Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 7
Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN PramKvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Pórarinn Þó.rarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar. Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu Afgreiðsla. auglýsmgar og aðrar skriistofur | Banka sLræti 7 Símar 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af, greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði rnnan lands t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — ’t Kosningaáætlunin . Það er nú komíð á þriðja ár síðan það var hátíðlega tilkynnt, að ríkisstjórnin hefði fengið erlenda sérfræð- inga til að gera til lengri tíma framkvæmdaáætlun, sem ætti aó tryggja það að réttar og nauðsynlegar fram- kvæmdir sætu í fyrirrúmi og þannig yrði tryggt að það fé, sem færi til fjárfestingar, notaðist sem bezt. Samkvæmt þessu áttu menn von á, að umrædd áætl- un birtist haustið 1961, en af því varð ekki. Þar næst áttu menn von á því, að hún yrði birt snemma árs 1962, enda hafði ríkisstjörnin látið skína óspart í það. Þó leið allt árið 1962 svo, að ekki kom áætlunin. Það var þá látið íréttast 'úr stjórnarherbúðunum að hún myndi Koma sirax í ársbyrjun 1963. Rúmir þrír mánuðir liðu þó svo, að hún ltom ekki. Fyrst þegar ein vika var eftir af þingtímanum og taipir tveir mánuðir voru eftir til þing- Kosninga, birtist áætlunin! Áætiunin sjálf skýrði vel þennan seinagang. Áætlunin er í tveirn þáttum. Fyrri þátturinn er svo- köiluð bjóðhags- -og framkvæmdaáætiun fyrir árið 1963 —1966. Hún er fundin þannig út, að tekið er meðaltal af veðurfari, aflabrögðum, verðlagi. útfiutningsvara og framleiðslumagni nokkurra undanfarinna ára og síðan .slumpað á“ samkvæmt þessu, hveriar þjóðartekjurnar verði á umræddum árum. Þar næst er áætlað, hve mikið af þeim geti farið til fjárfestingar og því skipt í stórum dráttum milli einstakra atvinnugreina. Það er hins végar látið ógert, eins og segir í skýrslunui, að gera „sundur- iiðaðar áætlanir um framkvæmdir hius opinbera á þessu tímabiii né fjárhagslega aðstoð þess við framkvæmdir einstakra aðila.“ Það er heldur ekkert um það. hvernip eigi að framkvæma þessa áætlun. Um þetta segir svo í greinargerð fyrir áætluninni: „Þessar áætl- anir eru almenns eðlis. Þaér fjalla um þróunina í einstök- um atriðum og fela ekki í sér ákvarðamr um framkvæmd- ir.“' Annar þátturinn, sem kemst næs' því að vera fram- kvæmdaáætlun, nær eingöngu til þess sem eftir er af ár- ;nu 1963. Þar er þó ekki um annáð að ræða en yfirlit um framkvæmdir sem Alþingi er bújð að ákveða í fjár- lögum ng öðrum lögum, ásamt ráðstöíun á enska láninu, 'ein var tekið um áramótin. Þetta er hliðstætt yfirlit og bað sem gert er á hverjum vetr’ í sambandi við fjaröfl- un ti’ tramkvæmda og fjárfestingu lánasjóða. Þetia er þá allt sem er orðið úi hinni margboðuðu iramkvæmdaáætmn Venjulegt vfirlit um framkvæmdir, sem búið er að ákveða á yfirstandand; ári er búið út sem stórfelld nýjung og auglýst með miklum bumbuslætti. En hætt er við, að slík kosningaáætlun reynist ríkis- stjórninni haldlítið reipi Hin raurveruíega framkvæmda- áætlun. sem nauðsvnlegt er að komi er hins vegar jafn ogerð sem áður, oótt búið sé þegár að eyða millj. í þessa áætlunargerð. Rikisstjórnin sér lika ekki annað fært en að játr þetta, því að í greinargerð hennar fyrir áætlun- mni segir: „Gerð slíkra áætlanna krefst langvarandi und- írbúnings af hálfu þeirra starfsmanna, sem um opin- berar framkvæmdir sjá og mikilla breytinga á starfs- háttum þeirra frá því. sem nú er hér á landi . . . Ætlast ríkisstjórnin til að þau ráðuneyti og stofnanir, sem standa fyrir opinberum framkvæmdum taki undir hennar forustu, smátt og smátt upp þau vinnubrögð. sem áætlunargerð krefst“. .Niðurstaðan ei m ö. o.: Eftir ailt skrumið ungar '•íkisstiórnin út kosningaáætlun fyrir níu mánuði ársins 1963, en að hinni raunveruiegu áætlunargerð á að vinna ..smátt og smátt" Pearson myndar stjórn íKanada Lesage áfti drjúgan