Vísir - 01.02.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1945, Blaðsíða 2
V I S 1 R rimmtudaginn t. fcbrúar 194~) mnkainum a vepm forgangsrétí. Fcreign Economic Admin. istration, Washington, sem hefir umsjón með útflutn- ingsverzlun Bandaríkjanna, gaf út 26. desember síðast liðinn svohljóðandi tilkynn- ingu: „Margar skýrslur frá ýms- um erlendum þjóðum hafa gefið til kynna, að ríkisstjórn Bandarikjanna sé þess hvetj- andi að vörur séu keyptar í stórum slil í Bándarikjunum fyiár milligöngu innkaupa- nefnda erlendra rikisstjórna, frekar en að vörukaupin séu gerð samkvæmt venjulegum verzlunarleiðum. Slíkar skýrslur eru ekki í samræmi við staðreyndir »g eru i mót-1 sögn við yfirlýsta og fram- kvæmda stefnu ríkisstjórnar, Bandaríkjanna. Fyr'irmæli frá War Mobil- ization Committee hafa sér- slaklega falið Foreign Econo- mic Administration að „haga þannig eflirliti sínu, með lil- Iiti til hernaðarþarfa, að-hægt sé að lialda við og ef'ia cin- staklings-verzhm og vernda viðskintaaðstöðu Bandaríkj- anna.“ í samræmi við þessi fyrir- mæli iiefir Foreign Economic Administraíion ekki gefið og mun ekki gefa nokkurn for- gangsrétt, eða hærri fram- Ieiðsluleyli, á útflutnings- beiðnum erlendra innkaupa- nefnda en beiðnum frá ein- stökum verzlunarfyrirtækj- um, þegar um er að ræða svipaðar vörutegundir sem'á að nola í saina augnamiði". Samkvæmt þessu er ljóst, að einstök verzlunarfirmu hafa alveg sörnu aðslöðu lil að kaupa vörur í Bandaríkj- unum og opinberar innkaupa- nexnrtir riiíisstjórna. Er því sýnilegl að ekkert er lengiíf unnið við það að halda uppi innkaupum á venjulegum verzlunarvörum fyrir milli- göngu Innkauþanefndar ikis- ins í New York. Húnvetningafégagjð gengst fyrir úfgáfu tveggja stórra ritsafna. Dr. Jón Jóhannesson er ritstjóri beggja ritsafnanna. Húnvetniirgafél. í Reykja-1 vík hefir nú starfað um 9 ára! skeið. Höfuð viðfang-sefni þess er útgáfustarfsemi og að efla kynningu bæði meðal fé- laganna innbyrðis svo og' milli félagsmeðlima og sýslu- búa. Vísir hefir fengið upplýs- ingarum starfsemi og lilgang Húnvetningafélagsins hjá formanni þess, Sigfúsi Hall- dórs frá Höfnum. Hefir hann tjáð hlaðinu að félagar muni nú vera samtals 350—400. Svo sem að ofan getur er útgáfustarfsemi i sambandi við menningu, lýsingu og sögu héraðsins eitt höfuð- verkefnið i starfsemi félags- ins. Hefir vcrið ákveðið að gefa út tvennskonar ritsöfn. Ann- að ritsafnið ber heildarheitið „Húnaþing", en liitt er hér- aðssaga, sem væntanlega verður i nokkurum hindum. Af hinu fyrrnefnda ritsafni, „llúnaþing“, er komið út eitt bindi, er bar undirtitil- inn „Brandsstaðaannáll“. — Hann kom út fvrir nokkur- um árum og er hið merkasta rit. Dr. Jón .lóhannesson sá um útgáfu hans, cn hann hef- ir nú tckið að sér aðal rit- stjórn heggja ritsafnanna. í „Húnaþingi“ mun verða gef- ið út annað það, sem til lell- ur af þjóðlegum fróðleik i sérhverri mvnd. Svo fljótt sem tölc verða á mun verða