Alþýðublaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.03.1947, Blaðsíða 8
WT Veðurhorfur í Reykjavík í dag: NorSaustanátt, bjart- viðri. Heldur lygnandi. Föstudagur, 28. marz 1947. OtvarniS 28.30 TJtvarpsSagan. 21.40 Ljóðaþáttur. MILLI 75 og 80 manns hafa þegar pantað flugferðir með American Overseas Airlines bæði til Norðurlanda og Bandaríkjanna, um það bil er síðustu gestir flugfélagsins koma aftur til líandsins úr fyrstu flugferðunum. Sex Sky- masterflgvélar korrha nú við á Keflavíkurflugvellinum í viku hverri, þrjár á austurleið og þrjár á vesturleið. ' • Það hefur komið flestum á óvart, hversu mikil eftir- spurn er eftir flugferðum með AOA hér á íslandi Mest er pantað af farmiðum tii Kaupmannahafnar og Oslo, en eirunig töluvert vestur á bóginn, til dæmis til Kali- •forníu og til baka, til Las Vegas og fleiri staða, sem eru hálft hnattflug frá Reykjavík. GESTIR KOMA HEIM Flaggskip Kaupmannahöfn kom hingað klukkan fjögur í fyrrinótt og með vélinni gestir þeir, sem flugfélagið bauð til Bandaríkjanna, rit- stjórarnir Þórarinn Þórarins- son, Kristján Guðlaugsson og Jón Magnússon, Gunnlaug- ur Pétursson deildarstjóri, Gunnlaugur Þórðarson for- setaritari, Sigurður Ólafsson fulltrúi og Sigurður Bjarna- son alþingismaður. Höfðu iþeir verið á New York og Washington í hinu bezta yf- irlæti, sátu þar veizlur og skoðuðu stórborgirnar. Flestir af íslendingum þeim, sem flugfélagið bauð hingað frá Bandaríkjunum, áttu að fara I gærkveldi. Eru það þau Thor Thors sendi- herra og frú, Hugh Cumming á 5:04 sek. og 3. Magnús og frú, en mokkuð af gestum Björnsson, Reykjavik, á 5;06 var áður farið vestur. sek. SIGI.FI I’ÐIN GUIíINN JÓNAS ÁSGEIRSSON varð í gær íslandsmeistari í bruni. Var þetta síðasti liður skiða- mótsins og fór keppnin fram uppi í Borgarfirði eins og ráðgert hafði verið. Brautin, sem var 500 metra há, byrj- aði við svonefndan Svarta- tind og endaði við Árdal. Var vegarlengdin fyrir A- floklt 3 kílómetrar, en B- flokk noltkru styttri. Úrslit i keppninni urðu isem hér segir, i A-flokki: 1. Jómas Ásgeirsson, Siglufirði, á 4:3Q sek., 2. Jóhann Sæ- anundsson, Sigluf., á 4,36 sek.} 3. Ásgrímur Stefáns- son, Siglufirði, á 4:38 sek. mg 4. 'Jóh. Jóipson, Stranda- usýslu, á 4:56 sek. í B-flokki varð fyrstur Þor ; steinn Þórðarson, Siglufirði, á 4:31 sek., 2. Ingibergur Hallgrímsson, Strandasýslu, Ágúsf Þórarinsson kaupmaÓuríSfykk- ÁGÚST ÞÓRARINSSON, ifyrrverandi kaupmaður i Stykkishólmi, andaðist i •fyrrinótt, 84 ára að aldri. Ágúst stjórnaði Tangs- verzlun í Stykkishólmi* um 50 ára skeið. Einnig fékkst hann nokkuð við útgerð og gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir kauptúnið og sýsluna. Ágúst var bróðir séra Áma Þórarinssonar frá Stóra- hrauni og þeirra systkina Búnaðarþingfnu lýkur i dag. BÚNAÐARÞINGIÐ hefur nú staðið yfir um mánaðar- r Vestur-lslendingar styrkja efnilegustu listamenn sína. ÍSLENZK-KANADISKA FÉLAGIÐ i Winnipeg hefur nýlega stofnað sjóð til styrkt ar efnilegum vestur-islenzk um listamönnum, og var þegar veittur úr honum fyrsti styrkurinn. Hlaut hann Snjólaug Sigurðsson, hinn efnilegi píanóleikari i Winnipeg. Var styrkurinn, sem henni hlotnaðist, 1200 dollarar og mun hún fara til New York til framhalds- náms i píanóleik. tíma, eða frá því 27. febrú- ar. í dag mun þingið ljúka störfum. í gær ræddi þingið afurða verðið og ýmis fleiri mál. Landsflokkaglíman fer fram- í kvöld kl. 9 í íþróttahúsinu við Hálogaland, eins og getið var í blaðinu í gær. Alls keppa þar 19 glímumenn; meðal þeirra Guðmundur Ágústsson glímukóngur ís- Fellur hann í kvöld, eða fær hann sigur? Bílstjórar aka fram- hjá slösuðu fólkl. ASvörun frá S3ysa- varnafélaginu. Viborholsteinsverksmiðjan í Kópa- o vogi býr fii um 800 holsfeina á dag. -----------------«------ Ráðgert er að setja upp aðra sííka yerk- smiðiu á Akureyri næsta sumar* ÞAÐ hefur tvívegis komið fyrir á þessu ári, að reynt hefur verið að stöðva bíla til að fá hjálp fyrir slasað fólk, en bílstjórar hafa ekki sinnt þessu og ekið franihjá hver af öðrum. Vegna þessarra at- vika hefur Slysavamafélagið séð ástæðu til þess að biðja alla ökumenn að stoppa, þar sem um slíkt getur verið að ræða. Fyrra atvikið kom fyrír í Hvalfixði