Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1917, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sparifataefni bezt og* íallegust í Klæöaverzl. H. Andersen & Sðn, ' Aðalstraefci 16. Suðurvígsföóvarnar. Auk þess hers Miðríkjanna, sem hrakið hefir ítali írá Isonzo að Piave, hafa Miðríkin nú sert fram sók'narlið frá Tyrol og K&rnthen. — Myndin hér að ofan sýnir herflutninga á vegunum þar, sem liggja niður skörð hinna fögru Alpafjalia ofan á sléttur Norður-ítaliu. Lloyd George. Tvær ræður. Meðan á ráðstefnu bandamanna stóð í París nú síðast, voru fulltrú- arnir eitt sinn (mánudag 12. nóv.) í boði hjá Painléve forsætisráherra. Þar hélt Lloyd George þrumandi ræðu, sem mikið hefir verið um rætt erlendis. Hann lýsti yfir því, að það væri engum að gagni, að bandamenn vildu eigi kannast við ófarir sínar. Þegar vér — mælti hann — sækj- um einn kílómeter fram á vígstöðv- unum, þegar vér tökum eitthvert þorp og nokkur hundruð fanga, þá æpum vér siguróp. Vér höfum ástæðu til þess, þvi að það er tákn um yfir- burði vora og trygging fyrir því að vér náum sigri að lokum. En hvað mundum vér segja ef vér sæktum fram 50 kílómetra, ef vér handtækj- um 200.000 óvini og næðum 2500 beztu fallbyssum þeirra ásamt óhemju ósköpum af hergögnum? Síðan nefndi hann mörg dæmi þess að bandamenn hefðu látið sig- urinn ganga sér úr greipum vegna fyrirhyggjuskorts og samvinnuleysis. Ef það hefði verið góð samvinna með- al bandamanna, þá hefðu þeir eigi þurft að hugsa um það, að bjarga Ítalíu, heldur hefðu þeir nú verið að vinna sigur á óvinum sínum. Hann strykaði undir það, að því að eins yrði komið í veg fyrir ófar- ir bandamanna, að fastri samvinnu yrði komið á á öllum vigstöðvum.— Frakkar voru óánægðir með þessa ræðu og Bretar eigi siður. Og þeg- ar Lloyd George kom aftur heim til Lundúna, krafði Asquith hann reikn- ingsskapar á ummælum sinum. Þó varð Asquith eigi jafn skorino ður og menn höfðu búist við og virtist sumum af mótstöðumönnum Lloyde George sem hann sýndi honum of mikla nærgætni. Asquith sagði það væri • ekki rétt, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir neinar ófarir bandamanna í stríðinu, enda þótt sameiginlegt her- ráð hefði verið til. En er bann hafði lokið máli sínu reis Lloyd George á fætur. Hann byrjaði með því að skýra frá því, að hann hefði eigi beint ásökunarorðum sínum um fortíðina að neinni sérstakri herstjórn, hers- höfðingja eða þjóð. Hann hefði að eins nefnt ýms dæmi því til sönn- unar, að bandamenn hefðu orðið fyr- ir áföllum, vegna samvinnuleysis. — Asquitfi spurði um vígstöðvar ítala, mælti hann. Það er vandi að gefa svör við slíkum spurningum. Hann spurði um það hvað Cadorna segði. Eg er ekki viss um það, að eg geti svarað því. Það mætti segja mikið um það sem Cadorna segir og um ' það hvað vér hugsum. Vér berum heldur enga ábyrgð á því hvernig fer á vígstöðvum Itala. Vér vissum um hitt og þetta, vér héldum hitt og þetta og giunaði sumt. ítalska stjórnin vissi þó nokk- uð um það, hvað vsr í aðsigi, en það var ómögulegt fyrir Sir Willi- am Robertson að hafa nein áhrif á það sem þar gerðist. En hefði verið sambands-herstjórnarráð í Versailles, þá hefði Robertson getað gert eitt- hvað. Eg hefði getað haldið ræðu þar sem eg hrósaði herjunuro, hershöfi- ingjunum, stjórnunum og þjóðunum, en það hefði ekki ' haft nein áhrií. í stað þess kaus eg að halda ásök- unjrræðu. Það hlaut að neyða menn til þes að tala um þessar fyrirætlan- ir með herstjómarráðið, og það var talað um það í 2 eða 3 heimsá'fum. Og árangurinn er sá, að r.