Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 7
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Krisijánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. ínnan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Angus Nicholl, varnarmálafréttaritari: „STYRJOlDr VID AIIST- URSTRðND N-AMERlKU „Yfirboðin“ voru fullkomlega réttmæt! Ráðherrarnir voru fremur hógværir að vonum í út- varpsþættinum um skattamálin í fyrrakvöld. Játuðu þeir að skattaálögurnar væru langt um skör fram og töldu þurfa að gera gagngerar breytingar á skattalögunum og nefndu einmitt þær breytingar helztar, sem Framsóknar- menn höfðu flutt við meðferð skattalagafrumvarps rík- isstjórnarinnar 1 vor en stjórnarliðið felldi og kallaði „yfirboð og óábyrga stjórnarandstöðu “ Helztu tillögurn- ar voru um fulla leiðréttingu persónufrádráttarins til jafns við aukningu dýrtíðar, skattaþrepin væru fleiri og skattstiginn ekki eins brattur á miðlungstekjum, persónu frádráttur og skattstigar yrðu umreiknaðir árlega til samræmis við vísitölu framfærslukostnaðar, aukið skatta- eftirlit og svo framvegis. Þannig játuðu ráðherrarnir, að allar tillögur Fram- sóknarmanna í þessu máli hefðu átt við fullkomin rök að styðjast og verið réttmætar og gerræðið í skatta- álagningunni nú stafi af því að stjórnarliðið vildi ekki á tillögur Framsóknarmanna hlusta og felldi þær með tölu, án minnstu yfírvegunar eða athugunar á þeim. Þeir Gunnar og Gylfi reyndu hins vegar að skjóta sér á bak við það, að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram á síðasta þingi, að launamenn hefðu 70—100 þús. krónur í árslaun og einmitt sú tekjuhæð hefði verið gerð skattlaus eða skattlítil. Þarna höfðu ráðherr- arnir í frammi hinar svívirðilegustu blekkingar, sem verða á engan hátt til að auka tiltrú þjóðarinnar til þeirra, því í þessu felst beinlínis yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um það, að hún hafi enga hugmynd um hvern- ig kjörum þegnanna sé varið! Framfærslutekjur í hæsta skattþrepi! Sovézkra kafbáta verður síöðugl vart úti fyrir ströndum Kanada og Bandaríkjanna. Ég heimsótti nýlega stöðvar kanadíska Atlantshafsflotans. Þar var rætt um „stríðið", sem nú er háð úti fyrir ströndum meginlands Norður-meríku. Þar er ekki skipzt á skotum, en á hinn bóginn er þarna um að ræða stóran og raunveruleg- an þátt kalda stríðsins: Stöð- ugar tilraunir sovézkra kaf- báta til að komast óséðir í gegnum varnarkeðju Atlants- hafsbandalagsins á þessum slóðum, og geta þannig haldið sig á laun í hafinu við strend- ur Bandaríkjanna og Kanada. Þessar aðgerðir eru eins skýrt dæmi um hið kalda stríð Sovétveldisins og múrinn í Berlín. Sovétveldið reynir stöðugt að efla hernaðaraðstöðu sína alls staðar þar sem slíkt er unnt, án þess að eiga á hættu styrj- öld. Og auðsjáanlega væri það verulegur ávinningur fyrir það hernaðarlega séð, ef hægt væri að hafa t.d. kafbátaflota búinn flugskeytum skammt undan ströndum Bandaríkjanna án vitundar þeirra síðarnefndu. Þar með væri í raun réttri náð þeim árangri, sem brást á Kúbu, þ.e. að ógna Atlantshafs bandalagsríkjunum með kjarn- orkuárás á borgir Bandaríkj- anna og Kanada frá stöðvum, sem væru svo nærri, að útilok- að væri að koma við nokkrum vörnum. Það er verkefni þeirra bandarísku og kanadisku skipa og flugvéla, sem stöðugt halda uppi