Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 7
gert að lögrjettufjám, bvo að fjármál ríkisins gætu öli orðið tekin fyrir í einu lagi. Til fimtardóms var aðeins stefnt á- kveðnum málum, og eru þau talin upp í Grágás. En nú var rofin sú megin- regla löggjafarinnar, að krefjast sam- kvæðis um alla dóma, því að í fimtar- dómi skyldi meiri hluti dómenda ráða, og ef jafnmargir voru með og móti, þá átti að dæma áfall eða dómfella þann, er sóttur var, nema um vjefangs- mál úr fjórðungsdómi væri að ræða. Þá skyldi dómurinn, sem upp var kveðinn, velta á hlutkesti. Föst niðurstaða er enn ekki fengin um, hvernig skilja beri þær megin- reglur, er annars giltu um það, hvem- ig dæma skyldi vjefangsmál í fimtar- dómi. Eru það aðeins tveir menn, sem reynt hafa að skýra það, þeir Björn M. Ólsen og Vilhjálmur Finsen. Var skýring B. M. Ó. í því fólgin að breyta texta Grágásar. En V. F. benti þá á, hvílík fjarstæða það væri, að ætla sjer að skýra Grágás með textabreytingum og sýndi fram á, að hugmynd B. M. Ó. leiddi þess utan út í ógöngur frá laga- legu sjónarmiði. Setti V. F. jafnframt fram tilgátu þá, er síðan hefir verið búið við, um það, hversu hugsa megi sjer, að þessi ákvæði Grágásar kunni að eiga að skiljast. En tilgáta V. F. hefir þann galla, að fyrir henni skort- ir heimild í Grágás. Jeg hefi því leit- að nýrrar lausnar á þessu máli og er niðurstaðan, að þennan stað í Grágás sje svo að skilja, að ef fjórðungsdóm- endur voru allir jafnmargir í öllum stöðum, er þeir höfðu vjefengt, og hvorir tveggja höfðu farið rjett að vje- fangi, þá hafi fimtardómur átt að rjúfa þeirra dóm, er síður höfðu að lögum dæmt; ef aftur á móti aðrir höfðu í fjórðungsdómi farið rjett að vjefangi, en aðrir rangt, þá átti þeirra dómur að standast, er rjett höfðu farið að vjefangi, þótt hinir hefðu málaefni betri í upphafi; en ef hvorugir höfðu í fjórðungsdómi farið rjett að vje- fangi, þá átti að standast dómur þeirra, er nær höfðu farið að vjefangi, því sem lög voru, og sömuleiðis sá dómur, er fimtardómendum þótti nær lögum dæmdur. Rlþingi 127.1-1874. Eftir Einar Rrnórsson prófessor. / eftirfarandi grein gefur Ein- ar prófessor Amórsson yfirlit yfir sögu Alþingis fré því er Is- lendingar gengu Hákoni gamla NoregsJconungi á hönd og fram að þjóðhátíðarárinu 187U, er Kristján IX. gaf íslandi stjórn- arskrá. — Er Einar prófessor Arnórsson sá maður, sem vjer vitum fróðastan í þeim efnum, enda munu fáir eða engir hafa kynt sjer, svo sem hann hefir gert, löggjöf Islendinga og stjómarfar frá öndverðu. Einar Amórsson. I. Árangurinn ai þessum breytingum og landstjórn .Skafta Þóroddssonar var, að ættardeilunum og vígaferlunum Ijetti, og þegar hann fjell frá 1030, hafði hann komið þeim friði á í land- inu, er helst á aðra öld, og er það tímabil í sögu landsins, sem kallað hefir verið friðaröldin. Skafti varð einnig fyrstur íslendinga til þess, svo sögur fari af, að tryggja rjett lands- ins út á við og afla íslendingum fríð- inda meðal erlendra þjóða, með samn- ingnum við ólaf helga. 1 ár eru liðin 900 ár síðan Skaft fjell frá, og ætti það því vel við, að hans væri sjerstaklega minst að ein hverju í sambandi við Alþingishátíð ina. LAGABREYTING Á ÍSLANDI. Islendingar höfðu, sem kunnugt er gengið Hákoni konungi gamla Hákon- arsyni á hönd til fulls árin 1262— 1264. Þótt eigi verði sannað, að breyt- ing hafi orðið á skipun Alþingis árin 1264 til 1271, þá er þó ljóst, að svo hlaut bráðlega að verða. Margt í hinni eldri löggjöf og stjórnarskipan mátti varla lengi haldast eftir að konungs- vald var komið á landið. í Noregi hafð sonur og eftirmaður Hákonar gamla, sem