Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 3 Bandaríki Norðurlanda. ' Sænsk nppástunga . Hinn fyrsta april i vor kom Frið- þjófur Nansen fram með þá uppá- stungu að Norðurlönd gengju í bandalag í sameiginlegu hagsmuna- skyni og hefðu sameiginlega tolla- löggjöf, sameiginlegar landvarnir og sameiginlegt órjúfandi hlutleysi. Þessi uppástunga var rædd dálítið af stjórnmálamönnum og vísinda- mönnum á Norðurlöndum og nú hefir komið fram sænsk tillaga um það, að stofna »Bandaríki Norður- landa«. Höfundurinn kallar sig »sænskan Skandinava« og hefir birt uppástungu sína i hinu sænska Statsvetenskapelige Tidsskrift. Segir hann að hugmyndin sé frá Friðþjófi Nansen. I blaðagrein er auðvitað ekki hægt að skýra hugmyndina út í æsar, eins og hinn sænski stjórnvitringur hefir borið haqa fram. En þó má drepa á hið helzta. eiga heima i Kaupmannahöfn. Fundi heidur sambandsráðið í höfuðborg þess lands þar sem forsítinn er, og forsætisráðherrann þar er fundar- stjóri. Sé -um btáðabirgðaráðstafanir að gera, þá nægir það, ef fulltrúar tveggja rikjanna eru á sama máli og forsetinn. Sé aftur á móti um fulln- aðarákvarðanir að ræða, þnrfa allir fulltrúarnir að vera sammála. Náist eigi samkomulag, skal kallað til leyndarráð og í því skulu vera hmm menn af hverri þjóð (danskir norsk- ir og sænskir). En geti þeir eigi heldur orðið sammála, eða ef málið er þannig vaxið að afgreiðslu þarf að hraða svo, að það geti eigi kom- ið fyrir ríkisþingafundi, þá er sam- bandinu slitið. Og meðan skiftar skoðanir hindra samvinnu, þá er bandalagið eigi í gildi, Og sé deil- an eigi jöfnnð innan fimm ára, þá Danmörk, Noregur, Svíþjóð og ísland eiga að ganga í rikjasam- band. Skal þó hvert þeirra hafa sina stjórn, en utanríkismál skulu sam- eiginleg að vissu leyti, einn sam- eiginlegur forseti, sameiginleg. tolla- löggjöf og sameiginlegar landvarnir; Og auðvitað á samvinnan að vera sem nánust á öllum sviðum, með s3meiginlegri löggjöf þar sem hægt er að koma henni þannig við, að eigi sé gengið á einkamál neinnar þjóðar og þjóðernismismunur virt hr. Um öll sameiginleg mál á síjðn ^orðurlatida að fjalla. Skipa han; fofseti og ríkisráð. Forseti skal kjörinn til 5 ára ®enn og skal það vera einhver a: **lat*tn þrem konungum Norður a°da. Hann kjósa ríkisþing Noregs v'þjóðar og Danmerkur samdæg' Urs- Fáist eigi samkomulag, þannij einhver þeirra sé í meiri hluta P verður sá forseti sem elztur er sameiginleg utanríkismál fjall *r tlkisráð Norðurlanda, forsætisráð eftarnir þrfr og einn sérstakur ráð ^erra frá hverri þjóð. í þeim mál er ^land varða einnig, er ráð- ra t*ess fulltrúi þess og skal hanr hefir hvert rikið er vill, fullkominn rétt til þess að segja sig til fulls úr bandalaginu. Það er auðséð að höfundurinn hefir kostað kapps um það að vanda uppástungur sínar. Hann hefir meira að segja gert úppkast að sambands- fána og fengið myndhöggvarann Carl Milles til þess að leiðbeina sér þar. Uppástunga þeirra er sú að sambandsfáninn verði hvítur, en i miðjum feldinum myndi hinir fjórir fánar, hinn íslenzki, norski, sænski og danski, ferhyrning (eins og sézt á myndinni). Við niðurröðunina hafa þeir fyrst og fremst tekið tillit til litasamsetninga fánanna, en fyrir- komulagið hefir og þann kost, að hvert það land getur (og mun lik- lega gera) snúið fánan'um þannig, að þjóðernistákn þess.verði efst og næst stönginni. Höfundurinn þykist vita að þess- ari hugmynd sinni verði brátt kom- ið í framkvæmd og heldur jafnvel að iBandariki Norðurlatida* geti komið fram á hinum væntanlega frið- arfundi. Mikla þýðingu hafa þau ummæli er hann hefir fyrirfram til svars þeirri kröfu frá Svíum, að forystan i þessu bandalagi eigi að vera hjá því rikinu sem öflugast er, eða með öðrum orðum Sviþjóð. Vilji menn í alvöru, segir hann, koma á banda- lagi meðal Norðurlauda, þá verða Sviar þegar að sleppa öllu tiikalli um yfiráð og hallast þegar að full- komnu jafnrétti. DAGBOK Kveikt á Ijóskerum hjóla og bif- relða kl. 4. Gangverð erlendrar myntar. Bankar Doll. U.S.A. & Canada 3,40 PÓBtbús 3,40 Franki franskur 59,00 56 00 Sænsk króna ... 