Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.08.1950, Blaðsíða 3
166. blað TÍMINN, miðvikudaginn 2. ágúst 1950 3 Flestum mun nú oröið ljóst að hefði gengislækkunin ekki verið framkvæmd í marz, með þeim undirbúningi, sem hún þá fékk, hefði orðið ó- umflýjanlegt að framkvæma hana í vor sem unhirbúnings litla skyndiráðstöfun. í þess- ari grein verður rætt lítils- háttar um áhrif hennar á fiskframleiðsluna og verðlag- ið. GENGISLÆKKUNINA Hugleiðingar um áhrif hennar Á kreppuárunum fyrir styrj öldina fóru landsmenn að leita fyrir sér um möguleika á framleiðslu nýrra afurða. Eitt af því, sem lagt var út í, var framleiðsla á hraðfryst- um fiski. Reynslan hefir sýnt að hér var um framleiðslu að ræða, sem með tíð og tíma gat orðið þýðingarmikill þátt ur fiskframleiðslunnar. Á fyrstu árunum jókst fram- leiðslan hægt. Það þurfti að að vinna vörunni markað og venja neytendurna við hana.' Á styrj aldarárunum var hægt að selja allan fisk háu verði, og jókst þá framleiðslan hröð ! um skrefum. Vöxturinn var í raun og veru örari en heil- brigð markaðsskilyrði, þ. e. smekkur neytendanna og dreifingarkerfið erlendis gáfu tilefni til. Brezka ríkisstjórn-1 in stóð að kaupunum en ekki | neytendur, sem vildu heldur. frystan fisk en annan. Þetta' gaf framleiðendunum rangar hugmyndir um hina raun- verulegu sölumöguleika. í lok .styrjaldarinnar kom fljótlega í Ijós hve ótraustur markað- I urinn fyrir hraðfrysta fiskinn; var, þrátt fyrir almennan skort á matvælum. Það ráð var þá tekið að láta ríkið á- byrgjast framleiðendunum lágmarksverð fyrir fiskinn. Þetta var auðvitað neyðarúr- ræði. Hver heilvita maður sér :að það er algjörlega óviðun- andi ástand að framleidd sé óseljanleg vara, og að ríkið kosti framleiðsluna. Fram- leiðsla illseljanlegrar vöru á kostnað ríkisins er því neyð- arúrræði. Með ábyrgðarverð- inu var framleiðendunum gert kleift að halda fram- leiðslunni áfram án þess að gera nauðsynlegar breyting- ar á framleiðslunni: lækka framleiðslukostnaðinn, leggja minni áherzlu á það að koma upp nýjum hraðfrystihúsum, meiri áherzlu á sölu afurð- anna; og siðast en ekki sízt dró ábyrgðarverðið úr mönn- um með að breyta verkun á fiskinum. Ríkisstjórnin gerði það, sem hún gat til þess að selja afurðirnar. Framleiðslumagn ið á vertiðinni 1946 og 1947 varð aðeins selt allt með því að gefa með því lýsi, sem annars var seljanlegt á hærra verði. Framleiðslumagnið 1948 varð aðeins selt — og það með miklum erfiðismunum — með því að nota til þess Marshall-fé, sem betra hefði verið að nota til annars. — Framleiðslumagnið 1949 var sömuleiðis selt með miklum erfiðismunum, og við engin framtíðarskilyrði. Mikið af hraðfrysta fisknum var keypt af ríkisstjórnum, sem ekki hafa getað losnað við hann, og sem því hafa stórskaðast á kaupunum. Reynsla þeirra á síðastliðnu ári torveldar því mjög söluna i ár. Síðan stríðinu lauk hefir verið nægur markaður fyrir fullverkaðan saltfisk, einkum í Mið- og Suður-Ameríku. Það var því alls ekki slík nauðsyn, sem margir héldu, að halda við framleiðslu á á jafnmíklu magni hraðfrysts l fisks og gert var. Norðmenn selja allmikinn hluta sinnar framleiðslu, sem saltfisk eða harðfisk. Þeir selja mikið magn af hvoru tveggja til Suður-Ameríku fyrir dollara, og greiða nú sjómönnum 92 aura íslenzka pr. kg. af nýj- um fiski, sem fer í salt eða herzlu. Samkeppni kaupend- anna hefir oft orðið til þess að sjómenn hafa fengið upp í 97 aura eða jafnvel meira fyrir fiskinn. ★ * Eftirfarandi tafla sýnir helzta fiskútflutning Norð- manna og íslendinga á síð- astliðnu ári: Útflutningur fisks 1949 (1000 tonn): Fiskur, annar en síld: Noregur ísland Nýr og ísaður 40 120 Frystur .... 