andaðist 1263, Magnús konungur lagabætir, komið á sameiginlegri og endurbættri löggjöf í öllum hinum gömlu þingdæmum (Gulaþing, Frosta- þing og Heiðsifaþing), og hafa þau lög verið nefnd hín yngri landslög. Magn- ús konungur hugði líka snemma á lagabreytingar á íslandi. Hann Ijet því gera frumvarp að nýrri lögbók, er hann sendi út hingað vorið 1271. Var lögbók þessi, er nefnd hefir verið Járn- síða, mjög sniðin eftir norskum lög- um, en miður eftir þörfum íslands. Ár- ið 1271 var þingfararbálkur hennar lögtekinn hjer. Var þar með hin gamla skipun á Alþingi og vorþingum á ís- landi fallin um koll. Einnig voru goð- orðin þá úr sögunni. Fjórðungsdómar á Alþingi fjellu niður og fimtardóm- ur einnig. Lögberg týndist brátt, því að engar þinglýsingar eða önnur þing- störf fóru þar lengur fram. Og lög- sögumannsdæmið var einnig lagt nið- ur. Lögrjettan ein stóð eftir, en mjög í breyttri mynd, eins og sýnt verður. Landinu var skift í 12 þing og sýslu- menn komu í stað goðanna fornu. Járnsíða var úr lögum numin með Jóns- bók 1281, en engin meginbreyting varð þá á Alþingi. Snemma var einn maður settur yfir alt land, og var hann nefnd- ur hirðstjóH til forna, en síðar höfuðs- maður. Hann var yfirmaður sýslu- manna og annara embættismanna á landinu. Sú skipun á æðstu stjórninni innan lands stóð óbreytt þangað til 1683. Þá var skipaður stiftbefalings- maður svo nefndur, er hafa skyldi æðsta vald hjerlendis, landfógeti, er hafa skyldi yfirumsjón með gjaldheimtu sýslumanna, og amtmaður, sem líta átti eftir löggætslu og kirkjumálum. Síðar miklu (1770) var landinu skift í ömt Urðu nú amtmenn tveir í upphafi: Annar í Suður- og Vesturamti, og varð hann jafnframt æðsti embættismaðui hjerlendur, og hjet stiftamtmaður, en hinn í Norður- og Austuramti. Síðai var Vesturamtið greint frá Suðuramti í stað stiftamtmanns kom landshöfð ingjadæmið, er stofnað var 1872, sem kunnugt er. Stóð það til 1904, er æðsta stjórn svo nefndra íslenskra sjermála var flutt hingað inn í landið, eftir að hún hafði verið í höndum erlendra manna, erlendis búsettra, síðan á 13 öld, eða í nærfelt hálft sjö hundruð ára landinu til hins mesta tjóns og niður- dreps. c n. SKIPUN ALÞINGIS 1271—1800 A. Almennar athugasemdir. Nafn Jnngsins. Norsku þingin, sem svara áttu til Alþingis, eins og það varð eftir Járnsíðu og Jónsbók, hjetu lög þing. Þessu nafni átti víst líka að koma á íslenska allsherjarþingið, enda er það mjög oft nefnt því nafni bæði í lög- bókunum og annarsstaðar. Jafnhliða heldur þingið þó forna nafninu, Al- þingi. En auk þessara heita er það oft nefnt öðrum nöfnum, svo sem Öxarár þing, almennilegt Öxarárþing, síðar Öx- arár landsþing o. s. frv. Þingstaðurinn var hinn sami áfram Þingvöllur við öxará. Á 16. öld (1574) stóð þó til að breyta um þingstað og flytja þingið í Kópavog. Þar þótti höf- uðsmanni þingið vera nær sjer og því hægara til að sækja. En landsmenn virð- ast hafa virt þessa ráðstöfun algerlega vettugi, því að aldrei var Alþingi til Kópavogs flutt. Á 18. öld, milli 1780 og 1790, vildi stiftamtmaður flytja þingið til Reykjavíkur og Norðlendingar vildu fá lögþing handa sjer og Austurfirð- ingum fyrir Norðurland. En af hvor- ugu varð, og var Alþingi hið forna háð á Þingvelli við Öxará alla tíð, nema 2 síðustu árin, 1799 og 1800. Þá var það háð í Reykjavík. Þingtími. Eftir lögbókunum, Járn- síðu og og Jónsbók, átti Alþingi að hefjast 29. júní ár hvert, á Pjeturs messu og Páls, eða, ef hana bar á helg- an dag, þá næsta virkan dag á eftir. Áttu þingmenn að vera komnir á Þingvöll kvöldið fyrir þingsetningar- dag, en oft vildi út af því bregða. Ár- ið 1700 hófst „nýi stíll“ svo nefndur, og færðist þingsetningardagur þá til 8. júlí (Seljumannamessu). Með kon- ungsbr. 