Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 4
« TÍMINN, miðvikadaginn 24. ágást 1855. 189. blað, Óskar Jónsson, Vík: Samgönguerfiðleikar Vestur-Skaftfellinga 1 Vík, 16, ágúst 1955. Síðan hlaupið úr Mýrdals- jökli, af Kötlusvæðipu, tók torýrnar af Múlakvísl og Skálm á Mýrdalssandi hinn 19. júní s. 1., hafa samgöngur nm Vestur-Skaftafellssýslu verið miklum erfiðleikum bundnar, og kostnaðarsamt að koma nauðsynjum frá Vík, þar sem er aðal verzlunar- miðstöð sýslunnar, tU sveit- anna austan Mýrdalssands. Má þó með sanni segja að tekist hafi vonum framar að íullnægja flutningaþörfinni. Strax eftir að áðurnefnt hlaup hafði svipt brúnum af Múlakvísl og Skálm, varð umræða um hvað hægt yrði að gera til að mæta fyrirsjá- anlegum samgönguerfiðleik- nm. Var jafnvel búist við að um algerða stöðvun á flutn- tagum gæti orðið að ræða, að minnsta kosti um sinn. Eftir að fulltrúi frá vega- málaskrifstofunni í Reykja- vik hafði rætt þessi mál við framkvæmdastjóra verzlan- anna í Vík, er aðallega reka flutninga um héraðið, var eftiríarandi áætlun gerð: 1. Nú þegar verðí hafin endurbygging brúar á Skálm. 2. Athugað verði hvort eigi 'sé unnt að koma drag- ferju yfir Múlakvísl við Lér- eftshöfuð, þar sem áin renn nr í þrengslum ca. 50—60 metra að breidd, rétt þar sem iáður var brúin. 3. Vegamálastjórnin leggi til jarðýtu til að hjálpa og ■greiða fyrir bifreiðum yfir Múlakvísl neðan Höfðabrekku heiðar, og haldi opnum skörð um í sandöldu þeirri, sem er austan árinnar, en Kvíslin liggur oft þar undir og brýt- ur niöur sandbakkann. Hins vegar leggi verzlanirnar í Vík til bifreiðarnar og allt það er til flutninganna þarf. 4. Hafinn verði undirbún- ingm- að brúargerð yfir Múla hvisl, neðan Höfðabrekku- heiðar, svo sem fyrirhugað hafði verið er Kerlingardalsá var brúuð á þessari leið, er Jkemur núi til ómetanlegra nota. XJm framkvæmd þessarar feætlunar hefir farið fram til þessa svo sem hér greinir: Um leið og flutningar hóf- ust yfir Mýrdalssand fór Val mundur Björnsson brúarsmið ur í Vík, með flokk manna og nokkurt efni að Skálm og brúaði hana á mjög skömm- um tíma af alkunnum dugn- aði, þó oft við erfiðar aðstæð ur. Ekki hefir þótt tiltækilegt að koma dragferju yfir Múla kvísl og litlar líkur til að úr þeirri framkvæmd verði. Viku eftir hlaupið hófust flutningar yfir Mýrdalssand. Voru vötnin þá mjög vatns- mikil. T. d. var áætlað sam- kvæmt mælingu Sigurjóns Rist, vatnsmælingamanns raf crkumálaskrifstofunnar, að vatnsmagn Múlakvíslar væri Evipað og meðal sumarvatn í hjórsá. Góðan bílakost þurfti að hafa til flutninganna. Kaupfélag Skaftfellinga hef ir um mörg ár átt 2 G.M.C. spil-trukka, eingöngu til að nota í vondri færð að vetr2" til, svo sem til fóðurflutn- togá í yondum yorym4 enda oft komið sér vel, sem skammt er til að minnast. í viðbót við þetta keypti félagið 1 Hencel-tveggjadrifabil, fékk lánaðan mjög stóran og góð- an tíuhjóla bíl hjá Bergi Lár ussyni og auk þess góðan trukkbíl frá varnarliðinu í Keflavík. Þannig hefir Kaup félag Skaftfellinga haft 5 sterkar tveggjadrifa bifreið- ar til afncta við þessa flutn- inga. Verzlunarfélag Vestur- Skaftfellinga átti einn tveggjadrifabíl og fékk lán- aðan 1 góðan spiltrukk, sem það hefir að mestu notað