Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. okt. 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ t: Bærinn í dag. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörzlu hefur lyfjabúð- inn Iðunn, sími 1911. Ljósatími öskutækja er frá kl. 17,15 til 7,10 að morgni. — Bifreiðarstjórar, sem aka bifreið, svo og hjólreiða- menn, skulu gefa merki, er þeir breyta stefnu, nema staðar eða draga verulega úr ferð. Skulu bifreiðarstjórar rétta þá hönd sína, sem nær er miðju bifreið- arinnar, til hægri eða vinstri, eftir því til hvorrar handar þe'ir ætla að beygja, og með því að rétta sömu hönd- upp, ef þeir ætla að beygja eða stöðva. (Lögreglusamþ. Rv.) Hinn 14.,október .1947 var Eiríki Leifssyni veitt við- urkenning sem ræðismanni , Finnlands í Reykjavík. Samkvæmt tilkynningu norska sendiráðsins í Reykja vík, dags. 7. þ. m., hefur Hans Christian Boehlke sendiráðsrit ari verið settur sendifulltrúi til bráðabirgða vegna fjarveru norska sendiherrans. Dýraverndarinn, 5. tölublað þessa árgangs, er komið út, og flytur meðal ann- þetta.efni: Sagan af Koll, eftir Emil Tómasson, Tvær fyrir- myndar forustuær, Tjóðraða lambið, Spóla litla, Góðar skepnúr, íslenzkur hestur legg- ur út á Ermarsund, og fleira. Tímaritið Víðsjá, júlí-ágúst heftið, er komið út fyrir nokkru og flytur margar fróðlegar greinar og frásagnir. Sunnudaginn 26. október n. k. verður hin árlega hlutavelta Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands haldinn í Reykjavík. Félagskonur eru vinsamlega beðnar að koma munum til hlutaveltu nefndarinar eða í skrifstofu félagsins í Hafnar- húsinu. Tundurdufl gerð óvirk. Samkvæmt skýrslu til Skipa útgerðár ríkisins frá Skarp- héðni Gíslasyni í Hornafirði hefur hann í septembermánuði s. 1. gert óvirk tvö segulmögn- uð brezk tundurdufl þar eystra. Annað í Álftafirði, hitt á Skeið arársandi. Fréttir frá Í.S.Í. NÝLEGA hefur stjórn í. S. í. gert svofellda ályktun: „Keppnisrétt með sambands félögum ÍSÍ hafa þeir útlend ingar. sem dvalið hafa hér á landi í samfleytt sex mán- uði. Það skilvrði er þó sett, að viðkomandi íþróttamaður verður að hafa skriflegt keppnisleyfi frá félagi sínu og viðkomandi íþróttasam- bandi síns lands.“ Axel Andrésson, sendi- kennari ÍSÍ, hefur lokið handknattleiks- og knatt- spyrnunámskeiði hjá íþrótta félaginu Höfrung á Þingeyri. Nemendur þar voru 66. Áxel er nú við knattspyrnu- kennslu í Ólafsfirði. Þing F.I.N.A. 1947 var háð í Monaco. Á þinginu mætti Erlingur Pálsson sem full- trúi ÍSÍ. íþróttasamband ís- lands hefur verið í F.I.N.A. síðan 1936. ÍSÍ hefur gefið þessum mönnum silfurbikara með á- letrun, til minningar um í- þróttaafrek þeirra 1947: Finnbirni Þorvaldssyni (ÍR), Hauki Clausen (ÍR). Óskari Jónssyni (ÍR) fyrir hlaupa- afrek þeirra á Norðurlönd- um, og Sigurði Jónssyni (KR) fyrir það að hann komst í úrslit í sundmótinu í Monaco, þar sem 16 þjóðir sendu sundkappa sína. Ákveðið hefur verið að stofna norrænt _ sundsam- band og hefur ÍSÍ verið boð- ið að gjörast meðstofnandi að því. Stofnfundurinn verð ur haldinn í Helsingfors 1949. ÍSÍ hefur ákveðið að gerast aðili að sambandinu. íþróttasambandi fslands hefur borizt veggskjöldur frá framkvæmdanefnd nor- rænu landskeppninnar í frjálsum íþróttum 1947, sem fram fór í Stokkhólmi. Nýlega hefur Sigurður Skúlason ritstjóri, Reykja- vík, gerzt ævifélagi ÍSÍ. og eru þeir nú 330 að tölu. Hafnargerðin Akra- nesi. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, AKRANESI. í SUMAR var unnið að hafnargerðinni á Akranesi, búizt við að takast mundi að sökkva einu steinsteypukeri. Var lokið við hvort tveggja, að sökkva og ganga frá mal- arlegi á væntanlegu sæti kersins. Einnig var lokið við að steypa á kerið, það sem mögulegt var, áður en því yrði sökkt, en veðráttan í'* sumar kom í veg fyrir að þetta tækizt. í fyrsta lagi tafði veðráttan mjög fyrir framgangi verksins, og svo, þegar undirbúningi var lok- ið, komu ekki 2—3 svo mikl- ir logndagar í röð, að takast mætti að sökkva kerinu, en til þess verður sjór að vera algjörlega sléttur og kyrr. Um mánaðarmótin septem ber og október var það ráð tekið að sökkva kerinu á slétt an sand, svo nærri landi, að ekki flæddi yfir það, og í því trausti, aci takast megi að dæla úr því sjónum í vor og sökkva því þá á hinum fyrir hugaða stað, til lengingar á hafnargarðinum. Og senni- lega heppnast þetta, ef þungi þess þrýstir ekki steinum, sem undir því kunna að vera upp úr sandinum, er það stendur á, en þá gætu þeir sprengt göt á botn þess. Eiginmaður minn, Gunniaugur Eiríksson, andaðist að heimili sínu, Kambsvegi 7 hér í bænum, sunnudaginn 19. þ. m. F. h. aðstandenda. Filippía Jónsdóttir. Þing F.F.S.Í. (Frh. af 3. síðu.) samboðin megi heita fullvalda rí'ki. Enn fremur voru sam- þykktar víðtækar tillögur um nýsköpun 1 sjávarútvegsins, skólamál sjómanna, útvarp á stuttbylgjum og fréttasending- ar til skipa. 11. hverfi Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur heldur spila- og fræðslu- fund á fimmtudagskvöld kl. 8,30 stundvíslega í húsi Alþýðubrauðgerðar- innar. Á fundinum verður sam eiginleg kaffidrykkja, Ein ar Magnússon kennari les upp og Friðfinnur Ólafs- son viðskiptafræðingur flytur erindi. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur spil. Lesið Alþýðubíaðið - Skemmtanir dagsins - U> Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Hættulegir fé- lagar“. James Graig, Signe Hasso, Edmund Gwenn. Sýn- ing kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ: „Anna og Síams- konungur11. Irene Dunne. Rex Harrison. Linda Darnell. — Sýnd kl. 9. „Gönguför í sól- skini“. Dana Andrew, Ric- hard Conte. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ: „Töfraboginn“. Stewart Granger, Phyllis Calvert, Jean Kent. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLIBÍÓ: „Vér dönsum og syngjum". — Evelyn Keyes, Keeman Wynn. Sýnd kl. 7 og 9. „Öskubuska". Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÖ: „Útlagar“. Eve- lyn Keyes, Willard Parker, Larry Parks. Sýnd kl. 7 og 9. BÆJARBÍÓ: „Gilda“. Rita Hayvord, Glenn Ford. Sýnd kl. 7 og 9. Leikhúsið: „BLÚNDUR OG BLÁSÝRA.“ Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó kl. 8. síðd. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐIN G ABÚÐ: Dans- hljómsveit frá kl. 9—11.30. HÓTEL BORG: Klassisk tónlist kí. 9—11.30 síðd. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Dans- leikur II.S.V. kl. 10 síðd. TJARNARCAFÉ: Danshljóm- sveit frá kl. 9—11.30. Úfvarpið: 21.30 Útvarpssagan: „Daníel og hirðmenn háns“ eftir John Steinbeck, XII (Karl ísfeld ritstjóri). 21.00 Tónleikar: Norðurlanda- söngmenn (plötur). 21.15 Erindi: Eskifjörður á 19. öld (Ásmundur Helga- son frá Bjargi. — Þulur flytur). 21.40 Tónleikar: Consertino Pastorale eftir Ireland. 22.00 Fréttir. 22.05 Harmonikulög (plötur). HANNES Á HORNINU. Frh. af 4. síðu- hún selur svo á svörtum mark- aði. „ÞAÐ LIGGUR í AUGUM UPPI að fólk mun yfirleitt kom ast að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa lesið þetta bréf að stúlka þessi muni vinna hjá sendiráði Bandaríkjanna, því auðveldast mun vera að fá nylon-sokka í ameríku, en til þess þarf doll- ara.