Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 5
166. blað TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 5 Miðvikud. 2. átfúst Erenburg og ávarpið Einn hæstlaunaði „lista- maður“ Sovétríkjanna, rit- höfundurinn Ilja Erenburg, á grein um Stokkhólmsávarp ið í Þjóðviljanum s.l. föstu- dag. Erenburg segir, ef grein- in er rétt þýdd, að þeir, sem leyfa sér að draga í efa, að „ávarpi“ þessu hafi verið komið af stað til að efla frið í heiminum, séu „illgjarnir" og „illkvittnir“, en þar að auki haldnir af „blóðþorsta“, „geðveiklun og sálarröskun". Hann bendir líka á, að ekki séu þeir allir kommúnistar, sem hafi undirritað ávarp þetta. Rétt er það hjá hon- um. Sennilega veit hann þá líka, að ýmsir, sem undir skrifuðu, t. d. á Noröurlönd- um, hafa nú óskað þess, að nöfn þeirra verði strikuð út. Þeim leist ekki á blikun, þeg ar byrjað var að halda því fram í rússneskum blöðum, að allir, sem sett hefðu nöfn sín undir ávarpið, væru skyld ugir til að taka þátt í skemmd arstarfsemi í þágu Rússa, ef á þyrfti að halda. Hér á landi þekkja menn ýms dæmi um söfnun undirskrifta og hver hugur fylgir máli hjá sumum þeim, er lána nöfn sín á slík plögg. Mörgum reyn ist erfitt að neita kunningj- um sínum um þessháttar greiða, a. m. k. ef það kostar engin fjárútlát í bili fyrir þá sjálfa. Sumir, jafnvel kunn- ir menn og konur, eru haldn- ir þeim veikleika að skrifa undir allt, sem að þeir er rétt, og aðrir grípa hvert tækifæri til að minna á, að þeir séu til, hafi verið settir hjá, séu til alls vísir, ef ekki sé að vilja þeirra farið o. s. frv. Þegar á allt þetta er litið, er ekkert undarlegt, þótt fleiri en kommúnistar hafi slysast til að skrifa undir þann dulbúna stríðsáróður, sem hér er um að ræða. En eitt táknrænt dæmið um raunverulegan tilgang „friðarávarpsins frá Stokk- hólmi“, er fréttin, sem send var um heim allan um að helmingur íbúanna í Norður- Koreu hefðu undirritað ávarp ið. Þessi tilkyning mun hafa verið gefin út einum eða tveimur dögum áður en her Norður-Kóreu réðst á varnar laust nágrannaríki i því skyni að leggja það undir sig á fá- um dögum. En engan þarf að undra, þótt IIja Erenburg verji Stokk hólmsávarpið. Um langt skeið hefir rithöfundur þessi verið einn allra duglegasti áróðurs maður stjórnarinnar í Moskvu. Verk hans eru fjör- lega skrifuð og læsileg, en þó nokkuð þreytandi til lengd ar eins og verða vill um verk þeirra höfunda, sem skrifa í áróðursskyni fyrir aðra. Þessi maður er hér raunar ekkert einsdæmi, því að í Rússlandi, er ætlast til, að all ir rithöfundar séu beinlín- is í þjónustu hinnar ráðandi stjórnarstefnu, og fyrir það fá þeir rífleg laun. — í síð- ari heimsstyrjöldinni var Ilja ERLENT YFIRLIT: Eru Þjóðverjar sekir? Síðari hluti greinar Hcrberts Tingstcns um |»að, hvort kcima cigi nazistum cða fiýzku þjóðinni uni styrjöldina. Það er önnur meginvörn Þjóð- , verja fyrir afstöðu þeirra til Hitlersstjórnina á fyrstu valda- | árum hennar, að aðrar þjóðir hafi síst sýnt henni meiri and- úð. „Meðan við sátum í fanga- búðum, gældu fulltrúar erlendra ríkja við böðla okkar“, sagði einn háttsettur forvígismaður jafnaðarmanna í samtali við t mig. Var það ekki einmitt lengi vel þannig, að erlendum stjórn- málamönnum væri dulið hið J raunverulega markmið Hitlers og var þá ekki eðlilegt, að þýzka þjóðin léti einnig