Alþýðublaðið - 18.02.1945, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1945, Blaðsíða 3
Sunmidagiu’ 17. fehrúar 1945 ALÞYÐUBLftÐIÐ Vikan, sem leiS VIKAN, sem leið hefir verið óvenju viðburðarík og má ekki á milli sjá, hverjar frétt irnar verður að telja mikil- vægastar, sókn Rússa, árás- ina á Japan eða loftárásirnar miklu, sem byrjuðu á þriðju dag, en virðast nú hafa hjaðn að í bili. Rússar halda áfram sókninni af gífurlegum þunga, einkum her Konievs, sem tekið hefir hverja borg- ,in af annarri í Slésíu og um- kringt Breslau með öllu, en hins vegar virðist nokkuð hlé hafa orðið á sókn Zhukovs til Berlínar, enda mun vörn Þjóðverja á Kústrinsvæðinu vera með ódæmum hörð og tefla þeir þar fram öllu því liðd, sem þeir eiga á að skipa. HER KONIEVS er kominn yfir Oder á bréiðu svæði en her Zhukovs hefir enn ekki, svo vitað sé, brotizt yfir fljótið, : sem talið er versti farartálm inn á leið hans. Það segir sig sjálft, hver áhrif það hlýtur að hafa á allan styrjaldar- rekstun Þjóðverja að missa úr höndum sér Slésíu, sem kölluð hefur verið Ruhr Austur-Þýzkalands. Sigrar Konievs hljóta að hafa hina mestu þýðingu og verða vafa laust til þess að stytta stríðið að mun. ÞAÐ ER athyglisvert við loft- árásir bandamanna úr vestri, að þær eru beinlínis sam- ræmdar aðgerðum Konievs. Dag eftir dag hafa þúsundir t amerískra og brezkra flug- véla flogið inn yfir Þýzka- land, einkum borgir í Sax- landi, sem liggja í braut Konievs. Segja Stokkhólms- fréttir, að Dresden, höfuð- borg Saxlands, sé mikið til í rús'tum, enda hefir hún orðið fyrir hverri sfórárásinni af annarri. EIGNATJÓN hlýtur að hafa orðið óskaplegt, verksmiðjur og olíuvinslustöðvar óstarf- hæfar, en það, sem ef til vill er þyngst á métunum er það, að ringulreið hefir komizt á á allt samgöngukerfið að baki víglínu Þjóðverja. Húsnæð- islaust, óttaslegið fólkið fyll ir alla vegi, járnbrautir ó- nýttar og allt þetta hlýtur að torvelda alla liðflutninga og tilfæringar Þjpðverja. Það er ekki ósennilegt, að þessar loftárásir bandamanna úr veátri eigi hvað drýgstan þáttinn í því að Koniev hefir tekizt að ná svo miklum á- t . rangri á tiltölulega skömm- um tíma. ÞAÐ virðist nær því vera orðin einhver hefð að segja, að allar loftárásir séu „hinar mestu til þessa“ eða eitthvað á þá leið. En að þessu sinni virðist þetta geta staðizt. Að vísu hafa sumar einstakar á rásir verið harðari en árásirn ar á Dresden, til dæmis á Essen, Köln og Duisburg og feiri. En aldrei hafa jafn- margar flugvélar flogið inn yfir Þýzkaland til árása á Loflárásirnar á Tokio halda áfram Bandaríkjamenn ganga á land á Bonin-eyjam, segja Japanar Corregidor aS mestu á valdi banda- manna O ANDARÍKJAMENN halda áfram árásum sín um á Tokio og nærliggjandi borgir og hafa þær nú staðið í meira en tvo sólarhringa. I gær réðust enn um 1500 flug vélar frá 15—20 flugvélaskip um á borgina. Ekki hefur orð ið vart við japanska flotann. Þá segja Japanir, að Banda ríkjamenn hafa gengið á land á Iwo-Jima á Bonin-eyjum, eru