Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 1
ELEKTROLUX UMBOÐIO IAUOAVEGI <9 (i'm! 21800 186. tbl. — Miðvikudagur 19. ágúst 1964. — 48. árg. HREINDYRIN FRIÐUÐ NÆSTA AR I" < '' 'w V <8 A' ð| ’ ■ ' ^ % \ - v, £V ; ffS—Reykjavík, 18. ágúst. Samkvæmt þeim rannsóknum, sem fram hafa farið á hreindýra- stofninum á svæðinu upp af Aust I ÞYRLU Á SDRT EJ-Reykjavík, 18. ágúst. í fyrramálið fer prófessor Bauer frá Bandaríkjunum ásamt nokkrum íslenzkum vísindamönnum í þyrlu út í Surtsey, og munu þeir m. a. mæla segulsviðið, hita- stig hraunsins og fjölda- margt fleira. Steingrímur Hermanns- son, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs, sagði blað inu í dag, að í förinni yrðu auk prófessors Bauers nokkrir íslenzkir vísínda- menn, m. a. Þorbjörn Sigur geirsson, Trausti Einarsson, Sigurbjörn Björnsson og Gunnlaugur Elíasson. Auk þess verður Steingrímur og nokkrir aðstoðarmenn með í förinni, líklega 12 alls. fjörðum, virðist hreindýrum hafa fækkað mikið þar. Þar sem veiði tíminn þetta árið er þegar byrjað- ur, verður veiðileyfum úthlutað nú eins og venjulega, en allt bendir til þess, að hreindýrastofninn fyrir austan verði aigjörlcga friðaður á næsta ári. Nú undanfarið hefur rannsókn arleiðangur verið fyrir austan að athuga hreindýrastofninn, og Birg ir Thorlacíus, ráðuneytisstjóri, var þar í dag. Blaðið hringdi síð degis í dag í Egil Gunnarsson, hreindýraeftirlitsmann, á Egils- stöðurm í Fljótsdal, og leitaði nán- ari fregna af hreindýraveiðnunum í sumar. — Eru veiðar hafnar þarna hjá ykkur, Egill? — Ja, þær eru rétt að byrja, en sjálfur veiðitíminn hófst 7. ágúst. — Var kálfadauðinn mikill í vor? — Það vilum við ekki með vissu, þvi að slíkt þarf að rann-’ saka strax á vorin. Aftur á móti virðast þær rannsóknir, sem gerð ar hafa verið, gefa ótvírætt til kynna, að hreindýrunum hafi fækkað mikið hér fyrir austan und anfarið. — Má kannski búast við, að hreindýrastofninn verði friðaður í sumar? — Nei, það verða engar slíkar ráðstafanir gerðar í sumar, þar Framh. á 15. síðu Á sama tíma oq systir Castrós, einræðisherra á Kúbu, lýsir fyrir bandarískum fréttamönnum óqnarstjórn bróð- ur síns, kemur hópur bandarískra stúdenta til heimalands síns úr heimsókn frá Kúbu og hælir gestgjafa sínum upp í hástert. Myndin er tekin við komu stúdentanna til Kennedy-flugvallar á föstudaginn og heldur foringl hópsins á stóru málverki af Castró. Eins og kunnugt er voru stúdentarnir sviptir vegabréfum sínum fyrir að virða að vettugi bann stjórnarinnar við förinni til Kúbu. SYSTIR CASTRO: Árísar eUfíaugamar enn á Kúbu Juanita Castro NTB-Rio de Janeiro, 18. ágúst. Systir Fidel Castro, forsætisráð- herra Kúbu, Juanita Castro, sem nú lifir í útlegð, sagði á blaða- mannal'undi í Rio de Janeiro í gær, að mjög miklar líkur væru til að rússneskar árásareldflaugar væru enn staðsettar á Kúbu. Juanita Castro kom til borgar- innar í gær í boði utanríkisráð- herra Brasilíu, Vasco de Cunha, og konu hans, sem eru persónu- legir vinir hennar. Juanita sagði ennfremur á blaðamannafundinum, að hún hefði sjálf leynt