Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 8

Vísir - 31.10.1951, Blaðsíða 8
Miöyikudagirm 31. októbea- 1951 J%re£ þettm es’ &kh£ Bláa stjarnan í Barcelom og á hafnarbakkanum. iFrsimgýrsinci á si revý&a aiisiai kw^ Landsfundiir, SjálL stæðisflokksins hefst í kvold, „Bláa stjarnan“ fer á loft á skemmtanahimni Reijkja- viknr annað kvöld með því, áð frumsýnd verður revýan „Nei, þeita er ekki Rægt“. Unnendur „Bláu stjörn- iinnar“ munu sjálfsagl fagna því, að enn fara þeir á stúf- ana Tómas, Alfred og Har- áldur Á., til þess að stylta bæjarlmum stundir í skamm deginu, en þeir hafa ekki leg ið á liði sinu nú frekar en íyrri daginn. Að þessu siiíni er revýan í tveim þáltum, auk milli- þáttar og tízkusýningar, sem hiaðið „Clip“ stendur að. Fvrsti þáttur gerist undir suðrænum liimni, nánar lil- tekið í veitingahúsi í Barce- lona... íslenzkar sendinefndir gerast nú allumsvifamiklar á ferðalögum sínum, og hér birtist ein slík sendinefnd, en nefndarmenn eru þeir Brynjólfur Jóhannesson, Al- fred og Haraldur Á. Þá koma þar fyrir „útlending- ar“, þeir Baldur Guðmunds- son, Jón Leós, Jóhannes Kristinsson, ennfremur söngvarar (Árni Jónsson og Soffía Karlsdóttir), listdans- arar (Sigríður Ármann og Sif Þórs) og tveir nýir leik- arar (Þóra Friðriksdóttir og Valgerður Guðmundsdótt- ir). Þá tekur við milliþáttur, sem er „vísindalegs eðlis“, og nefnist liann „Hver er fað- irinn?“ Faðirinn er Alfred, Hulda Emils móðirin, en i ! Harakiur Á. er óivimnm ] maður. Annar þáttur gerist á hafnarljakkanum í Reykja- vík, en þar gerist ýmislegf, eins og alkunna er, bæði imevkslanlegt og sögulegt, eins og dág’blöðin hafa skýrt frá. Þar koma fram i þætt- ínum sjómenn,. íeynilög- reglumaður, danskur skip- stjóri, fjósakona, sem fer út í lönd, og fleira af slíku fólki. Aage Lorange og hijóm- sveit Sjálfstæðishússins sjá um hljóðfærasláttinn, eins og fyrr, en að þessu sinni hefir hinn ungi og efnilegi ieiktjaldamáiari, Magnús Pálsson, séð um tjöldim — Leikendur eru alls 13 í revý- unni, og spáir Vísir því, að „Bláa stjarnan“ eigi eftir að koma við hláturstaugarnar í fólki. / kvö.ld hefst hér í bænum hindsfimdur Sjáifstæðis- f'okksius oj munu alls á \fimmia knndrað. futltrúar sitja fundinn. i iesiir fuiltrúanna eru þegar koninir í bæinn, i en fundurimi hefst í Sjálfstæð- íshúsmu kl. 8.30 með því að Ólafur Thors, formaður flokksins, fiytur yfirlitsræðu um stjórnmáiin frá því er seinasti landsfundur var haldin og i'æðir einnig sfjórnmálaviöhorfið í dag. Á niorgun fara fram Breyting á ferðum strætisvagns. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa ákveðið þá nýbreyttni fyrst um sinn á ferðum Njáls- götu—Gunnarsbrautar og Sólvallavagninum, að enda stöðin verður flutt frá Lækj artorgi. Mun vagninn því ekki hafa neina töf á Lækjartorgi aðra en þá að hleypa farþegum úr vagninum og taka nýja. Aft- ur á móti verður endastöð- in vestur í bæ á mótum Framnesvegar og Ilring- hrautar. Þaðan mun vagn- inn, fara 3 mínútum fyrir hvern heilan tima og síðan á 10 mínúlna fresti, eins og áður. Hver liringferð vagns- ins mun