Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 19. ágúst 1964. 186. tbl. 48. árg. UPPIOLAFSVIK AS—Olafsvík, 18. ágúst Miklar framkvaemdir hafa verið' í Ólafsvík og mikil atvinna í sum ar. UnniS hefur verið að hafnar gerð, kirkju- og skólabyggingu, fjöldi íbúðarhúsa er í smíðum, og verið er að undirbúa gerð leik vangs í kringum skólahúsið auk margs annars. Nú er verið að setja niður stál þil í endann á hafnargarðinum, og hefur verkið gengið vel. Búizt er við, að þessum áfanga hafnar 7 flugbátar væntan- legir til viðbótar KJ-Reykjavík 18. ágúst. Flugbátarnir tveir, sem lentu á Skerjafirðinum í gær, héldu áleið is vestur um haf í dag, en alls verða þeir 9 flugbátarnir er hafa hér viðdvöl á leið sinni vestur um haf. Bandaríkjamenn Iánuðu Frökkum þá á sínum tíma og voru þeir notaðir í frönsku flota stöðinnl í Dakar þangað til hún var lögð niður. Bátarnii tveir fengu hér eldsneyti, og svo mun einnig verða um hina sjö sem staldra munu hér við. gerðarinnar ljúki um miðjan september. Annars þyrfti að dýpka höfnina nokkuð, en ekkert hefur verið ákveðið ennþá um, hvað gert verður, þegar búið er að setja niður stálþilið. Verið er að ljúka við að steypa upp íþróttahús, en undirstöður þess og sundlaugin voru gerðar í fyrra. Ekki verður meira gert í íþróttahúsbyggingunni í vetur. Þá er lokið við að byggja tvær kennslustofur við barnaskólahús- ið, og er nú verið að múra þær innan. Verða þær teknar í notkun í haust, þegar kennsla hefst. Hafnar eru fraimkvæmdir við fyrsta hluta íþróttasvæðis, sem verður í kringum barnaskólann. Verið er að grafa þar og jafna, og er ætlunin að reyna að jafna 50x100 metra völl í haust, en þarna á að verða leikvangur og fót boltavöllur í framtíðinni. Nú er lokið við að slá upp fyrir kirkjunni, _pg verður hún steypt einhvern næstu daga, en kirkjuna á að gera vel fokhelda í haust, en frekari framkvæmdir munu bíða næsta sumars. Að minnsta kosti 10 íbúðarhús eru í smíðum, og hafa menn haft nóg að gera við allar þessar byggingarframkvæmd ir í suimar. HÉLT ÐAGBÆKUR I NÆRRI SJÖTlU ÁR BÓ-Reykjavík, 18. ágúst. Árbók Landsbókasafns ís- lamds 1962—1963 er komin út og flytur greinargerð lands- bókavarðar, dr. Finns Sig- mundssonar, Lúðvík Kristjáns- Magnús son ritar um dagbækur Magn- úsar Kristjánssonar, Ásgcir Hjartarson um íslenzk rit 1961 og 1962, viðauka og leiðrétt- ingar um ísl. rit 1944—1960 og rit á erlendum tungum eftir íslenzka menn eða um ísl. efni. Benedikt S. Bencdikz og Ólaf- ur F. Hjartar, rita skrá um doktorsritgerðir íslendinga, prentaðar og óprentaðar, 1666 —1963. Árbók Landsbókasafns- ins hefur nú verið gefin út í 20 ár. Finnur Sigmundsson drepur á íslenzku bókaskrána og segir að útkoma hennar hafi dregizt lengur en ætlað var, vegna anna aðalhöfundct'- r-cfurs Sig- urðssonar háskólaritara, við önnur störf. — Nú hefir Pétur látið af embætti sínu við Há- skólann til þess að geta sinnt bókaskránni, og er þess að vænta, að útgáfa fyrri hlutans (til 1844) sé nú skammt undan. Landsbókavörður segir óhjá- kvæmilegt að bæta úr hús- næðisþörf Landsbókasafnsins, en ný bókhlaða fyrir samein- að Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn virðist nú vera úr Framhald á 15 síðu Atli GuSmundsson tók þessar myndir í nótt þegar enn logaði glatt í Vörubílastöðinni. BÚKHALOIÐ BRANN ALLT FB-Reykjavík, 18. ágúst. Um