Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.08.1964, Blaðsíða 15
FRÉTTIR AF LANDSBYGGÐINNI ÞB-Kópaskeri, 18. ágúst. Fyrri slætti er alls staðar lokið hér í kring og nýting heyja hefur verið mjög góð. Nokkrir voru byrjaðir á seinni slætti, en nú hefur tíð breytzt, þó ef til vill sé ekki hægt að segja, að komin sé ótíð. í morgun var hér aðeins tveggja stiga hiti, en ekki snjóaði eins og á Siglufirði, 'enda fjöllin ekki há. Menn hafa talað um það hér, að þeir muni ekki jafnmikinn mun Á júlí-mánuði eins og hann var í sumar og svo í fyrrasumar, en þá var með eindæmum kalt og slæm tíð. í sumar var aftur á móti hlýtt og ágætis tíð. FZ-Hóli, Svarfaðardal, 18. ágúst. Sumarið hefur verið gott og hey skapur mjög vel á vegi, enda hef ur veður verið sérlega hagstætt, en þó hefur verið nokkuð skúra- samt í dalbotninum. Hey hafa yfir leitt ekki hrakizt heldur náðst Lézt í gær EJ-Reykjavík, 18. ágúst. Síra Jósef Hacking, prestur í Landakoti, andaðist í morgun, 45 ára að aldri. Hann hafði legið á Landakotsspítala undanfarna sex mánuði. Hacking var hollenzkur að ætterni, en hafði dvalizt hér á landí í éin 18 ár. ÍÞRÓTTIR Framhald af 5. síðu. — eins og góðum fyrirliða sæmir — tókst með góðum spretti að vinna upp muninn og sigra. Tími 3:06.8 mín gegn 3:07.1 mín. Það kom mjög á óvart, að Bret- inn Alsop sigraði í þrístökki og setti brezkt met — en þess má geta, að Schmidt keppti ekki. MINNINC Framhald af 12. síðu. bóxidi á Hraunum, kvæntur Rósu Pálmadóttur, Sigurvaldi Sigurður, pípulagningamaður í Kópavogi, kvæntur Guðbjörgu Björgvinsdótt- ur, Steinunn Jósefína, býr í Reykjavík, gift Baldri Kristian- sen pípulagningameistara, Sigur- björg Sigríður, húsfreyja á Öxl í Þingi, gift Svavari Jónssyni bónda, Jón Unnsteinn, pípulagn- ingamaður í Silfurtúni, kvæntur Elínbjörgu Kristjánsdóttur, Fríða Klara, búsett í Kópavogi, gift Páli Valmundssyni bílstjóra. Og nú kveð ég þennan vin minn frá æskuárunum, hinztu kveðju tneð kærum þökkum fyrir öll okk ar samskipti. Ég veit, að öllum samferðámönnum hans mum fara eins og mér, að hugsa hlýtt til hans að leiðarlokum og finna, að þar er góður maður genginn. Konu hans, börnum og ættingj- iim öllum, sendi ég innilegar sam- fiðarkveðjur. Guðm. Tryggvasca. inn og spretta hefur verið vel í meðallagi í sumar, og ekkert kal var í túnum í vor eftir góðan vetur. Framkvæmdir í byggingamálum eru ekki mjög miklar í ár. Verið er að byggja tvær hlöður og eitt fjós, en íbúðarhús eru engin í byggingu, en þau eru líka yfirleitt í góðu ásigkomulagi, aftur á móti vantar nokkuð af útihúsum. Nokk uð er um nýræktir, og bæta menn alltaf dálitlu við á hverju ári, þó það sé mismikið. Veðráttan hefur leikið við land búnaðinn og margir bændur eru búnir að hirða fyrri slátt og sum- ir byrjaðir að. slá aftur. FZ-Hóli, Svarfaðardal, 18. ágúst. Hestamannsfélagið Hringur hélt kappreiðar síðasta sunnudag hjá Ytra Garðshorni og voru þær vel sóttar. Þetta er í þriðja eða fjórða skiptið, sem félagið efnir til kappreiða, enda er mikill áhugi ríkjandi