem einir hafa bolmagn til þess að koma málum fram, þegar ríkið ræð ur mestu á flestum sviðum atvinnulífsins. Þetta er reynslan sem þjóð in þarf að muna vel. Það er ærið verkefni fyrir ríkisvald- ið á hverjum tíma að búa sem bezt í haginn fyrir heilbrigð- an rekstur og framkvæmdir í atvinnulífinu, án þess að það taki að sér rekstur og framkvæmdir, sem eru því í rauninni ofviða í lýðræðis- skipulagi, og sem einstakling ar og atvinnusamtök þeirra eru langtum betur til fallin að annast. tvö atriði, sem stæðu fyrir því að byrjað væri á fram- kvæmdum. Hið fyrra er hvort ráðlegt væri að leggja nú sem stæði í svo mikla fjárfestingu sem næmi kostnaði við bygg- ingu verksmiðjunnar, hitt er erfiðleikar á útvegun lánsfjár til byggingarinnar. Kostnað- ur við byggingu verksmiðjunn ar áætlaður 46 milljónir króna. Talið er að það taki 3 ár að byggja verksmiðjuna og er því ekki að vænta henn ar á næstunni. í verksmiðjustjórn voru kosnir dr. Jón E. Vestdal for maður, Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri og Sigurð ur Símonarson. Mælingar á skeljasandslaginu í Faxaflóa gerðu þeir Sigurður Símonar son og Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur. Þegar þér ferðist á milli Grænlandsvciðar Færeyinga (Framhald af 4. síðu.) sjómennirnir lagt árar í bát ár hvert, þegar mesta aflahrota ársins var fram undan við Grænland? J. D. Fasteignasölu- miöstööin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tima eftir samkomulagi. Akureyrar og Reykjavíkur þá er það fyrst og fremst þrennt, sem þér kjósið: Þægindi — Öryggi — Sparnað. Ferðist þvi með bifreiðum vorum. Afgreiðslustaðir hinir sömu og áður. Sama lága verðið. Ferðir alla daga frá báðum endastöðvum. H.f. Norðnrleið. mmtmninn;»iin»»nmtt«tmnmtiiKninnnni:»nnnK«nn. M.s. „Gullfoss" fer frá Reykjavík laugardag- inn 12. ágúst á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Pantaðir farseðlar skulu sótt ir eigi síðar en föstudaginn 4. ágúst, annars verða þeir seld- ir öðrum. Það skal tekið fram, að far- þegar verða að sýna fullgilt vegabréf, þegar farseðlar eru sóttir. H.f. Eimskipaf élag íslands 7erii}t í Svrqarfácri meö Laxfossi ♦ pat er ódfraAt Borgarfjörður er baðaður sólskini. Ferðist þangað og þaðan með Laxfossi. Það er ódýrast, þægilegast eg stytzt Afgreiðsla skipsins i Reykja vík, sem gefur allar nánari upplýsingar. tekur einnig dag lega á móti vörum til: Akraness, Borgarness, Vestmannaeyja. Farmgjöld eru nú allt að 30% ódýrari en aðrir geta boðið á sömu flutningaleið- um. H-F SKALLAGRÍMUR Sími 6420 eða 80966. Þurrkuð og verkuð GRÁSLEPPA og RAUÐMAGI og SIGIN GRÁSLEPPA fæst dagiega i Selsvör P. SALÓMONSSON. Vatnsþéttir lampar og raf- lagnir Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. Laugaveg 79. — Simi 5184. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk fri- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JON AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Rcykjavik. LÖGUÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.