þrjú-leytið í nótt kom upp eldur í Vörubílastöðinni á Akranesi og var byggingin brunn in til ösku á klukkutíma. Vöru bílastöðin var nýtt timburhús, sem tekið var í uotkun í september- byrjun í fyrra, og höfðu 19 bíl- stjórar þar aðstöðu sína. Allt bók- hald stöðvarinnar brann, og getur það valdið nokkrum erfiðleikum við innheimtu. Ókunnugt er um eldsupptök, en talið er líklegt, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Nýbúið var að lakkbera bygginguna, og varð það til þess að hún varð alelda á svip stundu. Ekki var við neitt ráðið, og því var aðalverk slökkviliðsins að halda eldinum frá benzín- og olíutönkum, sem voru fyrir utan, og sjást hér á neðri myndinni. Samkvæmt upplýsingum for- stjóra stöðvarinnar var húsið ekki nægilega tryggt, og hefur tjónið því orðið tilfinnanlegt, ekki sízt vegna þess að búið var að selja gamla stöðvarhúsið, og bílstjórar hafa nú ekki í neitt hús að venda með starfsemi sína. VIRKJUN LAXAR HAG- KVÆMUST FYRIR NORD- UR- OG AUSTURLAND? Tjeká-Reykjavík, 18. ágúst. Eins og kunnugt er hafa undir búningsrannsóknir vegna fyrir- hugaða vatnsaflsvirkjana staðið yfir undanfarin misseri og beinast rannsóknirnar einkum að þremur vatnsföllum: Þjórsá, Laxá í Þing eyjarsýslu og JökuIsá á Fjöllum. Sigurður Thoroddsen verkfræðing ur hefur annazt rannsóknir og áætlanagerðir varðandi virkjun Laxár, og hefur hann nú skilað ýtarlegu áliti. Niðurstöður hans benda til þess, að langódýrast yrði að reisa stórvirkjun við Laxá, en auk þess yrði sú virkjun margfalt gangvissari en virkjanir jökul- fljótanna. Sigurður hefur gert áætlanir yfir 10 mismunandi vírkjanir og er í öllum áætlunum gert ráð fyrir því að veita Suðurá í Laxá, en það eykur orkuvinnslugetuna um 30—40% og ennfremur gerir hann ráð fyrir hárri stíflu í Laxár gljúfrum í því skyni að skapa miðl un og rekstursöryggi og auka fall hæð. Miðað er við að virkjað sé til almenningsnota. Áætlar Sig- urður, að verð á kílóvattstund á Akureyri með 8% árlegum kostn- aði yrði frá 12.1 eyri upp í 18 aura eftir því hvaða tilhögun verð ur fyrir valinu. Sigurður hefur i áætlunum sín- um tekið til til meðferðar 3 Laxaseiði í Svarfaðardalsá FZ-Hóli, Svarfaðardal, 18. ágúst. í fyrsta sinn í sumar var Svarf aðardalsá leigð og eru leigutakinn Stangaveiðifélagið Fossar á Dalvík, en það er svo til nýtt félag. Leig- an er aðeins til eins árs til að byrja með. Svarfaðardalsá var áð- ur fyrr ágætis bleikjuá, en veið- inni hefur farið hnignandi og hef ur lítíð veiðzt í sumar. Veiðifélagið sá um, að sett voru laxaseiði í ána í sumar. og voru þessi seiði nokkuð stór. Fyrir Framh. á 15. síðu möguleika um orkuveitusvæði virkjunarinnar, þar á meðal allt Norður- og Austurland, allt suður- fyrir Hornafjörð. Gert er ráð fyr ir, að aflþörfinni verði fullnægt með vatnsafli yfirleitt, en fram til ársíns 1968 verði aflþörfinni full- nægt á annan hátt, en talið er að fyrr verði ekki lokið hinum fyrsta Framhald á síðu 15. RAUFARHAFNAR- OG KÓPASKERS- LÆKNISHÉRIJÐ LÆKNISLAUS! ' ÞB-Kópaskeri, 18. ágúst. Útlit er nú fyrir að Kópaskers- og Ráufarhafnarlælcnishéruð verði læknislaus áður en langt líður, og lízt mönnum illa á, ef svo fer. Bæði embættin hafa verið anglýst Iaus, en ekki vitum við til, að um þau hafi enn verið sótt. Frarnh, á 15. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.