Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 8
„ERLEiVT YFÍRLÍT 4 I DAG: Eru Þjjóðverjjar sekir? 34. árg, Reykjavík „Á FÚRMM VEGV‘ í DAG: Saftgerð oy sultuqerð 2. ágúst 1950 166. blað Ákvörðun um sykurauka til saft- og suitugerðar í þessum mánuði l>riðjun»'ur af innfluttmn sykri fer til iðn- aðarfyrirtirkja ýmsra og' veitingalaása Tímanum hafa siðustu daga borizt fjölmargar fyrirspurn ir um, hvort hann gæti veitt upplýsingar um, hversu mikils sykurskammts til sultu- og saftgerðar heimilin gætu vænzt að þessu sinni. Sneri tíðindamaður frá Tímanum sér í gær til EIís Ó. Guðmundssonar skömmtunarstjóra með þessar fyrirspurnir. — í júlímánuði var veittur aukaskammtur til sultugerð- ar vegna rabarbarans, eitt kílógramm á mann, sagði skömmtunarstjóri, og nú hefir sá skömmtunarmiði, nr. 9, verið framlengdur til septemberloka, ef einhverjir kynnu fremur að vilja nota sykurinn til saftgerðar, er berjatínslan hefst. Um það, hvort sykur- skammturinn verður auk- inn vegna saftgerðar, hef- ir ekki enn verið tekin á- kvörðun. Við viljum sjá, hvernig berjasprettan verð ur. En um eða upp úr miðj um þessum mánuði, má vænta, að þessu máli verði ráðið til lykta. — Undanfar in sumur hafa tvö og upp í þrjú kílógrömm sykur á mann verið veitt aukalega til sultu- og saftgerðar á heimilum, auk hins venju lega skammts, sem er og hefir alltaf verið kringum fimm kílógrömm hverja þrjá mánuði. Sykurbirgðirnar. Til þess að veita, þótt ekki sé nema eitt kílógramm auka lega á mann, þarf sykurbirgð ir, er nema 140 smálestum. Að vísu er nú til nokkuð af sykri, eitthvað kom um dag- inn og von er á meiri sykri innan skamms. En um raun- verulegar birgðir í landinu er ekki að ræða, enda vita allir, að ekki þarf annað til en skipi seinki, svo að ýmsar matvörur og neyzluvörur þrjóti. auga hvað þessi síðast töldu fyrirtæki fá mikið af sykri, ekki sízt þeim foreldr um er eiga jafnframt í sí- felldu stríði að forða börn um sinum frá sælgætisáti, og gosdrykkjaþambi, köku áti og liangsi á sjoppum, sem byggja tilveru sína á þessari framleiðslu. Skammturinn ekki skertur. Skammturinn til þessara fyrirtækja hefir að minnsta kosti ekki enn verið skertur. Hann er hinn sami og áður. Munu einkum koma til greina tvö atriði, er því valda, toll- tekjur ríkisins af sælgæti og gosdrykkjum og atvinna fólks, er að þessari fram- leiðslu vinnur. Hagnýting eigin framleiðslu. Það er auðvitað mjög baga legt, sagði skömmtunarstjóri að lokum, að við skulum ekki geta látið í té sykur, svo að menn geti að minnsta kosti hagnýtt eigin fram- leiðslu til sultugerðar, til dæmis þeir, er rækta rabar- bara, kannske í allstórum stíl. Enn inn á þá braut hefir ekki verið farið. í Bretlandi var þessu hagað svo á stríðs- árunum, að niðursuðusam- lögum fólksins var veittur sykurskammtur til sultu- og saftgerðar. Húsmæður tóku sig saman og sendu ber sín og annað hráefni til samlags ins, en fékk þaðan aftur sultu og saft. Þriðjungurinn til iðnaðar. Það lætur nærri, að y3 af öllum sykri, sem fluttur er til landsins, fari annað en til al mennings, sagði skömmtun- arstjóri. Talsvert er notað til síldar- og hrognasöltunar. En mest fá sælgætisgerðir, brauðgerðir, gosdrykkjagerðir og veitingahús. Auk þess hef ir verið veitt ofurlítið af sér- leyfum til