fyr ir sina flutnmga. Þá hefir Olíufélagið h. f. einnig hald ið uppi nokkrum olíuflutning um austur yfir Mýrdalssand. Engir beinir mannilutning ar hafa farið fram yfir sand- inn, fyrr en nú síðustu viku að sérleyfishafi, Brandur Ste fánsson, áætlar að halda uppi vikulegum ferðum frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og not- ar til þeirra ferða tveggja- drifabíl frá Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík. Ríkisistjórniin mun strax hafa fallist á að allt yrði gert sem unnt er tö að koma sem fyrst brú á Múlakvísl. Vegamálaskrifstofan hóf þeg ar efnispantanir í brúna og búist var við að brúarsmiðin gæti hafist snemma í ágúst. Nú hefir svo tiltekist aö ekki hafa fallið skipaferðir frá Finnlandi, en þar var allt timbur til brúarmnar keypt. Heyrzt hefir að hugsað haf* verið um að fá efnið flutt til Kaupmannahafnar og hing- að til lands með m. s. Gull- foss, en þvi hafi verið hafn* að. Nú nýlega fékk Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS fregn ir af því í hvert óefni stefndi með flutning á brúarefninu. Lét hann kaupfélagsstjórann í Vík, Odd Sigurbergsson, vita að eitt af skipum SÍS væri í Finnlandsferð og væri sjálf- sagt, ef vegamálastjórnm ósk aði þess, að skipið tæki brú- arefnið til flutnings, jafnvel þó hafa þyrfti af því nokkra íyrirhöfn og óþægindi. Var þessum upplýsingum strax komið til Valmundar Björns- sonar, brúarsmiðs, er þegar gerði vegamálaskrifstofunni aðvart. Er nú ráðið að brú- arefnið kemur nú i ágúst og mun nú vera á leið til lands- ins með m.s. Helgafelli fyrir atbeina forstjóra SÍS. Þarf ekki að efa að brúarefnið verð ur flutt tafarlaust austur.og brúargerðin hafin, undú eins og efnið kemur til landsins, og ekki þarf að efa að af at- orku og dugnaði verður unn ið að brúarbyggingunni. Meðan núiverandi ástand vgrir, verða flutningar yfir Mýrdalssand mjög kostnað- arsamir. Umhlaða verður öll um vörum er koma frá Rvík og ílytja á austur á tveggja drifa bifreiðarnar, en þær eru mjög benzínfrekar. Vegurinn yfir Múlakvislarfarveginn er mjög slæmur, grýttur og sund urskormn og tekur oft 2 til 3 klukkustundir að komast þar yfir, þegar mestur er vatnsflaumurinn. Tekur þvi hver ferð langan tíma, kost- ar mikla yfirvinnu og fer mjög illa með flutningatæk ia. Elutningar þessír .verða því mjög dýrir þeim fyrir- tækjum, sem halda þeim uppi. Flutningsgjöldum hefir verið haldið mjög lágum, og ekki \erið hækkuð enn, þrátt fyr ir þennan óvenjulega kostn- að. Verður varla hjá því kom ist með góðu móti að flutn- ingsgjöld hækki nokkuð, þeg ar þar við bætist að allur rekstur hefir hækkað vegna hækkandi verðlags á vörum og yinnu vegna hinna alm. launahækkana frá 1. maí i vor. Er ekki nema eðlilegt að hiutfallið milli seldrar og kevptrar þjónustu haldist nokkuð í hendur. Það, sem getur að nokkru bætt upp þann mikla auka- kostnað sem orðinn er, er að þegar brúin á Múlakvísl verð ur fullgerð, styttist leiðin yf- ir Mýrdalssand tU verulegra muna. En jafnhliða brúnni þarf að hefja verulegar um- bætur á hinni syðri leið yfir Mýrdalssand. Hæðarmunur á sandinum er mjög mikill og getur verið ófær leið hið efra, þar sem vegurinn er nú, þótt snjólétt sé á syðri leiðinni, svo sem margsannað er að vetrarlagi, auk