Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1955, Blaðsíða 3
189. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 24. ágúst 1955. Geysir í Haukadal — Athugasemd — Guðmundur Gíslason lækn ir hefir sent blöðunum leíð- réttingu á 'þeirri „missögn, að það hafi verið dr. Trausta Einarssyni, sem hugkvæmd- ist árið 1935 að lækka vatns- borð Geysisskálarinnar með því að höggva rauf í skálar barminn“ ......þá hugmynd .... átti Jón heitinn Jónsson frá Laug....“ Hér er Guð- mundur að vekja upp gaml- an draug og veit ég ekki hverj úm það gæti orðið tU þurftar. i Hver eigi einhverja hug- mynti skilst mér að geti verið vandasamt að dæma um og oft algert álitamál, en ekki er það að sjá á þessari „leið- réttingu." þó er málið ein- íhitt svo undarlega vaxið, að Jón heitinn frá Laug, var, þegar á reyndi, andstæðing- ur þeirrar hugmyndar, sem Guðmiindur kallar hans. Ég efa ekki, að Guðmundur muni það rétt, að löngu fyrir 1935 hafi Jón talað um að lækka í Geysi. En úr því Guð- mundur er að skrifa um þetta eftir 20 ár, hvers vegna segir hann ekki allan sann- íeikann? Hann er sá, að þegar við Guðmundur vUdum láta til skarar skríða og lækka í Geysi, þá snerist Jón gegn okkur. Hans tillaga var að láta stóran sápuskammt í Geysi, mig minnir 500 pund. Hann taldi lækkunarleiðina vonlausa og reyndi af fremsta mégni, bæði munnlega og skriflega, að fá Guðmund á sítt mál. Með fortölum tókst Guðm. þó að fá Jón í ferð okkar til Geysis, svo að félagsskapur- inn mætti haldast á yfirborð inu, en Jón lét það koma skýrt fram, að hann kæmi sem bílstjóri okkar en ekki þátttakandi í tilrauninni. Þegar við hófum raufar- gerðina, fór Jón líka heim í sumarbústað sinn og kom ekki til okkar fyrr en löngu seinna. Þá var komin djúp rauf í skáltna og- Geysir hafði hitnað verulega. Jón sneri þá við blaðinu og tók til við rauf argerðina, og nutum við eftir það hinna alkunnu krafta hans. .„njrföí... Þrír menn, Guðmundur Gíslason, Sigurður Jónasson og ég tókum ákvörðun um að lækka í Geysi og við tókum áhættuna. Einhverjir kynnu að segja. að mín ábyrgð hafi ekki verið minnst og ég hafi haft fulla ástæðu til að brjóta rnálið sjálfstætt tú mergjar. Fjórði maðurinn, Jón frá Laug, sem var frumkvöðull bollalegginganna um að end urvekja Geysi, stóð ekki að tilrauninni, þar eð hann taldi vonlaust um árangur. En við héldum opinni leið fyrir hann að verða þátttakandi í verk- inu síðar, ef vel tækist. Seinna gerðist kátbrosleg saga, barátta þeirra Jóns og Guðmundar fyrir heiðrinum af endurvakningu Geysis. Hún hófst með bænarskjali til Alþingis, þar sem þeir fé- lagar báðu um heiðurslaun sér til handa. Síðasta innlegg ið, eftir langt hlé, er „leið- rétting" Guðmundar. 20. ágúst 1955, Trausti Einarsson. ALLT A SAMA STAÐ Þér sparið allt að 10% af elds- neyti, ef þér notið ný CHAM- PION kerti — því CHAMP- ION kerti tryggja yður að hver einasti dropi eldsneyt- isins komi að fullum notum. Einkaumboð á íslandi: H.F. EGILL VILHJAOISSON, Laugavegi 118. — Sími 8-18-12. Orðsending til imiheimtumanua blaðsins INNHEIMTA blaðsins skorar hér með á alla þá aðila, er hafa innheimtu blaðgjalda TÍM- ANS xrieð höndum, að senda skilagrein sem fyrst og kappkosta að ljúka innheimtunni eins fljótt og hægt er. Vinsamlegast hraðið uppgjöri og sendið við lyrsta tækifæri innheimtu Tímans, Edduhús- inu við Lindargötu. *~í Þankar um sumarleyfi — og kvikmynd! iii111111111 iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim I Skandia I i Þekktasta og vinsœl- I \ asta eldavélategundin, | = sem til landsins flyzt. I I BIERING | § Laugavegi 6. Sími 4550. \ íllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMt- •itimiuiiimujMuiiittiiitMiiiiititiiimiuiiiiiiitiiiiimM* ÉÐog LIFAÐ .