18 36 Hertur 8 Saltaður .... 35 18 Sfld: 101 174 Ný og ísuð .. 96 — Fryst 30 - Söltuð 109 9 235 9 Niðursuða 29 — Alls 365 183 Það er sérstaklega eftir- tektarvert við þessar tölur að Norðmenn flytja út 18.000 tonn af frystum fiski, íslend- ingar tvöfalt. það magn, og að íslendingar flytja út 18.000 tonn af saltfiski, en Norð- menn tvöfalt það magn. Auk þess er eftirtektarvert hve Norðmenn flytja út mikið áf saltsíld, niðursoðnum fiski og harðfiski. Þá sýna norsku verzlunarskýrslurnar einnig að Norðmenn fá kringum tvö falt hærra verð fyrir þá síld, sem þeir veiða við íslanö, en fyrir þá sild, sem þeir veiða við Noreg. Við sjáum því hvað ábyrgð arlögin hafa gert. Þau hafa valdið því, að fé hefir farið til þess að efla hraðfryst ihús- in á tímum, þegar raunveru- lega þurfti að auka skilyrðin til saltfiskverkunar. Féð hefði átt að fara tii þess að setja upp fiskþurrkunarhús, ekki til frekari aukningar hraðfrystihúsanna. Ytri skil- yrðin voru fyrir hendi, mark- aðir fyrir fullverkaðan salt- fisk og hertan fisk, en ekki fyrir aukið magn af hrað- írystum fiski. Gengislækkun- in og afnám ábyrgðarverðsins liefir i einni svipan sýnt hið raunverulega ástand, og þá einkum hvernig á að beita at- vinnutækjum, vinnuafli og nýju fjármagni í fiskfram- leiðslunni á sem hagkvæmast an hátt fyrir þjóðina. Það hefir verið tekið fyrir öfugstreymið. í skjóli ríkis- ábyrgðar og ríkisstuðnings hefir framleiðslan á hrað- frýstum fiski verið aukin lang't umfram það, sem eðli- legt hefði verið, á sama tíma og önnur heilbrigð fram- leiðsla hefir verið látin sitja á hakanum. Um leið hefir gengislækkunin greitt fyrir breytingunni á framleiðsl- unni með því að gera fram- leiðslu á fullverkuðum salt- fiski arðbæra styrkjalaust. FVamleiðsla á hraðfrystum fiski á sér að öllum líkindum mikla framtíð. Ef svo reynist, þá eru erfiðleikarnir í dag vaxtarverkir, sem stafa af of- vexti styrjaldaráranna og ofhjúkrun siðan. Þessi fram- leiðslugrein styrkist bezt af þeirri fyrirhöfn, sem með þarf til að standa á eigin fót- um. Þar sem um tiltölulega nýjar afurðir er að ræða væri ekki óeðlilegt að ríkið veiti nokkurn styrk til öflunar markaða, en það sem um- fram þarf á þessi framleiðslu grein að taka hjá sjálfri sér. Gengislækkunin og afnám ábyrgðarverðsins eru ráðstaf- anir, sem þegar á þessu ári ha.fa sparað þjóðinni (rikinu) mílljónir króna, með því áð þær hafa meðfram valdið því að dregið hefir úr fram- leiðslu á hraðfrystum fiski. Án þessarra ráðstafana hefði framleiðslan orðið meiri en ella, og hefði kostað þjóðina milljóna upphæðir, sem bet- ur er varið til annars. Fram- leiðslan á saltfiski verður aft ur á móti meiri, en hún hefði orðið án gengislækkunarinn- ar og afnáms ábyrgðarverðs- ins, og saltfiskurinn hefir þegar að mestu leyti selzt á hærra verði en sem svarar til verðs á