Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.10.1947, Blaðsíða 6
ALÞVÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. okt. 1947 John Ferguson: MAÐURINN í MYRKRINU Dulheims: Frú Ðáríður DULSPEKI OG MATARGERÐ Jafnvel mestu heimspeking- ar allra aldra hafa nauðugir, viljugir orðið að viðurkenna, að þeir skilji ekki einu sinni helminginn af þeim dulrænu fyr irbrigðum, sem daglega mæta okkur og sem eru orðin okkur svo hversdagsleg, að við veitum þeim enga athygli, nema því að eins, að við séum gædd ein- hverri dular gáfu og stöndum í næmara sambandi við máttar- völdin en allur fjöldinn. Það er t. d. mörgum kunn- ugt, að sjávarföllin hafa mikil og óskýranleg áhrif á allt okk- ar starf. Ég hef sjálf þrásipnis veitt því athygli, að sú jóla- kaka, sem maður hrærir á að- falli, hifast betur en sú, sem hrærð er á fjöru. Og það skal ekki bregðast mér, að ég verð ævinlega uppiskroppa með band ið, ef ég byrja á að prjóna sokk á minnkandi tungli. Og svo er það með sláturgerð. Um daginn kom til mín ung kona, sem aldrei hafði dvalið í sveit, að undanteknum tveim mánuðum, sem hún dvaldi í ein hverri sveit í Ameríku. Hún kunni að blanda kokkteil, en ekki að gera blóðmör, en nú þurfti hún nauðsynlega að grípa til þeirrar kunnáttunnar, sem hún ekki kunni, því maður hennar hafði boðið heim til sín framsóknarþingmanni, sem ætl aði að vera honum innan hand- ar með stöðu, og þá varð auðvit að að hafa heimagerðan blóð- mör á borðum. Og nú bað kon- an mig ráða. Mér varð fyrst fyr ir að gæta í almanakið, til þess að vita hvernig stæði á sjávar- föllum. ,,Já“, sagði ég. „Þú skalt, góðin mín, byrja á blóð- mörsgerðinni klukkan þrjú í nótt. Þá er aðfall og vaxandi tungl. „En, bægodd!“, svaraði unga konan, „Þá verð ég ann- að hvort ekki sofnuð, eða ég get ekki vaknað“. „Hafðu mín ráð samt“, sagði ég. „Áttu stóran pott?“ „Hvað á maður að gera við stóran pott, þegar maður borðar úti? En við eigum rad- íógrammófón og ísskáp“. Ég hef aldrei heyrt að blóðmör hafi verið hrærður í radíó- gramófón eða soðinn í ísskáp", segi ég, „en allt má þetta ské og hafðu ráð mín“. Stúlkan fór og þrem dögum síðar heimsótti hún mig aftur og kvað allt hafa geng ið að óskum og væri maður sinn búinn að fá stöðuna og hefði von um að hljóta tvær eða þrjár í viðbót. „Og allt á ég þetta sjávarföllunum að þakka,“ sagði hún. „Ég frestaði blóðmörsgerðinni til næturinn- ar og þá gat ég ekki vaknað . . Og svo keypti ég slátrið í Kron. Þú hefðir átt að heyra, hvað þingmaðurinn dáðist að mynd- arskap mínum1'. Því segi ég það. Dulspeki og .sjávarfallaþekking er hverri konu nauðsynleg við eldhús- störfin. NR. 13. EVA: Adam! Adag! Fíkjuvið- arblaðið mitt er fokið. Hlauptu nú eins og Glausen og náðu í það. Þú veizt líklega, að það þarf heilan stofnauka fyrir hverjum alklæðnaði! MÉR ER SAMA hvað þú fullyrðir um kulda og fárviðri. Vísindin fullyrða að hér sé að verða hitabeltislofts- lag og þú verður að athlægi ef þú lætur sjá þig úti með trefil. um hálsinn. Meðan ég sat þarna, fór McNab að róta í iveskinu og tók upp blaðaúrklippu. „Treysti ég þér ekki til þess að koma með allar aug- lýsingar um menn, sem saknað hafði verið siðan 15. janúar?“ spurði hann. „Hvernig gat þér sézt yfir þetta?“ Meðan hann var að tala, hringdi síminn og hann lagði úrklippuna á hné mér og stökk á fætur og að simanum. í fyrstu, þegar ég las mið- ann, var ég alveg viss um að ég hafði afnent honum hann. Fyrirsögnin var Alexandeæ David Kinlock, en það skýrði það, hvers vegna nafnið hafði verið eitthvað svo kunnug- legt fyrir mér, þegar McNab hafði gert lækninum bilt við með því um daginn. En þeg- ar ég las miðann, dofnaði yf- ir mér aftur, því að þar stóðu orðin: „Sást síðast í Ealing mánudagskvöldið 15. janú- ar.