Alþýðublaðið - 18.02.1945, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.02.1945, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐID Þar sem sóknin byrjaði Frá Ástralíú byrjaði hin mikla sókn Bandaríkjamanna gegn Jap- önum, sem nú hefir breiðst út allt norður að Japanseyjum sjálfum. Myndin er af amerískum hermönnum á einni af aðalgötum Sidney, stœrstu borgarinnar í Ástralíu. Viðtal við Guðmund Jónsson söngvara HVAÐ SEGJAHIN BLÖÐIN7 Frh. aí 4. síðu. Út af tali og blaðaskrifum kommúnista um hækkun olíu- verðsins skrifar Tíminn á föstu daginn: „Kommúnistar hæla sér af því meðal smáútvegsmanna, að þeir hafi viljað haga hinni nýorðnu verðhækkun á hráolíu og taenzíni þannig, að hráolían hækkaði tveim ur aurum minna, en benzín tveim ur aurum meira. Segja þeir, að þannig hefði aukinn gróði olíufé- laganna af benzínsölunni, getað jáfnað hallann, sem orðið hefði af olíusölunni. Þegar betur er að gætt, mun smáútvegsbændum verða ljóst, að kommúnistar voru hér fyrst og fremst að hugsa um eigin hags- muni. Þeir eiga olíufyrirtæki, sem nefnist Nafta. Þetta fyrirtæki yerzlar eingöngu með benzín hér í bænum. Kommúnistar vildu að Nafta fengi að græða tveimur aur um meira á hverjum benzínlítra. Það hefði orðið hreinn gróði hjá Nafta jþótt hin olíufélögin hefðu orðið að verja þessum gróða til að jafna með hallann á olíusöl- unni! Þeir kunría það', vissulega vel, kommúnistamir, að þykjast vera að vinna fyrir aðra, þegar þeir eru fyrst og fremst að hlúa að eigin gróða og bitlingum,“ Já, það er alltaf þægilegra, að geta brugðið einhverri grímu hugsjónarinnar og umhyggj- unnar fyrir öðrum yfir eigin peningagræðgi. Harry Hopkins... Frh. af 5. y,íO+* óþægiieg áíhriif á þá, sem vilja, að allt .gaijgi sinn vanagang eins og í venjuiegri isikrifstofu mennsku. Þetta raskar þó síður en svo ró forsetans, þar sem hann er elkikert sérlega mikið fyrir skriíffinBbu oig vanagang sjóilfur. Höpkins er samt sem áður engin liðlskja. Hann hefur sínar eigin huigmyndir og þrá kelikni, ag heftur oft áhrif á á- kivarðanir forsetans. Til dæmis er talið, að Höpkins hafi átt drjúgan þátt í, að Stettinius var skipaður utannilkisráðiherra oig núverandi aðsitoðarmenn hans fengu emhætti sín. Hioipkms á marga vini meðal Stettiniús, — Tiorrestal, — og Harrimiann — fjöiákyldnanna í Niew Yorlk, en þær eru aflar efnaðar, oig fiestír þessarra manna hafa nú miikiivæigum sitörfum að gegma í þáigu stjórn- •arinnar. En samt reynir hann síðiur en svo að trana s'ér fram, uimfraim viljia fórsetafms og sam þykikis hans. Forsetinn getur verið þrár, og þeigar hann er í þvií skapimu, lætur Hopkins nið ur falila mótibárur sínar og hagar sér í fullu samræmi við vilja forsetans. Áður fyrr vann Hopkims át- jián stundir á dag í Hivíta hús inu, einfoum fynst eftir árásina á Parl Har- bour, en veigma áhrifa þriðju kionu sinnar £er bamn sér nú öllu róðlíeigar. Hún var áður fyrr tízkiu-ritstjóri við tímaritið „Herper's Bazaar“ Harri Hop- kins hefðl haft mikil áhriff á gang málanna í Bandartíikjunum undanfarin ár og má vera hreyk inn af starfi slínu. Davfð Sfeiánssofl Frh. af 2. síðu. einn forystumanna til þess að hvetja sig ,og eggja. Þá ias Davíð upp kvæðin: „Höfðingi smiðjunnar11, „4-nd- varp“, „Þorsteinn dómundur“, „Sódóma“ og „Hallfreður vand ræðaskáld“. Eftir að skáldið hafði lesið þessi kvæði léku þeir Björn Ó1 . afsson og Árni Kristjánsson á j fiðlú og flygel, en að því loknu las Davíð upp: „Kveðið um fuglana“, en það kvæði flutti skáldið í fyrsta sinn í veizlu Leikfélagsins. Ennfremur las Davíð upp „Líkið í fjorunni“, ,,Á dökkum miðum“, Fáðu mér beinið mitt, Gunna“, „Messalína", „Ég sigli í haust“. Með því kvæði átti upplestr- inum að Ijúka, en áheyrendur hylltu skáldið svo ábaft að það las upp tvö kvæði til viðbótar: „Konan, sem kyndir ofninn minn“, og síðan nýtt kvæði, sem heitir „Dögun“. Frh. af 4. síðu. svo margir bölva í sand og ösku. Það er að segja, sandrok- ið, eða moldrokið < er ekki eins skemmtilegt, en annars-------“ — Hvað hefir þú sungið oft hér síðan þú komst heim frá Ameríku? „Ég hef sungið 13 sinnum einn, þrisvar sinnum með Tón- listarfélaginu svo og með Pétri Jónssyni, fyrir utan skemmtan- ir og á fundum.