harðfrysta fisknum. Um bátana er það að segja að reikningar Reikningsskrif stofu sjávarútvegsins sýna, að minnstu bátarnir bera sig bezt á lóðaveiðum. Og því stærri sem bátarnir eru, þeim mun lakari er útkoman. Af þessu er auðséð að ekkert eitt fiskverð hæfir öllum flotan- um. Verð, sem veldur tap- rekstri hjá stærstu bátunum, er nægilegt til þess að minni bátarnir beri sig. Það magn sem bátar undir 30—40 tonn- um leggja á land 1 meðal ver- tíð er ef til vill allt það magn sem hægt er með góðu móti að selja sem hraðfrystan fisk við núverandi aðstæður. ★ í greinargerðinni fyrir gengislækkunarfrumvarpinu segir svo (bls. 26): „Til þess að koma jafnvægi á þjóðarbúskapinn væri æski legt að geta gert hinar nauð- synlegu ráðstafanir í þrem á- föngum. Hið fyrsta, sem þá þarf að gera, er að koma jafn vægi á búskap ríkisins sjálfs, þ. e. a. s. að afgreiða raun- verulega hallalaus fjárlög. Einnig þarf að takmarka út- lánastarfsemi bankanna til fjárfestingar við það, sem myndast af sparifé, til þess að fjárfestingin verði ekki meiri en sparifjármyndunin. .... Þegar tekið hefir verið fyrir myndun allrar nýrrar dýrtíðar, kemur þriðji áfang- inn, sem er að samræma inn- lent og erlent verölag. Meðan verðlagið er enn að stíga, er langtum erfiðara að sam- ræma innlent og erlent verð- lag. Það hefði því verið æski- legt, hefði verið hægt að bíða enn um stund með slíka sam- ræmingu.......“ Af framanskráðu sést að gengislækkunin var fram- kvæmd til þess að koma jafn- vægi á þjóðarbúskapinn, þótt hún væri framkvæmd fyrr en ella sökum þrenginga sjávar- útvegsins. Hann þoldi ekki biðina. Gengislækkunin var þvi ekki framkvæmd vegna bátaútvegsins, heldur vegna hins almenna jafnvægisleysis i þj óðarbúskapnum í heild. Hins vegar var miðað við sjávarútveginn, og þá sér- staklega afkomu vélbátanna, þegar þurfti að ákveða, hve gengislækkunin ætti að vera mikil. Það er ósennilegt að nokkrum manni detti í ai- vöru í hug að framkvæma gengislækkun til þess að hvaða rekstur sem er geti bor ið sig. Samfelldur taprekstur illa rekinna eða óhentugra fyrirtækja er merki um að þar er illa farið með verð- mæti, og þar með þá mann- legu fyrirhöfn, sem í þeim felst. Hann er merki um að slíkum rekstri beri að breyta eða hætta. Af framansögðu má draga þá ályktun að gengislækkun- in og afnám ábyrgðarverðs- ins hafi greitt fyrir nauðsyn- legri og heillavænlegri breyt- ingu á framleiðslunni, og því um leið stöðvað fjárfestingu isins í atvinnugrein, sem skortir frekari vaxtarskilyrði, a. m. k. í bili, og í stað þess beint henni í framleiðslu, sem und- anfarið hefir skilað mjög sæmilegum afrakstri. Gengíslækkunin hefir að því leyti haft verðhjöðnunará- hrif að hún hefir gert kleift að afgreiða hallalaus fjárlög. Þannig hafa gengislækkun- arlögin fyrirbyggt milljóna greiðslur úr ríkissjóði vegna óseljanlegs freðfisks. Sú upp- spretta dýrtíðarinnar hefir verið stöðvuð. Þá væri og holt að lesa það, sem dagblöðin sögðu um ástandið í landinu um þetta leyti í fyrra.. En. munurinn í ár er sá að nú sjáum við að þjóðarbúið er að færast i heilbrigðara horf. í fyrra var viðhorfið allt annað. Þá er rétt að víkja nokkr- um orðum að verðhækkun undanfarinna mánuða. í heil an áratug hélzt gengi krón- unnar óbreytt, þ. e. þangað