Tíminn - 04.06.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1952, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miðyikudaginn 4. jóni 1952. 122. blað. Fyrsti dagurinn lofar góðu um veiði í sumar f Norðurá veiddust 10 laxar á fyrsta deg'i, en þrír í La.va í Kjós og sjö I Elliðaánum Það var bjart og kalt á Hvíta- sunnudagsmorguninn og því ekki ákjósanleg skilyrði til lax- veiða, en engu að síður fóru menn í geymslur sínar og tóku fram veiðistengur og þurrkuðu af þeim rykið, því nú var hinn langþráði 1. júní runninn upp og laxinn farinn að stökkva í fossum og kljúfa árstreng á grynningum, svo vatnsboginn stóð upp af honum, jafnframt því sem geislabrot glömpuðu á síðum hans. Áður en lagt var í veiðiförina, var enn einu sinni litið yfir hin nauðsynlegu tæki og síðan voru þau látin í farar- tækið og haldið úr hlaði. Og laxmn var þar. Og eins og menn vissu raunar fyrir, var laxinn kominn á forn ar slóðir, gljáandi og feitur, eft- ir að hafa dvalið vetrarlangt í hafi, innanum þorsk og ýsu og annan heimskan fisk, sem ekki telur það ómaksins vert að hreinsa saltvatnið öðru hvoru úr tálknum sínum í því tæra vatni, sem rennur í mjúkum bugðum um gróðursælar sveit- ir. Á Hvítasunnudagsmorgun glampaði sól á Norðurá í Borg- arfirði og það var fremur kalt þar efra, en þó veiðiveður væri óhagstætt, aftraði það ekki veiðimönnunum að vaða út í álana og kasta flugunni. Það hvein í línum, þegar kastað var út og flugan tindraði í strengn- um um stund, unz dökkt höfuð laxins skyggði á hana um leið og hann gleypti hana. Síðan hófst hinn rykkjótti hvinur í! línuhjólinu, þegar laxinn dró línuna með sér út í dýpið á eirð j arlausum flótta undan þessari nýju og óvæntu hættu. En öll barátta tekur enda. Veiðitækin eru góð og bráðlega verður lax- inn að láta undan, og að síð- ustu liggur hann gljáandi og t feitur uppi á árbakkanum inn-. anum föla sinu úthagans, sem víkur róðum fyrir nýjum gróðri.1 Á hvítaunnudag veiddut tíu lax ' ar í Norðurá í Borgarfirði og má það teljast fyrirheit um góða sumarveiði. | Laxá í Kjós. Og sama sagan endurtók sig við Laxá í Kjós. Það var vaðið út í og kastað. Laxinn beit á og hið rykkjótta suð hófst í línu- hjólinu, unz laxinn þreyttist og var dregin á land, en NorðrvTá á ennþá metið, því ekki veidd- ust nema þrír laxar í Laxá. 7 laxar veiddust í Elliðaánum. i Nokkuð margir voru við Ell- j iðaárnar á Hvítasunudag, þó þeir væru ekki allir við veiðarn ar, heldur munu margir hafa' litið þangað til að sjá hvernig veiðin gengi. Drengir úr ná- grenninu horfðu stóreygir á veiðimennina, sem stóðu úti í ánni og köstuðu fyrir laxinn og margur þeirra mun hafa ákveð- ið þar á staðnum að fá sér veiði tæki við hentugleika og draga þennan konung vatnanna að j landi. Sjö laxar veiddust á hvítasunnudag í Elliðaánum og voru þeir allir fremur vænir. | Flugfélag (Framhald af 8. síðu.) sumar, auk þess sem Gull- faxi verður i ferðum tif Kaup mannahafnar, Oslóar og London. Hjá félaginu starfa' n.ú um 100 manns, þar af eru 14 flugmenn. Framkvæmda-' Úr ýmsum áttum Lúðrasveitin. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld klukkan 9. Sendiherra flytur. Heimili sendiherra Islands í Washington D. C. er flutt í 1906 23rd Street og þar verðá einn- ig skrifstofur sendiráðsins frá 15. júní næstkomandi að telja. (Frá utanríkisráðuneytinu.) Kvennaskólinn í Rvík. Stúlkur þær, er sótt hafa um inntöku í 1. bekk að vetri, komi og sýni prófskírteini sín í skól- anum á fimmtudaginn kemur kl. 8 síðdegis. Nánari upplýsing ar í síma 2019. Þingeyingafélagið. í Reykjavík fer í gróðursetn- ingarför í land sitt í Heiðmörk næsta laugardag, 7. júní kl. 1,30 síðdegis. Farið verður frá Bún- j aðarfélagshúsinu. Þeir Þingey- j ingar, sem eiga bíla og geta komið því við að fara og tekið fólk með sér, eru beðnir að láta Kristján Jakobsson vita um það í síma 81819, og einnig er gott að fólk, sem er þegar á- kveðið að fara, láti vita um það í sama síma. Islenzkur iðnaður, 20. tbl. er komið út og flytur skýrslur um ársþing iðrekenda 1952 og ritstjórnargrein, sem nefnist: Tvö hundruð ára aft- urganga. Loftferðasamingur við Svía. I gær undirrituðu Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og Leif Öhrvall sendifulitrúi loft flutningasamning milli íslands og Svíþjóðar. Próf í Háskólanum. Þessir stúdentar hafa nýlega loKið kandidatsprófi við Há- skóla íslands: | Guðfræði: Björn Jónsson, I. eink., Eggert Ólafsson, I. eink.,. Fjalarr Sigurjónsson, II. eink. betri, Rögvaldur Finnbogason,! I. eink., Sváfnir Sveinbjarnar-' son, I. eink. Lög-fræði: Agnar Gústafsson, I. eink., Ármann Kristinsson, I. eink., Björn Helgason, I. eink., Einar G. Einarsson, I. eink., Guð mundur Jónsson, I. eink., Hall- gi^'mur Sígurðsson, I. emk.., Haukur Valdimarsson, I. eink., Jón Bergs I. eink., Jón Magnús- son, II. eink. betri, Leifur Sveins son, I. eink., Sveinbjörn Dag- finnsson, I. eink., Sigvaldi Þor- steinsson, I. eink., Theódór Ge- orgsson, I. eink., Þorsteinn Thor arensen, I. eink. Læknisfræði: Eggert Jóhann esson, I. eink., Einar Pálsson, II. eink., Garðar Guðjónsson, II. eink. betri, Guðmundur H. Þórð arson, II. eink. betri, Jón Hann- esson, I. eink, Karl A. Maríus- son, I. eink., Ólafur Björnsson, I. eink., Sigurður S. Magnús- son, I. eink., Skúli Helgason, I. eink., Snorri Mónsson, II. eink. betri, Tómas Helgason, I. eink. Vaitýr Bjarnason, I. eink., Vík- ingur H. Arnórsson, I. eink., . Tannlækningar: Grímur M. Björnsson, II. eink. betri, Hauk ur Clausen, I. eink., Ólafur Stephensen, II. eink. betri. Viðskiptafræði: Bjarni Bjarnason, I. eink., Einar Magn ússon, I. eink., Jón Sigurjóns- son, I. eink. Kennarapróf í íslenzkum fræðum: Baldur Jónsson, I. eink., Georg Sigurðsson, II. eink. betri, Ivar Björnsson, I. eink., Ólafur Halldórsson, I. eink., Sigurjón Jóhannesson II. eink. betri. Frá hafi til heiba Úb/arpíð Étvarpið í dag: I Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Útvarpssagan: „Skáldið ( talar við Drottin" eftir Karen1 Blixen; I. (Helgi Hjörvar). 21.00 Tónleikar (plötur): „Feneyjar og Napólí", píanóverk eftir Liszt (Louis Kentner leikur.) 21.15 Er indi: Kalevala og nýjustu rann sóknir á finnsku fornkvæðun- um (Maj-Lis Holmberg). 21.35 Frá norræna tónlistarmótinu í Kaupmannahöfn (tekið á segul band hjá danska útvarpinu). 22.30 Undir ljúfum lögum. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Tónleikar: André Koste- lanetz og hljómsveit hans leika (plötur). 20.35 Erindi: Karl og kona (Grétar Fells rithöfundur) 21.00 Einsöngur: Benjamino Gigli syngur (plötur). 21.20 Aug lýst síðar. 22.00 Fréttir og veður. fregnir. 22.15 Sinfónískir tón- ’ leikar (plötur). 23.15 Dagskrár- lok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell fór frá Seyðisfirði 2. þ.m. áleiðis til Álaborgar. Arn arfell er væntanlegt til Kaup- mannahafnar í kvöld á leið til Stettin. Jökulfell fór frá Akra- nesi 28. f ,m. áleiðis til New York. I Eimskip: Brúarfoss kom til Álaborgar 3.6., fer þaðan til Gautaborgar j '.VW.V.V.V 5 .V.V.V.'.V.V.V.VW.VVW.VV/.V.V.V.’