um hestamennsku meðal yngri sem eldri manna hér í kring. Mesti góðhesturinn í góðhesta- keppninni var Jarpur, Ármanns Gunnarssonar á Dalvík, en þarna fór fram góðhestakeppni auk þess sem keppt var í brokki, tölti, skeiði og stökki. Kappreiðarnar fóru fram á túni, en nú er verið að byrja á skeiðvelli á vegum félagsíns. AS-Ólafsvík, 18. ágúst. Heyskapur hefur gengið vel, en ágúst breytti öllu um gang hans, enda hefur það sem liðið er af ágúst, verið sérlega gott. Geysi- mikil umferð hefur verið hér af ferðamönnum, einna líkast því, sem er í Austurstræti. Fólk fer mikið hringinn fyrir Qlafsvíkur Ennið, og nú bætist berjafólkið við ferðamennina, og er mikið af því, þar sem alltaf er mikið um ber á Snæfellsnesi. HREINDÝRIN Framnald af 1. síðu. sem veiðitíminn er þegar byrjað- ur, og' verður veiðileyfum því út- hlutað eins og venjulega. Aftur á móti bendir allt til þess, að hrein dýrastofninn hér fyrir austan verði algjörlega friðaður á næsta ári, — sagði Egill Gunnarsson, hreindýraeftirlitsmaður. Forsætisráðh. ræddi við Johnson Johnson forseti tók á móti for sætisráðherra Bjarna Benedikts syni á hádegi í dag í Hvíta húsinu. Forsetinn þakkaði hlýjar móttök ur á s. 1. hausti, lét í ljós aðdáun sína á íslenzku þjóðinni og kvaðst meta mikíls vináttu íslendinga. Forsætisráðherra þakkaði vinsam leg ummæli, og þann sóma sem íslandi væri sýndur. Forsetinn og forsætisráðherra ræddust við í hálfa klukkustund, og snérust viðræður þeirra um almenn mál. Thor Thors ambassador var í för með forsætisráðherra. Utanríkisráðherra í Helsingfors íslenzku utanríkisráðherrahjón in komu í opinbera heimsókn til Helsingfors laust eftir kl. 11 í dag. Ainbassador Árni Tryggva son og frú voru með í förinni. Á flugvellinum tóku á móti þeim Hallana utanríkisráðherra, amb- assador Finna á íslandi og fleiri háttsettir embættismenn. ^ Utan- ríkisráðherra Guðmundur í. Guð- mundsson átti viðtal við frétta- menn útvarps og blaða við kom- una. Eftir borðhald ræddi utan- ríkisráðherra við Hallana utan- rikisi'áðherra, Ottinen varaforsæt isráðherra og Mattila viðskipta- málaráðherra. Siðan var farið í hringferð um Helsingfors. Traktorarnir eru 200 Sú villa slæddist inn í blaðið í gær að tegundai'heiti traktorsins er getið var um á baksíðunni, var sagt vera Farmall 200 B 414, en á að vera Farmall B 414, Aftur á móti er þetta tvöhundraðasti ti'aktorinn af þessari gerð sem Véiadeild SÍS hefur selt. Leið- réttist þetta hér með, og eru hlut aðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. VIRKJUN LAXÁR Framhald af 16. siðu. áfanga virkjunar Laxár við Brúar, en heildarvirkjun Laxár yrði full nýtt á árunum 1985—1990 og tel ur Sigurður ólíklegt, að hægt verði að fullnægja orkuþörf Norð ur- og Austurlands ódýrar en við Brúar, ef virkjað er fyrir al- pienningsnotkun eingöngu. LANGT í HRINGVEG Framhald af 1. síðu. ará, væri sagan önnur. Rey.islan hefur sýnt að hlaup kemur í ána á fjögurra ára fresti, og öll sól- armerki benda til þess að hlaups ipeei vægta í. ár eða snernma á næsta