Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 1
Veðurhorfur: Ausían- eða suðausíangola. Þokuloft og dálítil rigning við ströndina. Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera blaðið til fastra kaupenda* sxxvn. árg. Miðvikudagur 22. okt. 1947 246. tbl. tmr Péir sigruðu Myndin sýnir Marshall og Austin, sem báru fram tillögu Bandaríkj anna um nýja Balkannefnd. r ■ liffagan m nyja samþykkf í New York Aðeins itiissaF Seppríki þesrra sögðy nei, NerðyrlÖEid @g Arabaríkin sátu Si]á. ------------------------«.-------- TILLAGA BANDARÍKJANNA um kosningu nýrrar Balkannefndar með því hlutverki að vaka yfir friðinum við norðurlandamæri Grikklands var samþykkt á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna í New York í gærkveldi með 40 atkvæð- um gegn 6; en 11 sátu hjá. Gegn tillögunni greiddu atkvæði aðeins Rússland og lepp- ríki þeirra í Austur-Evrópu. En meðal þeirra ríkja, er sátu hjá, voru Norðurlönd og Arabaríkin, að því er fregnir frá London í gærkveldi hermdu. Allsherj arþingið hafði rætt tillögu Bandaríkjanna í tvo daga, áður en gengið var til atkvæða og urðu umræður mjög harðar. Mæltu þeir Vishinski og dr. Lange, full- trúar Rússa og Pólverja, á rnóti tillögunni og báru fram gagntillögu um að skylda Bretland til að verða burt með allan her úr Grikk- landi fyrir áramót og kjósa nefnd til að hafa eftirlit með fjárhagslegri hjálp Banda- ríkjanna við Grikkland. Dr. Evatt, fulltrúi Ástra- Iíu var einn þeirra síðustu er töluðu, og benti á, að Rússar væru ekki eins ákafir, að verða burt með her sinn úr Júgóslavíu og Búlgaríu, eins Fcamhald a 7. síðn. a a( | B 3 r Stefrl fiðkksrnir jaku fylgi siff, en komm únisfar o§ vinsfri flokkurinn föpuSu FULLNA.ÐAKÚRSLIT bæjar- og' sveitarstjórn- arkosninganna, sem fram fóru í Noregi á mánudaginn, •voru ekki orðin kunn, er síðustu fréttir bárust af taln- ingu atkvæða í gærkveldi. En fullséð þótti þá, að Al- þýðuflckkurfnn hefði aftur fengið fleiri sæti í bæj- ar- og sveitarstiórnum landsins en allir aðrir flokkar til samans. Fylgi hans v-irtist *vera svipað og síðast er kosið var —, atkvæðatalan þó nokkrumeiri; hins veg- ar virtust hægri flokkurinn og bændaflokkurinn hafa unnið allmikið á, en vinstri flckkurinn og kcmmúnist- ar tapað stórkostlega. Er síðast bárust fréttir af talnmgunni í gærkveldi, — úrslit voru þá ókunn í Osló, — hafði Alþýðuflokkurinn 2683 fulltrúa kjörna (síðast í sömu kjördæmum 2767), bænda- flokkurinn 554 (402), hægri flokkurinn 546 (345), komm- únistaflokkurinn 462 (560), kristilegi þjóðflokkurinn 455 (423) og vinstri flokkurinn 205 (569). í fregn frá Kaupmanna- höfn í gær var sagt , að aldrei hefði neinna bæjarstjórnar- og sveitarstjórnarkosninga í Noregi verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu og þess ara. Allir flokkar hefðu ver- ið sammála um það, að kosn ingarnar yrðu stórpólitískar, og orðuðu borgaraflokkarnir það þannig, að Alþýðuflokk urinn ætlaði sér að gera þær að kosningum með eða móti jafnaðarmannastjórn Einars Gerhardsens. Kosningabaráttan bar og svip af þessu, segir í fregn- inni frá Kaupmannahöfn. Atfflee boðar áframhaldandi á Bretlands Og takmörkun á stöðvunarvaldi lávarða deildarinnar gegn löggjöf, sem sam- þykkt er af neðri málstofunni. --------♦--------- BREZKA ÞINGIÐ var sett við liátíðlega athöfn í gær, þar sem Georg konungur og Elísahet drottning voru bæði við- stödd, og auk þeirra Eh'sabet prinsessa, og er það í fyrsta sinn, sem hún er viðstödd slíka athöfn. Er ‘konungur ‘hafði flutt há- sætisræðuna, gerði Attlee for- sætisráðherra þinginu ýtar- Borgaraflokkarnir réðust á stef nu j af naðarmannast j órn arinnar, hinn aukna áætlun- arbúskap og ríkiseftirlit með atvinnulífinu og beindu öll- um skeytum sínum gegn Al- þýðuflokknum, sem alls stað ar stóð einn og óháður í kosn ingabaráttunni. En það, sem vakti enn þá meiri athygli, var að komm- únistar tóku þátt í herferð borgaraflokkanna gegn Al- þýðuflokknum; aðeins sögðu þeir samtímis því, að borgara flokkarnir réðust á bann fyr ir sósíalistíska stefnu og stjórnaráðstafanir, að Alþýðu flokkurinn hefði svikið sósí- alismann! Þátttaka í kosningunum var um 77% og er það all miklu meira en við síðustu bæjar og sveitarstjórnar- kosningar í Noregi. Kjörsókn í Osló nam meira að segja 81%. Veður var mjög gott í Suð ur-Noregi á kjördaginn, en regn var í Þrændalögum og svo mikill vöxtur í ám, að kjósendur áttu þar víða erf- itt með að komast á kjörstað. FREGNIR FRÁ KAIRO í gærkveldi hermdu, að 561 maður hafi dáið úr kólerunni á Egiptalandi síðasta sólar- lega grein fyrh’ stjómarfrum- vörpunum, sem lögð verðafhring; hafi.þá samtals 3200 Framh. á 7. síðu. dáið úr pestinni. Umtalsefnið: Sveitar- og bæjarstjóma- kosningarnar í Noregi. Forustugrein: Það, sem komúnistar stefna að. Einar Gerhardsen, forsætisráðherra norsku j afnaðarmannast j órnarinnar Hánu fékk i2 sseti af 90 S FaHsE CHARLES DE GAULLE hershöfðingi, sigurvegarinn í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum á Frakklandi, tilkynnti í gær, að hann myndi birta í dag yfirlýsingu í tilefni af kosningasigri flokks síns og varðandi þá stefnu, er flokkurinn ætlaði sér að fylgja. Nánari fregnir hafa nú bor izt af kosningaúrslitunum á Framhald á 7. síðu. Vísitalan hefur hækkað um 13 stig í október. VÍSITALA framfærslu- kostnaðarins í yfirstand- andi mánuði, október, er 325 stig samkvæmt út- reikningi hagstofunnar og kauplagsnefndar, eða 13 stigum hærri en í septem- ber, en þá var vísitalan 312 stig. Stafar hækkun þessi meðal annars af því, að niðurgreiðsla á kartöflu- verði var minnkuð í mán- uðinum, mikil hækkun varð á. mjólk og mjólkur- afurðum, og einnig á fatn aði og ýmsum fleiri grein- um. Verð á kjöti er þó greitt niður úr ríkissjóði eins og áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.