Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 4
§ V I S I R Miðvikudaginn 31. október 1951 D A G B L A Ð Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Dtgefandi: BLAÐADTGAFAN VISIR II.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 1 krónu. Félagsprentsmiðjan hi. ITmkiimri til sht*sazesíiustur sewn veitist ehki í ht*úö. r Landsfundui: SjáSfsiæðisflokksin. | kvöld hefst hér í Reykjavík landsfimdur Sjálfstæðis- I flokksins, liinn tíundi í röðinni. Margmenni verður þar samankomið, á fimmta hundrað fulltrúar flokksins og Irúnáðarmenn úr öllum hyggðarlögum og af öllum stétt-1 um, svo sem vera her um stærsta stjórnmálaflokk lands-| jns, og jafnframt þann eina, sem fær er um að samræma þarfir og áhugamál stétta og starfshópa þannig, að til heilla horfi fyiir alþjóð. , Það eru ávallt mikill viðburður í stjórnmálalífi Islend- jnga, er landsfundur Sjálfstæðisflokksins kemur saman. Þá er jafnan litið yfir farinn veg og skyggnzt um, stjórnmála- yiðhorfið-rætt og stefna mörkuð, en jafnframt koma sam- an fulltrúar flokksins alls Staðar að af landinu til þess að xáða ráðum sínum, samræma átökin, sem fyrir hendi eru, fylkja liði til nýrrar sóknar til hagsbóta fyrir land og lýð. Á slíkum flokksfundi er vettvangur héilbrigðraf gagnrýni, þar er tekin afstaða til þeirra viðhorfa, er skapazt hverju sinni, og þar er einnig staður og stund til þess að treysta 'íylkinguna, en tímar þeir, er við nú lifum á, kfefjast sam- heldni, cinúi’ðar og djörfungar, bæði á sviði hmanlands mála og erlendra, og mörg verkefni bíða úrlausnar. Hér inrtanlands ber að sjálfsögðu atvinnu- og viðskípta málin hæst, en þar hfefir Sjálfstæðisflokkurinn forustuhlut- yerki að gcgna nu ekki .síður en áður. öllum er ljóst, að crfiðir tímar eru nú með þjóðinni og verða sjálfsagt fram- undan, þótt ástæðulaust sé að láta svartsýni og dugleysi ílraga úr ])jóðinni þrck og þor. Dýrtíð er mikil í landinu, ieuda þótt við fáum ekki ráðið henni nema að litlu leyti, vegna þeirra verðsveiflna, sem orðið hafa á erlendum mark- s)ði og orsakað hefir stórfelldar og óviðráðanlegar verð- hækkanir á ýmsum vörum. s ‘ Sjálfstæðisflokkurinn hefir staðið í fylkingarbrjósti þeirra, sem berjast fyrir frjálsri verzlun í landinu, og vissu- Jega 'hefir mikið áunnizt í þeim efnum, síðan síðasti lands- fundur flokksins var lialdinn. Að vísu hafa pólitískir lið- léttingar reynt að magna til andúðar gegn frjálsrí verzlun í landinu, í trausti þess, að með því mætti villa alinenningi sýn og hressa þar með upp á þverrandi fylgi lítils og van- rnáttugs flokksl)rots, Alþýðuflokksins, sem nú virðist telja það vænlegra til fylgisaukningar að keppa við erindreka hinna erlcndu kúgunarstefnu í lýðskrumi og óraunhæfú dckri. Bægslagangur Alþýðuflokksins gctur aldrei skaðað Sjálfstæðisflokkinn, til þess eru innviðir hans of traustir og stefnan of farsæl fyrir land og þjóð, og fátt bendir til, að hinum rýra flokki kunni að aukast stundarfylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir einnig markað að verulegu leyfi utanríkismálastefnu þjóðarinnar og telur sjálfsagt að hafa samtöðu með vestrænum lýðræðisöflum gegn- hinni ‘austrænu kúgunarstefnu, til tryggingar íslenzku sjálfstæði í nútíð og fi'amtíð. Þess vegna telur flokkurinn, að frelsi landsins og sjálfstæði sé betur borgið í varnarbandalagi Atlantshafsríkjanna, ásamt Norðmönnum, Dönum, Bret- rnn og fleirum, er byggja vilja tilveru sína á lýðræðislegum stjómarliáttum. Kommúnisfar heina að sjálfsögðu skeytum 'sínum að Sjálfstæðismönuum, ,þá rætt er um öryggismál ‘þjóðarinnar, og sýnir þáð út af fýrir sig, að