Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 12
lefán Baldvsn frá Stakka&ilíð „Þú varst eldborg nú ertu orðinn hraun“. Úr því ég gat ekki verið við- staddur kveðjuathöfn Stefáns Baldvinssonar hér í Dómkirkj- unni s. 1. föstudag og hefi þess utan heldur ekki aðstöðu til að fylgja honum til grafar heima í Stakkahlíð í dag, má ekki minna vera en að ég láti örfá minning- arorð fylgja þessum vini mínum úr hlaði. Þótt Stefán Baldvinsson væri kominn á sjötugsaldur, þegar fund um okkar bar fyrst saman, og að á okkur væri allmikill aldursmun- ur, dróst ég strax að þessum sér- stæða manni. Lífskrafturinn sindr aði frá honum í allar áttir, svo mér fannst mikíð til um. Þar var ekki hálfvelgjan né hikið, tæpi- tungan eða hálfyrðin, hvort sem í hlut átti maður eða málefni. Hann var „brennandi í andanum", og hlýtur því að hafa verið þóknan- legur postulanum, er kenndi, að svo skyldu menn vera. Ég vil ekki fullyrða, að Stetfán hafi alltaf verið sanngjarn eða óbrigðull í áliti sínu og dómum, en fyrir hug skotssjónum sjálfs hans dugði ekk ert minna en afdráttarlaus full- yrðingin af eða á. Og hún var fhitt af þeirri hrífandi mælsku og sannfæringarkrafti, að það var næsta auðvelt að sannfærast bein- línis — a. m. k. í bili. Fjör hans og kraftur voru slík, að þessir eiginleikar hlutu þegar við fyrstu sýn að vekja á honum athygli sem sterkum og skemmtilegum persónuleika. Lífsorka Stefáns virt Íst nær takmarkalaus, Nú á efri árum, þegar sjóndepra o. fl. elli- sjúkdómar herjuðu á þetta karl- menni, var engan bilbug að finna á andlegri reísn hans og skörungsskap. Jafnvel algjör blinda hans ísðustu æviárin virt ist ekki breyta neínu þar um. Við hann áttu bókstaflega orð skálds- ins: „Andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami.“ TAÐA Nokkur hundruð hestar af góðri, smágerðri töðu til sölu. UppL; Árbæ, Ölfusi, sími um Self@ss. Viö seljum Onel K.ad station 64 Onel Kad station 63 Wolksv 15 63 Wolksv 15. 63 N .S U Prinz 63 og 62 Opel karav 83 og 59 Simca st 63 os 62 Simca 1000 63 Taunus 69 station. UBr~ RAUÐARA SKÚLAGATA 55 — SÍMl 15812 Stefán Baldvinsson verður mér ógleymanlegur fyrir orku sína og áræði, kraft sinn og kynngi, til líkama og sálar. Þakka ég að leiðarlokum honum liðnar sam- verustundir. Þær voru allar svo hressilega upplífgandi og skemmtí legar. Traust hans og tryggð gleymast mér ekki. Stefán Baldvinsson var fædd ur að Stakkahlíð í Loðmundar- firði 9. jan. 1883. Foreldrar hans voru þau hjónin Baldvin Jóhann esson, hreppstjóri og kona hans Ingibjörg ' Stefánsdóttir. Sonurinn ólst upp við algeng sveitastörf og þótti snemma bráðgerr. Tvítugur lauk hann svo búnaðarkandídats prófi frá Hólum og sigldi utan litlu síðar til framhaldsnáms í landbúnaðarfræðum við Dalum- skólann í Danmörku og í verk- námi hjá landbúnaðartilraunastöð danska ríkisins í Askov, þar sem hann einnig jafnframt hlýddi á fyrirlestra í hinum víðfræga lýð- 'háskóla. Geta má nærri, að á þessum þroskaárum Stefáns svo ákafs mann varð hann djúpt snort inn af mörgu því, er hann sá og heyrði. Mér er t. d. í minni ævi- löng hrifning hans og aðdáun á norska stórskáldinu Björnstjerne Björnsson, sem hann komst