Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 14
\ ÞRIDJA RÍKID WILLIAM L. SHIRER orðið að segja keisaranum frá því, nóvemberdaginn dimma í Spa 1918, að hann yrði að fara frá, að einveldið væri liðið undir lok, vildi ekki einu ginni velta fyrir sér möguleikanum á því, að ein- hver af Hohenzollern-ættinni, að undanskildum keisaranum sjálf- um, tæki við krúnunni, en keisar- inn bjó enn í útlegð í Doorn í Hollandi. Hinn gráleiti gamli marskálkur varð æfareiður og sendi Brúning frá sér þegar í stað, þegar hann skýrði fyrir honúm, að sósíaldemokratarnir og verka- lýðsfélögin, sem með hvað mestri tregðu höfðu gefið honum nokkra von um stuðning við áætlun hans, því að hún yrði ef til vill síðasti örvæntingarfulli möguleikinn á því að stöðva Hitler, myndu ekki þola afturkomu hvorki Vilhjálms II. eða elzta sonar hans og ef til þess kæmi, að einveldi yrði kom- ið á aftur, yrði það að vera sam- kvæmt stjórnarskránni og lýðræð- islegt, svipað því, sem var í Bret- landi. Viku síðar kallaði hann kanslarann á sinn fund aftur til þess að tilkynna honum, að hann yrði ekki í framboði aftur. Þess í milli höfðu þeir Brúning og Hindenburg báðir átt sinn fyrsta fund með Hitler. Báðum fundunum lyklaði illa fyrir naz- istaforingjann. Hann hafði enn ekki jafnað sig fullkomlega eftir áfallið, sem hann varð fyrir vegna sjálfsmorðs Geli Raubal. Hugur hans var á reiki og hann var óör- uggur. Húler svaraði beiðni Brún- ings um stuðning nazista við áfram'haldandi embættisgegningu Hindenburgs með langri orðahríð gegn lýðveldinu, sem skildi eftir lítinn efa um það, 'að hann myndi ekki fylgja áætlun kanslarans. Hitler leið illa í návist Hinden- burgs. Hann reyndi að hafa áhrif á gamla herramanninn með langri ræðu, en hún féll um sjálfa sig. Forsetinn var ekkert hrifinn af þessum „Bóhema-liðþjálfa“, eins og hann kallaði hann, á þessum fyrsta fundi, og sagði Schleicher, að slíkur- maður gæti orðið póst- málaráðherra en aldrei kanslari — dálítið, sem hann síðar átti eft ir að þurfa að éta ofan í sig. Hitler flýtti sér í burtu, reiður og hélt til Bad Harzburg, þar sem hann næsta dag tók þátt í miklum mótmælum „ÞjóðarandstöSunnar'* gegn stjórnum Þýzkalands og Prússlands. Þetta var ekki svo mik ið samkoma róttækra hægri manna, sem Þjóðernissósíalistar voru fulltrúar fyrir, eins og hinna eldri íhaldssömu afturhaldsafla: Þýzka þjóðarflokks Hugenbergs, Stahlhelm, einkahers hægrisinn- aðra uppgjafaheimanna, Bismarck æskunnar, Bændasamtaka Júnkar anna og undarlegs samansafns gamalla hershöfðingja. En nazista foringinn var ekki með hugann við fundinn. Hann hafði fyrirl.itn- ingu á þessum leifum hinnar gömlu herdeildar, klæddum í lafa frakka, með topphatta á höfði og hlöðnum orðum, og hann sá, að hættulegt kunni að vera fyrir bylt ingarsinnaða hreyfingu eins og hans, að hafa of mikil samskipti við þessa menn. Hann þaut í gegn um ræðu sína á hroðvirknislegan hátt og yfirgaf samkomuna áður en Stahl'helm-fylkingin fór í'skrúð göngu sína, en honum til mikillar gremju höfðu fleiri Stahlhelm- menn mætt en S.A.