Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 3
9- des. 39. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 ;■■ Sl.ííii'-'SPP- IVílKJLL þVGTTL't'! m ee w LÍTLU £HVÍÐI 3 Þvotturinn, sem þið sjáið þari.a, | þa& er nú enginu Ijeítingur, en ;; samt var furðu litil fyrirhöfn |i vi& a& þvo hann hvkasi seni srjö. tj Þa5 var þessi hreina sápa, sem | •&tti mestan og bestan þútt í því. g Clemenceau. Clemenceau fór glæsilega á stað sem forsætisráðherra. Og það er enginn efi á því að gamli maðurinn — hann er nú rúmlega hálfáttræður — er enn þá ern í skapi og það er ekki við lambið að leika sér þar sem hann er. I baráttu sinni að undanförnu við stjórn 0g blaða-eftirlit, hafði Clemenceau gefið blaði sínu »Homme Libre« (frelsingi) nýtt nafn og nefnt það »Homme En- chaine« (bandingi). í þessu blaði réðist bann miskunarlaust á hverja stjórnina á fætur annari. Hann var óánægður með allar stjórnir Poincares og þegar hon- um var ámælt fyrir það, að leggja þannig hverja stjórn í ein- elti þá svaraði hann: »Eg hefi eigi ráðist nema á eina stjórn. Það er alt saman sama stjórnin.* Poincaré varð að brjóta odd af oflæti sínu, þegar það var sýnt að Painleve-ráðuneytið gat eigi set- ið lengur. Þá varð hann að snúa sér til hins svarna óvinar síns, »tígrisdýrsins«, eins og sumir nefna Clemenceau. Og eftir lang- ar samræður sættust þeir, og Cle- menceau lofaði að taka við stjórnartaumum. En þá komu ný vandræði til sögunnar. — Rótnema-flokkarnir þrír radíkalir jafnaðarmenn, lýð- veldis-jafnaðarmenn og hinir sam- einuðu jafnaðarmenn, slógu sér saman þá er Painleve féll og mtluðu sér að hafa áhrif á hina ^ öýju stjórnarskipun. Að minsta kosti ætluðu þeir sér að vera á öióti Clemenceau. En Clemenceau íókk með lipurð liðkað það þann- % til, að þegar til kastanna kom, var enginn flokkur honum and- v*gur nema hinir sameinuðu jafn- aðarmenn. Og eftir það veittist konum létt að mynda nýja stjórn. Og hin nýja stjórn er ekkert ahhað en Clemenceau. Hann hef- lr sjálfur tekið að sér hermála- ráðuneytið og utanríkisráðherr- aQö er hinn gamli vinur hans 0g ®anaverkamaður frá »Justice*, Stephan Pichon. Hann var líka utanríkisráðherra í ráðuneyti Cle- menceau hinu fyrra. Um skipun hinna ráðherranna skiftir engu máli. Hinn 16. nóvember fól Cle- menceau meðritstjóra sínum Clu- chet ritstjórn blaðs síns og nú var það endurskírt og nefnt »Homme Libre* aftur. Þá hættu árásirnar á stjórnina. Og um sama leyti fór Stephan Pichon frá blaðinu »Petit Journal.c Og nú settist Clemenceau nið- ur við það að semja ræðu, þá er hann hélt í þinginu 20. nóv., þar sem hann skýrði frá stefnuskrá stjórnarinnar. Það er sagt að hann hafi verið tvo aólarhringa að því að semja liana. Og hún er heldur eigi hroðvirknislega samin. Það virðist svo sem gamli maðurinn hafi verið mjögánægð- ur með hana, því að hann sýndi ýmsum vinum sinum handritið áður en hann flutti ræðuna. Ræða Clemenceau. Herrar mínir! Vér höfum tek- ið það að oss að taka við stjórn- inni til þess að halda stríðinu á- fram af auknum ákafa, þannig að allir kraftar komi að sem beztum notum. Vér komum hér fram fyrir yður gagnteknir af einni einustu ákvörðun: að heyja fullkominn ófrið. Vér æskjum þess, að það traust, sem vér biðj- um yður að sýna oss, komi fram í verkinu, sem skírskotun til þeirra sögulegu dygða, er hafa gert oss að Frökkum. Að sigra til þess að vera rétt- látir, — það hefir verið mark- mið allra stjórna vorra síðan ó- friðurinn hófst. Þessari stefnu munum vér fylgja. Vér eigum mikla leiðtoga, sem hafa unnið sér mikið til ágætis og vér eig- um þrautreynda leiðtoga, sem eru gagnteknir af þeirri göfugu hollustu, er gerði feður þeirra fræga. Með tilstyrk þeirra, með tilstyrk vor allra, mun hið ódauð- lega föðurland, sem eigi miklast af sigrum sínum, þræða veg for- laganna og kappkosta að ná friði. Frakkar þeir, sem vér neyð- umst til að senda fram til víga, eiga kröfu til vor. Þeir krefjast þess að vér hugsum sífelt um þá og að vér gerum ekkert sem eigi kemur þeim við. Vér eigum þeim alt að þakka, undantekn- ingarlaust. Alt fyrir Frakkland, sem ver heiður sinn með blóði! Alt fyrir gyðju hins sigrandi rétt- lætis! Vér höfum að eins eina auðvelda skyldu og hún er að standa við hlið hermannanna, lifa, liða og striða með þeim og hugsa eigi um neitt nema föður- landið. Það er kominn tími til þess að vér séum ekkert annað en Frakkar og stærum oss af því að það sé nægilegt. Réttindi hersins og réttindi landsins að baki hans eiga að bráðna saraan. Herinn á alt land- ið. Og ef það eru til menn sem finna gömul haturs frjóefni í björtum