þarna í snertingu við á hátíðlegri stund. Sagði Stefán frá þessum skyndi- kynnum af mælsku og persónu- leika Björnssons með slíkum til- þrifum í orðavali, áherzlum og látbragði, að maður gat ekki var- izt þeirri hugsun, að meira en lítið brot af frummyndinni væri þannig géfið í þróttmikilli endur- speglun. Eftír heimkomuna gerð ist Stefán brátt starfsmaður Rækt- unarfélags Norðurlands og var þannig meðal hinna allra fyrstu, er lögðu hönd á plóginn til um- byltingar að hinni rómuðu gróðr- arstöð þess félags innan við Ak- ureyri. Þar næst hóf Stefán sams konar ræktunarstarf við gróðrar- stöð Búnaðarsamb Austurlands á Eiðum sumarið 1907, en gerðist síðan kennarí við Búnaðarskólann að Hvanneyri árin 1908—10. Fór mikið orð af dugnaði Stefáns á þessum árum og fræknleik hans sem glímumanns. Að loknum þessum aðdraganda og undirbúningi að hinu eigin- lega ævistarfi Stefáns, hóf hann búskap á föðurleifð sínni. Stakka hlíð, þar sem hann bjó myndar- búi svo að segja alla tíð síðan og gerði garðinn frægan. Hann var ævilangt mikil stoð og stytta byggðarlags síns og íbúá þess — og ýmsum fleirum — á ótalmörgum sviðum embætt -isreksturs og félagslegra trúnað arstarfa, sem hér er of langt mál upp að telja. Maðurinn var merk ur félagsmálafrömuður, ekki sízt á sviði samvinnumála. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Austfjarða, stjórnarmaður og fé- lagsformaður þess í áratugi og löngum fulltrúi þess á aðalfund um S.Í.S. og var það sá vettvang ur, er fundum okkar bar saman á. Sýnir þetta m. a. hvers trausts samferðamanna sinna hann naut. Stefán var harðduglegur, ósérhlíf inn og ágætlega starfhæfur maður. Hann var fyrir nokkrum árum sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar í viðurkenningarskyni fyrir ótalmörg ábyrgðarstörf, svo sem hreppstjórn, formennsku í sóknar nefnd o. fl. sem hann hafði haft á hendi um óvenju langt skeið og sinnt af prýði. Stefán var rit- fær maður, mælskur vel á sinn hátt, skýr í hugsun og hamhleypa til verka. Heilsteyptari mann en hann var, getur varla. Þótt Stefán Baldvinsson væri svo vel af guði gerður, sem reynt hefir verið að gefa til kynna í þessum línum, er óhugsandí, að honum hefði mátt auðnast að koma öllu því í verk, sem hann sinnti, ef ekki hefði notið við til trausts og halds hinnar ágæt- ustu eiginkonu, sem jafnvel sjálf ur hann átti ekki nógu sterk viðurkenningarorð tíl að helga. Það var eftirlifandi ekkja hans, frú Ólafía Ólafsdóttir frá Króki á Rauðasandi, alsystir þeirra merku bræðra Sigurjóns Á. sjó- mannafélagsformann og alþm., og Stefáns bónda á Hvalskeri i Pat- reksfirði, sem báðir eru löngu látn ir. Þau Stefán voru gefin saman í hjónaband 23. okt. 1910. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, og eru þau þessi: Baldvin Trausti, nú afgreiðslumaður á Seyðisfirði, Kristbjörg, gift Ásmundi B. 01- sen kaupmanni á Patreksfirði, Síg; urður bóndi í Stakkahlíð —{ Ingibjörg, síðari kona Andrésar Andréssonar klæðskerameistara í Reykjavík — Ólafur vélfræðingur og forstjóri í Kaupmannahöfn — I-Iulda, gift Jóhanni Eðvaldssyni bónda á Þrándarstöðum í Eiða- þinghá — og Ásta, gift Magnúsí Steindórssyni bónda í Stakkahlíð. Öll