25. jan. 1754 var aftur breytt til, og skyldi Alþingi nú hefjast 3 júlí. Eigi reyndist þó auðvelt að fá menn til að sækja þingið svo snemma, einkum um og eftir 1780, og var því aftur breytt til með konungsbrjefi 28 apríl 1784, og þingsetning ákveðin að nýju 8. júH. Og hjelst það uns þingið var lagt niður. Lögmennirnir settu þingið, að und- angenginni guðsþjónustu í Þingvallar- kirkju. Lýstu lögmenn griðum og friði manna á meðal, meðan þing stæði og uns þeir væru aftur heim komnir. Eft- ir þingbókunum skyldi þingið standa svo lengi sem lögmaður vildi og lög- rjettumenn. Fram á 17. öld virðist þing hafa staðið venjulega 3—4 daga, enda þótt boðið væri í konungsbrjefi einu frá 9. maí 1593, að það ætti að standa 8 daga að minnsta kosti. En eftir miðja 17. öld fer þingið að standa lengur. Menn komu seinna til þings en skyldi, og þess vegna varð því eigi lokið fyr en eftir 8 daga, og stundum stóð það miklu lengur, stundum um 3 vikur, og var þá margur lögrjettumað- ur orðinn heimfús. Með konungsbrjefi 28. apríl 1784 var loks svo fyrir mælt, að þingið skyldi óslitið standa frá 8. —22. júlí, og mátti enginn málsaðilja fá neitt bókað í Alþingisbókina eftir þann tíma. En lúka mátti sakamálum og dómum í einkamálum til loka júlí- mánaðar. Lögmaður sagði Alþingi upp og’ var þá þingstörfum lokið, og þingmenn máttu hverfa heim til sín. Á Þingvelli áttu flestir eða allir höfðingjar 1 fornöld búðir, er þeir, og þinglið þeirra, höfðust við í um þing- tímann. Margar þeirra búða hafa sennilega staðið, þegar hin nýja þing- skipun komst á. En fátt segir af við- haldi þeirra og notkun á miðöldum. En þó virðist svo, sem Skálholtsstóll hafi átt búð á Þingvelli fram um siðaskifti, og sjálfsagt ýmsir fleiri. En fallnar munu þær vera á síðara hluta 16. ald- ar, nema sú búð, er umboðsmaður konungsvaldsins kánn að hafa notað. Á síðara hluta 16. aldar og alla 17. öld munu þingheyjendur hafa hafst við í tjöldum um þingtímann, en um og eftir 1700 tóku ýmsir að gera sjer búðir á Þingvelli af nýju, og þótti Þingvallarklerki jarðrask hljótast af. Var veraldarhöfðingjum þá (1786) leyft að gera sjer búðir vestan öxar- ár, og munu margir þeirra hafa haldið þeim við fram eftir öldinni. En Skál- holtsbiskup og klerkar höfðust við í tjöldum austan Öxarár. Vistir urðu menn mjög að flytja með sjer til Alþingis, eins og í fornöld. — Ríkismenn, eins og höfuðsmaður, Skál- holtsbiskup og eflaust Hólabiskup líka fram eftir öldum, og meiri háttar sýslumenn, hafa haft með sjer mat- gerðartæki og matgerðarmenn til Al- þingis, eins og í fomöld, enda vom þar einatt veitslur haldnar. Þar voru og, einnig eftir að hin forna skipun lagð- ist af, drykkjur miklar og mannfagn- aður. Á 17. öld, og einkum á 18. öld, var mikið drukkið á íslandi, og voru þingheyjendur sumir þar engir eftir- bátar. Sjerstaklega var skaðræðis- drykkjuskapur á Alþingi fyrstu 2 eða 3 tugi 18. aldar, þegar Oddur Sigurðs- son lögmaður óð mest uppi. Hrossum sínum hafa þingmenn sjálfsagt komið til geymslu um Þing- vallasveit og úti á mýrunum norðan- vert við Mosfellsheiði, þegar þingreið var mjög mikil. En eftir að þingheyj- endum tók að fækka, einkum eftir 1700, þá hafa þeir haft hesta sína í heimahögum á Þingvöllum. Kvartar Þingvallarprestur mjög undan átroðn- ingi af hestum þingmanna eftir 1730. En bótalaust varð klerkur að þola þann átroðning, því að þinghaldið væri göm- ul kvöð á landinu. Fram eftir öldum var Alþingi oft >000000000000<
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.