Tíminn - 20.06.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1952, Blaðsíða 3
135. blaS. TIMINN, föstudag'inn 20. júní 1952. 3. Enn gerast stórir atburðir á [ sviði frjálsíþrótta í heiminum; og mjög glæsilegur árangur hef I ir náðst víðast hvar. Einkum j eru það þó Þjóöverjar og Banda : ríkjamenn, sem virðast skara; framúr. í síöustu yfirlitsgrein í fyrri viku var lítið getið um árangur í Bandaríkjunum og er því bezt að byrja þar núna: Bandaríkin. Bandaríkjamenn hafa oftast skarað mjög framúr í sprett- hlaupunum og hinum teknisku greinum og það sama virðist ætla að verða uppi á teningn- um mú. Sérsl^akt úrtökumót er háð í Bandaríkjunum fyrir Ólym píuleikana, sem algerlega er far ið eftir. Þetta mót hefir enn ekki verið háð, svo að það þarf ekki að vera, að þeir menn, sem hafa náð beztum árangri þar að undanförnu, komi til með að keppa á Ólympíuleikunum. Við höfum gott dæmi frá úrtöku- mótinu 1948, er Harrison Dillard, sem þá var methafi í 110 m. grindahlaupi og skaraði framúr, misheppnaðist í mótinu og varð ekki valinn í sína „special“grein, en komst aftur á móti í 100 m. hlaupið (varð þriðji á mótinu) og sigraði í því á Ólympíuleik- unum með glæsileik. Árangurinn nú. James Fuchs, methafinn í kúluvarpi, er enn ósigrandi í þeirri grein. Litlu munaði ný- lega að hanm bætti heimsmet sitt, varpaði 17,81 m., svo að þar vantaði aðeins 14 cm. upp á. Fuchs er einn af fáum, sem alveg virðist öruggur með að sigra í grein sinni í Helsingfors. Á sama móti stökk Don Laz 4,40 m. í stangarstökki, Miller kast- áði spjóti 72,74, Andersson hljóp 120 yards grindahlaup (sama og Fyrir Ólympíuleikana FEftclas Iseflr varpað kiílu 17.81 — Brown síokkið 8.01 í laiagstökki — Sekade veTðuf Zateisek og Sielff crfiSur keppinai&tur 110 m.) á 13,9 sek., Mal. White- field hljóp 880 yards á 1:49,6 mín. og Andy Stanfield (sem mynd birtist af í síðasta yfirliti) hljóp 220 yards á 20,4 sek., að- eins 2/10 frá heimsmetinu. Á öðru móti tókst svertingjanum George Brown að stökkva 8.01 m. í langstökki, og þar kom einn ig fram nýr maður, Ollie Matson, sem hljóp 440 yards á 46,9 sek., , sem er bezti tími þar í landi í ! ár. (Rhoden hefir hlaupið á 47,0 og McKenley á 47,7 sek., en þeir munu keppa fyrir Jamaika á næstu leikum, og eins Wint og Laing, ósigrandi sveit í 4x400 m. boðhlaupi?, þar sem ekki er leyfilegt að keppa nema fyrir eina og sömu þjóðina á Ólym- píuleikum, og 1948 kepptu þessir rnenn fyrir Jamaika). í kringlu kasti hefir náðst mjög góður árangur. Þar eiga þeir sterkt tríó, Fortune Gordien, Dick Doyle og Sim Iness, sem eiga jafnan árangur um og yfir 55 m. Já, meira að segja hefir Iness kastað 56,14 m. Það verður erfitt að eiga við Bandaríkjamennina á þessum Ólympíuleikum eins og þeim fyrri. Þýzkaland. En nú skulum við snúa okkar kvæði í kross og líta á Evrópu, og enn eru Þjóðverjar efstir á blaði. Hinn ágæti langhlaupari Herbert Schade hljóp nýlega sína fyrstu 5000 m. í ár, og náði undraverðum árangri 14:06,6 mín., og bætti þýzka metið sitt á vegalengdinni um 9 sek. Skort 17 11 HtS ií’- Tjekkinn Zatopek fær erfið- ari keppinauta í löngu hlaup- unum, en reiknað hafði verið með. . . í ir hann nú aðeins annað eins á heimsmet Gunders Hágg. Það hefir verið álit