Vísir - 09.05.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 09.05.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaffinn 9, mai 1945. VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Friðnr. ■Jjungu fargi er létt af mönnum. Friður er * komiun á í Evrópu. Engin þjóð hefir sloppið við ógnir ófriðarins, þótt þær hafi ekki tekið þátt i styrjöldinni i orði kveðnu. Jafnvel íslenzka þjóðin lief-ir fært þungar fórn- ir beint og óbeint. Manntjón þjóðarinnar af völdum ófriðarins er æðimikið, og sízt minna en þeirra þjóða, sem barizt hafa á vígvöllun- um, ef miðað er við hlutfallstölu. Allt er þetta liðið hjá, en nú verður hver þjóð að færa fórnir í þágu friðarins. Island var hrenumið í upphafi ófriðarins. Síðar naut það herverndar. Þjóðverjar lýstu yfir því, að landið og allt umhverfi þess væri hernaðarsvæði. Þrátt fyrir það hefir ekki komið hér til bcinna hernaðarátaka milli hinna stríðandi aðila. Stríðinu er lokið. Nú er að -skyggnast um öxl. Verður þá fyrst fyrir að þakka allt það, sem vel hefur verið gert. Her- nám Islands fór fram án allra hermdarverka. Herverndin hefur verið svo að segja árekstra- laus. Ifvorttveggja þetta ber að þakka. Hver cinstaklingur i brezka hernámshernum kom svo vel fram, að ekki verður betra vitni borið um brezka þjóðarmenningu. Sama má segja um ameríska liðið, sem hér hefur dvalið. I upphafi voru menn kviðafullir, vegna dvalar Friðnz. Friðm. Friðui í Eviópu. Þetta er það, sem gagntelcur hug olckar allra nú, á þessari stunda. Og Jmg milljóna manna um allan heim. Kirkjuklukkurnar hljóma í dag um löndin sem merki Jfess fagnaarð, er tengir menn saman á þessari óglegm- anlegu hátíðarstundu. Danmörk frjáls. Holland frjálst. Þessar fréttir bárust sem eldur í sinu fyrir rúmum þrem dögum. Endurheimt frelsis Dana, sem við höfðum lifað svo lengi í sambýli við, hreif olclcur næstum því eins og riinnið hefði upp okkar eigin frelsisstund. Menn tókust í hendur hljóðir eða með fagnaðarbros á vörum. En brátt leitaði hugurinn ósjálfrátt til hinnar frænd- þjóðarinnar, Norðmanna. Við lögðum með óþolinmæði fyrir sjálf olckur spurninguna: „Hvenær?“ Biðin varð elclci löng, sem betur fór. Aftur er það eins og við lif- um okkar eigin frelsisstund. Og fögnuður oklcar verður enn meiri við hugsunina um að þessar frændþjóðir oklcar hafa vaxið við raun- irnar og þrautirnar, sem þær liafa orðið að þola. Á sama hátt samfögnum við öllum hinum vinaþjóð- unum, sem hafa barizt hetjubaráttu og þolað hverskon- ar raunir með þrelci og festu. Við minnumst þess jafn- framt með þakkarhug, með hvílikumb drengslcap < prýði herverndarþjóðir Islands hafa unnið það vanda- sama starf. • • Þótt vinaþjóðir okkar eigi ennþá í baráttu á fjar- lægum Kyrrahafsvígslóðum, er það trú okkar og von, að þeirri baráttu sloti mjög bráðlega. Við drúpum höfði í lotningu fyrir þeim, sem hafa fórnað lífi sínu svo sigurinn mætti vinnast. Þar lcoma og synir og dætur okkar fámennu þjóðar við sögu. Er við nú vottum frænclþjóðum og vinaþjóðum okk- ar, öllum sameinuðu þjóðunum, innilegustu scimfagn- aðaréskir ókkar, þá koma þær frá dýpstu hjartarólum olckar allra. Þær fela um leið í sér þakkarhug fyrir það, sem þær hafa strítt og þjáðst í baráttunni fyrir þeim hugsjónum, sem við íslendingar teljum okkar eiga sam- eiginlega með þeim. En samnefnari þeirra hugsjóna er það, sem mest er í heimi: k æ r l e i lc u r i n n. Því fögnum við öll sigrinum og friðinum. Fomgismeim bandamama haida ræður. Friðarixts minnzt um allast heim. hins erlenda liðs í landinu. Þurfti ekki mikið úa af að bera, til þess að alvarlegir árekstrar yrðu. Allt hefur þetta farið á annan veg og hinn heppilegasta. Ber að þakka það bæði Is- lendingum og hverjum einstakling í hinu er- lenda liði, en þó fyrst og frcmst foringjum þeim, scm hér hafa dvalið og sýnt fullan skiln- ing á aðstöðu íslenzku þjóðarinnar. Víst er það, að hefðu þessir menn ekki beitt fullu umburðarlyndi, hefðu markskonar árckstrar orðið óumflýjanlegir, en til þess