Alþýðublaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 1
UmtateefBl Forystugreln í dag: Sunðmót í gær kvöldi. blaðsins í dag: Öryggið í Ioftinu. marz 1947. Konur og börn fluff frá Palesffnn. Bretar fyrirskipuðu Palestínu. Hér sjást fyrir nokkru brottflutning kvenna og barna af enskum ættum frá konur og börn frá Jerúsalem við komuna til Victoria stöðvarinnar í London NiÖursfaðan verður afdrifarík fyrir framffð Ausiurríkis. UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórveldanna áttu í gær í hörðum deilum um eignir Þjóðverja í Austurríki, og getur framtíð Austurríkis að miklu leyti oltið á úrslitum deilu þessarar. Það mun almennt samkomulag um, að allar eingir Þjóðverja í landinu skuli gera upptækar og ganga til Bandamanna sem stríðsskaðabætur, en það sem deilt er um, er hvað teljast skuli þýzkar eignir. Rússar handfaká þýzka sfúdonfa í Berlín. „EF BANDAJVIENN hefðu farið eins með Hitler og þeir nú fara með Þjóðverja, hefði nazisminn aldrei orðið að alþjóða vandamáli11, sagði dr. Kurt Schumacher, leið- togi þýzkra jafnaðarmanna nýlega. í gær samþykktu fulltrúar flokks hans og iann arra lýðræðisflokka í bæjar stjórn Berlínarborgar að fara fram á rannsókn á hand tökum stúdenta og æskulýðs lleiðtoga á hernámssvæði Rússa í Berlín. Kommúnist- ar voru á móti því, að nokk ur slík rannsókn færi fram, en staðfesting hefur þegar fengizt á því, að þessar hamd tökur hafi átt sér stað. Miklir mótmælafundir hafa undanfarið verið haldn j Frakkar hailda því fram, og Bretland og Bandaríkin munu styðja þá skoðun, að ekklii beri að telja það til þýzkra eigna, sem nazista- stjórnin sölsaði undir sig með valdi eftir að hún dhn- limaði Austurrík í Þýzka- land. Rússar vilja hins vegar telja allt þýzkar eginiir, sem í stríðslok tiiilheyrðu nazist- um. Ef svo væri farið að og allt slíkt . teldð sem stríðs- skaðabætur, mundi Austur- ríki sennilega standa svo snautt á eftir, að því yrði erfiitt að komast af sem sjálf- stætt ríki. Bidault hélt aðallega uppi vörnum fyriir stefnu vestur- veldanna, þótt þeir Marshall og Bevtiin tækju einnig til máls. Marshall skýrði frá því, að grundvallarstefna Bandaríkjanna í þessu máli væri sú, að tryggja beri Austurríkismönnum frelsi og möguleika til sæmiilegrar af- komu. DR. GRUBER VONGÓÐUR Utanríkisráðherra Austur- ríkismanna, dr. Karl Gruber, er nú staddur í Moskvu. Hann gekk í gær á fund Molo tovs og ræddi við hann mál- efnlii Austurríkis. Sagði hann við blaðamenn eftir fundinn, að hann væri vongóður um að takast mundi að ganga frá friðarsamningum við Austur ríki á fundi utanríkisráð- herranna. ir í Ruhrhéruðunum gegn matvælaskortinum í Þýzka- iliandi. Hafa verið haldnir fjöl mennir fundir utan við bygg ingar herstjórnar Breta. Brezkur embættismaður Framhald á 2. síðu. Bidault, utanríkisráðherra Frakka, lagði í gær fram til- lögu, sem gekk í þá átt er stefnu hans hefur hér verið lýst. Urðu um hana alimiklar umræður, og kom Molotov fram með breytingartillögu, sem hafði gerbreyt-t efni frönsku tillögunnar. Sundmót KR í gærkvöldi: Per Oloff OEsson sigraði