-menn. Harz- burg-samtökin, sem mynduð voru þennan dag og var ætlað sam- kvæmt gömlum íhaldsstefnum að fá nazista til þess að sameinast í því að hefja lokaárás á lýðveld- ið (krafizt var, að Brúning segði þegar í stað af sér) var því and- vanafædd. Hitler hafði alls ekki hugsað sér að leika undir hjá þess um herrurn, en hann taldi, að hug ur þeirra væri grafinn í fortíð- inni, sem hann áleit ómögulegt að snúa aftur til. Hann gat hugsað sér að notfæra sér þá í augnablik inu, ef þeir gætu aðstoðað hann við að grafa undan Weimar-stjórn inni og útvegað honum, eins og þeir gerðu nýjar fjáruppsprettur. En hann vildi ekki láta þá nota sig á móti. Innan fárra daga voru Harzburg-samtökin komin fram á barm glötunar, hin ýmsu öfl inn- an þeirra börðust enn einu sinni hvort á móti öðru. Þó var eitt mál, sem sameinazt var um. Bæði Hugenberg og Hitl- er neituðu að samþykkja uppá- stungu Brúnings um, að starfstími Hindenburgs yrði framlengdur. í byrjun árs 1932 gerði kanslarinn á ný tilraunir til þess að fá þá til þess að skipta um.skoðun. Honum hafði tekizt með mi'klum erfiðleik- um að fá forsetann til þess að gegna embætti áfram enn um stund, ef þingið lengdi kjörtímabil hans og gerði honum ónauðsyn- legt að taka á sig hina erfiðu byrði kosningabaráttunnar. Nú bauð Brúning Hitler að koma tú Berl- ínar til þess að taka upp viðræður að nýju. Símskeytið kom, á meðan foringinn var á fundi með Hess og Rosenberg í ritstjórnarskrifstofum Völkischer Beobachter í Múnchen. Hitler rak skeytið upp í n.efið á þeim og hrópaði: „Nú hef ég þá í vasanum! Þeir hafa viðurkennt mig sem .þátttakanda í viðræðun- um!“ ' Hitler ræddi við Brúning og Schleicher 7. janúar, og aftur var fundur haldinn hinn 10. jan- úar. Brúning endurtók uppástungu sína um að Nazistaflokkurinn samþykkti að framlengja embætt- istímabil Hindenburgs. Yrði þetta gert, og jafnskjótt sem hann hefði kippt í lag vandamálinu með brott- fall skaðabótagreiðslanna og jöfn- uð í vopnaviðbúnaði, myndi hann sjálfur segja af sér. Sumir segja, að Brúning hafi enn komið með eitt agn, en um það hafa menn ekki getað verið sammála: Hann bauðst til þess að, stinga upp á Hitler við forsetann sem eftir- mannj sínum. Hitler gaf ekki þegar í stað á- kveðið svar. Hann fór til Keiser- hof hótelsins og ráðfærði sig við ráðgjafa sína. Gregor Strasser var hlynntur áætlun Brúnings, og hélt þvi fram, að neyddu nazistarnir stjórnina til þess að láta fara fram 69 forsetakosningar, þá yrði endir- inn sá, að Hindenburg myndi' sigra. Göbbels og Röhm studdu af- dráttarlaust, að þessu yrði hafnað. Göbbels skrifar í dagbók sína 7. janúar: „Það er ekki forsetaemb- ættið, sem máli skiptir. Brúning vill aðeins styrkja aðstöðu sína til frambúðar . . Skákin um völd- in er hafin . . . Aðalatriðið er, að við höldum áfram að vera sterkir og göngum ekki að neinni mála- miðlunartillögu“. Kvöldið áður hafði hann skrifað: „Það er einn maður innan hreyfingarinnar, sem enginn treystir. . . . Það er Gregor Strasser". Hitler sjálfur sá enga ástæðu til þess að styrkja aðstöðu Brún- ings og gefa með því lýðveldinu lengri lífdaga, en hann var skarp ari en hinn heimski Hugenberg, sem hafnaði áætluninni afdráttar- laust 12. janúar. Hann svaraði ekki kanslaranum, heldur fór beint til forsetans sjálfs, þar sem hann lýsti því yfir, að hann áliti tillögur Brúnings ekki samkvæmt stjórnarskránni, en hann myndi styðja endurkosningu Hinden- burgs, ef marskálkurinn hafnaði áætlun Brúnings. Nazistaforinginn bauðst til þess í leynilegum sam- ræðum í Kaiserhof við Otto von Meissner, hinn færa ráðherra, sem starfað hafði fyrst með sósíal- istanum Ebert og síðan hinum íhaldssama Hindenburg, og var nú byrjaður að hugsa um þriðja emb ættistímabilið með hverjum þeim manni, sem gerður yrði forseti — ef til vill jafnvel Hitler? — að styðja Hindenburg í kosningunum, ef hann losaði sig fyrst við Brún- ing, kæmi á „þjóð“-stjórn og til- kynnti, að nýjar kosningar skyldu fara fram til þingsins og sömu- leiðis prússneska þingsins. 