bera börnin einkenni merkra ætta sinna og eru myndarfólk. Barnaþörn þeirra Ólafíu og Stef- áns eru komin á þriðja tug, en afkomendur allir talsvert á fjórða. Samvinnuhreyfingin íslenzka hefir notið þeirra bræðra Stef áns og Sigurðar heitins póst- meistara. Sá fyrrnefndi hóf ung ur merki hugsjónarinnar heima í héraði og bar það í önn dagsins hátt og djarft tii hinztu stundar. Sigurður kvað og gaf okkur „Söng samvinnumanna“ til hvatníngar. Þeir hafa þannig á myndarlegan og eftirminnilegan hátt lagt fram sinn skerf til þess að „styrkja trú og traust á lands- ins gæði“ í anda og á vegum sannrar samvinnu. Nú, þegar Stefán, þessi aldni, ógleymanlegi vinur minn er fall- inn í valinn, veít ég með vissu, að mörgum fleiri en mér finnst mikill sjónarsviptir að og skarð fyrir skildi. Nú merjast ekki leng ur ýmsir örðugleikar og vand- kvæði undan krafti magnaðs per- sónuleika Stefáns Baldvinssonar. Nú glymja salir ekki lengur af áhrifum smitandi fjörs hans og fyndni í bundnu máli og óbundnu. Nú er sá klettur fallinn, er mörg um skýldi í stormviðrum harðrar lífsbaráttu. Nú streymir ekki leng ur sú elfa, er í þungu straum- falli flutti frjómögn lífs og litar langt út yfir bakka sína BalÆvin Þ. Kristjánsson. frá Stéru Borg F. 24. des. 1888. D. 14. ág. 1964. j r .. i í dag verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu Guðmundur Pét- j ursson, fyrrum bóndi, sonur hjón- anna Elísabetar Guðmundsdóttur og Péturs Kristóferssonar, er lengi bjuggu rausnarbúi á stór- býlinu Stóru Borg í Víðidal. Önn- ur bör.n þeirra Elísabetar og Pét- urs voru Vilhjálmur, er fluttist ungur til Ameríku, Kristófer þjóðhagasmiður, sem lengi var bóndi á Litlu Borg, en er nú á Kúludalsá hjá dóttur sinni, og j Margrét húsfreyja á Stóru Borg, kona Aðalsteins Dýrmundssonar, en hún er látin fyrir skömmu. Eftir lát manns síns, sem mun hafa verið 1906, ef ég man rétt, bjó Elísabet áfram á Stóru Borg og veittu synir hennar búinu for- stöðu með henni, en 1911 leigði hún foreldrum mínum hálfa jörð- ina, og nokkrum árum seinna seldi hún þeim sinn jarðarhelm- inginn hvorum, föður mínum og tengdasyni sínum Aðalsteini Dýr- mundssyni, en hjá honum og dótt- ur sinni dvaldist hún síðan til æviloka. Ég kom kornungur að Stóru Borg og ólst því upp við hliðina á þessu fólki sem ýmist var á sama bæ eða næsta nágrenni. Þegar ég nú lít yfir farinn veg, þá er mér efst í huga hvað þau systkini og móðir þeirra voru ó- venjulega gott fólk, glaðvært og hjartahlýtt, sem öllu og öllum vildu gott gera. Þessa minningu mína um Elísabetu og börn henn- ar öll, vil ég láta koma fram, um leið og ég með fáum orðum minn- ist sonar hennar, Guðmundar, að leiðarlokum. i-Öúðmundur Pétursson var fæddur á Stóru Borg 24. des. 1888, og varð ráðsmaður hjá móð- ur sinni þegar hann náði fullorð- ins aldri. En árið 1917 þegar Guð- mundur var tæplega þrítugur, gekk hann að eiga Jakobínu Sig- urvaldadóttir frá Gauksmýri, og byrjuðu þau búskap á Litlu Borg í sambýli við Kristófer bróður Guðmundar, en ári síðar hófu þau búskap á eignarjörð Guðmundar, Refsteinsstöðum í Víðidal og bjuggu til ársins 1937 er þau fluttu norður í Fljót. Börn sín öll, sem eru 9 