“ Og þessum orðum hefði ég aldrei geíað gleymt. Samt var ég alveg viss um, að ég hafði látið McNab fá ú-r- klippu með nafni Kinlocks. En svo sá ég, hvers vegna ég hafði sleppt þessari til- kynningu. Ég hafði ekki les- ið nema nafnið, og þar sem ég hafði þegar afhent úr- klippu með slíkri tilkynn- ingu, hélt ég, að orðalagið væri óbreytt. \ Þegar ég hafði lokið við að afsaka mig sem ákafast, rumdi fyrirlitlega í McNab. „Til allrar hamingju treysti ég þér ekki alveg og leit i blöðin sjálfur. En kannske þú getir nú séð dá- lítið, sem ég hafði upp úr Dunn í gær. Auðvitað fór ég, þegar ég hafði séð þessa aug lýsingu, að gefa þessu félagi nánari gætur. Og við gátum brátt komizt að, hver þessi embættislegi maður var, sem kom þar oftar en nokkur annar. Sú uppgötvun, að hann væri læknir í Ealing, leiddi af sér líkur, þó að það gæti verið aðeins tilviljun, rétt eins og það gat líka ver- ið filviljun, að Kinlock sást siðast í Ealing morðkvöldið, því að maður, sem ætlar sér að hverfa á annað borð, færi ekki að fresta þeirri fyrir- ætlun aðeins vegna þess, að morð hefði verið framið þann dag, er hann valdi. Og auðvitað gat ég með engu móti neytt þetta félag, Sel- wyn og Smith, til þess að gefa upp hvers konar við- skipti það ætti við Kinlock eða Dunn. Þess vegna þurfti ég að fá vissu um það, hvort hinar endurteknu heimsókn ir dr. Dunns stæðu í nokkru sambandi við Kinlock, og í öðru lagi, hvort Kinlock þessi væri nokkuð við morðið riðinn. Nú vildi svo til,, að ég var viss um seinna atriðið fyrst, að minnsta kosti með sjálfum mér. McNab tók úr vasabók sinni báðar auglýsingarnar um Kinlock, þá, sem ég hafði séð cg þá, sem ég hafði sakn að. Þegar hann rétti mér þær sagði hann: • „Líttu á þær og athugaðu muninn. Lestu þær saman. Þær eru merkilegar.“ Alexander Dayid Kinlock mun heyra nokkuð sér í hag, ef hann talar við' — Alexander David Kinlock sem síðast sást í Ealing á mánudagskvöldið 15. janúar. Ef nokkur er þess umkominn, að gefa upplýsingar--------- Mismunurinn var auðsær; sú seinni var miklu nákvæm- ari. En þegar ég nefndi það, sýndi McNab óþolinmæði. „Aðalmunurinn liggur í því, að sú fyrri' er stíluð beint til Kinlocks sjálfs, en sú seinni ekki,“ sagði hann. „Sú seinni býður einnig laun.“ „Já; þeir mundu varla fara að bjóða honum sjálfum laun fyrir að koma til- að heyra eitthvað sjálfum sér í hag,“ sagði ég. McNab horfði upp í loftið. „í fyrri auglýsingunni á- varpa þeir Knlock sjálfan. Þeir vona, að Kiinlock sjái sjálfur auglýsinguna og lesi hana. í þeirri seinni búast þeir ekki lengur við, að hann muni lesa hana. Er það þá ekki ljóst, að eftir að þeir birtu þá fyrri, hafa þeir fengið einhverjar upplýsing- ar um Kinlock? Það er þetta: „sem sást siðast í Ealing,“ sem sannar það. En hvað annað fengu þeir að vita? Hafa þeir ekki annaðhvort fengið að vita, að Kinlock hafi aldrei lært að lesa, eða geti ekki lesið af einhverri annarri ástæðu?“ „Af þvi að hann var blind- ur!“ hrópaði ég. „Já, sá möguleiki er það, sem virðist koma þessum Kinlock í nánara samband við morðið. Ef svo var, þá var ekkert liklegra en að ég hefði einmitt náð í nafnið á blinda manninum, sem við vorum að leita að. Þá snéri ég mér að fyrsta atriðinu, og það var að fullvissa mig um, hvort heimsóknir Dunns til Selwyn og Smith stæðu í nokkru sambandi við Kin- lock. Þetta var miklu erfið- ara, því að ég hafði alls ekk ert til að fara eftir. Þá álykt aði ég alveg út í bláinn, að verið gæti með Kinlock eins og meirihlutann af blindum mönnum í Englandi nú, að hann hefði orðið blindur í herþjónustu. Þar sem ég MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING AP Newsfeaturei ÖRN: Nei, — það kemur ekki til greina. — En þú mátt bera verndargripinn fyrir mig og láta hann inn í flugvélina. STELPAN: Bíddu hægur, góði! Hver vit-------------- VÖRÐURINN: Hvert ætlarðu með þessa brúðu? STELPAN: Örn bað mig að láta hana inn í flugvélina. VÉLAMAÐURINN: Þá r allt til- búið, Örn! •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.