snemma á árinu. Olíubíll ók út af veginum og annar maðurinn, sem í hon um var, slasaðist illa. Hinn reyndi að veifa til tveggja bíla, sem óku framhjá, en þeir sinntu honum ekki, og að endingu varð hann að bera hinn særða mann bæjarleið á bakinu. Seinna atvikið kom fyrir í Öskjublíðinni fyrir nokkru. Lítil telpa datt á reiðhjóli og meiddist nokkuð. Lá hún þar grátandi, er mann bar að, og reyndi hann að stöðva vöru- bíl, seni ók framhjá, Enginn þeirra sinnti honum þó hið minnsta. Slysavarnafélagið bendir mönnum á, að þurfi þeir að stöðva bifreið af fyrrgreind- um ástæðum, skuli þeir veifa báðum höndum í kross yfir höfði sér, og helzt hafa vasa- klút eða trefil í höndum. Jafnframt biður félagið öku- menn að 'líta á þetta sem hjálparkall. NÝTT IJÐUVER er fyrir skömmu tekið til starfa við Fífuhvamm í Kóuavogi, er það holsteinsverksmiðjan Vibor h.f. Verksmiðja þessi hóf starfrækslu á síðastliðnu sumri, og eru afköst hennar um 750 til 800 steinar á dag. Ráðgert er að á næsta sumri verði komið upp útibúi frá verksnaiðj- unni, á Akureyri. Vibrosholsteinn er búinn til úr sandi, sementi og vatni og er við framkvæmd ina fylgt ákveðnu hlutfalli milli þessara efna. í 100 steina eru notuð 165 kíló af sementi. Steypan er vélhrist cg er á þann hátt hægt að komast af með minna vatn en eila. í vélum þeim, sem fyrirtækið hefur fengið, er hægt tað framleiða hæði hol- stein og heilstein. Hver steinn af vibroholsteini kost ar 2,00 kr. og þar mjög litla viðbótar einangrun innan á veggina, þegar um íbúðar hússbyggingar er að ræða. Talið er að einangrun þessa holsteins sé 25—75% hetri, borið saman við aðra hol- steypusteina. Burðarþol steinsims á að vera 50 kíló á centimeter, en það samsvarar tiföldu ör- yggi í venjulegum burðiar- vegg tvílyfts húss. Ennþá thefur þó ekki fengizt sam- iþykkt byggingarnefndar fyr ir iþví, að byggja nema einm ar hæðar hús úr vibrohol- steini. í vibroverksmiðju þeirri, sem komið hefur verið upp í Kópavogi, vinna aðeins 3 menn auk verkstjórans, Ósk ars Magnússonar, og verða afköstin 750—800 steinar á dag. Þegar steinninn kemur úr vélunum, er honum rennt inn í gufuklefa, og þar er hann hertur í 1—2 sólar- hringa, en eftir það er hon- um ekið út undir bert loft og látinn harðna þar í hálf- an mánuð, þar til hann er af- hentur, og á hann þá að vera búinn að ná nægilegum styrk leika. Eitt stórhýsi hefur þegar verið byggt. úr 'þessum vi- brosteini hér á landi; er það hraðfrystihús í Grindavík. Og mun það vera eina húsið sem byiggt hefur verið á síð asta ári, sem byggingarkostn aðurinn hefur farið niður úr áætlun. Áætlað var að hrað frystihúsið myndi kosta um '270 þúsund krónur, en kostn aðurinn mun hafa orðið nokkru minini. í hús þetta fóru um 1000 til 1100 steinar. Fyrirmyndin fyrir, verk- smiðju þessari er sænsk, en þar í landi eru 64 slíkar verksmiðjur. Hefur Evrópu- hjálpm sænska gefið tvær slíkar verksmiðjur til Aust- urríkis, en þar vinna þær úr múrsteinum rústanna í Vín, Verið að taka á móti vibro- steinum, úr vélinni, sem þjappar og mótar holsteihinn og er áætlað að byggja þar 2000 íbúðarhús úr vibro- steini, sem unnin hefur ver ið úr múrsteini. í gær skoðuðu fréttamefnn vibroverksmiðjuna undir leiðsögn Arnar Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Sagði hann, að vonir stæðu til. að með þessari framleiðslu, væri unint að skapa ódýrt og var- anlegt byggingarefni, og gæti það út af fyrir sig orð- ið einn þátturinn í því að út rýma 'því húsnæðisleysi, sem nú er hér í höfuðborg- inni. Ennfremur gat hann þess, að í ráði væri að koma slíkri verksmiðju á fót á Ak- ureyri á næsta sumri. Söluumþoð fyrir vibroverk smiðjuna hefur H. Bene- diktsson & Co. Fyrirlestur Rousseaus um Portúgal. FRANSKI sendikecnnarinn André Rousseau flytur fyrir lestur á frönsku í háskólan- um um Portúgal í kvöld kl. 6 í fyrstu kennslustofu. Sendikennarinn, sem dvald- ist fvrir skömmu um eins árs skeið í Portúgal, mun draga upp myndir úr þjóð- lífi Portúgalsmanna qg lýsa þjóðinni eins og hún kom honum fyrir sjónir. Skugga- myndir fylgja fyrirlestrin- um, og auk þess mun áheyr endum gefast kostur á að heyra portúgölsk þjóðlög af hljómplötum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.