Vísir - 09.05.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 09.05.1945, Blaðsíða 6
6 VISIR Miðvikudaginn 9, maí 1945. Saga siríðsins. Framh. af 2. síðu. mönnum Breta og Frakka verið bjargað, um þrem fjórðu hlutum þess liðs, sem uppi stóð, þegar Belgíumenn lögðu niður vopn. Bretar bíða innrásarinnar. Það var þegar hér var lcomið, scm Þjóðverjar „misstu af strætisvagnin- um“, svo að tekin sé upp orð Chamberlains. Nú var hægt að gera innrás i Eng- land og þurfti ekki að fara yfir lengra haf cn 33 km. hreitt Ermarsundið. Brezki herinn hafði neyðzt til að skilja eftir á ströndinni við Dunkirk öll hin þyngri og __ skæðai'i vopn sín og var að ” auki þreyttur og að heita má skipulagslaus. Bretar bjuggust nú við inn- rásinni. Heimavarnalið var •-sett á laggirnar og það æfði sig í lándvörnum með byssu- stingjum eða lurkum einum að vopni. Churchill forsætis- ráðherra var ómyrkur í máli, þegar hann gekk að hljóð- nemanum og lofaði öllum heiminum því, að Bretar skyldu verjast „á ströndun- um, flugvöllunum, ökrunum, götunum og uppi í fjöllun- um.“ Hann sagði: „Við munum aldrei gefast upp!“ Á þessari stund hættunn- ar rétti Bandaríkjastjórn Bretum hjáíþarhönd, skeytti ekkert um lagafyrirmæli og sendi til Englands eina millj- ón gamalla hermannabyssna og margar franskar 75 mm. byssur, sem smíðaðar höfðu verið i síðasta striði. Church- ill skýrði siðar frá þvi i ræðu, sem íiann hélt í þingi Banda- rikjanna, að þetta hefði i raúninni verið einu vopnin, sem Bretar höfðu þá til að verjast hinni væntanlegu iniirás Þjóðverja. Þjóðverjar "brjótast suður. Það er sennilegt, að heim- urinn fái aldrei að vita, hvað réð því, að þýzka herstjórn- in lét ekki heri sína nema .staðar við Ermarsund og taka þess í stað stefnu suður á bóginn. Franska stjórnin setti Ga- melin frá herstjórninni, en kallaði Weygand heim í skyndi og setti hann yfir herinn. Weygand lét það verða sitt fyrsta verk, að reyna að koma upp virkja- kerfi fyrir sunnan Somme. En Þjóðverjar réðust á það með sæg steypiflugvéla, brut- ust suður yfir ána, fundu fljótlega veikan blett á vörn- unum og ruddust i gegnum þær. Þann tíunda júní voru Þjóðverjar komnir suður yf- ir Signufljót og nálguðust París. Þann dag, þegar ekki varð “annað séð, en að striðinu væri í rauninni lokið, til- kynnti Benijo Mussolini, að ítalir hefðu sagt Bretum og Fröklcum stríð á hendur. Þjóðverjar héldu innreið sína í París 14. júní. Þrem- ur dögum síðar bað Petain marskálkur, sem hafði jafn- an verið heiðraður fyrir vörn sína við Verdun í síðasta stríði, Þjóðverja um frið með „sæmilegum“ skilmálum. Þjóðverjar urðu við bón Petains. Bardögum var hætt, en skilmálar Þjóðverj a voru harðir og ekki eins og Petain hafði beðið um. Þann 22. júní ,var vopnahléið undirritað í Compiégne-skógi, í sama vagninum, sem undirskrift vopnahlésins 1918 hafði far- ið fram. Þjáðverjar til- kynntu, að þeir múndu taka hálft Frakkland og afvopna herinn, llotann og flugher- inn. Italir fengu því í'ram- gangt, að afvopnun var látin i'ara fram í nýlendum Frakka í Norður-Afríku. Næsta grein: SIGURVONIR ÞJÓÐVERJA URÐU AÐ ENGU I „ORUST- UNNI UM BRETLAND“. Nætiurvörður • er i