27 og smyglað úr landi, myndu þeir ekki Skilja mig lifandi eftir. Hún sagði, að þeir myndu halda, að ég vissi of mikið um gerðir Johns og að þeir vildu ekki eiga á hættu að ég segði lögreglunni frá því. — Vitleysa, sagði Petrov. — Marsden var horfinn, hann var öruggur bak við járnjaldið og áð- ur en hann fór, hafði ha-nn ekk- ert tækifæri til að segja þér nokk urn skapaðan hlut. Sannleikurinn er sá, að hann vissi e'kkert sjálf- ur, sem verulega máli skipti, við höfðum séð um það. Skynsemi þín hefði mátt segja þér það. — Já, ég skil það núna, ságði Blanche og andvarpaði. — En ég var svo örvæntingarfull og ráð- þrota, að ég gat ekki hugsað skýrt. Og ég er ekki að gorta, þótt ég segi, að ég slóst ekki aðeins í för- ina í þeirri trú að bjarga sjálfri mér, heldur vegna barnanna. Eg vissi, að Dorothy gæti ekki hugs- að almennilega um þau. Eg grát- bað hana að Skilja þau eftir hjá mér. Og hún sagði honum, að hún hefði verið fús að giftast manni, sem hún elskaði ekki aðeins til að geta búið börnunum öruggt skjól, en Dorothy hefði gert henni ómögulegt að ná sambandi við nokkurn mann. Petrov hrukkaði ennið. — Systir þín er bjáni, sagði hann. — Það hefði verið miklu betra ef hún hefði skilið þörnin eftir í þinni umsjá. — Það er einkennilegt að heyra þig segja það, svaraði Blanehe. — Eg hélt, að þú gledd- ist yfir því að tvö ensk börn yrðu alin upp sem dyggir áhangendur þinna stjórnmálaskoðana. — En ég gleðst ekki yfir því. Fyrst allar aðstæður eru eins og núna, finnst mér það mjög slæmt. Mótorbáturinn lagðist upp að árbakkanum og menn Changs bundu hann. Petrov hoppaði í land og benti Blanche að fylgja sér. Hún hikaði, en einn Kínverj anna tók hana upp og aðstoðaði hana að komast í land. Síðan skip aði hann amah og gamla mannin- utn að koma líka og þau hlýddu andmælalaust. — Eg býst við að það sé þýðing arlaust að spyrja, hvert förinni er heitið, sagði Blanche, þegar hann tók í hönd hennar og þau lögðu af stað upp hæðina frá fljótinu. — Nei, svaraði hann stuttara- lega. — Þú ferð með mig eins og barn, tautaði hún. — Finnst þér það? Eg skal segja þér, að ég fer fallega með þig í samanburði hvað gert yrði við þig, ef þú yrðir handtekin. — Það er ljótt af þér að minna mig á það! Hún reyndi að virðast móðguð, en rödd hennar skalf ískyggilega. — Svona, Blanche, hertu þig nú upp, sagði Petrov. Hann virt- ist þreytulegur. Hann hafði ekki sofið neút síðustu tvo sólarhring- ana og hann hafði dynjandi höfuð- verk. Auk þess hafði hann áhyggj- ur af þessari skjótu vendingu, sem málin höfðu tekið. Hann hafði haldið, að Blanche væri al- veg örugg hjá Ferskjublómi, en nú kom í ljós, að hann hafði haft rangt fyrir sér. Hún hafði að vísu komizt undari, en það var fyrir einskæra heppni og það hafði dýpri áhrif á hann en hann kærði sig um að viðurkenna. Hvað hafði komið fyrir? Hvað hafði orðið til þess að hermennirnir höfðu ráðizt inn á eign Ferskjublóms? Sjálf- sagt voru þeir sendir af leynilög- reglunni, því hlaut einhver að hafa svikið þau, einhver, sem bú- settur var á landareigninni Á HÆTTUSTUND Mary Richmond Ferskjublóm hafði verið viss um, að henni væri óhætt að treysta fullkomlega þjónum sínum og að þeir hefðu alls engan áhuga á stjórnmálum. Samt sem áður hafði verið