blindast? Brezk-þýzki flotasamningurinn frá 1935 virðist a. m. k. sanna þetta. Kunnir Svíar, eins og Boök og Hedin, voru sannfærð- ir um friðarvilja Hitlers. Þó gátu menn miklu betur gert sér grein fyrir stjórnarháttum í Þýzkalandi utan þess en inn- an. Kepptust ekki allar þjóðir við að taka þátt í Ólympíu- leikjunum í Berlín 1936 og sendu þær ekki þekkta fyrir- lesara og aðra áhrifamenn til að mæta á allskonar mótum og þingum hjá nasistum? Og sagði ekki sjálfur Winston Churchill (í Times 7. nóv. 1938) að hann vonaðist til, að Eng- land eignaðist sinn Hitler, ef það ætti eftir að bíða ósig- ur í styrjöld. Þurfti ekki sjálfa styrjöldina og kannske öllu fremur ósigurinn í henni til að opna augu manna til fullnustu fyrir því, hvernig stjórn Hitlers í raun og veru var? Svíar ekkert betri en Þjóðverjar. Eg hirði ekki um að rifja upp fleiri af slíkum röksemdum Þjóðverja. 1 tilefni af þeim læt ég aðeins nægja að árétta tvennt. Ef dæmt er eftir sænsku blöðunum frá árunum fyrir styrjöldina, voru Svíar síður en svo nasistískir á þeim tíma, en þeir höfðu að miklu leyti sömu fölsku hugmyndirnar um Hitlers stjórnina og meginþorri þeirra Þjóðverja, sem ekki voru nazist- ar. Þó höfum við á margan hátt betri aðstöðu til að fylgjast með óþokkaverkum nasista og gera okkur grein fyrir fyrirætlun- um þeirra en almenningur í Þýzkalandi. Við höfðum t. d. vitnisburð flóttamannanna. En við lokuðum augunum fyrir staðreyndum og lifðum í sælu fáfræðinnar. Með þessu er það þó ekki sagt, að taka beri framangreindar röksemdir Þjóðverja að öllu leyti sem góða og gilda vöru. Maður getur vel hugsað sér að hlýðnin og undirgefnin við valdhafana hefði víða verið minni en hún var í Þýzkalandi, andstaðan ákveðnari og þrótt- meiri og almenningur ekki al- veg eins auðtrúa. Maður getur líka hugsað sér að efnahagserf- iðleikar, eins og þeir, sem ruddu nasismanum brautina, myndu hjá félagslega _ þroskaðri þjóð ekki hafa leift til þvílíkrar ógnarstjórnar. En þrátt fyrir þessar mót- bárur, virðist mér kenningin um sameiginlega sekt Þjóðverja ekki raunhæf og að sumu leyti svo óréttmæt, að ekki eigi að þurfa að rökræða hana. Einstaka Svíar geta kann ske staðið Þjóðverjum framar í siðferðilegum efnum, en hitt er bæði heimskulegt og rangt að halda því fram, að algengur Svíi sé eitthvað fremri og betri en algengur Þjóðverji. Þýzku mótspyrnusamtökin. Þá er ekki rétt að láta sér sjást yfir þýzku mótspyrnuhreyf inguna eða réttara sagt hreyf- ingarnar, því að aldrei var hér um nein skipulögð heildarsam- tök að ræða. Engar nákvæmar upplýsingar eru fyrir hendi um tölu þýzkra flóttamanna eða pólitískra fanga, en þessir ólán sömu menn skiptu áreiðanlega hundruðum þúsunda, jafnvel milljónum. Árið 1944 handsam aði Gestapo a. m. k. 33 þús þýzka ríkisborgara. Þrátt fyrir allan hinn mikla áróður nazista, virðast hug- myndir þeirra ekki hafa fest sterkar rætur í Þýzkalandi. Hjá vissu fólki eða stéttum hefir hann þá sennilega styrkc vissa eldri fordóma eins og t. d. and- úðina á Gyðingum. Nokkuð hefir verið deilt á það, að fyrrverandi nasistar gegna enn ýmsum trúnaðarstöð um í Þýzkalandi. Það er þó rangt að halda því fram, að Erenburg sískrifandi í þágu þeirrar stefnu sem stjórn hans rak á hverjum tíma. Eftir að Hitler hafði sigrað Frakka með hlutleysi og að- stoð Rússa, skrifaði hann hins