Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 45
MOEGDNBLAÐIÐ 0000000000000ö-00000000000000<>000<>0000000 H.f. Eimskipafjelag íslanös. Þeir menn, sem snemma á árinu 1913 gengust fyrir því að stofna innlent skipa- fjelag, sáu greinilega, að fyrsta skilyrði til að auka sjálfstæði þjóðarinnar var, að þjóðin gæti sjálf ráðið siglingum sín- um. Fyrir íslendinga hafa siglingar á- valt verið hin mesta nauðsyn, vegna þess, að vjer byggjum eyland, sem eigi liggja að aðrar leiðir en sjórinn. „Navigare necesse“ — siglingar eru nauðsyn — voru því orðiti, sem valin voru sem einkunnarorð fyrir boðsbrjefi, sem sent var út á meðal þjóðarinnar, til þess að fá menn til að leggja fram hluta- fje ti^ stofnunar Eimskipafjelags íslands. Eins og verslun landsmanna fyr meir var í höndum útlendinga, svo voru og siglingar vorar í erlendum höndum og það um all-langan tíma eftir að verslun- in var farin að færast á innlendar hend- ur. En menn fóru brátt að sjá, að því meira sem landinu fór fram, atvinnuveg- um þess, framleiðslu, menningu o. s. frv., því meiri væri þörfin á áreiðanlégum og góðum skipaferðum. Og eftir því, sem verslunin færðist meira og meira á inn- lendar hendur, varð mönnum það ljóst, að brýnasta þörfin var að eignast eigin ...."''fl E.s. GULLFOSS. Fyrsta skip fjelagsins. Hefir siglt nál. 550 þús. sjómílur frá byrjun til þessa dags, eða nærri því 25 sinnuin kringum jörðina. skip, og að skipalaus þjóð gæti aldrei átt von á þvi, að verða sjálfstæð þjóð. Stofnun fjeíagsins var því ekki nema sjálfsögð framför í lífi vaknandi þjóðar. Hún hlaut að koma. Enda voru undir- tektir þjóðarinnar svo góðar, að þegar á fyrsta árinu safnaðist svo mikið hluta- fje, að talið var fært að stofna fjelagið og undirbúa smíði tveggja skipa. Hlutir voru ákveðnir svo lágir, að sem flestir gætu tekið þátt í fjelagsstofnuninni, enda varð hluttaka almennings mikil þegar í stað bæði hjer á landi og meðal íslendinga vestanhafs. Mun Eimskipa- fjelagið vera það hlutafjelag á landinu, sem hefir langflesta hluthafa, en þeir munu vera um 14000. Undirtektir Vestur-lslendinga við hlutafjársöfnunina áttu og mikinn þátt í því, að trú manna hjer á landi á slíku fyrirtæki ykist, og er það því merkara að Vestur-lslendingar skyldu þegar í stað leggja fram svo mikið hlutaf je, sem þeir gerðu (um 200 þús. kr.), að þeir gátu aldrei átt von á því að hafa sjálfir neitt gagn af siglingum fjelagsins, og gerðu þeir það því eingöngu til styrktar málefninu og framfaraviðleitni íslend- inga hjer heima fyrir. Sama máli er að gegna um ýmsar sveitir hjer á landi, að menn lögðu fram hlutafje í fjelagið þó þeir vissu að þeirra sveit gat tæplega haft beint gagn af siglingum fjelagsins. Það sýndi sig fljótt, að nauðsyn hafði verið að stofna fjelagið, og að heppilegt var að það skyldi stofnað á þeim tíma, sem gert var. Þó mun engan hafa grunað að þess yrði svo skamt að bíða, sem raun varð á. Á sama árinu og fjelagið var stofnað (1914) brautst stríðið út, og snemma á næsta ári (16. apríl 1915) kom fyrsta skip fjelagsins Gullfoss til Reykjavíkur, en með því að þá voru orðnir örðugleikar á að sigla til Danmerkur og Englands, ’nóf skipið þegar í stað sigl- ingar til Ameríku, og hjelt þeim áfram nokkurnveginn stöðugt um næstu 4—5 ár. Þá varð mönnum fyrst fyllilega ljóst, hve hepnir vjer vorum, að hafa eignast eigin skip, þar eð nú hættu fjelög þau er áður höfðu rekið siglingar hingað til lands brátt að sigla hingað, með því að skipaþurðin í heiminum orsakaði að nú gátu þau haft betri arð af skipum sín- um á öðrum siglingaleiðum. Það er óþarfi að rekja hjer frekar sögu fjelagsins, það hefir verið gert stundum áður og flestum Islendingum er hún kunn í aðalatriðum. Menn vita að skipastóll fjelagsins hefir aukist jafnt og þjett og á þessu ári bætist sjötta skipið við í hópinn. Að sjálfsögðu hafa siglingar einnig batnað stórum og ferðafjöldi milli íslands og útlanda og með strönd- um fram aukist í beinu hlutfalli við þá aukningu, sem orðið hefir á skipastól fjelagsins. Þessu til sönnunar mætti geta þess, að fyrir 60 árum (1871) fór eitt skip 7 