.VV) Hreðavatnsskáli S í Þeir, sem kynnu að ætla sér að fá veitingar fyrir ferðamannahópa í Hreðavatnsskála, eru vinsamlegast £ beðnir að panta með nægum fyrirvara. Veitingarnar |* eru góðar og ódýrar, en enginn „luxus.‘ I; Bílstjórar! Athugið hve heppilegt er að taka benzín I; «; við skálann. Rúmgott hlað við- tvær benzíndælur. — I; >! Heppilegar vegalengdir frá Reykjavík, Blönduósi, Bjark J jl arlundi og víðar. Fljót afgreiðsla. í í Ferðamenn! Verið ætíð velkomnir til Vigfúsar. % .■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v VVV'.VVVV.V.V.VV.VVV.V.W.V.VV.VV.V.V.V.V.VVAW Vélstjóra \ með rafmagnsdeildarprófi, vantar að Laxárvirkjun- ^ % inni. Upplýsingar um aldur, nám og fyrri störf, send- ^ ■_ ir*4- OC v. f 4-41 4-^ « < T>i%-rlr 4 ■" ist fyrir 25. júní til rafmagnsveitna ríkisins í Reykjavík. LAXÁRVIRKJUNIN. og íslands. Dettifoss fór frá ’ Reykjavík 28.5. til New York. | Goðafoss kom til Hamborgar 1.6., fer þaðan 3.6. til Reykja- víkur. Gullfoss fór frá Leith 2.6. kl. 21.00 til Reykjavíkur. Lagar- foss kom til Siglufjarðar 2.6., j fer þaðan 4.6. til Akureyrar, Húnaflóa, Húsavíkur og Reykja: víkur. Reykjafoss fór frá Kaup- mannahöfn 30.5. til Norðfjarð- ar. Selfoss kom til Gautaborg- ar 29.5. frá Leith. Tröllafoss fór frá New York 26.5. væntanleg- ur til Reykjavíkur 5.6. Vatnajök ull kom til Reykjavíkur 31.5. frá Antwerpen. Ríkisskip: Hekla fór frá Torshavn í Fær- , eyjum í gærkvöld á leið til Ak- ureyrar. Esja var væntanlegj til Reykjavíkur að vestan úr j hringferð. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag austur um land til Bakkafjarðar. Þyrill er í Faxaflóa. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna- eyja. (i ij Að gefnu tilefni; ii <> ii viljum vér benda fólki á, að vér seljum framleiðsluvör- <> i> <> i» ur vorar aðeins til smásöluverzlana, sem annast dreif- 11 ii <> 1J ingu þeirra til neytenda. Og viljum vér því góðfúslega j j (l benda fólki á, að snúa sér til þeirra. Jj i ► ^ JJ > Vinnufafagerð íslands h.f. j| Fyrirliggjandi: MASONITE, tvær teg. TRÉTEX, ÞAKPAPPI, KORKOLEUM, HANDLAUGAR, complett. Ftugferðir Samband ísl. byggingarfélaga Símar 7992, 6069. i <1 <> <> <> <> << ii n < > i> i > i > i > Flugfélag Islands: f dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, ísa fjarðar, Hólmavíkur (Djúpavík- ur), Hellissands og Siglufjarð- ar. Á morgun verður flogið til Ak ureyrar, Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauðárkróks, Reyð- arfjaröar og Fáskrúðsfjarðar. B/öð og tlmarit Náttúrufræðingurinn, 1. hefti 22. árg. er komið út.! Flytur það meðal annars efnis greinar eftir Ingimar Óskars- son um íslenzkar sæskeljar, úr dagbók íslenzka fálkans eftir Theodór Gunnlaugsson, séð J[rá 1 þjóðvegi, eftir Sigurö Þórarins- son, Flórunýjungar eftir Stein- dór Steindórsson, grein um Poul Sespersen dr. phil. eftir Her- mann Einarsson, og grein um Himbrimann, eftir Finn Guð- mundsson. Einnig eru í ritinu smágrein^r og samtíningur. Bálför móður okkar og tengdamóður MARIE FIGVED fer fram fimmtudaginn 5. júní frá Fossvogskirkju og hefst klukkan I Þeir sem hefðu hugsað sér að minnast hennar með blómum, eru vinsamlega beðnir að láta heldur and- virðið renna til Krabbameinsfélags íslands. Athöfninni verður útvarpað. Augusta Figved, Elsa Figved, Lena Figved Guðrún Laxdal Figved Arnljótur Daviðsson, Eiríkur Bjarnason, Hreinn Pálsson iAuglýsið í Tlmannin Þökkum hlýhug og samfylgd við útför VIGFÚSAR GUÐMUNDSSONAR frá Keldum á Rangárvöilum Vandamenn Kíi.*l/l..'.»4< -m J V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.