kom ekki. Ber að þakka þetta sérstaklega öllum aðilum, scm Hér eiga hlut að máli. Er hernám landsins fór fram og síðar, er herverndin kom til greina, gáfu Brctar og Bandaríkjamenn ákveðin loforð um að Jcalla heri sína héðan, strax er því yrði við komið af öryggisástæðum. Rekur nú að þessu fyrr en varir, en þess er að vænta, að sambúðin Aærði svo góð hér eftir, sem hún hefur verið hingað til. Minnumst þess, að við höfum vefið ú hættusvæði, og ef til vill hefur háskinn verið nær, en margan hefur grunað. Til þess haf'a varnir verið öflugar i landinu, að afstýrt yrði yfirvofandi Iiáska, enda má það hverjum manni vera ljóst, að Island er og verður hern- nðarlega mikilvægur staður, þótt framtíðin heri vonandi engar ófriðarógnir í skauti sér. Friður, — friður, — friður í Evrópu, mælli íorscti Islands í gær. Þetta er fagnaðarboð- skapur til hrjáðs mannkyns og einhver hinn ■dýrlegasti, sem fluttur vcrður. Ógnir ófriðar- ins eru að baki i þessari hálfu heims, en þrátt íyrir það er hildarleilcnum enn ekki lokið. Alikið og erfitt verkefni bíður framundan íyrir þær þjóðir, sem háð hafa til þessa hörð- ustu baráttuna, þannig að henni ljúki scm i'yrst og án tilfinnanlegs tjóns, sem þó vérður oumflýjanlega alltaf eitthvað. Friður, — frið- úr, — friður um allan heim bíður framundan. Þá fyrst ber baráttan tilætlaðan árangur og fyrir friði er barist. Ræða Hákonar Noregskonungs. Hákon 7. Noregskonungur fiutti ræðu í tilefni af því, að Noregur var aftur orðinn frjálst ríki. Hann hóf mál sitt meit þvi að bera öllum ibú- um Noregs, körlum jafnt og konum, kveðjur sínar og rik- isstjórnarinnar. Þvi næst hvatti hann alla Norðmenn að snúa sér undir eins að uppbyggingarstarfinu, því Noregur þyrfti nú á öllum kröftum þjóðarinnar að halda við endurreisnina, Kon- ungurinn lauk máli sínu með þvi að hvetja samlanda sina td þess að sleppa ekki tökum af neinu því, sem hefði treyst samvinnu þeirra og samheldni á liðnum erfið- leikaárum. Minnist fallinna. Noregi allt. Ávarp Olafs ríkisarfa Norðmanna. Landar: Þýzki herinn í Noregi hefir gefizt upp. Við minnumst nú orða þeirra, sem Ruge yfirhershöfðingi mælti í tilkynningu sinni 9. maí 1940. Hann sagði þá: „Fyrsta þætti stríðsins er Jakið, en stríðinu verður hald. ið áfram á öðrum vígstöðv- um og Norðmenn munu berj- ast þar.“ Já, stríðinu hefir verið haldið áfram, bæði erlendis og heima í Noregi og nú hef- ir það verið leitt. til lykta. Það er mér mikil gleði, að geta scnt kveðjur til alllra landa minna, sem hafa með afrékum sínum og framkomu lagt svo mikið af mörkum í baráttunni. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að afvopna jjýzku hermennina í Noregi. líer okkar frá Noregi og lög- regla okkar, sem kemur frá Svíþjóð, mun taka þátt í því, ásamt skipulögðum flokkum norska heimahersins. Nýjum her verður boðið út eins fljótt og hægt er. Norski heimaherinn er beðinn að hal'a nánar gætur á því, að Þjóðverjum takizt ekki að koma sér hjá því að uppfylla uppgjafarskilmálana. Norskir hermcnn heima og erlendis hafa háð einhuga baráttu. Fáni vor er óflekltaður og undir honum skulum við kappkosta að vera samhent og samhuga í framtíðinni, til blessunar fyrir alla. Guð varðveiti konunginn og föðurlandið. Ræða Nygaardsvold. Já, dagurinn cr upp runn- inn,.er þýzka herveldið hef- ir algerlega veri'ð brotið á bak aftur. Noregur var eitt þeirra landa, sem einna fyrst fékk að kenna á þýzka járn- hælnum. Vér erum meðal hinna síðustu sem heimtum aflur frelsi gamla landsins okkar. Á undanförnum fimm fimbulvetrum styrjaldarinn- ar höfum vcr orðið að þola miklar eyðiíeggingar og tjón. En oss cr samt hlíft við nýrri herferð á norskri grund og öllum þeim eyðileggingum, sem þvi mundi liafa fylgt. Það væri freistandi að segja: Nú er okkar tími kominn, en við segjum aðeins: Nú er tn li Fjöldinn. Eg var einn af fjöldanum í gær, eins og venjulega. Eg lét berast með straumnum, fylgdist með þvi sem gerðist um- hverfis mig og reyni að enduróma það eins greinilega og