milli Japan og Marian- eyja, um 1000 km. suður af Tokio. Þetta hefur ekki feng izt staðfest í Washington. MacArthur tilkynnti í gær- kveldi, að Bandarikjam'enn væru komnir á land á Corregi dor-ey utan við Manila og hefðu þegar náð á sitt vuld öllum helztu varnarstöðvum þar. Risafloti bandamanna er enn á sveimi undan Japansströnd- um og enn eru gerðar heiftar- legar árásir á Tokio og Joko- hama, hafnarborg hennar. Mikl ir eldar eru sagðir loga 'í Tok- io og Jokohama og fjöldi flug- véla hefur verið eyðilagður á flugvöllum. Lítið er um varnir af hálfu japanskra flugvéla, en skothrið úr loftvarnahyssum er sögð mjög hörð. í flota þessum er mikill fjöldi flugvélaskipa, orrustuskip, beitiskip og fjöl- margir tundurspillar. Brezk flotadeild mun taka þátt í hern aðaraðgerðum þessum. Japanar hafa hvað eftir ann að tilkynnt, að Bandarikjamenn hafi gengið á land á Iwo-Jima sem eru um það bil miðja vegu mjilli Marian-eyja og Japan þó nær Japan. Bandamenn hafa ekki staðfest þessar fregnir, en segja hins vegar frá því, að orr ustu- og beitiskip hafi tvívegis skotið á strandviríú þar af fall byssum sínum. Búizt var við í gærkveldi, að lokaáhlaup yrði hafið á þær sveitir Japana, sem enn verjast í Manila. Höfðu Japönum verið settir úrslitakostir og gefnar fjórar klukkustundir til þess að leyfa óbréyttum borgurum að hverfa á brott. Japan Á kortinu sjást nokkrar helztu borgir Japan: Tokio, höfuðborgin með hafnarborginni Jokohama. Þar er þéttbýlt mjög og mun íbúatala þessara tveggja borga vera urn 7 milljónir manna. Þá sést iðnaðarborgin Nogoya, sem oft hefir orðið fyrir hörðum loft- árásum og hafnar- og skipasmíðaborgin Kobe. Austurvígstöðvarnar £ Hersvaifir Konievs eru nú 40 km frá landamærum Saiisnás Þjó&verfar gera gagnáhiaup í Pommern og Dónárdainum RÚSSAR halda áfram sókninni víðast hvar á austurvígstöðv- unum, en virðast þó ekki fara eins hratt yfir og áður. Við Bunzlau í Slésíu sækir her Konievs fram og er nú um 40 km frá landamærum Saxlands en 90 km frá Dresden, höfuðborg Sax- lands. Þjóðverjar segjást hafa yfirgefið Sagan, en Rússar hafa ekki staðfest þá frétt. Þjóðverjar gera hörð gagnáhlaup í Pomm- ern og í Dónárdalnum til þess að hindra sókn Rússa til Bratislava og Vínarborgar. i Stalin tilkynni i gær,- að her- sveitir Tscherniakovskys nyrzt á nyrztu vígstöðvunum hefðu ■tekið tvær ramlega víggirtar borgir um 50 km austur af Elbing í Austur-Prússlandi og | mikið herfang. einum og sama sólarhring. 3500 flugvélar dag eftir dag hljóta að valda óskaplegu tjóni og má telja víst, að loft árásir Þjóðverja á London og fleiri brezkar borgir haust ið og veturinn 1940—41 sé barnaleikur einn á móts við það, sem nú er að gerast. Enda er það svo þessa dag- ana að maður má varla opna fyrir útvarpið og hlusta á Þýzkaland án þess að 'heira aðvaranir um, að óvinaflug- | vélar séu yfir Þýzkalandi. LOKS MÁ fara nærri um það, hver áhrif árásir þessar hljóta að hafa á taugakerfi almennings, sem orðinn er langþreyttur á sífelldum o- sigrum og hættur að