Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 2
TÍMINN, miðvikudaginn 24. águst 1955 189. blað. Oft kemur fyrir að hinar villtustu skákir enda með friðsælu Jafntefli Fréttahréf frá GuðmMndi Arnlaugssyni frá skákmótinn í Osló — 4-6 mnferð umferð. 17. ágúst. Sá Guðjón, sem hélt jafntefli við '"Viðrik; í annarri umferð og vann iSterner í þeirri þriðju, var víðs ; jarri í dag. Sá Guðjón sem tefldi íð Bent Larsen var hikandi og ó- i ikveðinn, eins og hann fyndi eng- i ,n þráð í skákinni. Hann valdi sér ;amalindverska vörn, komst að vísu 'fir í nýrri afbrigði, en hafði þá 1 apað tveimur leikjum og þá notaði 3ent sér til framdráttar á drottn- ; ngararmi. Hann náði frumkvæð- nu, brauzt i gegnum peðaborg fsvarts í 14.—18. leik, vann á því ■ kiptamun, en hélt áfram yfirburða töðu. Guðjón barðist að vísu fram i indir 30. leik, en sú barátta var onlaus. Svona geta mönnum verið ; nislagðar hendur. Oft er þeirri skoðun haldið á ; ofti, að það sé hagstætt þjóð að •iga sem flesta keppendur á móti em þessu, þeir geti „hjálpað“ hver : iðrum. Hér hefir sú raunin orðið á, ið Xngi og Guðjón hafa báðir tap- , ið hrapalega fyrir Bent Larsen, ;em augsvnilega er hættulegasti ’ceppandi Friðriks. Hins vegar er .Xuðjón þegar búinn að gera jafn- efli við Friðrik eftir harða og ijnjalla baráttu, og eí Inga tekst það íka, sem ekki er ólíklegt, missir rriðrik einn vinning gegn löndum ;ínum, en Bent engan gegn sömu ; nönnum. Enda er þessi skoðun ail- Útvarpíð jtvarpið í dag. Fastir liðir eins og venjuiega. .9.30 Tónleikar: Óperulög (plötutr) : !0.30 Hugleiðing um gleði og þján- ingu í lífi manna (Frú Sigríð- ur Björnsdóttir). 10.55 Tónleikar (plötur): Lög úr ó- perunni „Lakmé“ eftir Delib- * es. 11.20 Upplestur: „Fundinn Þórisdal- ur“, írásaga séra Helga Gríms sonar (Jón Gíslason póstmað- ur les og flytur formálsorð). íl.50 Tónleikar (plötur). : 12.10 „Hver er Gregory?“, sakamála saga eftir Francis Durbridge; XXIII. 22.30Létt lög (plötur). 23.00 Dagskrárlok. Ötvarpið á morgnn. Fastir liðir eins og venjulega. : 10.20 Útvarp frá íþróttavellinum í Reykjavík: Landskeppni í knattspyrnu milli íslendinga og Bandaríkjamanna (Sigurð- ur Sigurðsson lýsir síðari hálf- leik). 11.15 Tónleikar: Marsar eftir Sousa o. fl. (plötur). : 11.40 Dagskrárþáttur frá Færeyj- um; VI: Skáldið Hans Andr- eas Djurhuus og færeysk lög við kvæði hans (Edward Mit- ens ráðiherra flytur). : :2.10 „Hver er Gregory?" sakamála saga eftir Francis Durbridge; XXIV. : 12.30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 13.05 Dagskrárlok. Árnað hnílla Jjónaband. 12. þ. m. voru gefin saman í íjónaband af séra Áreliusi Níels- ;yni, Guðný Guðmunsdóttir og /ón Ó. Guðmundsson skrifstofu- naður. Heimili ungu hjónanna /erður á Grettisgötu 20A. 1 rrúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofuu iína ungfrú Helga Bjarnadóttir, iikrifstofustúlka hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Steindór Hjörleifs- ijon, Súluholtshjáleigu, Villinga- Lvoltehreppi... fáránleg, enginn er annars bróðir í leik, og hið eina sem unnt er að segja í þessa átt, er að þeim mun fleiri keppendur sem eru frá einni þjóð, þeim mun líklegra er að ein- hver þeirra vrði hlutskarpastur á mótinu — ef allir kppendur eru taldir jafn líklegir til sigurs. Að tala um „hjálp“ í þessu sambandi er heldur ósmekklegt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið, það væri lítill drengskapur af keppanda að le.gja sig ekki jafnt fram gegn öllum andstæðingum sínum, án tillits til vináttu eða bjóðernis. Það er skemmra frá Finnlandi en ís’andi tíl Sovétríkjanna eins og greinilega kom í ljós í skák Inga við Finnann Kahra. Kahra tefldi sem sé rússneskt afbrigði í Sikil- eyjarleik, sem Ingi hafði aldrei séð áður. Hann byggði trausta varnarstöðu, svo að hvorurur gat mikið aðhafzt án þess að leggja sig í hættu, skákin varð því jaíntefii. Friðrik lék svörtu -gegn hinum firmska keppandanum, Niemelii, og valdi mótbragð það, sem kennt er viðvið Ben-Oni. Keilan kapítula mætti skrifa um r.