Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 4
i ALÞÝÐUBUUMÐ Miövikudagur 22. okt. 1947 ■ Útgefandi: Alþýðuflokknrinn. Bitstjóri: Stefáa Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjómarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan -h.f. Það, sem kommún- isfar sfefna að. ÞEGAR menn síðar rneir minnast þess moldviðris, sem kommúnistar hér á landi hafa þyrlað upp í sambandi við Keflavíkurflugvöllinn og samming okkar um hann við Bandaríkin, þá mun það . á- reiðanlega þykja furðu sæta, að nokkur maður utan hins sanntrúaða Moskvusafnaðar skuli nokkru sinni hafa látið glepjast af annarri eins hræsni. * Þessi flokkur, sem í bægslagangi sínum út'af flug vallarsamningnum hefur þóízt vera öllum flokkum þjóðlegri og raunar einn þess um kominn að tala fyr- ir hönd íslenzku þjóðarinnar, er margstaðinn að því, að vera erindreki erlends valds hér á landi, enda deild í al- þjóðasamsærisfélagsskap, sem heldur uppi njósnum hvarvetna um heim fyrir á- kveðið stórveldi og viimur að því að korna öðrum löndum undir ok þess. Þessu til rökstuðnings þarf ekki nema að minna á það hlutverk, sem kommún- istaflokkar Póllands, Rúm- eníu, Búlgaríu, Júgóslavíu, Albaníu og Ungverjalands hafa leikið eftir stríðið. í öll um þessum löndum hafa þeir svikið ættjörð sína í hendur erlendu stórveldi og gerzt opinberir leppir þess. Og að því sama stefna þeir, svo sem öllum má Ijóst vera, í Tékkóslóvakíu og Finn- landi. Hitt er mönnum enn ekki nœgilega vel ljóst, og ætti þó hver heilvita maður að geta ráðið í það af líkum, að land- ráðafyrirætlanir kommúnista séu ekki aðeins bundin við þau lönd, sem nú þegar hafa verið nefnd. Hvarvetna sitja þeir á svikráðum við.ættjörð sína og svífast einskis til þess að gera hana á einn eða annan hátt að undirlægju og verkfæri þess stórveldis, sem þeir hafa sjálfir selt sig! * Eða hafa menn gleymt eina kommúnistaþingmanninum í Kanada, sem varð uppvís að hernjósnum í landi sínu fyr- ir Rússland? Hafa menn gleymt því, að norski. komm únistaflokkurinn greiddi at- kvæði með því í stórþinginu, að Norðmenn féllust á kröf- ur Rússlands um herstöðvar á Svalbarða? Hafa nienn gleymt því, að íslenzkir kommúnistar hlupu upp til Hver veitti honum gialdeyrisleyfi? — Nokkur orð um það, sem ekki má eiga sér síað. — Fólkið fylgir þeim, sem eru samkvæmir sjálfum sér, fyrirlítur hina. — Sendisveitarstarfsstúlka skrif- ar mér bréf og er reið. — Mjólkin á „sjoppunum“. ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI að sakast um orðinn hlut, en öll höfum við Iifað fyrir efni fram og þjóð in líka sem heild á styrjaldarár- unum. Ef maður vill vera sann- gjarn, þá verður að viðurkenna, að þetta er ekki óeðlilegt. Við höfðum svo lengi verið í kreppu og það er sjálfsagt að alla langi til að rétta sig úr kútnum, ef þeir geta. — En nú eru þessir íímar liðnir og forusta þjóðar- innar sýnir okkur fram á, að nú verði að stinga við fótum. Þess er krafizt að við spörum og spörum-og vörur eru skammtað ar og allir skynsamir menn segja: „Gott og vel. Skömmtun er sjálfsögð og það þá fyrr hefði verið. Við skulum gjarna taka þátt í öllu, sem miðar að því að skapa þjóðinni nýtt ör- yggi-“ spyrja. Hver veitir Helga Guð- mundssyni bankastjóra Útvegs bankans leyfi til gjaldeyris til ferðalaga út um lönd? Hann er farinn og fólk með honum og sagt er að ferðalag hans standi lengi og víða 'eigi að reisa. Hvernig stendur á þessu? ÞAÐ GETUR VEL VERIÐ að einstaka mönnum þyki hart að gengið, að nefnd séu nöfn ein- stakra manna í sambandi við þetta, og ég viðu.rkenni að svo er. En það er nauðsynlegt að gera það. Ráðamönnum lands- ins verður að vera það ljóst, að það er mjög falskur tónn í öll- um ráðstöfunum þeirra til sparn aðar á gjaldeyri verður fylgt fast, en í þessu sem öðru verður eitt að ganga yfir alla. VIÐ SAMÞYKKJUM aldrei EN ÞAÐ ÞÝÐIR EKKI að heimta sparnað af mér, ef ná- granni minn getur leyít sér taumlausa eyðslu á því sem þjóðina