Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS Á myndinni siáum við tvær leikkonur, Carolyn Jones t.v. og June Allyson t.h. fyrir utan réttarsal í Santa Monica, Kali- fomíu, Rétturinn liafði veitt * Bandarískií- þjóðféflagsfræð- ingar hafa komizt að raun um, að það eru alls ekki hinir stóru, sterku og ruddalegu karlmenn, sem helzt berja konur sínar. Nei, það eru venjulega mömmu drengirnir, sem vegna ónógs sjálfsöryggis hafa fengið sér svolítið neðan í því. Og kon- urnar, sem þeir berja, eru venjulega ekki blíðar, veik- Carolyn Jones skilnað frá manni hennar, Aaron Spelling, og June Allyson var höfuðvitni Carolyn í skilnaðarmálinu. Hér fagna þær góðum málalokum. byggðar og varnarlausar, held- ur duglegar, kaldlyndar og frekjulegar konur. ★ 14 yngstu og nýjustu geim- farar Bandaríkjanna voru ný- lega sendir út í Nevadaeyði- mörkina, þar sem þeir áttu að dvelja í tvo daga. Hið eina, sem þeir fengu að taka með sér, voru tveir hnífar, eldspýtu- stokkur, nál og tvinni, nokkur sárabindi, eimn lxtri af vatni og ein dós af sólolíu. Þeir urðu síðan að lifa af þeim mat, sem þeir fundu, svo sem slöngum, kanínum og fleiri smádýrum. ★ Lyfjafræðingur nokkur í Mar seille hefur búið til nýtt meðal, sem einkum er ætlað bflstjór- um. Það er vökvi, sem aðallega er gerður úr bláberjum og lyfja fræðingurinn fullyrðir, að hann skerpi sjón bflstjóranna að næturlagi, og sé þess vegna mjög góður drykkur fyrir bíl- stjóra á stórum vörubílum, sem þurfa að aka mikið á nóttunni. ★ Richard Burton, eiginmaður Elisabetliar Taylor, hefur sleg ið algjört met á Broadway. Fyr- ir nokkrum dögum lék hann nefnilega Hamlet í 140. sinn í röð fyrir fullu húsi! Sir John Gielugd átti fyrra metið, 132. ★ Það getur verið hættulegt að leika sér með ástina. Það gerði kona nokkur í Kaupmanuahöfn fyrir nokkru, og það kostaði hana lífið. Undirrétturinn í Kaupmanna- höfn hefur þessa stundina með að gera mál 29 ára gamals manns, sem á Þorláksmessu í fyrra greip einum of fast um háls vinkonu sinnar og kyrkti hana. Hann segist hafa hitt konuna á veitingahúsi einu á Kastrupvej. Þegar þau höfðu hitzt á kaffihúsinu tvö kvöld í röð, bauð hann henni upp á herbergi sitt og bað hana um að verða unnustu sína! Kc<nan, sem var nckkrum árum eldri en hann, gaf ekkert ákveðið sVar, en sagði, að sögn hans, að möguleikar hans yrðu meiri, ef hann léti raka af sér alskegg sitt. f góðri von rakaði hann af sér skeggið, em varð öskuvond- ur þegar í ljós kom, að hún vildi ekkert með hanu hafa eftir sem áður. Hann greip um háls hennar, og þegar skap lians fór að lægjast, var konan látin. ★ Spanskt-þýzkt kærustupar varð að ferðast 7000 kílómetra þar til það gat fundið prest, sem vildi gefa þau saman í heilagt hjónaband. Það hefur ferðast um ýmis lönd og u'iinið fyrir sér á hverjum stað, en hvergi hefur það getað gengið í það heilaga. Loksins áttu þau um tvö lönd að velja, England og Danmörku — og það valdi Dammörku. Presturinn við Maríukirkjun-a í Sönderborg gifti þau, og hefur hann nú fengið bréf frá mörgum, sem eins er ástatt um, og verið beð- inn um að gifta þau! Brúðguminn, sem er spænsk- ur, var upprunalega kaþólskur, en tók síðan Lútherstrú, og það eru eimmitt þessi trúarskipti, sem valdið hafa vandræðunum. í Frakklandi og Spáni voru trúarskiptin hindrun á veginum í hið heilaga, og auk þess var brúðguminn fráskilinn. í Þýzka- landi gátu þau ekki gifzt, því að brúðguminn kom iwidir spæn-sk Iög, sem leyfa ekki hjónaband, ef kaþólskur prest- ur framkvæmir ekki athöfnina. Og enginn árangur varð heldur af för þeirra til San Marino og Páfagarðs. Hjónin búa nú í Gi- úessen í Suður-Þýzkalandi. Griska fegurðardrottningin Kiriaki Tsopei, 20 ára að aldri, varð „Ungfrú alheimur“ í feg- urðarsamkeppninni