eignuð- ust þau meðan þau voru á Ref- steinsstöðum, og ólust þau öll upp hjá foreldrum sínum, nema 2 dætur, sem teknar voru í fóstur af vina- og vandafólki. Þetta var yfirleitt á erfiðum árum í fjár- hagslegu tilliti. Svokölluð kreppu ár voru á þessu tímabili, og síð- an komu fjárpestirnar með öllum sínum hörmulegu afleiðingum. Guðmundur var líka svo heilsu- veill, að segja má að hann gengi aldrei heill til skógar Má því geta nærri að oft hafi verið þungt undir fæti á barnmör'gu heimili. En árin liðu og allt blessaðist þetta vonum framar og börnin uxu úr grasi, myndarleg og mann- vænleg. Ég held að þeim hjón- um hafi orðið hin mesta stoð í óvenjulegri lífstrú og bjartsýni, sem þeim báðum var eiginleg í ríkum mæli. Jakobína er trúuð mannkostakona, lífsglöð og með svo mikið hugarjafnvægi. að aldrei sá ég henni bregða hvaða erfiðleika, sem að garði bar, Guðmundur Pétursson varð mikill hamingjumaður i fjöl- skyldulífi sínu Hann eignaðíst af- bragðskonu og hann eignaðist mörg börn. sem öll eru vel af guði gerð og hið nýtasta fólk. Og barnabörmn eru nú vís1 farin að nálgast 40, eða það minnir mig að hann segði mér með á- nægjusvip síðast þegar við sá- umst. Hann íeit því með gleði yfir farinn veg og mátti það sannar- lega að öllu samanlögðu, þótt oft blési á móti á vissu skeiði æv- innar. En ég get ekki neitað því, að ég harma það að hann gat að mörgu leyti ekki notið sín sem skyldiv á beztu árum ævi sinnar Hann var nefnilega umbótamaðui að eðlisfari, meiri heldur en al- gengt er, bæði í félagsleguni skilningi og í verklegum efnum Ég veit að þau árin, er hann bjó á Refsteinsstöðum, sveíð honum sárt að geta ekki gert jörðinni til góða eins og hugurinn stóð til, en litlu varð um þokað á kreppu- árum, ekki sízt þegar heilsuleysi’ bættist ofan á. Hann var líka afbragðssmiður ! eins og þeir bræður allir og gaf ‘ sig einkum að járnsmíði. Hann | braut mikið heilann um gerð ým iss konar búvéla, og ég verð að. segja að mér hefur oft fundizt hann komast í hugmyndum sín um furðu nálægt því, er síðar varð á vélaöldinni. Ekki veit ég fyrir víst hvað olli því að Guðmundur Pétursson bra búi á Refsteinsstöðum og flutii norður í Fljót, enda var ég ba sjálfur búinn að yfirgefa atthag ana fyrir nokkru- Sennilega hefur það verið vegna fjárpestanna sem þá herjuðu landið. Þar nyrðra bjó hánn fyrst á Nefsstöðum en síðar á stórbýlinu Hraunum, á- samt sonum sínum Vilhjálmi og Pétri. Þetta gamla höfuðból end- urreistu þeir feðgar af hinum mesta myndarskap, og ef ég þekki rétt. þá hefur Guðmundur Péturs- son notið sín þar bezt sem bóndi, þegar efnahagur og aðrar aðstæð- ur gerðu honum að lokum mögu- legt að koma umbótahugmyndum sínum til framkvæmda. Fyrir nokkrum árum fluttu þau Jakobína og Guðmundur alfarin að norðan, og settust að i Kópa- vogskaupstað og hafa búið þar síðan. Börn þeirra hjóna eru: Þrúður Elísabet gift Kristjám Stui'laugssyni kennara á Siglu frði. Ólöf María gift Guðmundi Jóhannssyni forstjóra á Litla Hrauni. Vilhjálmur bóndi Hraunum. kvæntur Jónínu Hall grímsdóttur, Pétur Kristófer Framh. á 15. síðu TÍMINN, miðvikudaginn 19. ágúst 1964 — 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.