stcfna í'lokks- 'ins er rétt og sú eina, sem sæmaiuli er l'jálsbörnum mönn- um. „Þjóðernisáróður“ kommúnista er hlægilegur og um leið brjóstumkennanlegur, en virðist eiga ininúkándi hljóm- grunn meðal þjóðarinnar, sem smám saman er að komast að raun um, að íslenzkir kommúnistar eru ckki frábrugðnir ‘kommúnistum annarra landa í þjónkun sinni við hið er- lenda kúgunarvald, sem teygir hramminn um viða veröld. A flokksþinginu verða ýmis merk mál rædd og álylct- anir gerðar, sem márka stefnu flokksins og afstöðu til þeirra mála, sem efst eru á baugi nú. Flokksþing þetta mun vafalaust leiða i Ijós, að Sjálfstæðsflokkurinn stend- ur enn sem fyrr föstum fótum í vitund þjóðarinnar sem víðsýnn Hmbótaflokkur, sem berst fyrst og fremst fyrir hagsmunum ajþjóðar, gegn erlendri kúgun og innlendum blekkingum. , i.,.. ,-i Ekki er hægt annað að segja en höfuðstaðurinn hafi upp á margskonar skemmt- anir að bjóða nú að undan- förnu. En óvenjulegust er þó heimsókn sænska hringleika- hússins, ,sem hingað er kom- ið á vegum S.Í.BS. Leikur jafnmargra tamdra rándýra þykir óvenjulegur úti i heimi, hvað þá hér þar sem margir Islendinga munu eigi hafa lit- ið slík dýr augum áður. 1 stuttu máli sagt er þetta sú fjölbreyttasta sýning, sem hér hefur sést. Ymis önnur. skemmtiatriði en leikur dýr-| anna eru sérstæð í sinni röð.o, Má þar sérstaklega benda á fótalist Will Carr. Leikur hann mörgum kúlum og ten- ingum í senn. Sama má segja um loftköst amerískra fim- leikamanna og saltvog. Arabiskir fimleilcamenn sína nýtt afbrigði af heljarstökk- um, sem ég lief ekki séð aðra leika. Þau stukku bæði ein- stök og samanfléttuð, og var það lokaatriði þeirra. Jafn- vægislist Svíanna, Molliers, á járnstöng var glæfraleg. Þá voru skopleg atriði mörg. Trúðarnir Edvardo og Grock leika hvor á annan og hafa báðir betur. Þeir veðja um, hvort töfrabragð Edvardoss heppnist og hækka alltaf veð- málið um 5 krónur, sem þeir leggja í hatt. Að lokum á Edvardo ckki nema tíukróna seðil og segist leggja 10 krónur í og taka 5 krónur til haka. „Þá legg ég 5 krón- ur 1 og tck 10 krónur til baka“ segir Grock. Danski íþróttamaðurin sýn- ir skoplega fimleika og einn- ig veltur á ýmsu hjá þeim Paul Millieur og félögum þ.e. þeir velta hver um annan þveran. Líza og Lizetta sýna loftlistir uppi í mæni hring- leikahússins. Dýrin ern skógarbirnir, fíll- inn Baba, 10 ísbirnir og 4 ljón. Þótt bangsarnir séu ekki l’imlega vaxnir, þá geta þeir velt sér á tunnu, gengið uppréttir, staupað sig af flöslcustút, klifrað upp stiga og brunað niður rennu á mag- anum eins og krakkar á barnaleikvelli. Manni yrði ekki um sel að sjá tíil ísbirni þramma í einu inn á sviðið ef ekki væru járngrindur settar upp á milli þeirra og áhorfenda. Þá þakkar maður líka sínum sæla að sitja réttn megin við grindúrnar þegar ljónin fjögur stokkva frám. Af þeim er eitt gríðarmikið karlljón og er ekki ofsögum sagt af þvi, að það er tígu- legast dýra. Um ljónin má segja eins og í leikritinu Dóra, að þau eru geigvænleg. Kringill litli, liinn pólski, flækist á milli aðstoðarmanna á milli atriða. Aniiað eins tækifæri, að sjá rándýr frá Norðuríshafsströndum og frumskógum Afríku, veitist okkur ekki í bráð, enda var aðsóknin mikil. ________Bv. B. Persar selja olíu. Teheran (UP). — Irans- stjórn hefir gert fyrsta samn- inginn um sölu á olíu frá Abadan. Er það stjórn nágranna- ríkisins Afghanistans, sem hefir gert samning um olíu- kaup, en þess cr ekki getið, live mikið það lcaupir, eða hvernig olian verður flutt. Vinnumaðor tví- vesjis heiSraður. Óvenjulegt afmæli á um þessar mundii' Jón H. Bjöms- son, vinnumaður