Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 2
2 MORGHJNbTjAÐIÐ ,Elgin-úr H. P. Duus A-deild Jlýhomið; Svart Silkitau í svuntur, slétt og rósótt, sérstaklega þyk't og haldgott, Misl. Silkitau, allir litir, einbr. og tvíbr. Hrásilki, svart, hvítt og mislitt. Ull og Silki, svart, rósótt, S lki Ninon, rósótt, í samkvæmiskjóla. Silki Crepe, margir litir, Silkibðnd, margir litir. Silki-Flauel, Slifsi, Haínarstræti. Hvítt Medium og Madepolame, sérstaklega góðar tegundir í kven-nærföt. Laka-léreft, ágætt, Hvitt Moll, slétt og rósótt, Hvitt Bomsie, slétt og rósótt, Hvítt Pique, margar teg. Hvit Gardínutau, nýjar teg. Hvítar Svuntur, mikið lirval. ÞurkdreJar, ágætar tegundir. Hvit Rúmteppi. Kápuefni, sterkt og þykt, Cheviot, Alpakka, Sv. Hálfklæði Mouselin, margar teg. Refstau, margir litir. Misl. Gardinutau, Kadettatau, Fiauel-Molskin, Lasting, Tvisttau, Sirts, Flónel, Flauel, svart og misl. , Regnkápur, fyrir fullorðna og börn. Borðdúkar, Borðteppi, i Bmávörur, I langstærsta úrval í bænum. kaupa allir þeir, sem eignast vilja gott tCr. Fást hjá úrsmiðum. Gagnáhlaupin hjá Cambrai verða ef til vill til þess, að skapa aftur nokk- nð af trausti Þjóðverja á herforingj- um sínum. Þjóðverjar gátu varla haft mikla tiltrú á þeim, er þeir heyrðu fréttirnar um það, að Hin- ^nburg-línan væri rofin, en ekkert hefði gerst á vígstöðvum ítala á meðan, er gæti dregið úr óánægj- unni. Ef Þjóðverjar eru óþolinmóðir og áhyggjufullir um ástandið i Ítalíu, þá er það vegna þess, að þeir hafa reynt að hagnýta fyrirfram sigur, sem þeir eru eigi líklegir til að vinna, eða vegna þess, að þeir hafa eigi taugar til þess að bera þunga ófrið- arins lengur. Það verður eigi sagt að banda- menn séu vonsviknir, þótt Jerúsalem sé eigi fallin enn. Þeir vita að við- ureignin verður að hafa sinn gang. Allenby hershöfðingi býst til þess að teggja til oyistu við óvinina og vinna sigur á þeim. Hann hefir nú tekið þrjú skörðin .sem eru milli sléttunnar og borgar- innar að vestan, og er nú að búa sig til framkvæmda. Herlið hans hefir nú á valdi sínu Nebi Samvil, og getur þaðan ráðist á aðalveginn frá Jerúsalem að Strechem og horfir yfir sjálfan bæinn. Þjóðverjar reyna að hughreysta Tyrki með því að segja að það hafi enga þýðinu þó þeir missi þetta land, ófriðurinn muni verða útkljáður í Norðurálfu og landinu skilað aftur. Tyrkir láta sér líklega nægja þau huggunarorð, alveg eins og Þjóðverjar þegar þeir segja að það hafi enga þýðingu þó þeir hafi mist allar sínar nýlendur. — Hinar síðustu hersveitir Þjóðverja hafa nú verið reknar út úr Austur Afríku. Nýlendan er um noo þús- und ferkílómetrar að stærð, og mundi hafa getað orðið kjarni Afríkuríkis, en sem Þjóðverjar hafa nú farið á mis. Fyrir það að reyna að koma á stað uppreisn gegn hvítum mönn- um í Afríku, hafa Þjóðverjar nú bakað sér þetía tjón. Þeir bjuggust ekki við gersamlegri innilokun flota síns þegar þeir gerðu þær ráðstafan- ir. Ef til vill hyggja Þjóðverjar virki- lega að þeir geti fengið nýlendurn-- ar aftur, og tekið lönd af öðrum ríkjum. En núna eru þeir að semja við Rússa og grundvöllurinn er: friður án nokkurra landvinninga. Þetta er heldur óheppilegt fyrir Þjóð- verja, þegar það er athugað, að þeir hafa tekið mest land einmitt af Rúss- uui. Ríki þvi, hinsvegar, sem hefir tekið mest land af Þjóðverjum, ligg- ur ekki á að semja frið. London, ódagsett. Mikil áhrif hefir ræða sú haft sem Wilson forseti flutti í þinginu, og sýnir hún skýrt að Bandaríkjamenn eru nú einhuga um að bera sigur úr býtum og munu hafa litla þolin- mæði með þeim, sem berjast fyrir samkomulagsfriði. Það yrði að brjóta á bak aftur laumbrask og drotnun- sýki Þjóðverja, að öðrum kosti alt friðsamlegt samband milli þjóða úti- lokað. Bandaríkin álita að ófriðurinn sé unninn þegar þýzka þjóðin lýsir því yfir, fyrir milligöngu fulltrúa með verulegu þjóðlegu umboði, að hún sé reiðubúin að binda enda á ófrið- inn á grundvelli réttlætisins og greiða skaðabætur fyrir það sem leiðtogar hennar hafa rangt gert. Friðurinn á eigi eingöngu að endurreisa sjálf- stæði þeirra ianda, sem Þjóðverjar hafa tekið, heldur einnig losa Aust- urriki—Ungverjaland, Balkanfikin og Tyrkland undan