Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. okt. 1947 ALÞYÐUBLAÐIÐ Margt er nú til í matinn. Lundi, Norðlenzk saltsíld, Ný faxasíld, Nýtt hrefnukjöt, Hákarl og harðir þörskhausar, Ný Iúða, Frosinn sjóbirtingur, Urvals saltfiskur í 25 kg. pökkum. FISKBÚÐIN, Hverfisg. 123. Sími 1456. Hafliði Baldvinsson. Minningarspjöld Jóns Baldvinssonar for- seta fást á eftirtöldum stöð um: Skrifstofu Alþýðu- flokksins. Skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavíkur. Skrifstofu V.K.F. Fram- sókn, Alþýðubrauðgerð, Laugav. 61 ,í Verzlun Valdi mars Long, Hafnarf. og hjá Sveinbirni Oddssyni, Akra nesi. Minningarspjöld Barna- spifalasjóos Hringsins eru afgreidd í Verzlun Augustu Svendsen. i Aðalstræti 12 og f i Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. Púsnlngasandur. Fínn og grófur skelja- sandur. Möl. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Kirkjuvegi 16. Hafnar- firði. — Sími 9199. Kaupum tuskur Baldursgötu 30. Félagslíf Sjóslysið í Olafsvík 11. sept. 1947. Lárus Sveinsson f. 19. mars 1919 Sigurður Sveinss. f. 7. nóv. 1923 Magnús Jóhannss. f. 28. júní ‘21 Sigurður, Magnús, Lárus ARNESIN G AFEL AGIÐ I REYKJAVÍK. Spila- og kynningarkvöld verður í Tj-arnasrlundi í kvöld klukkan 8,30.’ STJÓRNIN. reioi AlþýðublaSið HVÍ stynur þú sær út við ströndu, þegar stormur er genginn sinn veg, og varpar svo aumlega öndu, þó að aldan sé lágreist og treg? Iðrar þig vá þinna Verka og vilt kannske sættast á ný, er höndin þín stórvirka, sterka storkin er bióðvatni í? Hví tókstu formanninn frækna frá oss og tvo aðra menn, — fullhuga framfarasækna, frjálslynda og djarfa í senn? Sástu’ ei hver stoð, trausí cg stytta í stórvirkjum öllum þar fór, fyrr en að hafði þá hitta hrammur þinn banvænn og stór? Vissirðu ei vonanna fjölda, er vina og unnendafans bundu við hreinlynda hölda, um hagsæld.til sjós bæði og lands, — og sorg þá, er ofsi þinn mundi okkar í fámennri sveit valda? Já, Víkin öll stundi, er voðann á djúpinu leit. Er héldum við hnípnir og fáir heimleiðis, skildist þér víst, hve værum við veikir og smáir, — að vannstu‘ það er gengdi sízt. Stolt vort og stórlætið unga síefnulaust frá okkur bar. Mannfórn sú mikla og þunga um megn okkur næstum því var. En huggun í harmi og þrautum er hugsun um líf þeirra allt, starfsamt á hárum og brautum, blómfegurst, er um næddi kalt. Við stóðum í hlýjunni heima, þeir háðu við Ægi sitt stríð; og mætar munum við geyma minningar alla tíð. Já, styn þú enn sær út við ströndu — stormur er þotinn sinn veg — og varpaðu vondaUfur öndu, 'vitandi að aldan er treg. En vér syrgjum saman í hljóði synina langa stund enn. Hyllum þá lífvana í ljóði og lofum þá drengskaparmenn. A. Nok'kra trésmiði vaníar við byggingarvinnu á Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar í skrifstofu flugvallarstjóra, Reykjavíkurflugvelli. FLUGVALLARSTJÓRI RÍKISINS. Þing F.F.S.I. vill engar ívilnanir við önnur ríki í landhelgi okkar Vill fá viSurkenndan rétt Ísíendinga til Grænlands vegna fiskveiðiþarfa þar.. ÞAR SEM NÚ LIGGUR FYRIR að ganga endanlega frá ýmsum málum vegna skilnaðar Islands og Danmerkur og vit- að er að þar munu koma til umræðna málefni, sem snerta land- belgi Islands, skoraði 11. þing Farmanna og fiskimannasam- bands íslands á fundi sínum, er luk á laugardag, á alþingi og ríkisstjórn að vera vel á verði og veita engri þjóð undanþágu> eða ívilnanir í sambandi við veiðar í landhelgi íslands. Þingið skorar á alþingi og ríkisstjórn að Jeiíast við að fá í þessu sam- bandi viðurkenningu að nýju fyrir hinum forna rétti íslend- inga til Grænlands, þar sem vitað er að íslendingar hafa aldrei afsalað sér þeim rétti, enda ekki viðurkennt fyrir al- þj óðadómstól að aðrar þjóðir eigi þann rétt, hvorki Danir né aðfir. Þar sem vitað er, að íslenzk- j ir sjómenn og útgerðarmenn hafa brýna þörf fyrir og mik- inn áhuga á fiskiveiðum við Grænland á ýmsum tímum árs, skorar þingið á alþingi og ríkisstjórn að hraða þessum málum eins og auðið er, -en fá- ist ekki viðunandi lausn án mikillar tafar, verði málið l'agt fyrir alþjóðadómstól til úr- skurðar. 11. þing F.F.S.Í. lýsir fullum stuðningi við framkomna til- lögu á alþingi um rétt íslands til Grænlands, er Pétur O.tte- sen alþm. flytur. LANDHELGISMÁL Þá skoraði þingið á alþingi og ríkisstjórn að vinna ötul- lega að því að segja upp samn- ingi þeim, er gerður var 24. júní 1901 milli Danmerkur og Stóra-Bretlands um landhelgi Islands. Telur sambandsþmgið að hér sé um hinn mesta nauð- ungarsamning að ræða. Vill sambandsþingíð beina því til alþingis og rjkisstjórnar, hvort ekki muni hægt að fá leiðréttingu þessa misréttis hjá þingi sameinuðu þjóðanna. Jafnframt lýsir sambands- þingið fylgi sínu við þingsá- lyktunartillögu no. 327 frá al- þingi 1946—1947 og væntir þess að alþingi og ríkisstjóm fylgi þessu máli fast fram. Enn fremur lýsir þingið því yfir, að það telur Iandgrunnið eign Iandsmanna og skorar á alþingi og ríkisstjói’n að beita sér fyrir að fá þann. rétt við- urkenndan. Einnig að alþingi lýsi því yfir, að það telji eigi aðeins rétt vorn hledur skyldu að friða ákveðin veiðisvæði við landið fyrir hvers konar veiðum með botnsköfum, þ. e. botnvörpu og dragnót, til verndunar fiskistofninum að fengnum tillögum fiskifræð- inga Um verndunina. Þá sé því yíirlýst'af alþingi og ríkisátjórn, að firðir allir og flóar séu lokaðir fyrir hvers konar veiðum erlendra fiski- manna og- ákveðið verði að færa út landhelgina um eina sjómílu frá yztu annesjum. Ef eigi telst fært að gera þetta með einhliða lagasetn- ingu af hálfu Islendinga, verði unnið að því á vettvangi sam- einuðu þjóðanna. Auk þessara aðaltillagna gerði þingið margar fleiri á- lyktanir. I landhelgismálum vildi þingið, að laindhelgis- gæzlan yrði sett undir stjóm eins rnarms, er .ekki hefði önn- ur störf, og síðan gerð svo, að, Fm. á 7. síðu. m i pmrm * Þingholtsstræti 27. — Sími 4715.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.