heimilisiðnaðar. Veitingahús hafa fengið nokkuð eftir þörfum, og nýj- um veitingahúsum veitt syk- urleyfi, er þau hafa risið upp. Sælgætisgerðir, brauð- gerðir og þess háttar stofn anir fá vissan skammt, er reiknaður var út I upphafi, er skömmtunin var sett, ný fyrirtæki af þessu tagi hafa fengið sykurleyfi með hliðsjón af því, er eldri fyr irtæki höfðu. Almenningi er það vafalaust þyrnir í Þá fór ekkert forgörðum af þeim sykri, er til þessa var veitt, en hjá okkur er auð- vitað alltaf meira eða minna af sultusykrinum eytt til annars. Sykurinnflutningurinn Samkvæmt upplýsingum, er Tíminn fékk frá hagstof- unni, var fyrstu sex mánuði þessa árs fluttar um 2976 smálestir af sykri. Sykur- skammtur almennings á þeim tíma mun hafa numið ná- lægt 1400 smálestum. Árið 1949 voru fluttar inn um 5565 smálestir af sykri. Á því ári mun sykurskammtur almennings hafa numið um 3200 smálestum. En þessar tölur sýna ekki fullkomlega rétt hlutföll á skiptingu syk- ursins milli almennings og fyrirtækja, þar eð til greina koma birgöir við upphaf og lok tímabilsins. Fjölbreytt hátiðahöld í R.vík m verzlunarmannahelgina Skcnimtanir verða í Tovolí í þrj.i da»a Eins og að undanförnu mun Verzlunarmannafélag Reykjavíku efna til fjölbreyttra skemmtana um verzlunar- mannahelgina og hefir í því skyni tekið Tivolí á leigu i þrjá daga, þ. e. laugardag, sunnudag og mánudag. í Chicago er nú verið að gefa út ritsafn mikið, er nefn- ist „Great Books of the West- ern World“, 54 bindi. Verða í þvi 443 ritverk 74 höfunda. Þetta ritverk á að túlka menn ingu hins frjálsa manns á tuttugustu öld. Aðalritstjórinn er Róbert Maynard Hutchins, áður for- seti Chicagoháskóla. Allt hey þurrt við utanverðan Eyja- fjörð Frá fréttaritara Tímans á Dalvík. Hér við utanverðan Eyja- fjörð er nú indælisveður eins og fegurst getur verið, sólskin og hiti. Hefir hér um slóðir verið þurrt veður frá því á fimmtudag. En til hafsins er aftur á móti sífellt þoka. Allt hey, sem iaust var, er nú orðið þurrt, og víða búið að alhiröa. Óeirðum lokið í Belgíu Belgiska stjórnin ræddi í gærkvöldi um breytingu á valdaafstöðu Leopolds lcon- ungs. Konungur hefir ákveð- ið að leggja niður völdin og fá þau í hendur erfðaprinsin um 21. sept. n. k. Allt er nú með kyrrum kjör um í Brussel. Leiðtogar verka iýðsfélaga hafa skipað mönn um að hefja vinna. Einu ó- eirðirnar sem áttu sér stað voru fyrir framan skrifstof- ur Jafnaðarmannafiokksins.’ Kl. 4,30 á laugardag hefjast hátíðahöldin úti í Tivolí með þvi að Magnús Valdimarsson setur hátíðina. Síðan munu þýzkir trúðleikarar, sem ný- komnir eru til landsins, sýna listir sýnar og Baldur Georgs sýna töfrabrögð. Um kvöldið kl. 8,30 hefst skemmtun að nýju með því að Baldur og Konni tala saman, síðan sýna hinir þýzku lista- menn og dansað úti og inni til kl. 2 e. m. Á sunnudaginn verður há- tíðamessa í dómkirkjunni kl. 11 f. h. Kl. 2,30 leikur 12 manna hijómsveit undir stjórn Baldurs Kristj ánsson- ar á Austurvelli, síðan leikur hljómsveitin úti i Tívolí. Þá hefjast skemmtiatriðin að nýju og eru hin sömu og dag- inn áður, auk þess gamanþátt ur, Jón Aðils o. fl. Um kvöldið kl. 8,30 verður áframhald á hátíðahöldunum og meðal nýrra skemmtiatriða mun Jan Moravek leika einleik á harmoníku og músík kabarett hans leika sígauna- lög