Lyfjabúðinni Iðunni. Hélgidagslæknir er ólafur Helgason, Garðastræti 33, sími 2128. Næturlæknir er í Lælcnavarðstofunni, sími 5030. Næturakstur í nótt annast B. S. í., sími 1540, og aðra nótl Aðalstöðin, sími 1383. Ræður forvígis- manna — Framh. af 4. síðu. tfmi Noregs kominn, nú get- um við fengið hindrunarlaust að strita og starfa i okkar eig- in landi eins og við óskum og gert Noreg að betra landi að i)úa i en hann hefir nokkurn lima verið. Fyrsla lilutverk vort er að sjá um að hin borg- aralega stjórn geti aftur tekið til slarfa á löglegan hátt. S tj órn baráttuhreyfingarinn- ar hafa verið fengin sérstök hiutverk í hendur, heimild tii ákveðinna frámkvæmda þar (il önnur skipan verður gerð. Þeir, sem því geta við komið, eiga að hlusta á norska út- varþið frá London og taka við þeim fyrirskipunum, sem gefnar verða og koma þeim 1 áleiðis. Varist hverskonar orðróin, hættulegasta vopn andstæð- inganna. Haldið kyrru fyrir heima, stundið störf ykkar. Varðveitið þá ró og festu, sem jafnan hefir verið styrk- ur vor. Sameinist um hið gamla heit sem felst í orðunúm: Lifi Noregur. Ávarp Bretakonungs. I dag þökku mvér almátt- ugum Guði fyrir mikla björg- un. Er eg nú ávarpa ykkur frá elztu höfuðborg Breta- veldis, sem er í- sárum eftir harða og grimmilega styrj- öld, þar sem aldrei ríkti ör- vænting né nokkur lét á sér bilbug finna, bið eg ykkur að taka undir þakkir, sem eg ber fram fyrir að Þjóð- verjar, sem komu af stað þessári styrjöld í álfunni, hafa verið sigraðir. Þjáningar okkar eru nú hjá liðnar, en þeir, sem látið liafa lífið í baráttunni, geta ckki fagnað með okkur. Enginn skilur það né veit það betur en eg og eg þakka ykkur öllum, sem börðust svo djarflega, að sigurinn varð mögulegur, og vannst, og emnig þeim, sem borið hafa miklar byrðar striðsáranna möglunarlaust. I ljósi þess- ara minninga skulum við lmgsa um hvað það var, sem gaf oss styrk í baráttunni. Með vitundin um það, að allt var í húfi, frelsi vort og sjálfstæði og öll tilvera vor sem þjóð. Meðvitundin um J)að, að með þvi að verjast vorum vér ekki eingöngu að verja frelsi vort, heldúr og frelsi annara þjóða, allra ])jóða heims. Vér vissum, að ef vér brygðumst hefði allt verið í voða. Á stund hætt- unnar fólum vér almáttugum Guði forsjá vora. Hann var styrkur vor. Leggjum fram- tíð vora í þessa sömu sterku hönd. Ræða Churchills. Churchill flutti ræðu sína kl. 1 i gær, eins og tilkynrn Iiafði veri'ð. Hann sagði í upp- hafi frá uppgjöf Þjóðverja og undirritun hennar. Þá sagði hann livenær vopna- viðskipti ættu að hætta, en að síðustu sagði hann: Þýzkalandsstyrjöldinni er lokið óg við getuin leyft okk- ur stntta fagnaðarstund, en við skulum ekki gleyma því sem framundan er. Japan með allri sinni sviksemi er ennþá ósigrað. Við verðúm nú að verja öllum • kröf tinn okkar óg styrkleika til þess að full- BÆJAEFRCTTIR Þakkarguðsþjónustur á morgun. Prestarnir hér í bænum og víðs vegar á landinu efna til þakkar- guðsþjónustu á morgun (upp- stigningardag)'. Messur á morgun. Dómkirkjan: Messað kl. 11 f. h. Sira Bjarni Jónsson. MessaS kl. 5 e. h. Síra Friðrik Hallgríms- son. Frjálslyndi söfnuðurinn: Há- tíðainessa kl. 2 í Fríkirkjunni. Síra Jón Auðuns. Fríkirkjan: Hátíðarguðsþjón- usta á morgun kl. 10 f. h. Síra Árni Sigurðsson. AChygli safnað- armanna er sérslaklega vakin ú þessum breytta messutíma. Nesprestakall: Messað í kapellu Háskólans á morgun kl. 2 e. h. Sira Jón Thorarensen. Elliheimilið: Þakkarguðsþjórt- usta kl. 10 árdegis. ólafur ólafs- son kristniboði predikar. Hafnarfjarðarkirkja: Altaris- guðsþjónusta á morgun kl. 2 e. h. Síra Garðar Þorsteinsson. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hljómplötur: Söng\'ar úr óperum 20.30 Hallveigarstaða- kvöld. — Upplestur og! íónleikar. — Samfelld dagskrá. 22.00 Fréttir Dagskrárlok. Útvarpið á morgun (Uppstigningardag). 8.30 Morgunfréttir. 11.00 Morg- untónleikar (plötur): a) -Fiðlu- konsert, i G-dúr, eftir Mozart. b) Píanókonsert eftir sama höfund. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni (sírá Jón Auðuns). 15.15—10.30 Miðdegis- tónleikar (plötur): a) Ástir skóldsins eftir Schumann. b) Valsar eftir Brahms. c) Gaukur- inn eftir Delius. d) Lævirkinn eféir Vaughan Williams. 19.25 Hljómplötur: Brúðkaupskantatan eftir Bach, o. fl. 19.40 Lesin dag- skrá næstu viku. 20.20 Útvarps- hljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) Ossian- forleikurinn eftir Gade. b) Caro mio ben eftir eftir Giordani. c) Draumsjónir eflir Schumann. d) Iívöldljóð eftir sama höfund. e) Judex eftir Gounod. 20.50 Kvöld Slysavarnadeildarinnar ,,Ing- ólfs“. — Ávörp. — Frásögur. — Upplestur. — Tónleikar. 22.00 Fréttir. — Dagskrárlok. KR0SSGÁTA nr. 49 Skýringar: Lárétt: 1 fátæklingur, 6 verksnúðja, 8 frumefni, 9 fá, lCTnáttúruundúr, 12 málmur, 13 skáld, 14 félag, 15 ekki, 16 mjúkan. Lóðrétt: 1 vissa, 2 sams- konar, 3 lireyfast, 4 ósam- stæðir, 5 atv.orð, 7 hinn líf- lausi, 11 samtenging, 12 tvíl- ir, 14 fóður, 15 ósamstæðir. Ráðning 48: Lárétt: 1 þúsund, C kráin, 8 ot, 9 M. A„ 10 mær, 12 ámu, 13 ur, 14 öl, 15 æra, 16 starað. Lóðrétt: 1 þrumur, 2 Skor, 3 urt, 4 ná, 5 dimm, 7 nautið, 11 ær, 12 álar, 14 öra, 15 æt. komna verk vort, baiði heima og erlendis. Áfram Bretland. Lcngi lifi frel&ið. Guðblessi konupginn. Jáinsmiðnr. Okkur vantar nú þegar góðan járnsmið vanan logsuðu og rafsuðu, til vinnu í Hvalfirði. Séð verður fyrir liús- næði og fæði á staðnum. Sömuleiðis friar ferðir til Reykjavíkur og til baka á frídögum. Umsækjendur komi til viðtals i skrifstofu okkar í Hamarshúsinu. H.L „SHELL" Nýkomið: mikið úrval af drengja- og sportfataefnum úr Chevioti. Ennfremur teppi, lopi og garn. Veiksmiðjuútsalan Geíjun - Iðunn Hafnarstræti 4. — Sími 2838. Aðalfundur Byggingaiíéiags veikamanna verður lialdinn 13. þ. m. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu og hefst liann kl. 2 e. h. — Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Byggingarfélag verkamanna. UNGLING vantar þegar í stað til að bera út blaðið um KLEPPSHOLT. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. Dagblaðið Vísir. Hestamannafélagið Fákur heldur íiamhaldsaðalíund föstu,daginn 11. maí kl. 8,30 síðdegis í Veitingahúsinu Röðli. • Fundarefni: Lagabreytingar. Næstu kappreiðar. Hesthúsmál o. fl. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.