mér er unnt. En það er erfiðara en margan grunar, að eiga að bergmála slíkan „þúsundradda klið“. En mig langar til að gizka 'á, hversu margt fólk var niðri i miðbæ eftir hádegi i gær, enda þótt það sé enginn leikur að komas’í 9ð nákvæmri niðurstöðu í því efni, hvað þá að komast að óyggjandi sannindum um það. Eg held j)ó, að eg skjóti ekki mjög fjarri markinu, ef eg segi, að þar hafi verið hátt upp í tiu þúsund manns. * Gleðin. í>cgar eg tróð mér upp í einn glugg- anna, sem gnæfði yfir Austurvöllinn í gær, voru andlitin fyrir neðan eins og hafsjór. Það var ekki liægt að greina svipbrigði manna, en j)egar niður var komið aftur, því að ég er allsstaðar á sömu sl'.undu, — mátti sjá gleði í svip hvers manns. Menn fundu til þess, að það var mikill dagur, sem upp var runninn, þótt tekið hefði verið „forskot á sæluna“ — eins og eitt af skáldum okkar sagði hér um árið — daginn áður. Það var sama livort maður leit framan í Islending eða einhvern af þjóðum bandamannanna. Atlir voru þeir ánægðir, eins og hver um sig hefði innt af hendi erfitt dags- verk. Gg það er heldur ekki hægt að segja ann- að en að í sameiningu hafa-allir lagt mikið af mörkum. Við liöfum ekki borið vopn eins og aðrir, en störf okkar hafa þó ekki verið til einslcis unnin. * Kveður. Við sendum frændþjóðum voruni á Norðurlöndum kveðjur okkar i gær, og margir þeirra, sem hafa rétt þeim hjálpar- hönd að undanförnu, án þess að koma fram í dagsljósið, gripu tækifærið til þess að fara sjálfir og' heilsa þeim. EinStaklingurinn hvarf að vísu í fjöldanum, en það er fjöldinn, sem ræður, og það var hann, §em sýndi hug sinn og hjaréa í gær með þvi að fjölmenna að bú- stöðum þeirra sendimanna erlendra ríkja, sem við höfum fundið sárast til með: á undanförn- um ár.um. Við höfum átt því láni ,að fagna, að hljóta hetri örlög en þau á „síðustu og verstu timuni“, en við höfum líka sýnt, að við kunnum að meta það, með þvi að senda þeim kveðj- ur okkar. * Banda- Af bandamönnunum voru það yfir- mennirnir. lcitt Bretar, sem voru hávaðasam- astir í gær. Það er vel skiljanlegt. Stríðið í Evrópu hefir verið svo miklu nær þeim og ættmennum þeirra, sem hér hafa ver- ið á undanförnum árum-en t. d. Bandaríkja- mönnum. Þeir geía nú allt i einu varpað önd- inni léttara yiir því, að nú er ekki frekar hætta á því, að ástvinir 'þeirra bíði hana fyrir liá- loftsskeylum, sem enginn fær við ráðið, hversu mikill vilji, sem vera kann, til að ráða niður- lögum þeirra. Þeir hafa ánim saman vitað af sínum nánustu í hættu, en skyndilega er þeim Ijóst orðið, að þeir þurfa ekki framar að ótt- ast um þá. Er ekki von til þess, að þeir gleðjist? * Tjarnarbað. Mér var meira að segja sagt það, að einhverjir af hinum kátustu af handamönnum hafi fundið ás'.æðu til þess að fá sér bað i Tjörninni okkar. Eg skal ekki full- yrða, hversu mikið kann að vera salt í því, en sá sem sagði mér þetta, kvað það heilagan sannleika. Nú, við vituni, að það hafa komið fram tillögur um það, að breyta Tjörninni i baðstað og hver veit nema þessir piltar hafi hafO einhverja nasasjón af þvi og viljað gera okkur þann greiða, að raiinsaka öll skilyrði, áður er. þeir fara af landi hurt. Eg skal ekki um það scgja, en liver getur trúað því, sem hann vill. *" Timburmenn. En þóitt mönnum h'afi fundizt ástæða iil að gleðjast í gær og sumir jafnvel haldið, að allt væri leyfilegt, eins og á stóð, ])á er þó hægt að ganga full-langt. Og þá koma timburmennirnir. Mér finnsl það satt að segja nokkuð langt gengið, þegar menn gera sér leik að því að brjófa stórar gluggarúður, sem hver um sig kostar mörg hundruð jafnvel nokkur þúsurid krónur. Það er hægt að fyrirgefa það, þólt ein og ein .rú'ða hrotni, en þegar þær fara að skipta lugum og skila jafnvel heilu hundraði, cf vel og vandlega er leitað, og erfitt eða ómögulegt að l'á þær aftur, þá fer skörin að færast upj) í bekkinn. Þá er hætt við að limburmennirnir verði nokkuð miklir og örð- ugir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.