o. fl. síðan dansað til kl. 1. Á mánudaginn fara svo fram aðalhátíðahöldin, sem hefjast úti í Tívolí kl. 4,30 með því að sýndir verða trúð leikar, Ralf Bialla, töfrabrögð og búktai, Baldur og Konni, reiptog milli afgreiðslumanna og skrifstofumanna. Um kvöld ið kl. 3 gamanþáttur Jón Að- ils o. fl. Harmoníkusóló Jan Moravek. Músikabarett Jan Moravek og hljómsveit. Töfrabrögð, og búktal, Baldur og Konni. Knattspyrnu- keppni milli afgreiðslustúlkna og skrifstofustúlkna. Flug- eldasýningar á miðnætti. Dans til kl. 2. í heimsókn cftir 50 ára dvöl erlcndis Þriðji „Þorfinns-gesturinn" á þessu sumri, er nýkominn til landsins, Þorvaidur Hjalta son að nafni. Þorvaldur er 63 ára, fæddur í Súðavík 13. ágúst 1887. For- eldrar hans voru Kristján Hjaltason og kona hans Henri ette Thorsteinsdóttir, norsk að ætt. Þorvaldur ólst frá tveggja ára aldri upp hjá Símoni Aiexíussyni (lögreglu þjóns í Reykjavík), og Mál- fríði Þorláksdóttur, konu hans en þá fluttu foreldrar Þor- valdar til Noregs. Kristján, faðir Þorvaldar, fann upp og smíðaði öngul þann, sem notaður hefir ver- ið til þess að veiða með smokk, fékk fyrir þá framtakssemi (Framhald á 7. síðu.) Malik tekur aftur sæti í Öryggisráðinu Malik fulltrúi Rússa í Ör- yggisráðinu tók þar sæti aft ur. Lagði hann dagskrár í þrem liðnum fyrir ráðið 1. samþykkt dagskrár. 2. um- ræður um lausn Koreudeil- unnar er 3. að leyfa fulltrúum Pekingstjórnarinnar að taka sæti í ráðinu. Kínversk sáttaiillaga Sagt er að dr. Chou Enlai, utanríkisráðherra Mao Tse tungs, hafi lagt fyrir sendi- herra Indverja í Peking á- ætlun um málamiðlunartil- lögur í Kóreudeilunni, er Asíu veldin skyldu sameinast um. Þessa áætlun er talið, að Pancjit Nehru hafi sent brezku stjórninni til álits, og hefir því hvorki verið játað eða neitað í lÆndon. í þessari orðsendingu á Mao Tse-tung að liafa lýst því yfir, að Kínastjórn óskaði umfram allt friðar, svo að hún gæti sinnt viðreisnar- starfinu í stríðsherjuðu landi sínu og vildi þvi gera sitt til þess að leysa Kóreudeiluna. Jafnframt hafi afskipti Bandaríkjamanna af henni verið fordæmd. Húsmæðranámskeið á Laugarvatni Undanfarið hefir staðið yfir sex vikna matreiðslunám skeið í húsakynnum hús- mæðraskóla Suðurlands að Laugarvatni, og lauk því nú þann 31. júlí. Það hefir verið venja undanfarin ár að halda matreiðslunámskeið í skólan- um annaðhvert sumar, þegar húsmæðraskóli íslands dvel- ur þar ekki. Námskeið þessi hafa verið mjög eftirsótt, enda fýsir marga að dvelja að Laugar- vatni á sumrin. Þessi nám- skeið eru sótt af stúlkum víðs vegar að af iandinu, ætíð er þó meiri hluti þátttakenda úr kaupstöðum, enda eðlilegt, þar sem námskeiðin standa yfir aðalbjargræðistíma sveit j anna. Þetta námskeið, sem j nú var að ljúka var meir en fullskipað, þátttakendur j voru 31. Kennt var matreiðsla niðursuða og almenn hús- störf, auk þess handavinna seinnipart dags. Kennarar voru voru forstöðukona skól- ans, Bryndís Steinþórsdóttir, Sigrún Árnadóttir og Krist- rún Jóhannsdótttir. Handa- vinnukennslu annaðist Indí- ana Guðlaugsdóttir. Húsmæðraskólinn tekur að þessu sinni til starfa í byrj- un september, sem nánar verður auglýst. Af sérstökum forföllum er ennþá pláss fyr- ir nokkra nemendur næsta vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.