ári. Þegar hlaup er í ánni, belja þar fram þetta 10—15 þ/s-' und rúmmetrar af vatni, og þau mega vera sterk mannvirkin, sem þola eiga allau þann beljanda. Það virðist því ekki fyrirsjáan- legt, að fslendingar geti farið landveg allt í kringum landið í næstu framtíð, en sem tilbreyt- ingu frá hinum venjulegu þjóð- vegum má benda á Sprengisands- leið norður í land. SYSTIR UASTRO Framhald af 1. síðu. bróðir hennar Castro, vissi um, hvers konar starfsemi hún ræki, en skorti allar sannanir. Hún neit- aði hins vegar afdráttarlaust, að bandaríska leyniþjónustan hefði hjálpað henní til að komast brott frá Kúbu. Þá sagði ungfrúin, að um 400. 000 manns hefðu flúið frá Kúbu, síðan Castro, bróðir hennar, kom til valda og í fangelsum á Kúbu sætu nú milli 70 og 80 þúsund pólitískir fangar. Það ríkir enn ógnaröld á Kúbu og skotum er hleypt af sagði Juanita Castro í lok blaðamannafundarins. BORGARSTJÓRNARMENN LAXASEíÐI Framhald af 2. síðu. undir borginni frá járnbrautar stöðinni inn í miðborgina, og ráð gert er að síðar verði aukið við og tengist kerfið þá neðanjarðar brautum, sem fyrir eru á stöðvum við Majorstue eða Þjóðleikhúsið. Sá áfangi neðanjarðarbrautarinn ar, sem nú er unníð að og fullbú- inn verður á næsta ári, mun kosta um 400 milljónir norskra króna. f umræðum um fjármál borg arinnar kom fram, að Osló styrkir þrjú leikhús í borginni með 5 millj. norskra kr. alls og leggur auk þess tvær milljónir til óperu og hlj ómlistarmála. í borgarstjóm Oslóar eru 85 borgarfulltrúar. Þar af hafa Jafn aðarmenn 39 fulltrúa og mynda meírihluta í borgarstjórninni með Þjóðflokknum, sem hefur 4, og kommúnistum, sem hafa 1. Aðrir flokkar í borgarstjóminni eru íhaldsmenn með 35 fulltrúa, Kristilegi þjóðflokkurinn með 3, Frjálslyndir með 3. í borgarráði eiga sæti 21 fulltrúi, og í undir nefnd þess 5 fulltrúar. Hínir norsku gestir munu skoða borgina og ýmis fyrirtæki hennar í dag en ferðast um Suðvestur- land á morgun og föstudag. LAUS LÆKNISHÉRUÐ Framhald af 16. píðu. Konráð Sigurðsson hefur verið hér héraðslæknir á annað ár, en í vor fluttist hann til Raufarhafn ar, þar eð enginn læknir var þar, og oft er mikil þörf fyrir lækní yfir síldarvertíðina. Konráð er nú á förum suður í vertíðarlokin, þar sem hann mun ljúka námi. Þegar Konráð fer verða bæði lækn ishéruðin læknislaus. Kópaskers- og Raufarhafnar- læknishéruð ná til um 1200 manns samanlagt. Á báðum stöðunum er ágætis aðbúnaður fyrir læknana, og læknisbústaðir góðir. Auðvelt er að komast um þessi héruð, nema ef vera skyldi hluta úr vetri, þegar helzt er að vænta stijóa. HÉLT DAGBÆKUR sögunni. Landsbókasafnið hefir starfað á sama stað í rúmlega hálfa öld, húsið er enn borgar- prýði, en orðið alltof lítið til að fullnægja þorfum Landsbóka safns og Þjóðskjalasafns. — Eina lausnin í bili virðist vera sú að fá safninu til umráða gott geymsluhúsnæði utan safnhússins . . . Þetta þolir enga bið, segir landsbókavörð? ur. Þrengslin í húsinu skapa svo mikla örðugleika, að ekki verð- ur lengur við unað. Um dagbækur