taka um % klst. og verður vagninn um svipað leyti og áður á Gunnarsbraut- Snni, en heldur seinni en áð- jir vestur í bæ. Togaraafli a$ Afli á togara, sem eru á veiðum hér við land, hefir glæðst að undanförnu. Hallveig Fróðadóttir kom inn í gær með fullfermi, 4000 kit, og lagði % aflans á land hér. Hún er á úfleið, en ekki ákveðið hvar hún selur. Pétur llaljdórsson, Jón Þorláksson og Jón Baldvins- son eru á ísfiskveiðum, Ing- ólfur Arnarson er nýkominn úr slipp ög í þann veginn að fara á veiðar. Slcúli Magnús- son er væntanlegur frá Þýzkalandi bráðlega. Þor- steinn Ingólfsson lagði af stað frá Esbjerg í gærkveldi. Fr©st 'norðan- i' Suðaustlæg átt er nú um land allt. í morgun voru 5- 7 vind- stig við suðausturströndina, en annarsslaðar 2—4 viud- stig. Skýjað sumianlands og sums.taðar rigning, en norð- anlands fremur léttskýjað, a. m. k. í innsvcitum. Hiti við suðvesturströndina 1-—6 stig, en kaldara á norðausturlandi, viðast um frostmark kl. 9. — Mest frost á landinu í nótt var 9 stig í Möðrudal. nefndarlcosningar fyrir liá- degi. Þá muh Bjarni Bene- diktsson utanríkisráðherra flyíja ræðu. Gert er ráð fyrir að landsfuiidi þessum ljúki næstk om an di sunn udag. Fulltrúar þeir után af landi, sem sitja iandsfund- inn, eru heðnir að koma í skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í dag og vitja skírteina sinna. Mt,fS Sixímt tí íi fí ; • • Onnur umferð tefid í gær. Önnur umfcrð á HaustmÖti Taflfélags Reýkjavíkiir var tefld í gærkveldi. Þar vann Þórðtir Jörunds- son Jón Pálsson, Sveinn Kristinsson og Jón Einars- son gerðu jafntefli, Kristján Sýlveríussön vann Anton Sigurðsson, Axel Þorkelsson vann IJákon Hafliðason, Lárus Johnsen vann Þórir Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson vann Ingvar Ásmundsson, Eiríkur Marelsson og Mar geir Sigurjónsson gerðu jafntefli, Dónald Ásniunds- son vann Hauk Sveinsson, Óli Valdimarsson vann Ólaf Þorsteinsson, Gunnar Gunn- arsson vann Ólaf Einarssbn, Ingimundur Guðmundsspn vann Karl Þorieifsson, Sig- urður Bpgason vann Guð- mund Arsælsson og Jón Víg- lundsson vann Ásgrim Lúð- víksson. Efslir cru nú Þórður Jör- undsson, Kristján Sylverius- son, Axel Þorkelsson (frá Siglufirði) og Lárus John- sen (skákmeistari . íslands) með tvo vinninga hver. Næst ir eru Jón Einarsson, Sveinn Kristinsson, Ingi Jóhannes- son og Óli Valdimarsson með 1/4 vinning Iner. Næsta umferð verður tefld á föstudagskvöldið kemur í Grófinni 1 og teflir þá Ivristj án við Þórð, Lárús við Axel, Ingi við Jón Einarsson og Óli við Svein. !3@ félagar Feg'runar- Aðalfundur Fegrunarfélags Hafnarfjarðar var haldinn s. I. sunnudag. Félag þettað er ungt, — aðeins misseris gamait —, en mikill, og vaxandi áhugi í'yrir starfi þess. Stjórn íelagsins var end- urkjörin, að öðru leyti en því að Valgarð Thoroddsen raf- veitús'tjóri var kjörinn í stað Þorl. Jónssonar frkvstj., sem flutti úr bænuni. Eyrir vöru í stjórninni: Kristinn J. Magnússon nlál- arameistari, foriii., Stefán Jónsson forstjóri., ritari, Júlíus V. J. Nyborg skipa- smiður, gjaldkeri, Ásgeir Stefánsson forstj., Þorvaldur