á Hrófberg'i í Hrófbergshreppi, Stranda- sýslu. Hefir liann um þessar mundir verið hálfa öld vinnu- maður og alltaf á sama heim- ili. Jón cr fæddur 2. febrúar 1886 og réðst vinnumaður að Hrófbergi 15 ára unglingur. Hefir hann jáfrian sýnt frá- bæra trúmennsku í starfi. Hefir hann aðallega stundað fé, og er sagður afburðar fjármaður. Húsmöðir Jóns cr Ragnhildur Magnúsdóttir, Þegar Jón hafði verið vinu- maður 40 ár samfleytt á sama heimili, gaf Búnaðaifélag Is- lands honum heiðursgjöf, silfurbúinn göngustaf. Nú hefir félagið heiðrað sæmd- armann þenna með nýrri minningargjöf, tóbaksdósum úr silfri, áletruðum, og mun það nærri einsdæmi, að hjú [jóti slík heiðurslaun tví- vegis. Sambandsráð ÍSÍ á fundi þ. 3. nóv. Sambandsráð Iþróttasam- bands Islands kemur samam til fundar 3. nóvember næst- komandi í Félagsheimili K.R. I sambandsráðinu eiga sæti: Framkvæmdastjórn ISl, formenn sérsambandanna og ■fulltrúar landshlutanna. Sam- bandsráðið kemur saman tvisvar á ári, og er þetta annar fimdur þess á árinu, en fyrsti fundur þcss síðan Iþróttaþingið var lialdið í sumar. „Ferðalangur“, sem áður hefir sent mér pistla, er enn á ferðinni, en að þessu sinni fjallar hann um póstmál. Bréf hans í dag hljóðar svo: 'i' Gamalt orðtæki segir „þetta meg-a póstar liafa“ og er þá jafnan um einhverja raun að ræöa. ÁSur fyrr voru valdir til póstþjónustu afburöa karl- menni, sem ekki létu fjallvegi; ófærö né aftaka veður vaxa sér í augum. cnda komust þeir oft í liann krappan á fjöllum uppi. Bættar samgöngur hafa gert starf póstanna auöveldara en áöur, en þó er þess skanunt áð minnast þegar tveir hestar drukknuðu i póstferö austur í ijökulsá í Lóni, en pósturinn slapp við illan leik lifandi iá land. * Hér í Reykjavík er starf póstanna létt verk og næsta auðvelt í samanburði við þrekraunir gömlu póstanna og hefir oft orðið misbrest- ur á því, að þáð væri sóma- samlega af hendi leyst. Ekki alls fýrir löngu geröist póstur einn sekur aö því, aö skilja p'óstinii eftir xiti í skuröi í stað þess aö skila honum til réttra viðtakenda. l’óstur þessi var ungur að árum eða aöeins þrettán ára, en ekki réttlætir það pósafgreiösluna heldur. Tvennt er einkmn athyglis- vert í þessu sambandi. Mimu unglingar. ýfirleitt vera orönir svo kulsælir, að þeim sé ofraun að gariga íriflli lxúsa að 'hátist- 'íagi, og riiyndi það atmennt fangaráö Jieirra, aö bregöast, .alg.erlega skyklum sínmn ef þá skyldi bita í fingurna. í öðru lagi væri ffóðlegt að vita eftir hvaða reglum menn eru valdir til póstþjón- ustu. Almenningur' á svo mikið undir trúmennsbu póstanna, að það verður að teljast sanngirniskrafa, að allt sé gert sem unnt er til þess, að ekki sé hleypt alls óhæfum mönnum að slíku starfi. Baráttan um hverja vinnandi hönd hefir dvínað og ætti því að vera hægt að velja sæmilega menn til póst- þjónustu, en í raun og veru þurfa þeir ekki að kunna mikið annað en lesa, hjóla og ganga, auk þess sem gott er að þeir þekki á klukkuna. Víða erlendis eru geröar tals- veröar þekkingarkröfur til pósta. Ekki finnst mér þáð uauösynlegt. en ekki væri úr vegi að leggja fyrir nýja um- ;:ckjendur einföldu'stu hæfrij- próf: á þann hátt mætti, þegar stimdir líöa, fækka þeim nris- fdlam. sem erin eru á póstþjóri- ústunrii hér í bænum og liefir hún þó skánaö að mun síðustu árin. * Úr því eg er farinn, að minnast á póstana vil eg nota fæ'kifærið til þess að stinga upp á því, að einkennisbún- ingar þeirra verði með örlítið fjörlegri lit í framtíðinni. Nú eru þeir gráir eins og ólundin eða regnský á haust- degi. — Férðalangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.