til í september 1949. Á þessu tímabili hækkaði verðlagið í landinu um að minnsta kosti 300% — þrjú hundruð pró- sent. — Engri gengislækkun var til að dreifa. Það er því fleira en gengislækkun, sem valdið getur hækkun á verð- lagi. Sum þau verðhækkunar- öfl, sem voru að verki þetta timabil eru enn að verki, t. d. verðhækkun erlendis á vöru- tegundum, sem inn eru flutt- ar. Þannig hafa ýmsar vörur stórhækkað í verði erlendis seinustu mánuðina, t. d. kaffi. Engum datt vist i hug að verð hækkunin í landinu myndi skyndilega hætta við þa*ð að 42,6% gengislækkun bættist ofan á 30,5% gengislækkun gagnvart dollaranum i sept- ember síðastliðnum. Enda er í greinargerðinni, sem fylgdi gengislækkunarfrumvarpinu, gert ráð fyrir því að verðlag- ið myndi stíga, en þó mælt með gengislækkuninni, m. a. af þeim orsökum að hún gerði kleift að taka fyrir upp- sprettu nýrrar dýrtíðar inn- anlands, sem annars héldi á- fram að myndast. Þótt engin gengislækkunin hefði verið framkvæmd í marz, hefði verðlagið ekki hætt að stíga. £1 Þjóðin þarf að læra af reynslu undanfarinna ára. Hjá lítilli og fátækri þjóð get ur þurft samstillt átök heild- arinnar, og þar með ríkis- valdið, til þess að hrinda af stað framkvæmdum, sem eru einstaklingunum og atvinnu- samtökum þeirra ofviða. Á- gæt dæmi eru fyrstu inn- lendu sildarverksmiðjurnar og nú stórkostlegasta mann- virki, sem íslendingar hafa lagt í, Sogsvirkjunin nýja. En það er hættulegt fvrir efnahagslega afkomu þjóðar- innar að leggja mikið af at- vinnuframkvæmdunum og rekstri í hendur stjórnmála- mannanna, og gera á þann hátt stjórnmálamennina að persónulega ábyrgðarlausum atvinnurekendum, þ .e. at- vinnurekendum, sem bera enga fjárhagslega ábyrgð á framkvæmdum eða rekstri. Bygging síldarverksmiðja rík í striðslokin er ágætt dæmi um framkvæmdir af svona tagi, framleiðsla hrað- frysta fisksins seinustu árin ágætt dæmi um slíkan rekst- ur. Sjómennirnir eiga eftir að greiða ofkostnað sildarverk- smiðjuframkvæmdanna. i mörg ár — með lægra sildar- verði. Hvernig eiga hinir fáu menn, sem fara með rikis- stjórn á hverjum tíma, að hafa alla þá þekkingu, er þarf til hinna margvislegu framkvæmda á öllum sviðum atvinnulífs og fjármála ? Og þótt þeir hafi nokkra þekk- ingu og reynslu, hvernig ættu þeir að vera dómbærir á borð við — eða jafnvel umfram — þá sem eiga afkomu og efni undir farsælum rekstri í'yrir- tækjanna? í einstökum til- fellum getur allt farið Vel, en mistökin eru alltaf dýr. Hér liggur ein höfuðvilla ný.sköp- unarstefnunnar, þ. e. sú. forsenda hennar að stjorn- málamennirnir vissu, hvers þyrfti með ,að þeir réðu framtíðina rétt. Sannleikur- inn er sá, að enginn gar vitað með sæmilegri vissu, hvaða, afurðir yrði hægt að seljs. þegar ástand styrjaldarinn- ar og fyrstu eftirstriðsáranna, breyttist í eðlilegra horf, og hver tæki ætti þar af leiðand:, að kaupa. Ástandið var þann- ig, að afurðir sem seldust £ dag gátu orðið litt seljanleg- ar á morgun, og þess vegm. gat orðið nauðsynlegt að breyta til um framleiðslu og framleiðslutæki. Þess vegna, mátti ekki festa allt laust fé.* þjóðarinnar i fyrirtækjum, sem gátu átt mjög ovissa. framtíð. Handbært. fé þurfti (Framhald á 7. siðu.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.