þess sem sú leið er mun styttri milli byggða. Aðalfundur sýslunefndar Vestur-Skaftafellssýslu, er haldinn var í mai í vor sam- þykkti einróma áskorun til vegamálastjóra um lagfær- ingu á syðri leiðinni um Mýr- dalssand og benti á nauðsyn legustu úrbætur. Er nú enn brýnni þörf á þessum umbót um. Þess er að værita, að vegamálastjóri bregðist vel við þessari áskorun. Núi hefir loks verið gerð tilraun með aö lagfæra Fjalla baksveg, þannig að hann get ur talist vel fær öllum tveggja drifa bifreiðum. Það var að vonum seinna að þetta var gert, því vitað var að komast mátti þessa leið í góðri tíð að sumarlagi, áður en ráðist var í að hrinda burt verstu tálm unum. Er ekki að efa, að marg ir munu leggja leið sína um veg þennan eftirleiðis, því landslag er þarna víða undra fagurt i góðu veðri. Ekki er þess þó að vænta að fyrst um sinn verði hafnir þungavöru flutningar þessa leið, nema þá sem þrautaleið í Kötlu- gosi, því víða er þar snjó- þungt og hæð yfir sjó mikil. Fennir þar oft í september og snjó lengi að leysa að vor- inu til. Þá mun einnig þurfa nckkrar brúargerðir. Það er að vonum að Skaft fellingar hafi mjög vakand* áhuga fyrir samgöngumálum sínum. því segja má að þeir eigi öðrum fremur afkomu sína undir því, að vega- og brúasamband sé sem greiðast og öruggast, sökum þeirrar miklu fjarlægðar frá hafnar- og markaðsstöðum, sem þeir eiga við að búa. Einnig er öll íélagsleg aðstaða innan hér- aðs erfiðleikum bundin vegna þess hve byggðin er sundur skorin af söndum, hraunum og vötnum. Er því mikil nauð syn að vegamálin séu rekin af dugnaði og hagsýni og að fjármunir, sem varið er til veganna, séu notaðir á sem hagfelldastan hátt. Hér I .(Fraiahald « 6. Eiðu). Fríirtrkjasafnari hefir óskað eftir að segja nokkur orð í bað- stcíunni: „Statkaður fcóndi! Það þykir inörgum gctt að koma til þín í baðstcíuna með áihugamál sín. Ég heíi sjaldan litið þar inn, en þegar það hefir komið fyrir, hefir mér verið vel tekið og vona ég, að svo verði enn. í baðstofunni hafa mál verið rædd aí miklu fjöri og krufin til mergjar, svo sem . vera ber. Hefi ég oít haít gaman af þeim um- ræðum. En nú kem ég að efninu. Útvarpið gat þess fyrir skömmu, að bráðiega væri von á nýjum fri- merkjum. Þá heyrði ég og í fyrsta skipti talað um frímerki í sam- bandi við landkyr.ningu. Við frímerkjasafnarar fögnum útgáfu nýrra merkja, og bíðum þess með eftirvæntingu að sjá, hversu vel þau verða gerð. Það var fróðlegt að heyra um væntanlegar fyrirætlanir póststjórn arinnar varðandi nýjar tegundir frímerkja, sem út eiga að koma í náinni framtíð, og lofar þar margt góðu. Frímerki eru góð landkynning, ef þau eru gerð með það fyrir augum, að sýna svipmyndir úr lífi þjóðarinnar og kynna þannig sögu hennar og menningu. Atvinnulega þróun frá fyrstu ár- um íslandsbyggðar og allt til vorra tíma, svo og hvers konar ann an samanburð á lífi okkar íslend- inga áður og nú, er auðvelt að sýna í nokkrum frímerkjasamstæð- um. Falleg cg sérkennileg frímerki eru eftirsótt af erlendum ferða- mönnum. Ég varð þess var, er ég um tíma starfaði á íslenzku far- þegaskipi í milliiandaferðum, að margir hinna erlendu farþega sótt- ust eftir að ná í íslenzk frímerki. Nokkrir þeirra spurðu mig um Aiþingishátíðarfrímerki, sem