bynjað á útgáfu héraðssögunnar, cn vegna hernaðarástandsins og brolt- flutnings skjalásafnsins hefir reynzt erfitt að afla nauðsyn- lcgra gagna. Byrjað mun verða á landnámssögunni og mun dr. Jón Jóliannesson skrifrf hana. í þessu sambandi má gcta jiess, að norður í Ilúnavalns- svslu er starfandi félag, „Söngfélag Húnvetninga“y sem hefir útgáfustarfsemi á slefnuskrá sinni. Verður að sjáffsögðu reynt að hafa samvinnu við það um þessi mál. Hér í Reykjávík hefir vér- ið stofnaður sérstakur út- gáfusjóður til ])ess að stand- ast straum af útgáfukostnað- inum. Var Sigfús Bjarnason slórkaupmaður forgöngu- maður að þessari sjóðsstofn- un og befir nú safnazt all- álitleg fjárliæð. Er sérstök söfnunarsjóðsnefnd starf- andi innan Húnvetningafél. og ciga sæti í henni Sig- fús Bjarnason stórkaupm., Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur og Guðmundur Tryggvason framkvæmda- stjóri. Á fyrstu árum Húnvetn- ingaféíagsins var blandaður kór stofnaður innan þess. Nú starfar kórinn.orðið sem sjálfstætt félag, og er kom- inn i Landssamband bland- aðra kóra. Formaður er Sig- urgeir Albertsson trésmiður, en söngstjóri Ragnar Björns- son frá Hvammstanga. Auk þess sem að ofan greinir gengst Húnvetninga- félagið fyrir örnefnasöfnun, visna-, ])jóðsagna. og munn- mælasöfnun heima í hérað- inu, m. a. í sambandi við út- gáfustarfsemina. Stjórn félagsins ski])a: .Sig- fús Halldórs frá Höfnum, formaður; Jónas B. Jonsson fræðslufulltrúi, ritari; lvarl Halldórss. tollvörður, gjald- keri og meðstjórnendur Sig- uður Sigurðsson berklayfir- læknir, dr. Halldór Pálsson, Iíjörtur Jónsson kaupmaður og dr. Jón Jóhannesson. Berklaskoðunin. í gær komu til skoðunar 320 manns af Njálsgötu og Grettis- götu. í dag eiga ibúar að mæta til skoðunar, sem búa við Gretl- isgötu. Bærinn Saurbær í Eyjafirði brennur. ÚSfös móðui bóndans áttl a§ fara fram sama dag. í gær brann lil kaldra kola bærinn Saurbær, Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði. Elldurinn kom upp i þaki hússins, líldega út frt\ reyk- háfi, en ekki er vitað nánar um upptökin. Fólk allt var úti við eða niðri í húsinu og varð ekki eldsins vart fyrr en allt var orðið um seinán. Símað var til Akureyrar eftir hjálp, og hrugðu menn úr síökkvi liði bæjarins skjótt við með dælur og annan út- hérnað, en fengu ekki að gert vegna vatnsskörts og annara erfiðleika við slökkvistarfið. Húsið brann að grunnl, svo að eftir standa aðeins herir steinveggir, sem hlaðnir höfðit verið i undirstöðu. Auk hóndans á hænum og fjölskyldu lians bjó á efri bæð hússins fjölskylda af Akureyri og mun hún liafa missl allt sitt, sem liún álti þarna, því að ekkert bjarg- aðist af efri hæð hússins. Húsmunir af neðri hæðinni björguðust að mestu levti. Bóndi að Saurbæ er Daniel Sveinhjörnsson og hittisl svo, á, að útför móður hans átti að fara fram þennan dag, sem íbúðarliús lians hrann. Jarðarförinni var af eðlilég- um ástæðum frestað, en jarðarfarargestir, sen) komn- ir