“ ’— Ætlar þú ekki að halda hljómleika áður en þú ferð? „Jú, núna í vikunni /hef ég hugsað mér að halda kveðju- hljómleika. — Nú, en svo kem ég vitanlega aftur.“ Svo fer ég að spyrja Guð- mund um framtíðarfyrirætlan- ir hans, hvað hann muni ætla að taka sér fyrir hendur á næst unni. — Ég býst við að verða um tvö ár í viðbót við söngnám og ætla þá jafnframt að leggja stund á það, sem nauðsynlegt er til þess að geta sungið í óperum. Maður þarf að læra að minnsta kosti hrafl í ítölsku, þýzku og frönsku og að sjálf- sögðu framlburð í þessum mál- um.“ Svo spjöllum við saman góða stund um heima og geima, unz unz forvitnin og fréttamennsk an fær yfirhöndina og ég spyr: Hvar finnst þér nú einginlega bezt að syngja, Guðmundur? „í Reykjavík11, svarar hann. „Þó má ekki skilja það þannig að ég hafi ekki hlotið góðar móttökur úti á landi. Síður en svo. En hér er ég fæddur og hér finnst mér, að fólkið skilji mig bezt og ég skilji það bezt. Yfir leitt vildi ég segja það, að ég átti aldrei von á svo góðum við- tökum hér sem orðið hafa. Ég 'held, að það sé óvíða í heimin- um, að svo miklu leyti, sem ég þekki til, að fólk sé jafngott ,,publikum“ og hér. Og fyrir það þykir mér sérstaklega gaman að syngja fyrir Reykvík inga. Ekki'af því, að ég vilji ekki gagnrýni, því hún er mér mjög kærkomin, en vinaiihugur og stemning, sem jafnan ríkir hér, er mér ógleymanleg.“ Og svo spyr ég Guðmund: Hefir ekkert spaugilegt komið fyrir þig á söngvarabrautinni? „Ég veit ekki, en 'þó var það dálítið skrítið þegar ég. söng einu sinni í listamannaklúbb í Santa Ana í Kalforníu. Ég átti að syngja ítalska aríu. Ég byrj- aði og mundi fyrstu línuna, en svo hafði ég steingleymt öllu hinu enda þótt ég hefði kunnað alla ar'íuna áður. Ég tók það til bragðs að syngja ýmis ítölsk orð, sem ég hafði lært, gersam lega . samhengislaust. En þetta virtist ágætt, því ég fékk hól dagiinn eftir í blöðum og var vakin at'hygli á því, hve vel ég bæri fram ítölsku. Geta má næi-ri, að þeir, sem viðstaddir voru, voru ekki neinir ítölsku- hestar. Annars hlustar fólk yf- irleitt meira á músikina, tón- ana sjálfa, en minna á orðin sjálf.“ Mér finnst þegar hér er kom- ið sögu, að ég hafi haldið Guð- mundi nógu lengi „upp á snakki“ eins og sagt er og fer að týgja mig. En að endingu segi ég svona: — Hvar vildir þú helzt búa, ef þú ættir völ á dvalarstað og hefðir nóg af öllu? „í vesturbænum í ,Reykja- vík,“ segir Guðmundur og bros ir. „Hér vildi ég helzt geta lifað og starfað, því hér á ég heima, hvað sen annars úr öllu verð- ur.“ Svo kveðjumst við að sinni, en þó aðeins í bráð, vona ég. Guðmundur Jónsson er ein af þeim sjaldfundnu perlum, sem við höfum ekki ráð á að kasta á glæ. Hann hefir allt til að bera til að gera garðinn fræg- an, eða öllu heldur frægari en hann var. Hann hefir hlotið þá rödd í vöggugjöf, sem aðeins örfáir menn geta vænzt að öðl- azt. Hann ’hefir líka prúðmann- lega og drengilega framkomu, sem ávallt mun verða honum til góðs, hversu 'hátt, sem hann kann að komast í listamanns- stiganum. Hann mun jafnan, að ég held, verða sami drengur- inn, sami Reykvíkingurinn sem vdð öll dáum í dag. Það mUn ó- hætt, að öðru óbreyttu, að spá honum glæsilegri listamanns- braut enda munu þeir verða margir, sem óska honum góðs gengis, þegar hann hverfur aft- ur til frekari náms og frama. Thorolf Smith. « • Um ávarpshettt kvenna EG vil