leggja. trúnað á „upplýsingar“ Göbb els og er nú loks farinn að efast um, að forsjónin hafi gætt Hitler hinum miklu her stjórnarhæfileikum, sem svo oft hefir verið gumað af. Rokossovsky sækir fram 1 á breiðu svæði fyrir sunnan her Tscherniakovskys og mun nú vera um 80 km frá Danzig, en brautin milli Danzig og Stettin hefir verið rofin, eins og áður hefir verið getið. í bardögun- um í Pommern hafa Þjóðverjar misst um 8000 manns fallna en um 2000 voru teknir höndum. Her Zhukovs hefir hrundið mörgum skæðum gagnáhlaup- um Þjóðverja suður af Star- gard. Þjóðverjar verjast enn í Poznan (Posen) en hafa nú að- eins kastalann gamla á valdi sínu. Rússar tqku þar 600 fanga í bardögunum ,í fyrradag. í sumum fregnum segir, að Rússar hafi brotizt inn í út- hverfi Breslau, en Rússar hafa ekki sagt neitt um það. Hins Tíðindalausf af veslur- vígslöðvunum |LH NN er sama þófið á vestur- vígstöðvunum og hefir víg staðan ekkert breytzt svo telj andi sé undanfarinn sólarhring. “Bretar og Kanadamenn hafa rofið þjóðveginn við Goch og sækja nú að þeirri borg, en fara hægt yfir. Þriðji her Bandaríkjamanna, sem Patton stjórnar hefir sótt fram tæpan kílómetra, en flug- lið bandamanna hefir lítið get- að haft sig í frammi vegna óveð urs. Tiíkynnt er í London, að Typ hoon-orrustu-flugvélar hafi nú yerið búnar nýjum sprengjum, sem valda miklum usla. Eru Það 26 sprengjur saman í einni stórri sprengju. Dreifast spregj urnar er niður kemur og valda miklu tjóni á stóru svæði. Um 350 amerískar sprengju- flugvélar, varðar 150 orrustu- flugvélum, réðust , gær á Frank furt við Main, en flugvélar frá Ítalíu réðust á ýmsar stöðvar Þjóðvei'ja í Austurríki. Benes fer heim ■jT| R. BENES flutti ræðu til þjóðar sinnar í Lundúnaút varpið í gær og sagði, að það væri í síðasta skipti, sem hann rvarpaði Tékka á þeim vett- yangi. Kvaðst hann vera í þann veiginn að hvera heim og myndi fara um Rússland. Sagði hann, að ný stjórn yrði mynduð strax og heim kæmi, skipuð mönnum úr öllum flokkum. Dr. Subasic, forsætisráð- herra Júgóslava er kominn til Belgrad. í viðtali við fréttarit- ara þar lét hann meðal annars svo um mælt, að Churehill væri mikill vinur Júgóslava, en að baki honum væri allt brezka heimsveldið. Mýff alþjéðasamband verkalýðsins VERKALÝÐSRÁÐSTEFN- UNNI í London lauk í gær. Áður samþykkti ráðstefnan, að setja á stofn nýtt alþjóðasam- band vérkamanna. Hefur nefnd verið sett á laggirnar, sem á að fjalla um , fyrirkomulag hins væntanlega sambands og hefir nefndin aðsetur í París. Síðar á árinu mun ráðstefnan aftur koma saman og ganga endan- lega frá fyrirkomulagi þessa nýja sambands. vegar hafa þeir gersamlega um kringt Breslau og og liggur borg in undir stórskötahríð þeirra. Suðaustur af Berlín tefla ÞÞjóðverjar fram miklu skrið- drekaliði en Rússar hafa hrund ið öllum gágnáhlaupum þeirra. Við Guben éru Rússar komnir að ánni Neisse á löngum kafla, en þeir munu þó ekki hafa brot izt yfir hana, enn sem komið er. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.