ÍFSREYNSLA ■ MANNI September-blaðið \ er komið út 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111' IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIUIIIIIIIIIIIUIIIIUIIMHin iftxlar með hjólum ] | fyrir aftanívagna og kerr-1 1 ur. Bæði vörubíla. og fólks | | bílahjól á öxlunum. | Til sölu hjá Kristjánil | Júlíussyni, Vesturgötu 22, | I Reykjavík e. u. Póstkröfu-1 1 sendi. I • lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllllHHIIIIIIU Trípólíbíó hefir vaÞð kvik- myndir sínar af stakri kost- gæfni um alllangt skeið, og myndin, sem þar er sýnd um þessar mundir, kemur eins og langþráður sólargeisii í sólarleysi sumarsins. Fransmaður í fríi veitir á- horfandanum sanna ánægju, og það þarf me'ra en smá- vægis durtshátt til að geta ekki kímt og skellihlegið að öllum atburðunum, sem virð ast svo smávægilegir í dag- lega lífinu, en breytast í spaug og kátínu í höndum þeirra snillinga, sem fara með hlutverkin í þessari mynd. Löngu eftir að aðrar kvikmyndir væru horfnar úr vitund manns, kímir maður með sjálfum sér, er manni dettur í hug þetta furðulega samsafn atburða og sumar- gesta, sem vilia ekki með nokkru móti af sumarleyfinu sínu rnissa, en kunna svo ekki að hafa ánægju af þvi. Þjón- arnir, smitaðir af leiða gest anna, kvöldganga hjónanna, sem hundleiðist tilveran og hafa það eina áhugamál að koma fyrst að kvöldverðar- borðinu, hernaðarandi upp gjafa herforingjans, fjármála maðurinn, sem sífellt hangir í símanum til þess að missa ekki af v'ðskiptunum, sem hann ætiaði að hvíla sig frá — að ógleymdum skelminum sjálfum, Hulot, vopnuðum veiðistöng. smátösku og fiðr- ildaneti að bagsast inn úr dyr unum meðan trekkurinn beytir öllu lauslegu til og frá inni í setusal gistihússins. Jacques Tati er þekkt nafn í heimalandi sinu. Og hann á það sammerkt með snril- ingnum Chaplin, að hanr., skrifaði handritið að þessar: kv'kmynd, stjórnaði kvik myndatökunni og lék aða. hlutverkið. Viðurkenningarr. ar, sem myndin hefir hlotið eru alltof margar til þess ac hægt sé að telja þær upp hér en þvi má treysta, að þæi njóta virðingar allra þrosk aðra kvikmyndaunnenda un allan heim. Tati hefir sjálfur komiz. svo að orði um þessa myná að hún eigi að benda mönn um á, hversu fáir kunni ac eyða sumarleyfinu sínu, endt þótt all'r geri sér að venjr að fara í sumarleyfi. Menr geti ekki losað sig við áhygg. ur daglega lifsins, heldu, draga þær með sér. Allir álítt Monsieur Hulot bilaðan c geðsmunum, af þvi að hanr. er sá eini af persónum mync arinnar, sem raunverulegc kann að fara í sumarleyfr Og þess vegna fær hann ungv stúlkuna tU að brosa í mync arlok — „það er svo sem eng in atburðarás í þessari kvil. mynd minni, en það er meir.. ing í henni....“, segir Tati. Um þessa mynd hafa birzv íurðuleg skrif, ómakleg og svertandi fyrir jafn fágæti listaverk. Þau skrif falla urr. sjálf sig — það sýnir hressi legur hlátur þeirra fjölmörgi. sem þegar hafa séð þessa framúrskarandi kvikmynó Og það er ilia gert að letja menn til. bess að lyfta sér smástund upp úr drunga vec urleiðinda og tilbreytingaleys is, og gamna sér 1 sumarleyf. með Monsieur Hulot og kunn- ingjum hans. Baldur Hólmgeirsson. Vinnið ötullega að útbreiðslu TllMAiVS NÝJUNG FYRIR HÚSMÆÐUR niirdcloth • Undraklúturinn „Miracloth" er nú kom inn á íslenzkan markað. í Ameríku, þar sem „Miracloth“ er framleiddur, var honum tekið opnum örmum af neyt- endasamtökunum og er nú notaður af öllum þorra heimila, veitingahúsa, sjúkrahúsa og fjölda annarra staða og stofnana. „Miracloth" kemur í staðinn fyrir þurrkur og klúta af öllum gerðum svo sem afþurrkunarklúita, fægiklúta, diskaþurrkur og alls konar eldhúsklúta, handþurrkur, barnasmekki, barnableij- ur o. fl. o. fl. „Miracloth" er framleiddur úr gervi- efnum, Ræon þráðum og Cellulose. — Höfuðkostur „Miracloth“ er sá, hve auðvelt er að hreinsa hann. Hversu ó- hreinn sem klúturinn verður, þarf að- eins að vinda hann upp úr volgu sápu- vatni og hann verður tandurhrejnn. — Þér getið notað „Miracloth“ aítur og aftur, eftir þvl, sem hann er oftar not- aður verður hann mýkri og viðfeldarl. Vindið „Miracloth" upp úr volgu vatni álur en þér notið hann í fyrsta skipti. Biðjiö kaupmann yðar um MIRACLOTH ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F. | LAUGAVEGI 23. — SÍMI 82943. |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.