stóru skáldsögu um „fall j Parísar“, sem var vörn fyrir hið rússneska afskiptaleysi og átti að sýna, að Frakkar ættu skilið að hljóta þau örlög, er þeir höfðu hlotið. Ilja Erenburg er sem sagt mjög dugandi maður í sinni grein,. En hann er ekki neinn sérstakur friðarsinni, heldur launaður starfsmaður rúss- nesku ráðstjórnarinnar og rauða hersins Engin ástæða er til að taka hann alvarleg- ar í þessu máli, en t. d. Stalín eða Vishinsky. Báðir vinna að sama markinu. Munurinn er aðeins sá, að Erenburg mun ekki vera valdamaður í Rúss landi, heldur hlýðir fyrirmæl um annarra, hvort sem hon- um kann að vera það Ijúft eða óljúft. Nýlega var Erenburg á ferð í Englandi. Óð þar með nokk urri frekju upp á einn af öndvegisrithöfundum Breta fyrir að hafa ekki viljað und irrita „ávarpið“. Brezki rit- höfundurinn svaraði með rökum, sem hendi voru næst: Hann sagði að Erenburg kæmi frá þjóð, sem hefði stærsta her í heimi, og langmestan vígbúnað allra Norðurálfu- ríkja. Honum væri bezt að fara heim og tala við ráða- menn sinnar eigin þjóðar um að hætta að búa sig undir stríð. Fleiri munu mæla líkt og þessi brezki rithöfundur, þeg- ar kommúnistar eru að lýsa friðarvilja sínum. Sænska blaðið „Göteborgs Handels- og Sjöfarbstidrig" sem lengi hefir verið talið eitt ráðvand asta og hreinskilnasta blað Norðurálfu, sagði nýlega: „Ef Rússar vilja frið, verð- ur friður“. Þetta eru fá orð í fullri merkingu, og skal ekki nánar rætt um réttmæti þeirra. Þó myndi það margra mál, þeirra sem eitthvað þekkja til slíkra hluta. Hið sænska blað mun vera óhlut drægara en IIja Erenburg í deilum stórþjóðanna um þess ar mundir. Schumacher. hér sé um einhverja nasista- dýrkun að ræða. Margir urðu stöðu sinnar vegna að ganga í nasistaflokkinn, þótt þeir væru aldrei raunverulegir flokks- menn. Það liggur líka í hlut- arins eðli, að ógerningur er að fá hæfa menn í allar trún- aðarstöður, ef hafna verður öll um þeim, sem gegnt hafa slík- um störfum um 12 ára skeið. Núverandi valdamenn Þýzka- Iands og nazisminn. í hópi þeirra manna, sem nú fara með völdin í Þýzkalandi, eru vissulega ýmsir, sem segja má að eigi hæpna fortíð með tilliti til nasismans. Megin- þorri þessara manna hefir hins vegar hreinann skjöld og hafa ýmist verið andstæðingar Hitl- ersstjórnarinnar alla tíð eða engin afskipti haft af stjórn- málum fyrr en nú. T. d. hafa allir þeir, sem eiga sæti í nú- verandi sambandsstjórn Vest- ur-Þýzkalands, ýmist verið sviptir embættum eða fangels- aðir af nazistum. A. m. k. 160 hinn 410 þingmanna á Bonn- þinginu hafa orðið fyrir ofsókn (Framhald á 6. siðu.) Raddir nábáanna Forustugrein Mbl. í gær nefnist: Hernaðarbandalag kommúnista, og segir þar m. a.: „Málgagn Moskvavaldsins hér á landi reynir að ásaka ís- lenska fylgismenn hins vest- ræna lýðræðis fyrir það, að þeir hafi ráðið því, að ísland gekk í varnarbandalag Atlanz- hafsþjóða, því að þessi samtök séu hernaðarlegs eðlis. En hverir íslendinga hafa gengið í hernaðarbandalag? Kommúnistar, fylgismenn og liðsmenn Moskvavaldsins hér á landi. Kommúnistar allra þjóða, sem innritaðir eru í flokkinn, hafa ekki einasta tjáð sig fylgjandi því, að „herraþjóð" þeirra leggi lýð- ræðisþjóðirnar undir sig með vopnavaldi. Þeir eru beinlínis gengnir í þjónustu þess her- veldis, sem vinnur að því, að þær varnir, sem hinn aust- ræni her á