glæsilega í báðum greinum Tvö ný islandsmet setft á mótin'o. . —-------»------- SÆNSKI SUNDKAPPINN, PER OLOF OLSSON sigr- aði glæsilega í báðum þeim greinum, sem hann keppti í á sundmóti K.R. í gærkvöldi, og átti mikilli hrifningu áhorf- enda að fagna. Af íslendingunum, sem við hann kepptu varði Ari Guðmundsson næstur Olsson í 100 metra skriðsundinu á mettíma sínum, en Sigurður Þingeyjingur í 100 metra bringusundinu, og setti hann nýtt, glæsilegt met á þeirri vegarlengd. Ólafur Guðmundsson, Í.R. setti nýtt met í 50 metra baksundi. Úrslit og afrek í einstök-' um greinum urðu iþessi: 100 metra skriðsund karla: 1. Per Olaf Olsson 58,5 sek. 2. Ari Guðmundsson, Æ, 1:01,5 mín. 3. Rafn Sigurvinsson, KR. 1:09,6 mln. Ari,synti á mettíma sínum og vann Dósaverksmiðjubik arinn í þriðja sinn i röð og þar með til fullrar eignar. 100 metra bringusund karla: •1. Per Olaf Olsson 1:13,4 min. 2. Sigurður Jónsson, U. M. S. Þ. 1:17,7 mín. 3. Sigurður Jónsson, KR. 1:19,7 míin. Afrek Sigurðar Þingmr- ings er nýtt, glæsilegt Is- landsmet. Fyrra metið, sem hann átti sjálfur, var 1:18,7 mín. Sigurður vann Heklu- bikarinn í annað sinn í röð. 50 metra baksund karla: 1. Ólafur Guðmundsson, ÍR. 34,9 sek. 2. Guðmundur Ingólfsson, ÍR. 35,7 sek. 3. Halldór Bachmann, Æ, 38,6 sek. Afrek Ólafs er nýtt ís- landsmet. Fyrra metið, sem Jónas Halldórsson átti, var 35,0 sek. 200 m. bringusund kvenna: 1. Gyða Stefánsdóttir, KR, 3:39,5 min. 2. Liljia Auðunnsdóttir, Æ, 3;39,5 mín. 3. Anna Ólafsdóttir, Á, 3:41,0 mín. 50 m. skriðsund drengja vann Helgi Jakobsson, ÍR. 50 m. bringusund drengja Georg Franklínsspn, Æ, og 4x100 metra boðsund sveit Ægis. TRYGVE LIE lagði i gær af stað frá New York áleið- is til Kaupmamiahafnar, en þaðan mun hann fara til Oslo. Hann hefur sagt svo frá, að Palestínumálið yrði sennilega rætt af sameinuðu þjóðunum, og hann örvænti alls ekki um lausn á því. BREZKA STÓRBLAÐIÐ „News Cronicle“ birti í gær þá fregn, að Attlee mundl innan skamms endurskipu- leggja ráðuneyti sitt, og iþá fyrst og fremst flytja Ernest Bevin úr utanríkisráðherra. embættinu í hið nýja emb- ætti framleiðsluráðherra, er tilkynnt hefur verjð, aS stofnað verði innan skamms. Segir í fregninni, að Herbert Morrison rnuni eiga að taka við utanríkisráðuneytinu. Engin staðfesting hefur hefur hlotizt á fregn þgssari. Hin nýja staða, sem Bevin. er sagður eiga að takast á hendur, var opinberlega til- kynnt í neðri deildinni fyr- ir nokkru. Júgóslavar biðja j Breta um hjálp. j JÚGÖSLAVAR HAFA | beðið Breta um hjálp [ vegna matvælaskorts þar j í landi, og hefur fregn j þessi vakið nokkra fui’ðu j víða um heim. Júgóslavar j kvarta mikið um matar- I skort sinn, en þó hafa j menn þar í landi jafn j mikinn matarskammt og j verkamenn meiri en í j Bretlandi, sem þeir biðja ! nú um hjálp. Auk þessa j hefur svo júgóslavneska j stjómin ráð á því að halda j uppi 600.000 manna her, j sem þykir heldur mikið j fyrir svo lítið land, meðan j stjórn þess hefur ekki ráð 1 á að kaupa matvæli fyrir j borgara sína. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.