voru, sneru sér að slökkvi- starfinu, þótt þeir fengju lit- ið að gcrt. Þrír umsækjend- ur um slöhkviliðs- stjérastarfið. Eins og mönnum er kunn- ugt var slökkviliðsstjóra- starfið auglýst laust til um- sóknar á síðastliðnu hausti, og var umsóknarfrestur út- runninn í dag, 1. fabrúar. Þrjár umsóknir hafa bor- izt um starfið og eru um- sækjendur þessir: Karl Bjarnason, settur slökkvi- liðsstjóri, Gunnar Bjarnason yerkfræðingur og Jón Sig- urðsson verkfræðingur. Bifreiðastjórar á Ak- ureyri segja upp samningum. f síðustu viku héldu bif- reiðast.jórar á Akureyri aðal- fund sinn. Var þar samþykkt að segja upp samningum við atvinnu- rekendur með þriggja mán- aða fyrirvara, miðað við 1. fehrúar. Formaður félags hifreiðastjóra á Akureyri er nú Þorsteinn Svanlaugsson. Sekk i einkennisbún- ingi aí sjéliða ©g ék ölvaður. f gær kvað sakadómari upp dóm yfir manni fyrir að aka bifreið, réltindalaus og ölvaður, og fyrir að ganga i einkennisbúningi af sjóliða. Maður þessi var dæmdur í 30 daga fangelsi. Loftleiðir hefir ílogið 6706 km. í janúar. Loftleiðir h. f. hefir sam- ‘a)s flogið 6700 km. í janúar- mánuði s. 1. Flugferðir voru samtals 33, og klukkust. i lofti voru >2. Mesl var flogið til Vest- f.jarða. Flullir voru 122 far-' ];egar, 988 kg. af flulningi og 601 kg. af pósti. Af þeim 33 flugferðum, sem Loftleiðir h.f. fór í janú- armáiiuði voru 1 þeirra gjúkraferðir. Yíirvinna, nætur- og helgidagavinna lækkar hjá hiireiða- verkstæðum. Verðlagsnefnd hefir ákveð- ið að lækka hámarkstaxta í yfirvinnu, nætur- og helgi- dagavinnu hjá bifreiðavið- gerðarverkstæðum. Er þelta beint framhald áf þeirri ákvörðun sem Verð- lagsnefnd tók á sinum tima um vfirvinnu-, næturvinnu- og helgidagsvinnutaxta í vél- smiðjunum. Að því er verðlagsstjóri hefir tjáð Visi, er nú komið að því að breyta öllum á- lagningarskalanum á vinnu, þannig að hverfa frá Tiundr- aðshlutatölu i ákveðna upp- hæð, miðað við ákveðna ein- ingu. Mega verkslæðin reikna sér ákveðna álagningaruppliæð á hverja klukkustund, og er upphæð þessi hin saina hvort sem unnið er -að nóttu eða degi, helgum degi eða virk- um. Áðui' liafa vérkstæðin reiknað sér álagninguna lilul- faUslega við kaupgjaldið. Er hér því um all verulega lækk- un á álagningu kaupgjalda að ræða í yfirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu. Prentvillur tvær slæddust inn í grein Sigurjóns á Álafossi i blaðinu i gær. Hafði fallið niður orðið „nema“ á einum stað, en afl- ast í greininni stóð fjöru- krossinn i stað „tjöru“kross- inn“. Amerísk kjólfót og vetrarfrakkar fyrirliggjandi í miklu úrvali. Framkvæmum allar mmniháttar breytingar, ef með þarf. TCKISUtffií cINSRSSÖN. otsala. Næstu daga gefum við mikinn afslált af Kjólum Kápum Sloppum Náttfötum Undirfötum o. m. fl. VERZLUNIN VALHðLL Lokastíg 8. Gnmubúmngaeíni í yfir 20 litum. — Einnig GRÍMUR. Verzlunin ÞÓRELFUR Bergsstaðastræti 1.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.