ú hefir Bretlandi, Ameiíku, Ítalíu og Fiakk- landi skilist þetta má! og hver til- gangnrinn er með því. Það er mjög þýðingarmikið. Alt þetta skraf um vigstöðvar að austan og vest^n er bara bull. Vig- völlurinn er norður, suður, austur og vestur og það er skylda vor að þröngva alls staðar kosti óvinanna og ráðast á þá hvar sem vér get- um. Það er það sem vér eigum að gera. Þess vegna viíjum vér her-mið- stjórn, er athugi alt orustusvæðið en ekki nokkurn hluta þess. Vér þurfum á allri þeirri reynslu og allri þeini hjálp rð haíd.i, sem vér get- um fengið og bandamenn vorir þarfn- ast þess þó enn fiekar en vér, nú sem stendur. Síðan mintist hann á árásir og að- finslur blaðanna. — Eigum vér að þola það að menn hér í landi sái vantrausti á Frökkum í brjóst Englendinga bara af stjórnmálaástæðum eða eigin hvöt- um ? Við veiðum að stöðva þann ósóma, segi eg. Altaf siðan eg fór fyrst að hsfa afskifti af þessu strfði, hefi eg eigi að eins kept að þvi að koma á samvinnu milli bandamanna heldur meiiu, vináttu, velvilja, bróð- em'. Eg hefi gert alt það, sem í mínu valdi stendur, til þess að gera þessar þjóðir að vinum. Og í þvf eru sigrar vorir fólgnir. Það hefir ákaflega mikla þýðingu að fullkom- inn velvilji sé á báða bóga. Ef vér vinnum í félagi þá ber eg engau kviðboga fyrir því, sem fyrir kann að koma. En eg ber á- byggjut fyrir framtíðinni. Þvi hen eg aldrei leynt. Það er bezt að skýra mönnum frá því sem fyrir getur komið. En engar áhyggjur geta breytt þeirri sannfæringu minni, að það er að eins tvent, sem getur ráðið niðurlögum yorum. Annað er kafbátahættan. Ef hún hefði svift oss frelsinu á sjónum, þá hefðu allar vonir vorar sannarlega verið otðnar að engu, En nú óttast eg ekki kafbátana lengur. Vér höf- um fundið slóð þeirra. En hvað er þá hitt? Það er skort- ur á _eindrægni. Eg ætla að styðja hverja þá uppástungu er líklegt er •að færi oss nær sigri, sönnum sigri, þeim sigri er flytur frið og græðir sár heimsias, sem nú laugast i blóði, Fréttaritari »Politiken« í London segir að þennan dag, sem Lloyd George flutti þessa ræðu í neðri deild brezka þingsins, muni hann hafa unnið einn hinn mesta þing- sigur sinn. Hreif hann alla með mælsku sinni og voru fagnaðarlætin oft svo mikil í þingsalnum, að hann varð að hætta í miðju kafi og setjast niður. Jafnvel Asquith klappaði hon- um lof í lófa. Danmörk og Bandarikin. Bode innanrikisráðherra talar nm hag Dana. Conger, fréttaritari »Associated Pressc í Kaupmannahöfn hefir ný- lega átt tal við Ove Rode, innan- ríkisráðherra Dana, um það hver á- hrif friðslit Bandarikjanna hefðu haft á hag Dana. Mælti þá ráðherrann á þessa leið: Danska þjóðin hefir átt bágt með að skiija það, að friðslit Bandatikj- anna skyldu einmitt hafa svo alvar- legar afleiðingar fyrir hag hennar, En eins og Danmörk gætti þess vand- lega að rækji allar skyldur sinar sem hlutlaus þjóð og fylgdi örugg þeirri viðskifta politik sem Bandarikin sköp- uðu meðan þau voru hiutlaus, eins mun hún með sömu nákvæmni haga sér eftir þeim skilyrðum, er friðslit Bandarikjanna hafa haft i för með sér. Og eins og Danmörk bar full- komið trúnaðartraust til Bandaríkj- anna, sem hins volduga verndara hlutleysingja, eins er hún þess full- viss, að ófriðarríkið Bandaríkin mun aldrei af ásettu táði vilja vinna vin- gjörnu og hlutlausu landi mein. Eg hygg samt að Bandaríkin geri sér það ekki ljóst, að hve miklu leyti stöðvun á útflutniugi þaðan stefnir til glötunar fyrir Danmörku. Handa þjóðinni sjálfri og til framleiðslu smjörs og flesks, sem jafnan — einn- ig í stríðinu — hefir að mestu leyti farið til Englands, þurfum vér að fá heimingi meira af kornmat og mat- vælum en vér framleiðum sjálfit. Nú hafa allir aðflutningar verið stöðvaðir mánuðum saman og danska stjórnin verður nú að reyna að selja aftur1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.