120,00 120,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterlingspund ... 15,50 15 00 Mark ... .... ... 62 00 53,00 Holl. Florin ... ••• »•• ... 1.37 Austurr. króna... • •• .•• ... 0.29 Kolaskip mun vera væntanlegt hingað í lok vikuunnar.— f>að er frakkneskt og flytur kol til h.f. Kol & Salt. Reiðtýgi,aktýgi, hnakktöskur, skóla- töskur, baktöskur, veiðimannatöskur, handtöskur, rnkkaraveski, seðlaveski, skotfærabelti, glímubelti, beizli al- búin og ýmsar ólar. — Skautar keyptir og seldir (nokkrir til nú). Sófatau, plyds, stormfataefni, strigi og margt fleira. Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18 B. Sími 646. E Kristjánsson. Stærri og smærri ferðakistur úr stáli, ómissandi á sjóferðum, seljast mjög ódýrt. Söðlasmíðabúðin Lauga- vegi 18 B. Sími 646. E. Kristjáns- son. Af sérstökum ástæðum selzt með tækifærisverði einn nýr hnakkur og söðull og ein aktýgi hér um bil ný. Söðlasmiðabúðin Laugavegi x8 B. Sími 646. E. Krístjánsson. Tvíbreiður sængurdúkur hvergi ódýrari í öllum höfuðstaðnum. Söðla- smíðabúðin Laugavegi 18 B. Simi 646. E. Kristjánsson. Nokkur gömul reiðtýgi, í ágætu standi, seljast fyrir mjög lágt verð. Söðiasmíðabúðin Laug vegi x8 B. Simi 646. E. Kristjánsson. Silkipeysa, ullarsjal og skúfhólkur, selst með tækifærisverði. Upplýs- ingar í sima 646. Hjá forsætisráðherra. íshúsin eru nú í óða önn að taka fs af tjörninni. þegar hlánar verður hleypt úr henni vatninu. Lagarfoss fór frá New York á fimtudaginn var. Sterling fer á þriðjudaginn frá Akureyri og á að koma við á Húna- flóahöfnum. En »Geir« fer þaðan á morgun austur um land til Rvíkur. Messað á morgun í dómkirkjunni: Kl. 11 síra Jóh. þorkelsson og kl. 5 biskupinn. Gasstöðin hefir nú bannað kaup- mönnum að nota gasljós í búðum . eftir kl. 7 að kvöldi. Er ástæðan sú að gasstöðiu er kolalítil, hefir ekki annað en það sem hún kaupir hér í bæ, en það eru ekki gaskol. það er víst að það ber nauðsyn til þess að gas sé sparað eftir megni. Ættu menn að muna það og hús- mæður llka, að ef gaseyðsla minkar ekki þegar í stað, getur vel komið fyrir að lokað verði fyrir það að ein- hverju eða öllu leyti. Samsöngur »17, júní« er á fimtu- daginn kemur. M. a. verður þar sung- ið lag eftir Jón Norðmann píanóleik ara, sem þá kemur fyrsta sinni fram sem tónskáld. Hannes Hafstein bankastj. hefir verið veikur undanfarið. Hanu fer utan á Ialands Ealk í þessari viku sér til heilsubótar, og með honum dóttir hans þórunn. Island kom hingað í gærkvöldi frá Amerfku. F á n a m á I i ð. Hr. Jón Magnússon forsætisráð- herra stefndi blaðamönnum bæjarins á sinn fund á stjórnarráðsskrifstof- unni í gærkvöldi til þess að segja þeim um afdrif fánamálsins. Eru þær fregnir, sem hann hafði að flytja, orðnar almenningi kunnar fyrir nokkru, með símskeyti, sem Morg- unblaðið birti um það leyti, sem for- sætisráðherrann fór frá Kaupmanna- höfn. Hr. Jón Magnússon hóf mál sitt á þessum blaðamannafundi með því að lýsa þvi yfir, að konungur hefði beint neitað að samþykkja þingsá- lyktunartillögu síðasta alþingis. Gerð- ist það á rikisráðsfundi 22. nóv, Forsætisráðherra kvað umræður þær, sem fram fóru á rikisráðsfundinum, mundu verða birtar í Lögbirtinga- blaðinu um miðja þessa viku, og það blað síðan sent dag- og vikublöðum bæjarins undir eins. Allar umræður um þetta mál munu þvj verða að bíða unz menn sjá, hvað fram hefir farið á rikisráðs- fundinum. Væntanlega mun stjórn- in þá um leið gera grein fyrir af- stöðu sinni til þessa máls. Lántakan. Forsætisráðherra kvaðst ennfrem- ur hafa útvegað peningalán í Dan- mörku, hjá dönskum bönkum. Lán- ið, sem nemur 6 miljónum króna fékk ráðherra með góðum kjörum, Það er borgað út með 98 % og vext- ir eru að eins 5 %. Það endurgreið- ist á tveim árum, enda er það ætl- að til vörukaupa landssjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.