að ráðast á, verði sem allra veikastar. Kommúnistar allra landa hafa staðfest, með endurtekn um loforðum sinum og skuld- bindingum, gagnvart aust- rænum húsbændum sínum, að þeir telji, að þeim beri bein skylda til þess að verða rúss- neskum innrásarher hjálpleg- ir hvenær sem sú „gleðistund“ rynni upp, að Moskvastjórnin hefðist handa til að leggja undir sig land þeirra“. Mbl. segir siðan, að fjand- skapur ísl. kommúnista gegn Atlanzhafsbandalaginu sé sprottinn af því, að þeir vilji hafa ísland opið og varnar- laust. Þá yrði innrás auðveld þar eins og í Suður-Kóreu eftir að ameríski herinn var farinn þaðan. Viðhorfið til nazismans í gær og í dag hefir birzt hér í blaðinu grein eftir einn kunnasta rithöfund Svía, Herbert Tingsten fvrrum pró- fessor og núv. aðalritstjóra „Dagens Nyheter“ í Stokk- hólmi. t grein þessari ræðir hann um það, hvort rétt sé að kenna nazistaforingjun- um cinum eða þýzku þjóð- inni í heild um síðari heims- styrjöldina . Hér skal ekki rætt um þetta deilumál, en rétt þvkir að vekja sérstaka athygli á einu atriði, sem kemur fram í grein Tingstens. Það er við- horf annarra þjóða en Þjóð- verja til nazistastjórnarinn- ar á fyrstu árum hennar og raunar allt þangað til að stríðsgæfan snerist á móti henni. Tingsten bendir á það í grein sinni, að í Svíþjóð hafi síður en svo ríkt sterk andúð gegn nazistastjórninni þýzku á þcssum tíma og voru þó Svíar engan veginn fylgjandi nazismanum. Svipað mun og mega segja um viðhorf manna hér á landi. Meðal margra þeirra, sem ekki bein línis aðhýlltust nazismann. var ríkjandi viss vinsemd í viðhorfinu til nazistastjórn- arinnar. Þetta kom t. d. hvað eftir annað fram í Morgun- blaðinu og þó nokkru eftir að styrjöldin hófst, lýsti Þjóð- viljinn yfir þvi, að engin munur væri gerandi á naz- ismanum og vestrænu lýð- ræði. Aðalmunurinn væri sá, að nazistar notuðu brúnan einkennisbúning, en hinir gráan. Það var ekki sízt þetta við- horf erlendra þjóða, sem gerði nazistastjórninni mögu j legt að treysta völd sín, eins mikið og raun var á, og leiða þá bölvun yfir heiminn, sem síðari heimsstyrjöldin var. Henni var ekki aðeins leyft að svíkja alþjóðlega samn- inga, sem Þjóðverjar höfðu staðið að, heldur var til við- bótar sezt að samningaborð- inu með henni og gerðir við hana samningar eins og Múnchen-sáttmálinn og þýzk -rússneski griðasáttmálinn. Þetta andvaraleysi annarra þjóða gerði henni ekki sizt mögulegt að fremja illræðis- verk sín. Það má segja, að tilgangs- lítið sé að rifja þetta upp nú og vekja þannig upp gömul deilumál. Þessu fer þó fjarri. Viðhorfið er nú ekki ólíkt og það var nokkru fyrir síðari heimsstyrjöldina. Stefna, sem í einu og öllu fetar i fótspor nazismans og beitir sízt heið- arlegri baráttuaðferðum en hann, ógnar nú friðnum og frelsinu í heiminum á svip- aðan hátt og þá. Kommún- isminn er hinn nýi nazismi, sem jafnvel er enn hættu- legri hinum fyrri, því að hann hefir öflugra hervald og enn fleiri blekkta og af- vegaleidda áhangendur á bak við sig. Til þess er reynslan, að af henni sé lært. Hlutleysið og undanlátssemin, sem allt of margir sýndu nazismanum, var ein meginorsök seinni heimsstyrjaldarinnar. Engar líkur benda til þess, að þriðja heimsstyrjöldin verði umflú- in, ef sama hlutleysið og af- (Framhali á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.