flóttamönnum á heimili sínu á Kúbu og aðstoðað við vopnaflutninga. Ég er fús til að gera allt, sem i mínu valdi stendur til að sameina kúbanska útlaga í baráttunni til að binda endi á kommúnistastjórnina á Kúbu, sagði Juanila. Aðstoð Sov I Þá sagði Juanita, að hún hefði étríkjanna er ekki til neins gagns haft á tilfinningunni síðasta mán- fyrir Kúbu. Fólkið sveltur enn og uðinn, sem hún var á Kúbu, að er vansælt, bætti hún við. I Framh. á 15. síðu Tjeká-Reykjavík, 18. ágúst. Tímanum barst í dag ályktun, sem gerð var einróma á fundi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gær, þar sem stjórn BSRB óskar eftir viðræðum við ríkis- stjórnina þegar í stað um cafar- lausar úrbætur vegna skatta- og útsvarsálagningarinnar á þessu ári. — Eins og kunnugt er, lieíur miðstjórn ASÍ einnig óskað við- ræðna af sama tilfelli. Ríkis- stjórnin hefur ekki tekið afstöðú til málsins ennþá, enda erfiðleik- um bundið að ná saman fundi i ríkisstjórninni, sem menn eru farnir að kalla „Ferðaskrifstof- una“. Ályktun BSRB er svohljóðandi: „Vegna sívaxandi dýrtíðar og þess ástands, sem nú ríkir sakir skatta og útsvarsálagningar á þessu ári, samþykkir stjórn B.S. R.B. að óska eftir viðræðum um þessi mál við ríkisstjórnina til að leita eftir úrbótum nú þegar, og á þeim grundvelli, sem B.S R.B. hefur markað með ályktunum sín- um í þessum málum. Þessar við- ræður verði' sameiginlegar við- ræðum Alþýðusambands íslands við ríkisstjórnina um þessi mál.“ Hefur stjórn Alþýðusambands fslands iýst sig samþykka því fyrir sitt leyti. Snjór á Skarðið FB-Reykjavík, 18. ágúst. í gærkvöldi og nótt snjóaði niður í miðjar hlíðar á Siglufirði. Snjókoman var þó ekki það mikil, að skarðið lokaðist, og áætlunar- bílar á góðum keðjum hafa kom- izt yfir í dag, og við það hefur myndazt nægiiega góð slóð til þess að góðir bílar á góðum keðj- um komast yfir erfiðislaust, að sögn Þórhalls Björnss. á Sigluf. Þórhallur sagði, að samkvæmt veðurspánni væri útlitið ekki gott, en hann héldi, að þeir Siglfirðing- ar hefðu fengið snjókomuna á undan spánni. í dag hefur verið kalsaveður og stormur á Siglu- firði, og færi að bleyta, myndi snjóa í fjöll, sagði Þórhallur. Ekki lokaðist skarðið, en um- ferð um það var erfið um tíma. Óþarfi var að ryðja það, þar eð áætlunarbílarnir komust yfir og mynduðu slóð fyrir aðra bíla, sem á eftir komu. Langt í hringveg í kringum iandið KJ-Reykjavik, 18. ágúst. | um fljúgandi. mál, en engar áætlanir lægju Enn líður víst langt þangað til1 Sigurður Jóhannsson vegamála- fyrir um framkvæmdir. Vega- íslendingar geta farið landveg stjóri, tjáði blaðinu í dag, að eng-, málastjóri sagði. að vel mætti liringiivn í kringum landið. Vatns-1 ar ákveðnar ráðagerðir væru uppi hugsa sér að brúa Blautukvísl, föllin á milli Lómaginúps og Ör- varðandi brýr yfir vatnsföllin á Núpsvötn og minni kvíslar þar æfanna, eru hér þrándur i götu, milli Lómagnúps og Öræfasveitar. eystra, en þegar kæmi að Slceið- og oftast engurn fær nema fuglin- Margt hefði verið rætt um það • Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.