“ „ÉG UNDIRRITUÐ vinn hjá sendiráði Bandaríkjanna, ásamt fjórum öðrum íslendingum. Ekkert okkar hefur fyrr né síð ar fengið svo mikið sem krónu virði af kaupi okkar greitt í er- lendri mynt. Þær eru teljandi þær íslenzku stúlkur sem vinna hjá erlendum sendisveitum hér í Reykjavík. ÞEGAR BLÖÐIN BIRTA sög ur eins og þá sem ofangreinir, án þess að nefna nokkurt nafn, hlýtur það að verða til þess að margar þeirra verði meira eða J minna fyrir röngum getsökum. Þess vegna skora ég á þig Hannes minn, að afla þér frek- ari upplýsinga um þetta mál. Ég skora á þig að fá uppgefið nafn þessara stúlku, sem á að hafa grætt þúsundir á ólöglegri sölu nylon-sokka, svo að hún geti sannað sakleysi sitt ef sag- an skyldi vera tilhæfulaust slúður, sem ég álít hana vera.“ EIGENDUR greiðasölustaða haf snúið sér til mín og sagt mér, að þeir fái ekki nema ör- lítið af mjólk til sölu í sjopp- um“ sínum. Annars eru þeir ákaflega óánægðir yfir því, að ég skuli kalla þessa greiðasölu- staði .þeirra „sjoppur“. Þeir sekja til dæmis, að þar sem um 100 manns borði, fáist ekki nema 25 lítrar af mjólk. Ég híef fengið fleiri en eitt bréf þess efnist að mjólk sé seld til drykkjar á þessum stöðum. Þessu mótmæla eigendurnir. Hannes á horninu. Attlee boðar... • (Frh. af 1. síðu.) fyrir þingið að þessu sinni. Sagði hann að fyrirhuguð væri þjóðnýting gasframleiðsl unnar og nokkurs hluta járn- og stáliðnaðarins; en hingað til hefur nokkur vafi verið talinn á því, hvort brezka stjórnin réðist í þjóðnýtingu járn- og stáliðnaðarins á þessu þin*gi. Þá skýrði Attlee frá því, að stjórnin fyrix'hugaði að tak- marka* á þessu þingi mögu- leika lávarðadeildarinnar til þess að tefja lög, sem sam- þykkt hafa verið af hinni þjóðkjörnu neðri málstofu. Hingað til hefur lávarðadeild- in getað tafið öll lög neðri málstofunnar nema fjárlög í tvö ár, en héðan í frá á stöðv- unarvald hennar ekki að gilda nema í eitt ár. (Er Attlee skýrði frá þessu, kallaði Ohurchill fram í fyrir 'honum og kallaði slíkt jdirgang.) Attlee gerði einnig grein fyrir ráðstöfunum stjórnarinn- ar til þess að sigrast á hinum efnahagslegu vandræðum brezku þjóðarinnar, minntist í því sambandi á Marshall- hjálpina, en lagði áherzlu á að Bretar yrðu að rétta við þjóðarbúskap sinn af eigin rammleik. Forsætisráðherrann lét í ljós miklar áhyggjur út af hinni vaxandi sundrungu með Rússlandi og Vesturveldunum og þeim afleiðingum, sem hún hefði þegar haft fyrir banda- la*g hinna sameinuðu þjóða. Skipafréttir Brúarfoss fór frá Leith í gær til Amsterdam. Lagarfoss kom til Stykkishólms í gær á norð- urleið. Selfoss lestar timhur í Svíþjóð til Bretlands. Fjallfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Leith. Reykjafoss er á Siglu- firði. Salmon Knot er í New York. True Knot fór frá Reykja vík 18. þ. m. til New York. Resistance fór frá Reykjavík 17. þ. m. til Hull. Lyngaa kom til Hamborgar 20. þ. m. frá Reykja vík. Horsa fer í dag frá Ant- werpen til Hull. Skogholt kom til Gautaborgar 19. þ. m. frá Hull. Frakkland Framhald af 1. síðu. Frakklandi og sýna þær, að sigur de Gaulle er jafnvel enn meiri en ætlað var í gær. Hefur flokkur hans hlotið 41% allra grsiddra atkvæða, kommúnistar 29%, jafnaðar- menn 19% og flokkur Bi- daults ekki nema 10%. í hinni nýju bæjarstjórn í París, sem 90 manns eiga sæti í, hefur flokkur de Gaulle fengið 52 sæti, komm únistar 25, jafnaðarmenn 8 og flokkur Bidaults ekki n.ema 5. Nýja Balkannefndin Framhald af 1. síðu og þeir væru að heimta allan brezkan her burt úr Grikk- landi. Varð Vishinsky svara- fátt við þessari athugasemd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.