þakka Hallgrími Jóús syni fyrir grein þá, er hann, ritaði í Alþýðublaðið 28. jan. s. 1., um ávarpstitil kvenna. Ég vona að grein þessi hvetji kon- ur til þess að fylkja sér um til- lögur jDær, er þar umgetur. Það er lítt skiljanlegt, hvers vegna konum geti ekki dugað eitt á- i/arpsheiti, eins og körlum. Ég tek eindregið undir þá tillögu, er fram kemur í grein Hall- gríms, að allar konur, yngri sem eldri, ógiftar sem giftar, séu ávarpaðar með sama titlin- um, og sé það „frú“. Mjög oft er verið í vafa um, hvernig ávarpa beri ókunnar konur. Ég segi ekki að það valdi beint móðgun, þó að ó- jgift kona sé kölluð ,,frú“, eða' ung gift kona ,,ungfrú“ eða ,.fröken“, en óviðkunnanlegt er, að það skuli hending ein ráða, hvort hitt er á það rétta. En að- alatriðið í þessu máli er, að það skuli eiga sér stað, að konur skuli vera flokkaðar með alls konar titlum eftir því, hvar þær búa í landinu og eftir ýmsum kringumstæðum þeirra. Slíkt er ekki vansalaust. Flvers vegna er, til dæmis, hús- freyjan í sveitinni aðgreind frá húsfreyjunni í kaupstöðunum? Og er ekki nokkuð hjákátlegt, að ávarpa háaldraða konu með ávarpsheitinu ,,fröken“ eða „ung frú“? Þeir titlar eru óneitan- lega í hugum manna bundnir við ungar konur. Þá vildi ég í sambandi við þetta minnast á annað atriði, sem mér finnst ekki síður þurfi að vekja máls á, og það er ó- viðkunnanlegur ósiður hjá mörgum, sem bæði í ræðu og riti ávarpa fólk' með því að segja „menn og konur“. Mér finnst að í þessu felist ójafnrétti kynjanna, því'að vissulega nefn ast bæði kynin sameiginlega „maður“ og ,,menn“. Ég tel, að slík ávörp eigi að vera „karlar og konur“, eða „konur og karl- ar“, svo sem óneitanlega marg ir segja, þótt þeir séu hlutfalls lega fátir. Mér finnst þetta á- varp, „menn og konur“, vera mjög ósmekklegt og óviðkunn- anlegt, og tel að það' eigi ekki að hévrast þar sem til er anpað ávarp, bæði fallegra og réttara. Ég vona, að ekki líði á löngu, þar til hætt er að flokka konur með alls konar ávarpstitlum, og' að allar konur séu ávarpaðar ,,frú“' og einnig, að þeir ræðu menn, sem vanið hafa sig á aqj segja „menn og konur“, þegar þeir ávarpa fólk, noti ávarpið „karlar og konur“, éða — og Snnmidagur 17. febrúar 1945 Þsgar þeir sáu hana seinasl Þannig sáu hermennirnir ., í einni af hersveitum Kyrrahafs- styrjaldarinnar amerísku leik- konuna Helen Walker seinast, þegar þeir voru» að leggja af stað frá Kaliforníu. Hún. hafði klifrað upp á háa húsgrind til þess að geta fylgt þeim' eftir með augunum svo lengi sem - unmt væri. Merkjasaia Kvenna- deildar Slysavarnar félagsins er í dag T DAG, fyrsta dag góu, efnir Kvennadeild Slysavarnarfé- lags íslands til f jársöfnunar fyr ir starfsemi sína. Verða merki Slysavarnafélagsins seld á göt- um bæjarins og ennfremur verða skemmtanir í kvöld að Hótel Borg og Oddfellow, og rennur allur ágóðinn af þeim til Slysavarnarfélagsins. Því málefni er ávalt vel borg ið, sem konurnar taka sameig- inlega öflugan þátt í, en svo er um málefni slysavarnanna á ís landi. Kvennadeild Slysavarnafél- agsins í Reykjavík hefir valið konudaginn að sínum boðunar- degi og gefst Reykvíkingum þá kostur á ’því að sýna hug sinn til þessa mikilsverða málefni og þá einnig kvennanna, með því að kaupa meri og st.uðla að sölu þeirra. Engum sem hugleiðir stað- hætti hér, blandast hugur um, að aukinna slysavarna við strendur landsins er full þörf og þá jafnframt að þær kosta mikið fé. Konunum er þetta ljóst, því leggja þær sjálfar ótrauðar út til borgaranna í Reykjavík í dag, senda unglingana eða börn in sín með beirri von og vissu að þeim verði vel tekið nú sem fyrr. Kaupið merki Kvennadeild- arinnar er boðun konudagsins, en hann er f dag. þó öllu heldur — „konur og karlar*. I G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.