vantar. Það þýðir ekki að héimta af verkamönnum að þeir spari vinnuskó, káffi eða annað, ef ,,heldri“ menn fá að ríða gandreið um löndin —, já, land úr landi, og eyða og spenna dýrmætum gjaldeyri. Betra væri þá að auka gjaldeyr inn til námsmannanna sem nú svelta hálfu hungri úti í lönd- um, og eru að verða af því einu, þjóð sinni til skammar. — En þetta er látið viðgangast. VIÐ FÁUM gjaldeyrisleyfi einstaka sinnum. Við förum með það í Landsbankann eða til að leysa vandræði manna, en hönd ur þeirra eru bundnar. Gjaldeyr irinn er ekki til. Fjölda margir verða að bíða vikum og jafn- vel mánuðum saman eftir að fá gjaldeyri afgreiddan, sem þeir hafa þá fengið leyfi fyrir hjá viðskiptanefnd. En má ég lúxusferðalög á þessum tímum. Við fordæmum þau. Þeir einu, sem eiga að fá gjaldeyri, eru . þeir sem fara í markaðserind- um, námsmenn og fulltrúar okk ar á alþjóðlegar ráðstefnur. En þeir eiga að vera eins fáir og mögulegt er. Það var alveg nóg fyrir okkur að senda einn full- trúa alþingis á þing sameinuðu þjóðanna ásamt sendiherra okk ar í Washington. í dag læt ég útrætt um þetta. En ég kem að því aftur. INGIBJGRG GUÐMUNDS- DÓTTIR skrifar: Kæri Hannes á horninu. í dag, þann 18. október, birtir þú í dálk þínum bréf, þar sem þess er getið að „stúlka, sem vinnur hjá erlendu sendisveit hér, og fær eitthvað af kaupi sínu greitt í erlendri mynt hefur þúsundir upp úr því að láta sjó liða á einhverju leiguskipi Eim skipafélagsins kaupa fyrir sig 'nylonsokka og þess háttar, sem I Framhald § 7. síðu. Stokkseyringafélagið í Reykjavík. Skemmfifusidur félagsins verður í Tjarnarcafé fimmtudaginn 23. þ. m. klukkan 8,30 stundvíslega. Kjartan Ó. Bjarnason hefur frumsýningu á nýrri Heklumynd frá fyrsta degi gossins í eðlilegum liíum ásamt öðrum skemmtiatriðum. Skemmtinef ndin. Árnasonar, Hverfisgötu 37 og Sturlaugi Jóns- syni, stórkaupmanni, Hafnarstræti 15. Félagar mega taka með sér gesti. Aðgöngumiðar seldir hjá Verzlun Ámunda Flugferðir alla mánudaga til Oslóar og Stokkhólms. Alla miðvikudaga og föstudaga til Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Upplýsing- ar og farmiðasala G. HELGÁSON & MELSTED H.F. Sími 1644. 'heldur aðalfund miðvikudaginn 22. okt. kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Vetrarstarfið. 3. Ræða. 4. Kvikmynd frá Hafnarfirði. FJolmenniS! Sfjórnin handa og fóta og vildu láta ísland, vopnlaust land, segja Þýzkalandi og Japan stríð á hendur, þegar Rússland fór fram á það stuttu fyrir stríðs lokin? Og hafa menn að end- ingu gleymt því, að fyrir að- eins örfáum dögum er búið að birta útdrætti úr fundar- gerðum utanríkismáíanefnd ar alþingis, sem ekki skilja eftir neinn efa um það, að fulltrúi kommúnista þar lít- ur á sig sem útsendan agent Rússlands, en ekki sem kjör- inn trúnaðarmann íslenzku þjóðarinnar? Á þetta er aðeins minnt hér til þess að lýsa ofurlítið inn í myrkvið þeirrar hreyf- ingar og þess flokks, sem hér hjá okkur þykist þess um komínn, að brigzla öðrum um landráð og landsölu í sam bandi við samning okkar við Bandaríkin um Keflavíkur- flugvöllinn. Það þarf svo sem ekki að fara í neinar grafgötur til þess að leita að orsök þess íjandskapar, sem kommún- istar sýna Keflavíkursamn- ingnum. Einnig hennar er að leita í þjónkun þeirra við Rússland. Þeir vilja spilla allri vinsamlegri sambúð okkar við Bandaríkin, og við lýðræðisríkin yfirleitt, til þess að við eigum að endingu ekki annað að venda en í út breiddan náðarfaðm Rúss- lands, þar sem við eigum samkvæmt hinu kommún- istíska prógrammi fyrr eða síðar að lenda, á sama hátt 'og Júgóslavía Titos og Búlg- aría Dimitrovs. Þess vegna er allur þessi bægslagangur um Keflavíkurflugvöllinn. Augiýsið í Aiþýðublaðinu Alþýðublaðið vantar fulíorðið fólk og unglinga til blaðburðar í þessi hverfi: Seltjarnarnes Kleppsholt. Hringhraut TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA, Alþýðublaðið. Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.