sínurn, þá útrýmum þeim. Á hinum friðhelga reit hug- sjónanna hefir Frakkland liðið fyrir alt það, sem er mannlegt. Vonir þess, sem það hefir ausið af hinni hreinu uppsprettulind mannúðarinnar, eru óbifanlegar og það er fúst til þess að leggja enn meira í sölurnar til þess að verja ættjörð hinna miklu for- feðra til þess að greiða mann- kyninu og þjóðunum veg að lífs- ins hliðum. Hver einasti maður í landinu, að börnum og gamalmennum með- töldum, verður að leggja hönd að hinu mikla verki. Og í því er fólkinn kraftur frönsku þjóðar- innar. Mennirnir á vinnustofun- um, garrílir bændur., sem yrkja jörð sína, þrekmiklar kouur, sem vinna, og börn, sem leggja fram 8Ína litlu hjálp — alt eru það hermenn vorir og þeir munu geta sagt síðar, þá er þeir líta yfir hið mikla verk, alveg eins og hermennirnir í skotgröfunum: Eg var líka með. Og vér verðum einnig að standa við hlið þeirra. Vér verð- um að elska hver annan og leggja niður allar ósæmilegar deilur. En að elska hver annan er ekki hið sama sem að segja það, heldur að sýna það í verkinu. Og vér viljum reyna að sýna það í verk- inu. Og til þess biðjum vér yður að hjálpa oss. Er hægt að hugsa sér nokkra fegurri stjórnarstefnuskrá? Það hafa verið gerð glappa- skot. Vér "skulum eigi lengur hugsa um þau, nema til þess að ráða bót á þeim. Það hafa einnig verið framdir glæpir. Glæpir gegn Frakklandi, og þeim verður að hegna undir eins. Takið það að yður, herrar mínir, gagnvart sjálfum yður og gagnvart landinu, sem krefst rétt- lætis, — takið að yður þá skyldu að réttlætinu fáist framgengt eftir strangleika laganna. Og það mun ekkert, hvorki tillit til manna né flokka, geta fengið oss til þess að vanrækja skyldu vora, eða ganga feti lengra en hún heimtar. Þrekleysi væri sama og með- sök. Vér viljum hvorki vera þrek- lausir né ofstopafullir. öllum á- kærðum mönnum á að stefna fyrir herdóm. öllum undantekningar- laust. Engum friðarvinum verð- ur lengur leyft að hafa sig í frammi! Vér viljum eigi hafa meira af þýzku undirferli! Ófriðurinn, ekk- ert annað en ófriðurinn! Herir vorir eiga ekki að komast milli tveggja elda. Réttlætið fyrir öllu! Frakkland skal komast að raun um að það er varið. Við höfum keypt frelsi vort alt of dýru verði til þess að hafna nokkru af því, nema á þann hátt að hindra birtingar og æsingar, er gætu komið óvinum vorum að gagni. Framvegis mun haft eft- lit með birtingu] stjórnmála og hermálafregna og einnig með fregnum þeim er’raskað geta al- mennum friði. — Blaðaskrifstofa mun gefa ráð, ekkert annað en ráð, *hverjum sem óskar þess. í ófriði sem í friði eiga menn að bera ábyrgð á því, sem þeir rita. Ef farið er að grípa þar fram í þá er það ekkert'annað en ger- ræði. Herrar minir! Oss virðist eigi nauðsynlegt að segja meira til þess að lýsa stefnuskrá þessarar stjórnar. Dagar koma eftir þennan dag. Vandamál munu fylgja vandamálum. Vér ætlum að halda áfram skref fyrir skref með yður, herrar mínir, til þess að koma því í framkvæmd sem nauðsyn- legt er. Vér erum undir eftirliti yðar. Vér munum alt af spyrja yður hvort þér treystið oss. Einhvern dag munu þrumandi fagnaðaróp gjalla frá París og út til hins minsta kotbæjar í land- inu. Þá verður hinum sigursælu fánum vorum fagnað, fánum sem vættir eru í tárum og sundur rifn- ir af sprengikúlum. Það verður hinn fegursti dag- ur þessa kynflokks og það er í voru valdi að skapa hann. Og á þennan óafturkallanlega ásetn- ing biðjum vér yður, herrar mín- ir, að setja innsigli vilja yðar. I Memoirer og Breve, hinu merka ritsafni, er þeir gefa út P. F. Rist og Julius Clausen, kem- ur út á næsta ári Endurmimingar lArna Maqnússonar jrá Snóksdal í danskri þýðingu eftir cand. Pál Eggert Ólason. Arni var ferðalangur mikill, sjómaður og hermaður í þjónustu Dana og Rússa og lýsir bókin ferð- um hans og æfiferli. Var haun utan- lands um 40—£0 ár, en kom þá hingað til íslands og ritaði þessa bók til skemtunar fyrir frændur sína. Síðan fór hann aftur til Danmerkur og hafði í elli sinui ofan af fyrir sér með barnakenslu. Hann mun hafa andast í Jótlandi laust eftir 1800. Eigin handarrit Árna er nú hér í Landsbókasafninu. Caruso kyssir jörðina. í byrjun nóvembermánaðar kom hinn heimsfrægl tenor-söngvari Caruso til New York, eftir að hafa dvallð nokkra mánuðl i Suður-Ameríku. Þeg- «r hann steig á land í Hoboken varp- aði hann sér til jarðar og kysti jörð- na mörgum kossum í þakklætisskynl fyrir þá hjálp, sam Bandaríkin hafa veitt ítölum. Caruse er fyrlrtaks fjármálamaður, en hann er tilfinnlngamaður að auki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.