þátt í sigri Frjálslynda flokksins SÍÐAST LIÐINN laugardag urðu fyrst kunn endanleg úr- slit í þingkosningunum í Kan- ada, er fóru fram fyrra mánu- dag. Úrslitin urðu þau, að frjálslyndi flokkurinn undir forustu Lester Pearsons vann mikinn sigur eða fékk 130 þing sæti, en hafði áður 100. íhalds- flokkurinn, sem hafði áður 116, fékk 94 þingmenn. Social Credit-flokkurinn, sem hafði áður 30 þingsæti, fékk 24. Nýi sósíalistaflokkurinn fékk 17 þingsæti, en hafði áður 19. Samkvæmt þessu vantar Frjálslynda flokkinn aðeins þrjú þingsæti til þess að fá hreinan meirihluta. Nokkrir þingmenn Social-Credit-flokks- ins hafa hins vegar boðið hon um stuðning til stjómarmynd- unar. Eftir að þetta var kunn- ugt, ákvað Diefenbaker að draga sig til baka og mun Lest- er Pearson mynda ríkisstjórn nú í vikunni. FYRST EFTIR að kosninga- baráttan hófst var Frjálslyndi ílokkurinn talinn viss um mik- inn sigur. Diefenbaker hafði eins óhæga kosningaaðstöðu og hugsazt g'at. Hann missti þing meirihlutann í kosningunum i fyrra og hafði síðan veitt for- ystu minnihlutastjórn, sem varð að gera óvinsælar efna- hagsráðstafanir. Þessu til við- bótar klofnaði svo stjórn hans í vetur út af ágreiningi um það, hvort búa ætti eldflaugar sem Bandaríkjamenn hafa í Kanada, kjarnorkuvopnum Diefenbaker hafði hafnað því og hafði Bandaríkjastjórn deilt á hann fyrir það. í kosn- ingabaráttunni notaði Diefen- baker þetta mjög mikið og er það ekki sízt þakkað þessu máli, að fiokkur hans hlaut ekki lakari útkomu en raun bar vitni. Hin-s vegar gerði það aðstöðu Frjálslynda flokks ins nokkuð örðugri,' að Pear- .son hafði snúizt í málinu. Fyr- ir kosningarnar í fyrra lýsti hann sig andvígan því, að LESTER PEARSON, hann er aö flytja þingræðu og gnæfir á bak við stór auglýsinga- mynd af honum. DIEFENBAKER — hann stóð sig vel i kosninga baráttunnþ en það nægði þó ekki Kanada léti vopna eldflaugarn ar kjarnorkusprengjum, en i vetur slcipti hann um skoðun og færði það fram til afsökun ar, að Kanada væri samnings- bundið til að leyfa það. Báðir litlu flokkarnir lýstu sig and- víga því, að eldflaugarnar yrðu vopnaðar kjarnorkusprengjum. Meirihluti þingsins er því enn andvígur og er því ekki séð. hvernig Pearson leysir það mál. ÞAÐ, sem studdi að sigri Frjálslynda flokksins, var fyrst og fremst óánægja með ástand ið í innanlandsmálunum At- vinnuleysi er mikið i Kanada og miklir örðugleikar í efna- hagsmálum. Kjósendur vilja því fá athafnasamari og róttæk ari stjórn. Um skeið var talin hætta á, að litlu flokkarnir myndu hagnast á þessu, því að Pearson hefur ekki unnið sér það orð að vera mikill skör- ungur, þótt hann hafj reynzt góður utanríkisráðherta. Það. sem öðru fremur er talið hafa stutt að sigri Frjálslynda flokksins á seinustu stundu. var einbeitt íhlutun Lesage forsætisráðherra í Quebec-fylki Lesage komst þar til valda fyr- ír fáum misserum og hefur síð- an stjórnað með miklum skör- ungsskap-. M. a. vinnur hann nú að því að þjóðnýta öll orku- ver þar. Milli Lesage og Social Credit-flokksins hefur verið eins konar vopnahlé og ætlaði Lesage því ekki að skipta sér af kosningabaráttunni nú. Fyr ir þrábeiðni flokksmanna sinna gerði hann það á sein- ustu stundu. Þau afskipti eru talin hafa ráðið úrslitum í kosn ingunum, því að þaö var í Quebec, sem Frjálslyndi flokk- urinn vann mest á. Hins vegar tókst honum ekki að hrófla við fylgi íhaldsflokksins meðal bænda í miðríkjunum, en það byggist m. a. á hveitisölunni ti] Kína UTAN KANADA er því yfir- leitt vel tekið, að Lester Pear- son myndar hina nýju stjórn Kanada. Ekki sízt mæúst það vel fyrir í Bandaríkjunum, en Pearson vill góða samvinnu við þau, þótt hann vilji hamla gegn yfirráðum amerískra auð hringa í Kanada. Pearson mun þó vafalaust eiga eftir að sýna það, að hann lætur Bandarik- in ekki segja sér fýrir verkum heldur fylgir sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum, eins og hann gerði áður. Þ. Þ. T í M I N N , miðvikudaginn 17. apríl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.