sérfræðinga er- lendis að keppnin í löngu hlaup unurn muni standa á milli Reiff og Zatopek, en þessi árangur Schade setur áreiðanlega scrik í reikning þeirra. Schade er tví- mælalaust maður til að gefa hin um vélræna Zatopek harða keppni, og jafnvel maður til að sigra hann, ekki aðeins í 5000 m. heldur einnig í 10000 m. Af öðrurn árangri frá Þýzka landi má nefna, aö Ulzheimer hefir hlaupið 800 m. á 1:51,2 min. og Karl Fr. Haas 400 m. á 47,7 sek. Þýzkar konur sigruðu hollenzkar í frjálsíþróttakeppni með 59—32 stigum og þýzka sveit in í 4x100 m. boöhlaupi, náði 47,2 sek. Frjálsíþróttamótið 17. júní Þrátt fyrir að tíminn til Ólym píuleikana styttist óðum, virðist enn ríkja sama kyrrstaðan hjá frjálsíþróttamönnum okkar. Á 17. júní-mótinu voru aðeins ör- fáir ljósir punktar, en yfirleitt var mótið frekar lélegt og varla keppni í einni einustu grein. Þaö, sem hæst bar, var 100 m. hlaup Ásmundar Bjarnasonar 10,5 sek., en meðvindur var innan ! við 3 stig. Fyrir þetta afrek hlaut Ásmundur konungsbikarinn fyr ir bezta afrek mótsins. Þá má geta þess, að Jngi Þorsteinsson hljóp 110 m. grindahlaup, einn og samkeppnislaust, á mjög góð um tíma 14,8 sek., sem er bezti árangur hans í þeirri grein. Guð mundur Hermannsson frá ísa- firði, sem nú keppti í fyrsta skipti í kúluvarpi í Reykjavík, sigraði með yfirburðum, varpaði 14,65 m. í sleggjukasti var keppn ín mjög hörð og var það eina grein mótsins, þar sem um ein- hverja keppni var að ræða. Gunnlaugur Iúgason átti cgild köst, sem voru yfir metinu. Það er aðeins tímaspursmál, hvenær nýtt met verður sett í sleggju-- kasti, en hver verður til að setja það, er erfiðara að spá um. Helztu úrslit í mótinu urði þessi: 100 m. hlaup: Ásm. Bjarnason KR 10,b Pétur Sigurðsson KR 11,( Guðm. Guðjónsson Á 11,8 Stangarstökk: Torfi Bryngeirsson KR 3,7L Kolb. Kristinsson Self. ,3,6( Jóh. Sigmundsson 3,4.7 Kúluvarp: Guðm. Hermannsson ísaf. 14,6i Friðrik Guðmundsson KR 14,08 Örn Clausen ÍR 12,91 400 m. hlaup: Þórir Þorsteinsson Á. 53,8 Svavar Markússon KR 53,( Böðvar Pálsson Keflavík 54,8 1500 m. hlaup: Kristján Jóhannsson ÍR 4:14,4 Eiríkur Haraldsson Á. 4.:27,i 100 m. hlaup konur: Margrét Hallgrímsd. UMFR 12,', Sleggjukast: Vilhj. Guðmundss. KR 46,1'' Gunnl. Ingason Á. 46,0i Sigurjón Ingason Á. 43.64: Langstökk: Sig. Friðfinnsson FH 6,98 Örn Clausen ÍR 6,6t: Torfi Bryngeirsson KR 6,6V 4x100 m. boðhlaup: Sveit KR 44,7 1 fó Willys Sedan Delivery með drifi á öllum hjólum, er bifreið, sem hentar íslenzkum staðháttum ILJk i r-.v' i Á II 1 Willys Sedan Delivery er tilvalin bifreið fyrir þá, sem ferð- ast um landið með mikinn farangur - ALLT Á SAMA STAÐ - WILLYS SENDIFERÐABIFREIÐ væri t. d. mjög hentug fyrir Iækna út á Iandi, sem notað gætu hana til sjúkraflutninga í viðlögum, auk þess að vera hin þægilegasta einkabifreið % 15 » t 31% 1 -15- fi r=t -— 1« 4 FJQRHJÚLA-DRIF 6 gírar áfram 2 aftur á bak, ásamt hinni krafimiklu vél, gera yður alla vegi færa HURRÍCANE-VÉLÍN cr 72 hestöfl og knýr því bílinn léttiíega Stærðir allar gefnar upp í tommum ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR GEFA EINKAUMBOÐSMENN WILLYS OVERLANÐ Á ÍSLANDI: Jle^iíi Viíhjáinóáony oCauacwea 118

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.