Tíminn - 17.04.1963, Side 8

Tíminn - 17.04.1963, Side 8
Um áttaleytið á páskadags- kvöldið fögnuðu hundruð Reykvík- inga flugkappa sínum, Birni Páls- syni, sjúkraflugmanni, en hann var að koma meg nýja farþegaflug vél til landsins. TF-LÓU, en þá ein- kennisstafi bar fyrsta flugvél Björns fyrir 25—30 árum. Kvöldskuggarnir voru orðnir langir, þegar þrjár flugvélar flugu með þungum gný yfir flugvallar- s.'æðið. Tvær voru sjúkraflugvél- ar Björns, en þær höfðu flogið til móts við nýju vélina, svo sem upp í Svínahraun. Þaðan fylktu svo vélarnar þrjár lið'i til Reykjavikur- flugvallar, þar sem mikill mann- fjöldi hafði safnazt saman til að fagna Bimi. TF-LÓA, nýja flugvélin Tíminn hitti Björn að máli, eft- ir að kyrrð var komin á suður á flugvelli. Sagðist honum fr'á á þessa leið: Flugvélin er tveggja hreyfla há- þekja af gerðinni Prestwick Twin Pioneer, og er smíðuð í Skotlandi. Það má í rauninni segja að þetta sé allmerkileg flugvél og óvenju- leg. Hún tekur 16 farþega og tvo ilugmenn og ineð þetta flýgur hún upp af 380 metra flugbraut í 15° lofthita, en það segir með öðrum orðum, að henni má lenda og hana má taka upp á yfir 100 merktum iendingarstöðum á ís- iandi. Vélin flýgur með 105 hnúta með alhraða eða um 190 kílómetra á irlukkustund, en minnsti flughraði er hins vegar aðeins 55 hnútar. Það' sem gerir fiugvélinni þetta kleift, er sérstök vænggerð, eða vænglag, ásamt stórum lofthemlum og sér- stökum útbúnaði. Vélin er tveggja hreyfla og er hvor um sig 340 hestöfl. Eru þetta mjögTullkomnir hreyflar og skrúf urnar eru með ísvarnartækjum. Sjálf vélin verður hins vegar ísvar- in með ísez, sem er sérstakur vökvi sem borin er á vængi og skrokk, að utan. Innréttingar eru fagrar og vandaðar, eftir því sem gerist og má nefna, að sérstakur snyrti- kiefi er í vélinni fyrir farþegana og svo geta þeir hringt í síma fram í flugmannaklefann. Vélin er búin fullkomnum blindflugs- tækjum og radiokompásum. Hún kostaði um 2,5 milljónir ísl. kr. Þjónusta við dreifbýlið Með þessari flugvél má segja, að aðstaðan hjá okkur í sjúkraflug- mu gjöi'breytist, og það' gerir hún reyndar hjá öllum almenningi úti á iandsbyggðmni, þar sem flugvell- ir eru smáir. Vélin verður í flugi til ýmissa staða, sem hafa ekki haft fastar ferðir til.þessa, eða ekki um sinn. Að minnsta kosti ekki eft ir að sjóflugi var hætt. Þessir stað ir eru Vestfirð'ir. Þ. e. Patreks- íjörður, Þmgeyri, Önundarfjörð- ur, Bolungarvík, Reykjanes og Mel- j graseyri í ísafjarðardjúpi. Þá verð | ur einnig flogig á Hellissand, Búð- ■ ardal, Stykkishólm, Blönduós, Hólmavík, Gjögur og Siglufjörð. Einnig á Vopnafjörð. Fleiri stað- ir koma einnig til álita fyrir fastar áætlunarferðir. Um flutningaþörfina á þessa staði er ekki gott að fullyrða, nema á Vestfirði eina flutti Flugfélag íslands 3000 farþega árlega, þeg- ar þag flaug þangað með sjóflug- vél. Á nýju vélinni verða tveir flug- irenn. Flugstjórinn er mjög reynd ur maður. Kristján Gunnlaugsson að nafni. Hann var hjá mér eitt ár á sjúkraflugvélinni fyrir mörguni árum. Síðan hefur hann stundað arvinnuflug fyrir útlend flugfé- lög, m. a. í Kongó og Jórdaníu. Einnig hefur hann flogið fyrir Flugfélag íslands. Hefur Kristján um 700 flugstundir að baki í at- vinnuflugi. Vænti ég mikils af ítörfum hans í framtíðinni. Fastur aðstoðarflugmaður hefur ekki enn þá verið ráðinn á vélina, en það verður gert innan skamms. Sjúkraflugið Það má segja, að þetta sé hug- mynd, sem iengi hefur verið ofar lega í huga mínum og annarra; — að fá flugvél, sem þarf stuttar flugbrautir, til farþegaflugs á minni flugvelli. Flugsamgöngur er hlutur, sem erfitt er að vera án á íslandi. Það má að vísu gera ráð fyrir, að erfitt verði að reka þetta í fyrstunni, en ég er bjarb sýr<n eins og oftast. Eg ímynda mér til dæmis, að venjulegt sjúkra f!ug minnki eitthvað. Veikt fólk mun nota sér þessar föstu ferðir, því það er auðvitað miklu ódýr- ara, en að fá sérstaka flugvél. Hins vegar verður engin breyting á sjúkrafluginu. Sjúkraflugvélarn- ar verða tilbúnar dag og nótt eins og ávallt áður. Heim um langan veg Heimflugig tókst ljómandi vel. Vélin var í Túnis og sóttí ég hana þangað. Mr. Brigth, sem flaug henni með mér hingað, var með ?lla leið þaðan til Englands, en þar voru gerðar ýmsar endurbæt- ur á vélinni. Sett í hana betri sæti snyrtiklefi o. fl. Annars var hún svo til alveg ný, því henni hafði aðeins verið flogið í 250 klst. þegar.