á Miami Beach, og sýndi þar með að kvenleg fegurð er engu síðri í Grikklandi í dag en hún var á dögum Afródíte, sem við sjá- um hér á myndinni með Kiri- aki. Ungfrú alheimur 1964 er dóttir grísks lierforingja og nmn fara í eins árs ferðalag um heiminn sem sýningar- stúlka samkvæmt 10.000 doll- ara samningi, sem hún gerði eftir keppnina. ★ Charles de Gaulle forseti Frakklands, er þekktur fyrir að vilja gera Frakkland að stórveldi, scm stjórnað geti Jacquline Kennedy er nú á sinna. Þau komu aðcins við í dy, lífvörður, og siglingu um Adríahaf á Porto Ercole á ítalíu nýlega og Radziwill, prinsessa, skemmtisnekkju brezkra vina sjást hér í vélbát. Með frú Jacqueline. Kennedy eru frá v.: Anthony sem er systursonur frú Kenne- Lee systir Evrópu, og þá að sjálfsögðu með hann sjálfan sem æðsta mann. Þessi teiknimynd er gerð af sænska teiknaranum Martin Lamm, og vann hún fyrstu verðlaun — 5000 dollara — í alþjóðlégri samkeppni. Og de Gaulle minnir okkur á ann- an Frakka, þegar liann segir í símann: — „Evrópa? . . . Jú, það er ég!“ Á VÍÐAVANGI Veðráttan „Á bændahátíð Eyfirðinga, sem í sumar var haldin á Melum I Hörgárdal að við- stöddum fjölda fólks úr hin- um ýmsu sveitarfélögum sýsl- unnar, flutti Haukur Jörunds son skólastjóri ræðu. Hann minntist þar á veðráttuna, eins og margra er siður og benti í því sambandi á, að þótt bændum þætti stundum of miklar rigningar um slátt- inn, vaeri það þó hún, sem gerði ísland að mjög góðu grasræktarlandi og íslenzk haglendi hin ákjósanlegustu, gagnstætt ýmsum heitari lönd- um, þar sem mánaðaþurrkar dræpu allan gróður, nema kaktusa. Veðráttuna okkar þyrftum við að kunna að meta og liagnýta. Þá minntist hann á hinar einstöku búfjártegund ir. Kostakyn Nautpeningur okkar er búinn ýmsum mjög mikilsverðum eig inleikum, sem rækta má enn betur en orðið er. Að vísu vant ar okkur holdanautin, en úr ætti að vera hægt að bæta. Og nautgripastofn okkar er sérlega hraustur. T. d. munu berklar vart hafa fumMzt í kújn hér, sem er þó bölvaldur víða í nálægum löndum. Hest urinn okkar er lítill. Við vor um áður að reyna að stækka hann sem dráttardýr, en nú er síður en svo þörf á því, sökum þcss að nú er tími smáhestanna og við eigum góðan leik á borði í útflutningi á hrossum. Ekkert hrossakyn er búið slíkum gang kostum og hið íslcnzka. Við eigum þarna útflutningsmögu- leika þótt við höfum stigið þar nokkur feilspor, sagði skóla- stjórinn. Kjöt og ull Um sauðféð er það að segja, að kjötgæði íslenzku dilkanna eru óvenjuleg, og þeir útlend- ingar, sem borðað hafa hina ís- lenzku framleiðslu, fúlsa við öðru kindakjöti. Ullin er sér- stæð að gerð og lit og mun það senn koma í Ijós. Þá minntist ræðumaður á árnar og fiski- ræktina og alla þá möguleika, sem í vatnsföllunum byggju á því sviði, Standið saman Að sjálfsögðu verða bændur, sem aðrar stéttir, að vinna með þjóðarhag fyrir augum og það gera þeir. En það er þá líka jafnsjálfsagt, að bændur njóti vinnu sinnar og dugnaðar. En svo er í pottinn búið, að þeir bera aðeins það sama úr být- um þótt afköst þeirra aukist. Til þess að efla landbúuaðinn þurfum við margt að gera. Við höfum dregizt aftur úr í vís- indalegum rannsóknum. Bún- aðarfræðslu þarf að auka til muna í landinu. Styrkir til framleiðslunnar þurfa að auk ast. Styrkir eru víðast meiri til landbúnaðar en hér. Útflutn ingur landbúnaðarvara mun í fáum löndum bera sig. Lán þurfa að veitast til lengri tíma en nú er og með hagstæðum kjörum. Síðast en ekki sízt vil ég minna ykkur bændur á það, að þið þurfið að standa saman. Ef þið gerið það mun byrlega blása fyrir ykkur í framtíðinni, sagði Haukur Jörund«son. — Dagur. tTmINN, miövikudaginn 19. ágúst 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.