eftirliti á þessurn slóðum, að koma í veg fyrir að sovézkir kafbátar nái slíkri aðstöðu; að fylgjast nákvæmlega með ferð- um þeirra og vera til taks að mæta ógnunum þeirra, ef þörf krefur. — Eftirlitinu er haldið uppi nótt sem nýtan dag allt árið um kring. Kanadiskar og bandarískar flugvélar eru á þessu andartaki á flugi yfir hafinu í þessum tilgangi. Sovézkir kafbátar, sem fá bæði matvælabirgðir og eldsneyti frá svokölluðum fiskiskipum eða togurum — sem þó eru ekkert annað en hluti af Atl- antshafsflota sovézka sjóhers- ins — eru sífellt að reyna ný brögð og nýja tækni í von um að geta komizt óséðir ferða sinna. Þeir vita, að ekki er hætta á að ráðizt verði á kaf- bátana, nema ef styrjöld bryt- ist út. Ef hlutverkuim væri skipt, gætu viðbrögð Sovét- veldisins þó vel orðið önnur, a.m.k. ef dæma skal af misk- unnarlausum árásum þeirra á bandarískar eftirlitsflugvélar langt fyrir utan lofthelgi Sov- étríkjanna, en þær hafa þeir hiklaust skotið niður. Enns og málin standa nú, þá veit Sovétveldið, að fylgzt er •með ferðum kafbáta þeirra — og að gífurleg áherzla er lögð á að afla sem allra fullkomn- astrar vitneskju um, hvers hin- ir sovézku kafbátar eru megn- ugir. Sömuleiðis, að gera þeim ljósar hinar öflugu kafbáta- varnir Kanada og Bandaríkj- anna. Innan Atlantshafsbandalags- ríkjanna hvílir ekki minnsta hula yfir því hlutverki, sem 400 kafbátar sovézka flotans gegna í hernaði Sovétveldis- ins. Þeir hafa grundvallarþýð- ingu fyrir getu þess til að leggja út í kjarnorkustyrjöld. Ef til styrjaldar kæmi, yrðu sovézkir kafbátar og tundur- dufl notuð til hins ýtrasta í viðleitni þeirra til að skera á samgönguæðar og birgðaflutn- inga vestrænu ríkjanna yfir hafið. Sum þeirra tækja, sem nauðsynleg eru til aS unnt sé aS fylgjast meS neSansjávarferSum kafbáta, eru mjög fyrirferSarmikil. Hér er horft framan á flugvél búna slíkum tækjum. Framsóknarmenn lögðu á það áherzlu í málflutningi sínum, að vinnuþrælkun væri orðin alvarleg meinsemd í íslenzku þjóðfélagi. Launamenn hefðu 70—100 þús. króna árslaun fyrir 8 stunda vinnu alla virka daga árs- ins. Framfærslukostnaður og þá ekki sízt húsaleiga og húsnæðiskostnaður hefði vaxið svo gífurlega, að engin von væri til að menn gætu dregið fram lífið af tekjum af dagvinnu og því yrðu menn að ieggja á sig ofboðs- lega eftirvinnu til að hafa nægar tekjur til að framfleyta f jölskyldu sinni. Það er einnig • komið á daginn, að Framsóknarmenn höfðu hér rétt fyrir sér og af skatta- álögunum nú sést gjörla hve launamenn hafa lagt á sig mikla eftir- og næturvinnu til að sjá sér og fjölskyld- um sínum farborða. Framsóknarmenn sögðu á þingi, að vegna þessa ástands væri Ijóst, að menn yrðu að nera þungar skattabyrðar af beinum framfærslutekjum sinum og þær myndu í mörgum tilfellum lenda í hæsta skatt- þrepi. Nú játa ráðherrarnir að þetta var rétt þótt mann- dómur þeirra sé ekki meiri en svo, að þeir reyna að beita vísvitandi blekkingum til að sýkna sjálfa sig og láta að því liggja, að eiginlega sé það málflutningi stjórnar.gsdstöðunnar að kenna að lögin urðu eins og þau eru. Og síðan bíta þeir höfuðið af skömminni með því að neita um allar leiðréttingar í ár. Rússneskur kafbátur. Myndtn er tekln á norðanverðu Atlantshafi. I TÍMINM, miðvHtudagion 19. ágést 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.