hernaðarlegu ánauð- aroki og verzlunar-yfirdrottnuninni prússnesku. Það sem gert hefir ver- ið rangt í ófriðnum verður að end- urbæta, en eigi með því að gjalda Miðríkjunum óréttinn i sömu mynt. Forsetinn skoraði á þingið að segja Austurrlki — Ungverjalandi strið á hendur. Samningar eru byrjaðir milli Rússa og Miðríkjanna um vopnahlé. Frum- varp hefir verið lagt fyrir þingið um það. Opinber tilkynning Rússa herm- ir að þýzku fulltrúarnir hafi gefið óskýr svör við vopnahléssamningana og neitað að ganga að skilmálum Rússa um að taka burt herliðið frá Mooneyju og að senda ekki herlið frá austurvígstöðvunum til annara vigstöðva. Sögðu þýzku fulltrúarnir að slíka skilmála mætti að eins bjóða þeim sem sigraðir væru, Berlinar- skeyti herma að vopnahlé sé á víg- stöðvum Rússa til 17. des., og sé sá tími notaður til þess að komast að samkomulagi um sérfrið. Fréttaritari Times hefir átt viðtal við Trotsky, sem kvaðst ekki vilja á neinn hátt gera samninga, sem væri keisarauum og valdi hans í vil. Hann vildi láta gera sérstakt riki fyrir Armeniumenn og Araba, eða eitt riki fyrir báðar þjóðir. Hann féllst á hugmyndina um að Gyðing- ar settust að i Gyðingalandi, og ját- aði lagalegan rétt Gúkkja til þess að fá land að Asluströnd. Vopnaðir Mr.ximílistar settu bæj- arstjórn og kjörstjórn í Petrograd. Loftskeyti frá Vínarborg hermir það herforingjar Rússa og Rúmena hafi stungið upp á því að semja um vopnahlé við herforingja Austur- ríkis. Það er opinberlega tilkynt að ekkert sé satt í þessum skammarlegu staðhæfingum. Það er mælt að Korniloff hafi kocnist undan. Krylenko' tók við aðalherbúðunum, skipaði að höndla Dukhonin, en varaði Bolchevika við því að drepa ekki herforingja án dóms og laga. Bolchevikar tóku Dukhonin þegar af lífi. Var hann dreginn út úr járnbrautarlest og myrtur. Skýrslan um kafbátahernaðinn sýn- ir það að vikuna sem leið hafa 2174 skip komið til brezkra hafna, en 2133 farið. 16 brezkum skipum er báru meira en 1600 smálestir, var sökt, og einu minna. Enn fremur 4 fiskiskipum. A 8 skip var ráðist ár- angurslaust. — »Apapa«, gupuskip Elderdempsterfélagsins, var skotið i kaf fyrirvaralaust. 80 farþegar og skipverjar druknuðu. Þjóðverar skutu á þá sem komust í björgunarbátana. Tvö »Gotha« loftför voru skotin niður i Kent og Essex og -flug- mennirnir handteknir. Flugvélar gerðu árásar-tilraunir á London þann 6. des. í ýmsum hópum, frá þvi klukkan 1.30 f. h. til 6.30 f. h., en að eins fimm þeirra tókst að kom- ast fram hjá varnarstöðvum Breta, Vörpuðu þær niður íkveikjukúlum í London, drápu 3 menn og særðu ellefu. Annarsstaðar biðu 4 menn bana, en ellefu særðust. ^rezkir flugmenn réðust á Zwei- bröcken 5. des. og aftur 6. des. A vfgstöðvum ítala lögðu fjórar brezkar flugvélar til orustu við 12 þýzkar; skutu eina sundur í mola og hröktu 2 til jarðar. Allar brezku flugvélarnar komu heilar á húfi heim aftur. / Alklæói i peysuföt, fást í verzlun Amunda Arnasonar Sími 69. Hverfisgötu 37. Kerensky talar. Fréttaritari »Associated Press* átti tal við Kerensky nokkru áður en byltingin síðasta hófst i Rússlandi. Er það stórmerkilegt viðtal, sem sýnir það Ijóslega, að KereDsky befir rent grun i það, sem verða mundi i Rússlandi, og að honum hafi verið kunuugt um, að tilraunir hans til þess að koma á reglu í hinu volduga rússneska ríki, mundu verða árangurslausar. Kerensky sagði: — Vér höfum barist frá byrjun ófriðarins. Nú er þjóðin farin að þreytast, og allir spyrja: Hvar er hinn voldugi floti Breta, meðan þýzki flotinn er sifelt á sveimi í i Eystrasalti? Rússland er að þrot- um komið, þvi að það hefir barizt 1V2 ári lengur en Bretar. — Blaðamaðurinn spurði nú hvort Kerensky héldi að her frá Banda- ríkjunum mundi geta hjálpað Rúss»- um. — Það er ómögulegt, sagði Keren- , sky. FJutningavandræðin eru svo mikil. Ameríkumenn verða að senda oss skófatnað, leður, járn og framar öllu öðru fé. Eg segi það enn einu sinni: Rússland berst einsamalt. Frakkar hafa Breta sér til hjálpar og nú koma Bandaríkjamenn til víg- Síöðva þeirra. Þjóðin er að verða örmagna. Menn eru hættir að treysta á nokkurn árangur af fram- haldi ófriðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.