Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 6
1 Sígursveinn D. Kristinsson kennir börnunum blokkfiautuleik Fötluð börn í sumardvöi Að Reykjadal í Mosfellssveit börn. Þar er þeim búin sumardvöl dveljast nú 45 lömuð eða fötluð frá 18. júlí til 31. ágúst, og þar NYTT GRILON MERINO GARN ER KOMIÐ Á MARKAÐINN. ÞAÐ HLEYPUR EKKI, ER MÖLVARIÐ OG HVER HESPA ER NÚMERUÐ SEM GEFUR LITARÖRYGGI. GAMLA GÓÐA SLITÞOLIÐ.GEFJUN fá þau margvísléga þjálfun til líkamlegrar og andlegrar styrk- ingar. I>valarheimilið er rekið af Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra. Heimilið tók til starfa í fyrrasumar, en viðbótarbygging, sem félagið lét reisa við húsa- kynnin í Reykjadal, var gerð fok- held þá og tekin í notkun á sumr- inu. Þá voru 40 börn í Reykjadal. Ætlun félagsins er að stofna þar heimavistarskóla fyrir fötluð börn og veita þeim líkamlega þjálfun og munnlega kennslu, Slíkur skóli mun ekki geta tekið við jafnmörg- um börnum og nú dveljast í Reykjadal, en félagið mun gang- ast fyrir símahappdrætti í haust til að lyfta undir nauðsyiRegar framkvæmdir. Hapí)drájttl|:nið- arnir> verða seldir^tfi'ánAlosaptem- ber. Svafar Pálsson formaður styrkt- arfélagsins bauð fréttamönnum að skoða dvalarheimilið s.l. mánudag og kynnast starfsemi þess. Matt- hildur Þórðardóttir skrifstofu- stjóri fylgdi okkur þangað og börnin heilsuðu henni glaðlega, þegar við stigum út úr bifreið- inni. Þau voru að leik á grasflöt- inni fyrir sunnan húsið, sum léku sér með bolta eða nutu þess eins að vera úti í góðu veðri og hreyfa í sig. Nokkrir strákar voru að tusk- ast á flötinni. Magnea Hjálmars- dóttir, forstöðukona heimilisins og hjálparstúlkur hennar, voru að líta eftir börnunum og inni í vistlegri stofu hittum við sund- kennarann, Friðrik Jónasson og Sigursvein D. Kristinsson, sem hefur komið að Reykjadal á hverj- um degi í hálfan anpan mánuð og kennt börnunum söng, nótnale.st- ur og blokkflautuleik. Sigursveinn hóf kennsluna að eigin frum- kvæði, og hann hefur náð undra- verðum árangri, eins og við urð- um síðar áskynja. Nseí' hélfti'fh'éur'HBáínlánná fær sjúkraþjálfun samkvæmt læknis- ráði, en dönsk stúlka, Vibekke Hesselholt, annast þjálfunina. Börnin læra öll sund, enda eiga þau tiltölulega auðveldara með hreyfingar í vatni en á þurru. Sundlaugin var byggð í vor, en í fyrra var notazt við plastlaug. Við sáum nokkur barnanna fara ofan í og synda, en kennarinn leið- beindi þeim. Bersýnilega áhuga- samir og góðir nemendur. Auk þ^ssa fá börnin tilsögn í föndri hjá forstöðukonunni, Magneu Hjálmarsdóttur. Eftir heimsóknina að lauginni drukkum við kaffi, sem mat- ráðskonan, Ásgerður Jónsdóttir, hafði framreitt handa okkur, en Sigursveinn D. Kristinsson hafði lofað okkur sérstjfeðri skemmtun undir borðum. Hann kom akandi í hjólastól sínum inn í borðstof- una og í fylgd með honum níu börn, þau sem lengst eru komin í blokkflautuleik. Þau röðuðu sér á bekk og munduðu flauturnar, en Sigursveinn lagði nótnablöðin á borðið fyrir framan þau. Svo hófst leikurinn. Sigursveinn taldi eða sló taktinn í borðið en börnin spil- uðu Frjálst er í fjallasal, Ó, fögur er vor fósturjörð og fleiri lög. Þetta var einstæður kon?ert. Sum litu varla á nóturnar en spiluðu eins og snillingarnir og fataðist hvergi. Áheyrendur klöppuðu á eftir hverju l.agi eins og vera ber á konsertum. Sigursveinn kvaðst hafa um 20 nemendur í blokkflputuleik þarna á heimilinu. — Árangurinn, sagði hann, er meðal annars því að þakka, að börnin fá daglega til- sögn og hafa þá ekki tíma til að gleyma því, sem þau hafa lært, eins og oft vill brenna við. Sum eiga dálítið örðugt með handa- stjórn, en leikurinn1 æfir fing- urna og það er sjúkraþjálfun út af fyrir sig. Kannski eru í þess- um hópi upprennandi tónlistar- menn, sem eiga éftir •eðimá langt á þeirri .bjráut- .—.;SÓÁ i ViS laugina í Reykjadal. TÍMINN, miðvikudaginn 19. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.