njósnað meðal þeirra og ein- hvern veginn hafði það síazt út, að Blanehe væri í húsinu. Það var mesti gallinn við núverandi stjórnarfyrirkomulag — það var aldrei hægt að treysta neinum fullkomlega. Hann reyndi að dylja tilfinningar sínar og stjórna hugs- unum sínum kaldur og rólega. Það var alltof hættulegt að hugsa svona. Margir góðir menn höfðu gert það á undan honum, og hvar voru þeir nú? Nú var aðeins um eitt að ræða — hann varð að koma henni burt úr landinu eins fljótt og mögulegt var og þangað til honum tækist það, yrði hann að finna aðrar að- ferðir til að vernda hana. Hann skildi nú, að sú staðreynd, að hann hafði gengið að eiga hana var ekki næg vernd í sjálfu sér. Rétt- ur einstaklingsins var ekki of hátt metinn í landinu og sú staðreynd, að Blanche hafði komizt undan var nóg til að dæma hana. Þeir mundu segja, að hún væri óvinur, njósnari, sem hefði notað sér gæzku systur sirinar til að komast inn í Kína. Kannski rnyndu þeir meira að segja leiða Dorothy fram sem vitni og hann var sannfærð- ur um, að Dorothy myndi ekki leggja sjálfa sig í hættu og erfið- leika U1 að bjarga systur sinni. Þeir myndu láta þá staðhæfingu Blanehe sem vind um eyru þjóta, að hún hefði staðið í þeirri trú, að förinni frá Englandi væri heit- ið til Rússlands, ekki til Kína. Hann fór að velta fyrir sér og rifja upp fyrir sér, hverjir væru valdamestir innan kínversku lög- reglunnar, og gætu hjálpað honum, ef hann greiddi þeim vel fyrir. Það væri áhættusamt, en hann skildi, að hann var tdneydd- ur að reyna. Ferðin yfir hæðótta akrana virt ist endalaus. Nú var myrkur skoll- ið á, og tunglið faldi sig bak við dökk ský. Petrov hafði lukt, en Kann vildi ekki nota hana of mik ið. Hann var sífellt á varðbergi, ef hermannalið væri í grennd. Blanehe hrasaði enn einu sinni og í þetta skipti hafði hún ekki krafta til að rísa aftur upp. — Eg get ekki meira, stundi hún, þegar hann bað hana að reyna. — Láttu mig bara eiga mig og haltu áfram. Eg vi] heldur deyja en ganga lengra. Hann stundi mæðulega, svo nam hann staðar og lyfti henni upp. Hann vissi, að það, sem hún hafði gengið í gegnum. hafði orð ið henni um megn og þessi áreynsla hafði orðið ti] að hún gafst algerlega upp. Hann hélt áfram og hélt á henni í fanginu, en braut á meðan heilann um vandamál sitt. — Eg er . . . alltof þung fyrir þig, sagði hún. — Ef þú setur mig niður núna, held ég, að ég geti gengið dálítinn spöl. — Nei, við erum næstum kom- in alla leið. Ef ég læt þig ganga núna, hrasarðu bara og snýrð þig um öklana eða eitthvað slíkt. — Fæ ég að hitta Dorothy? spurði hún. — Nei, því miður. Systir þin er ekki hér í nágrenninu og ef hún væri það, teldi ég ekki ráð- legt að þið hittuzt. Vertu ekki að biðja um þetta, Blanche, þú verð ur að gera þér Ijósa afstöðu okk- ar núna. — Eg vildi óska, að ég gæti það, sagði hún svo lágt, að hann greindi ekki hvað hún mælti. Nú komu nokkrir dökkir skugg ar í ljós framundan. Það voru nokkrir. litlir kofar og var ljós í einum þeirra Hún heyrði fótatak og tveir Kínverjar stöðvuðu Petr- ov. Þeir lýstu á andlit hans og létu hann síðan halda áfram Hann gekk í áttina til stærri kof- ans. þar sem ljös var og ýtti upp dyrunum Svo bar hann Blanche inn. Á borðinu stóð olíulampi og það an stafaði bjarminn af ljósmu og í stól við borðið sat maður og studdi hönd undir kinri. Þegar x \ 14 T í M I N N , miðvikiulaginn 17. apríl 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.