öfn á taílbyrj- unum; orðið bragð noíum við ís- lendingar um það sem á flostum öðrum má’um er nefnt gambit, en það orð er mnnið úr ítölsku og merkir einmitt að bregða fæti fvrir náungann. í taflmáli þýðir gambit eða bragð, að peði er fórnað í tafl- byrjun, oftast nær til að opna manni línu og græða tíma. Eng- in deili kann ég á Ben-Oni þeim, sem þetta bragð er kennt við, en nafnið virðist austurlenzkt. Manna nöfn eru algeng í taflbyrjunum, og er þá oftast kennt við mann þann, er fyrstur beitti byrjuninni: Evans bragð, Petroffs vörn, Vörn Alek- hines o. s. frv. Landaheiti eru einn- ig algeng: Allir kannast við hol- lenzku vörnina, spænska leikinn, Sikileyjarleikinn, norræna bragðið og skozka bragðið, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þessi nöfn segja sina sögu um þróun skákarinnar. Sikileyjarleikur og spænski leikur- inn eru ævafomar byrjanir, frá 15. eða 16. öld, skozka bragðinu var fyrst beitt í einni af fyrstu bréf- skákum, sem tefldar voru í heim- inum, en það var Edinborg, sem tefldi við London 1824 og beitti þessu bragði; norræna bragöið var rannsakað og teflt mikið af tafl- meisturum í Danmörku og Sviþjóð um aldamótin síðustu. Indversku byrjanirnar komust í tízku á Vest- urlöndum eftir heimsstyrjöldina fyrri, en svipaðar byrjanir munu hafa verið notaðar í Indlandi löngu fyrr og þaðan er naínið dregið. En snúum okkur aftur að skák- inni. Taflmennska Elriðriks var frábærlega markviss og einbeitt, en Finninn var ekki eins nákvæmur. Báðir hrókuðu stutt, en Friðrik sóttí fram með peð sín kóngsmeg- in, þau studdu menn hans en krepptu að hvít. I 27. leik var svo komið, að Niemelá sá þann kost vænstan að láta skiptamun. Urðu í sambandi við það allmikil manna kaup en Friðrik vann tafllokin ör- ugglega. Einkennilegt var, hve öfl- ugri sókn Friðrik náði í þessari skák, án þess að koma mönnum sínum drottningarmegin á fram- færi, hann lék drottningarbiskup sínum ekki út fyrr en í 34. leik, en hróknum í 35. Þeir komu til að reka flóttann, eins og sést af því að hvítur gafst upp í 40. leik. í þessari umferð fóru þrjár skák- ir í bið, og þeim er ekki lokiö þeg- ar þetta er skriíað. Hiidebrar.d á maxm gegn tveimur peðum og senni lega unnið gegn Axel Nielsen, verður það þá íyrsta tapskák hans á mótinu. Vestöl á biðskák við Stemer, en Haaye yið Martinsen, og er jafnteflisblær á báðum. Fari skákirnar á þá leið sem liklegast er, verður staðan þessi: Friðrik og Bent 3V4, Hildebrand 2 Vú, Axel Niensen, Martinsen, Guð- jón og Vestöl 2, Kahra 1%, Nie- melá og Sterner %. í meistaraflokki tapaði Arinbjörn fyrir Norðmanninum Thor Störe, sem ýmsir skákmenn kannast við frá stúdentamótinu, og eins frá Ólympiuskákmótinu í Amsterdam, en þar var hann í sveit Norðmanna. Ingvar stendur öllu betur í bið- skák við Bertel Lönnblad. Jón Páls son vann einn sigurstranglegasta manninn í sínum riðli, Danann Krarup Dinsen. Lárus á lakara í biðskák við Svíann Lundh. Laugardaginn 20. ágúst. I gær var skákmönnunum boðið að skoða ráðhús borgarinnar og síðar til siglingar um fjörðinn. Nátt úran lék við hvern sinn fingur, og það gerðu menn ósjálfrátt líka, nutu veðurblíðunnar og náttúru- fegurðarinnar, en gleymdu taflinu um stund, enda veitti ekki af að jafna sig eífcir erfiðasta dag móts- ins, íimmtudaginn með sinar tvær umferðir, 10 stunda strit. Svo mikið hefir safnazt saman af biðskákum úr þremur síðustu umferðunum, er tefldar hafa verið í einum rykk, að erfitt er að átta sig á stöðunni. Allir íslendingarnir eiga biðskákir, eina eða fleiri, nema Friðrik, og eru