Árnason skattstjóri og Sigur- geir Guðmundsson skrif- stofumaður. Stjórnin mun innan skamms koma saman á fund og skipta með sér verkum. I félaginu eru nú 230 menn og teljast þeir stofnfélagar. Mikill áhugi kom fram á fudinum fyrir áð efla félagið og vinna að áhugamálum þess. Á fundinum var aðal- Landstjori í indókína myrtur. Landstjóri Frakk í Indo- Kína, Ragmond, fannst mgrt ur á lieimili sínu í gær, stung inn rýtingi. Raymond er einn af þrem- ur landstjórum, sem Frakk- ar seudu til Indokína 1949. Hann var rúmlega ferlugur. Eliki er talið, að um póli- tiskt morð sé að ræða, en þó er það ekki fullrannsakað. Einn þjóna landstjórans hef ir verið handtekinn, en ann- ars, sem lagði á flótta, er leitað. Fé bjargað úr siáHKtelduu í fyrradag unnu tveir menn af Sauðárkróki það af- rek að bjarga fjórum kind- um, er komnar voru í sjálf- heldu í Tindastóli, sem ella hefðu orðið hungurmorða. Er það spurðist, að nokk- urar kindur væru komnar í sjálfheldu utan í Tinda.stól, gekkst oddviti Skarðshrepps fyrir þvi, -að tveir vaskleika- meun, þeir Maron Sigurðsson Og Sigmundur Eiríksson, sigu þrílugt bjargið og tólcst áð ná kindunum upp. Hresstust kindurnar furðu fljótt, nema ein, sem drapst í gær, svo var af henni dregið. lega rætt um tvö mál, rækt- un og fegrun Hamars-svæð- isins, og skipulag þess, og að fegra umhverfi lækjarins. —; Félagið liefir Íátið afgirða Hamars-svæðið og var haí'ist þar handa um gróðursetn- ingu trjáplantna s. 1. vor og settar niður 400 plöntur. A þessu svæði er Flensborgar- skólinn og fleiri byggingar. I ráði er að stofna til mikils. útbreiðslufundar félaginu til. cf'lingar um næstu helgi, Var handsama ður á 1 nólt vcir lögreglunni til- kynnt úr liúsi einu jx Stýri- mannaslíg að maður myndi vera að stela úr vörubifreið, sem stóð þar fyrir utan. Lögreglumenn fóru þegar á staðinn en þjófurinn var ])á farinn hurtu, hins vegar var öllu umrótað í bifreið- inni. Skömmu síðar urðu lög- reglumennirnir varir við mann, sem kom hlaupandi úr liúsagarði þar í grennd. Lögreglan náði manninum á flótta, en á flöttanum varp- aði maðurinn frá sér frakka og öðru dóti sera hann var með í höndunum. Var þania um gamal- þekktan þjóf að ræða, sem oft hefir komið við sögu áð- ur í málum lögreglunnar. öska að vitnl gefi sig fram. Rannsóknarlögregluna vantar vitni í sambandi við bílaáirekstnr þann, sem varð í fyrrakvöld á mótum Guð- rúnargötu og Rauðarárstígs og Vísir skýrði frá í gær. Elns Ög skýrt var frá hér í blaðinú í gær fannst ekki neinn ökumaður í annarri hifreiðinni og hafði liann hlaupizt á brott í skjóli nátt- mvrkursins. Seinna kom svo í Ijós að í umræddri bifreið sem var R-1505, var farþegi, sem lögreglan vissi ekki um fyrr en um séinan og fór því af staðiium án þess að gefa upp nafn sitt og heimilis- fang.. Við þenna mann þarf rannsóknarlögreglan nauð- synlega að tala og biður hann því að gefa sig fram hið allra hráðasta. Eigandi R-1505 telur að henni hafi verið stolið úr Templarasundi í fyrrakvöld á meðan liann fór sjálfur í bíó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.