því miður reyndist- mjög erfitt að út- vega þeim. Þá voru flugfrímerki mikið keypt, enda mörg þeirra falieg. Er minnzt var 75 ára af- mælis Alheimspóstsambandsins, voru gefin út 4 frímerki, sem hin- um erlendu ferðamönnum þóttu bæði írumleg og falleg. Svo var cg um handritafrímerk- in, sem margir töldu sýna svo vel tengsli nútímans við fornar bók- menntir þjóðarinnar, að varla yrði betur gert. Auk þess gætu merkin hvert um sig talizt mjög listræn, og var það maklegt lof að mínum dómi. Helzt vildu farþegarnir fá hverja írímerkjasamstæðu á umslagi út- aí fyrir sig, stimplaða á útgáfu- degi. Þannig geymd, þykja mörg- um frímerki skemmtilegust og hentugust til samanburðar bvert við annað. En nú vil ég spyrja: Getum við íslendingar ekki gefið út meira af fallegum, þjóðlegum frímerkjum? íslenzkir listamenn gætu skreýtt merkin myndum úr sögu lands og þjóðar. Af nógu væri að taka.' ís- lendingascgurnar mundu ekki bregð ast, ef til þeirra væri leitað. íslenzki þjcðbúningúriná' gæti líka gefið skemmtileg viðfangsefni . hugmyndaríkum listamönnum. Þá myndi það holl húgVekja mörgum nútíma manni, váefi gérð ur samanburður á störfum til sjáv ar og sveita, frá því er unnið váí með lélgum og afkastalitlurá ' á- höldum, til hinna stórvirku viniiú- véla nútímans. ... Ég tel, að það sem taíið' Iléfir verið um hér að framan, getl' verið eins kcnar sýnishorn af þvi, hve víða megi íá fyrirmyndir á- 'írí- merki, ef að er gáð. -• •: " - .SfÖIfefí.CXBCC Þar sero vitað er, að fjöldi ung- linga salhar frímerkjum og að þau geta haft góð uppeldisáhrif,., . er X-. furðulegt hve lítið er um þau ritað. I til fróðleiks og sícemmtunar.' Ég held að Æskan sé éihá bláðið/ s'erp flytur þætti um frímefkl.' Vilí' *íiú ekki „Vettvangur æskunnár‘‘ j|aka’. upp frímerkjaþátt, svo senf ’tvísv-' ■ i. E'íT' ar í mánuði, fyrir þá mörgu Tes- endur Tímans, sem hafa áliug’a fyrir siiku. Mér er nsér að halda að kaupendum blaðsins ' mundi fjölga, svo vinsæll gæti þessi þátt- ur orðið hjá unga fólkinu. í þessum þætti ætti að telja upp það helzta, sem vitað er um hvert merki. Svc sem útgáfudag, upplag, af hverju merkið er, hver hefir teiknað það, í hvaða tilefni það er gefið út, svo og hvenær það hættir að vera í gildi. Ennfrerour gætu menn sent fyrirspurnir til þáttarins, um ein- stök merki, eða um eitthvað það, er snertir írímerkjasöfnun, cg mundu síðan lá svar við spuming- um sínum, eftir því sem efni stæðu til. Margir mundu verða til að skrifa þættinum og miðla óreyndari Efifn urum af iróðleik sínum, því étrú- ,rr lega margir hafa fengizt við söfn—v un frímerkja í áratugi. , ... Svo kveð ég ykkur í baðstofunni, og þakka margar ánægjulegar sam - verustundir “ - -- --- Frímeikjasafnari hefir lokið máli sínu. • r*r ■ Sfcarkaðnf.tf í?s AT L A S :íÖ 'íji-ii > ,v.n\ :ii.i Vatnsþétta gólfdúkalímið höfum vér nú fyrirliggjandi 1 eftirtöldum dósastæröum: Va' gal:, V* gal., 1 gal. og 5 gal. Þetta vinsæla og örugga lím má nota á gólfdúika, gólf- flísar, korkflísar, veggdúka, veggplötur o. fl. o. fl. Verið örugg og notiö ATLAS-lím. Málning & Járnvörur ^ Laugavegi 23. — Sími 2876. ssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssssí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.