nýfarnir af stað til að tefla þær, þegar þetta er ritað. í fimmtu umferðinni varð sá at- burður sögulegastur að Axel Niel- sen vann Bent Larsen í harðri skák og hratt honum þar með úr fyrsta sætinu, sem hann heíir skipað fyrstu fjórar umferðirnar, ýmist jafn Friðriki eða einn. Friðrik vann Norðmanninn Gustav Martinsen auðveldlega og er þá í bili einum vinning oían við Bent. Skák Guðjóns og Inga lauk ekki fyrir bið. Ingi hafði svart gegn Haave. Varð sú skák all glæfraleg og átti Norðmaðurinn upptökin að því enda er hann snarpur sóknar- maður, Fyrir nokkrum árum tefldi hann útvarpsskák við Danann Björn Nielsen og vann. Tafl- mennska Haaves í þeirri skák var með afbrigðum þróttmikil og skemmtileg, enda vakti skákin ó- venjulega athygli um öll Norður- lönd, var birt í skákblöðum hvar- vetna og í Noregi var skrifaður um hana heill bæklingur. Haave fórn- aði tveimur peðum gegn Inga og náði hættulegri sókn. í biðstöð- unni standa leikar svo, að Ingi á hrók, biskup og peð gegn drottn- ingu, og er líklegast að skákin verði jafntefli, Guðjón tefldi einkennilega skák við Vestöl, hann hafði yfirhöndina lengst af, en kóngur hans er kom- inn á bersvæði, og hafi Vestöl rat- að á réttan biðleik, heldur hann jafntefli með þráskák. í þessari umferð gerði Kahra jaíntefli við Hildebrand, en Stern- er á biðskák við Niemela. í meist- araflokki vann Arinbjörn Bror Ahl- báck, en Ingvar fékk óvænt frí. Hann átti að tefla við elzta þátttak andann £ mótinu, Norðmanninn H. G. Hansen, sem er 73 ára að alöri. En gamli maðurinn var íasinn og hafði hætt, hann er því strikaður út. Jón Pálsson tefldi við ungan Norð mann, Per Lindblom, sem er einn af eínilegustu skákmönnum Norð- manna. Hann var í norsku sveit- inni á ólympíumótinu í Amsterdam í fyrrahaust og er nýorðinn Noregs meistari í bréfskák. Þessa skák tefldi Jón ágæta vel, og þótt all- mikið værl óteflt, þegar skákin fór í bið, hafði hann bæði tögl og hagldir, svo að lítill vafi er á því (Pramhald á 7. síffu) Þetta er ZUD ræstiduftið, sem farið hefir sigurför um Bandaríkin og amerísku neytendasamtökin „Good Housekeeping“ hafa sett stimpil sinn á. Með ZUD getið þér á augabragði náð burtu öllum fitublettum, ryði og öðrum óhreinlndum af heimilistækjum yðar og á- höldum. ZUD rispar ekki hlut inn heldur leysir óhreinindin upp og má því notast á hvaða /<. flöt sem er. Biðjið kaupmann- g yðar um ZUD og þér munuff sannfærast um gæði þess, ZUD fæst i flestum nýlendu- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir: íslenzka verzlunarfélagið h.f. Simi 82943. — Laugaveg 23. _ til sölu. — Stórt og vandað MANDBORG-orgel harmon ium tU sölu í Hafnarfirði. Orgelið hefir tvö hljómboð og fótspil. I. hljómborð, 5 raddir, II. hljómborð 6V2 rödd. \ Fótspil 2 raddir. Orgelið er rafmagnsknúið. — Upp- lýsingar viðvíkjandi sölunni gefa Hjörleifur Zophan- iasson, Holtsgötu 18, sími 9898 eða Gisli Sigurgeirsson, Strandgötu 19, sími 9422. 0EG.U.S. MX^rC Hraðfrystihúsaeigendur Aílmgið kosti „FREOX« frystivökvans Einkaumboðsmenn: Kristján G. Gíslason & Co. h.f. l.W.WAW.W.V.W.VVAV.W.’.V.W.N'AV.Wi.VV.W BEZTU ÞAKKIR til allra, er heiðruðu mig með heim- i sóknum, skeytum og gjöfum á fimmtaigsafmæli mínu 22. júlí s. 1. — Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Haraldur Kristjáusson, Sauðafelli. .•.V.VA\W/.VA".V.%W.V.V.V.V.W.VVA\%VA\v,VA * ■ HJARTANS þakklæti tU allra þeirra, sem sýndu mér;v vinsemd á fimmtugsafmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. 1 ® É • ' i Guðrún Ingimarsdóttir, Kjarnholtum$ •m Maðurinn minn KLEMENZ JÓNSSON fyrrverandi kennari verður jarðsettur, í dag 24. þ. m. — Húskveðja á heim- ili okkar Vestri-Skógtjörn, liefst kl. 13,30. Afþökkum blóm og kransa. Auðbjörg Jónsdóttir og börnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.