ég fékk hana. Á heimleiðinni vorum við veð- urtepptir um hríð á Storoway-flug velli. Á heimleiðinni lentum við á Vogey í Færeyjum. Tókst það ágætlega, en þangað hyggja íslend- ingar að fljúga nú í sumar, eins og allir vita. Veðrið var hvöss norð anátt með skúrum. Við flugum í 1000 feta hæð til Færeyja, en í 1500 fetum þaðan og heim. Eg þarf ekki ag lýsa því, hversu góðar viðtökur við fengum hér, þegar við komum og þakka ég þeim fjölmörgu sem út á flug- völl komu, fyrir vináttu þeirra og áhuga fyrir nýju vélinni. í mínu starfi hefi ég ekki verið einn, sem ; betur fer, og vil ég við þetta tæki færi flytja mínar beztu þakkir til; allra, sem greitt hafa götu mína. Athyglisverð flugsýning Þegar nýja farþegaflugvélin hafði hnitað hring yfir bænum flaug hún > mjúkum boga yfir: Skerjafjörðin og lenti síðan virðu- iega á flugbrautinni. Hreyfilhljóð ið dó út og vélin stöðvaðist. En skyndilega drundi aftur í hreyflun i:m og hún rauk af stag aftur. Nú sást ljóslega hvílíkur kjörgripur þarna var á ferðinni, því hún hafði naumast farið nema fáeinar lengd ir sínar þegar hún var komin á loft og hækkaði flugið ört — næst um eins (<g þyrilvængja. Síðan lenti hún aítur og stöðvaðist fyrir framan gamla flugturninn, þar sem hundruð manna voru saman- komin.. Hin nýja flugvél Björns Páls- s<<nar mun hefja flugferðir eftir viku tíma eða svo og reglubundið Framhald á 15. síðu. FÖIX TYNIST OG / GB-Reylcjavík, 16. apríl. j Lýst var eftir tveim manneskj- um um hélgina, 14 ána telpu er verið hafði næturlangt að heiman FÉKK SÉR BAÐÍ TJÚRNINNI JG-Reykjavík, 16. apríl. Um klukkan 11 á páskadags- morgun, veittu vegfarendur því athygli, að stórvaxinn maður stakk sér í Reykjavíkurtjörn fyrir framan Oddfellowhöllina. Maður- inn hegðaði sér allundarlega, reyndi m.a. að troða höfðinu undir ísinn, en tókst ekki, þar secn vatn er varla í hné á þessum stað. Tveir menn komu aðvífandi, Ameríkumaður og íslendingur, og tókst þeim að fá manninn upp úr eftir nokkrar fortölur. Reyndist maður þessi vera farþegi hjá Loft- leiðum, en farþegahópur var ein- mitt að matast í veitingasal félags- ins í Tjarnarkaffi. Trúnaðarlæknir Loftleiða kom á vettvang. Kvaðst maðurinn þá án þess að hún léti fólk sitt vita af, og í öðru iiagi fimmtugum manni, sem ekki hafffii t'l cipurzt í hálfan mánuð. Telpan fór að heiman frá sér á páskadag, hafði ferðazt til Grinda víkur og gist í togara í Hafnar- firði um nóttina, var lýst eftir henni í útvarpinu, en lögreglan fann hana í veitingastofunni við Laugaveg 72. Maðurinn, sem lýst var eftir, heitir Finnbogi Græðir Péturs- son, oftast kallaður Bogi frá Hnífsdal, múrari og tómstunda- málari. Hann dvaldist síðast hjá kunningjum sínum í Hafnarfirði, en fór þaðan 2- apríl og ætlaði þá til Reykjavíkur... Síðan fréttu kunn- ingjar hans ekkert af honum, og var lögreglan beðin að lýsa eftir honum. Nokkru eftir að það hafði verið gert í útvarpinu í dag, komu fréttir um, að Bogi frá Hnífsdal væri við beztu heilsu úti á íslands- miðum. Hafði karl vent sínu kvæði í kross er hann kvaddi kunningja í Hafnarfirði, munstr- að sig á togarann Egil Skallagríms son og verið síðan á fiskiríi án þess að láta nokkrum vina og vandamanna berast orð þar um. bara halda, að hann væri orðinn „eitthvað skrýtinn“, eins og hann orðaði það. Eftir að hafa fengið þurr föt og róandi lyf, hélt hann áfram ferðinni yfir hafið. Maður- inn var ekki undir áhrifum á- fengis. 8 T f MIN N, miðvikudaginn 17. april 1963 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.