Magnúsar Krístjánssonar smiðs í Ólafs- vik .varðveittar í Landsbóka- safni, segir Lúðvík -Kristjáns- son m.a. í árbókinni: — Dag- bækur Magnúsar byrja á nýj- ársdag 1894 og lýkur 7. apríl 1963, svo að á skortir fáa mán- uði til þess að þær nái yfir 70 ára tímabil. . . . Sem heim- ildarrit hafa dtgbækurnar langmest gildi fyrir sögu Ól- afsvíkur. Þar myn vikið að flestu því markverðasta, er gerzt hefur í þit-pinu í rösk 60 ár. En auk þe<is geyma dag- bækur Magnúsar fjölmargar frásagnir af fólkí og atburðum í nálægum sveiílxm og þorp- um. H Dagbækur Magnúsar eru í 17 bindum, en í átjánda bind- inu er stutt æviágrip hans, formáli að dagbókunum ásamt lykli að helztu viðburðum. Þar segir hann: „Ég hef loks kom- izt að þeirri niðurstöðu, að bezt mundu þær geymdar í Lands- bókasafni, og geri ég því þá ráðstöfun, að þær fari þangað, þegar ég er dáinn.“ Börn Magnúsar afhentu Landsbókasafninu dagbækurn- ar skömmu eftir lát hans. Framhald af 16. síðu. nokkrum árum voru sett smáseiði í ánna, en þau hafa ekki komið fram. Fossar sjá um veiðidaga í ánni og eru leyfðar í henni fimm stang ir á hverjum veiðidegi. í Svarfað- ardal hefur verið starfandi Fiskí- ræktarfélag Svarfdæla, en svo að segja allir ábúendur í Svarfaðar- dalshreppi eiga veiðirétt í ánni. TRULOFUNAR HRINGIR^ ^AMTMANN SSTIG 2 HALLDÓR KRISTINSSON gullsmigur. — Síml 16979. EIMftEfÐfJf Askriftarsími 1-61-51 Pósfhólt 1127 Reykjavk. Til sölu Hæð við Rauðalæk 6—7 herb. Hálf húseign í Vesturbænum. 4 herb., eldhús og bað á 1. hæð, sér inngangur, sér hitaveita. 1 herbergi og eld- unarpláss í kjallara. Bílskúrs réttur. 1. veðréttur laus. 2ja herbergja íbúð við Mið- bæinn. 3ja herbergja íbúð við Mið- bæinn. 2ja herbergja jarðhæð við Blönduhlíð. 3ja hcrbergja hæð við Grett- isgötu. 4ra herbergja hæð á góðum stað í Kópavogi. Hæð og ris í Túnunum alls 7 herbergi. 3ja herbergja íbúð í Kvistþaga. 5 herbergja 1. hæð í miðbæn- um. Steinhús. Einbýlishús með verkstæðis- húsi á lóðinni. Einbýlishús í smíðum á völdum stað í Kópavogi. Fokhelt 2ja íbúða hús í Kópavogi. 5 herbergja íbúð í Laugarásn- um. 4ra herbergja íbúð í sambýlis húsi. Einbýlishús í Kópavogi.. Útb. 180 þús. 3ja herbergja jarðhæð á Sel- tjarnamesi. 3ja herbergja íbúð í Skerja- firði. 5 herbergja ris við Lindar- götu. Einbýlishús á eignarlóð við Mið bæínn. Rannveig Þorsteinsdóttir, hæstaréttarlögmaður, Laufásvegj 2. Sími 19960 og 13243. Innilegar þakkir fyrlr auðsýnda vlnáttu og samúð við andlát og iarðarför föður okkar Jóhannesar Friðbjarnarsonar, Brúnastöðum Sigríður Jóhannesdóttir Ólafur Jóhannesson j Eiglnmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir og afl Viktor Guðnason frá Flatey á Brelðafirðl andaðist 5. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju flmmtu* daginn 20. ágúst kl. 10.30 árdegis. Athöfninnl f kirkjunnl verður útvarpað. Jónína Ólafsdóttir Ingólfur Viktorsson Ottó ViktorSSOh Krlstrún Grímsdóttir og barnabörn. % i M I N N, miðvikudaginn 19. ágúst 1964 151

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.