ferðir milli Islands og Danmerkur. — Tíu árum síðar (1881) voru skipin orðin tvö og fóru þau 9 -ferðir á milli Islands og útlanda, og hjelst þetta um nokkuð langt skeið. Á þessu ári fara skip Eimskipafjelagsins 52 ferðir milli Islands og útlanda, auk töluverðra strandferða, og eru þá ó- talin skip þau, sem f jelagið tekur á leigu í viðbót við fastar ferðir eigin skipa til þess að fullnægja betur flutningaþörf- inni, en það eru 6—8 ferðir. Sömuleiðis eru ótalin öll þau erlendu skip, sem hing- að sigla. Auk þess sem ferðafjöldi hefir aukist svo gífurlega hefir Eimskipafjelagið hafið siglingar til erlendra hafna, sem vafasamt er hvort komnar væru á enn ef fjelagsins hefði ekki notið við. Sum- ar af þeim höfnum eru aukahafnir, sem komið er við á þegar þörf krefur, en aðr- ar eru aftur fastar viðkomuhafnir er- lendis, svo sem Hamborg og Hull. Frá Þýskalandi kemur_______________________ mikið af þeim vör- um, sem Islending- ar hafa áður keypt frá Danmörku. Nú fá menn þær beint frá framleiðendum í Þýskalandi tölu- vert ódýrara en áð- ur var kostur á. Hull er sömuleiðis að ýmsu leyti heppi legri staður fyrir verslun við Eng- Iand en Leith, og þó ennþál sje töluvert flutt frá síðar- nefndu höfninni, eykst flutningur til og frá Hull stórum. Báðar þessar hafn- Fáni fjelagsins er hvítur með bláun Þórshamri. ir eru mjög heppilegar sem umhleðsluhafnir vegna góðra siglingasambanda við svo að segja hverja einustu höfn í heimi, sem nokkuð kveður að. Það er örðugt að gera í stuttu máli grein fyrir hinni margháttuðu siglinga- starfsemi fjelagsins. — Til þess að geta það, þarf að birta fjölmargar skýrslur, sem 'sýna í tölum bæði aukn- ing f jelagsins inn á við og út á við, og má vænta þess að það verði gjört síðar, en ýmsar tölur er samt að finna í skýrsl- um og reikningum fjelagsins undanfar- in ár, og þa'ðan eru þær upplýsingar teknar, sem hjer fara á eftir. Skip fjelagsins sigla samtals rúmlega 180 þús. sjómílur á ári. (Siglingaleið kring um jörðina er talin rúmar 22 þús- und sjómílur, og hafa skipin því siglt næstum 8 sinnum kringum jörðina á ár- inu). Mest af þeim siglingum fer í milli- landaferðirnar, því leið sú, er skip þarf að sigla í hverri ferð milli íslands og Danmerkur eða Þýskalands er um 3000 sjómílur,’og eru innanlandssigling- _____ ar þá ekki taldar með, en innan- landssiglingar skipanna eru um 50 þús. sjómílur á ári. Leiðin sem skipin sigla er þau fara kring um land og koma við á helstu höfnum er um 1000 sjómílur, en öll sigl- ingaleiðin umhverfis landið með viðkomum á aðalhöfnum er um 1500 sjómílur. Á ári hverju hafa skipin 8—900 viðkomur á höfnum úti um land. Þessar viðkomur kosta fjelagið auðvitað mikið fje, og er tekin var yfirlitsskýrsla fyrir nokkrum ár- um, sýndi það sig að þær 10 hafn- ir á landinu, sem mestur flutn- ingur er til og frá, gáfu samtals 1 miljón og 600 þúsund krónur í flutn- ingsgjald, en þær 10 sem næstar voru að flutningsmagni, gáfu nálega 5 sinnum minna eða 348 þús. krónur. Þá voru eft- ir 55 hafnir, sem svo lítill flutningur var til og frá yfir árið, að allar saman- Iagðar gáfu þær minna flutningsgjald en þessar 10, sem voru næst á undan, eða samtals 340 þús. kr. Af þessu má sjá, að töluvert muni vanta á, að siglingar á hinar smærri hafnir borgi sig fyrir fjelagið, en vegna þess að það er innlent hlutafjelag, sem allir landshlutar hafa lagt í, hefir fjelagið jafnantalið sjer skylt eftir mætti að sjá öllum landshlutum fyrir samgöngum, enda er nú síglt á þær ___________________ hafnir, sem þörf hafa fyrir það, hvort sem það borg- ar sig eða borgar sig ekki. En af þessu leið- ir einnig hitt, fje- lagið hefir ekki alt- af getað borgað hlut höfum arð, en því verður ekki neitað, að það hefir borg- að landinu arð, sem ekki verður metinn til peninga. Eitt af því sem sannar þetta, er sú stað- reyn'd, að flutnings- gjöld og fargjöld með skipum fje- lagsins hafa á und- anförnum 15 árum numið um 30 miljón- um króna. Alt þetta fje hefðu landsmenn þurft að greiða til útlanda ef fjelagið hefði ekki verið til, og sennilega tölu- vert meira, því eitt af því sem fjelagið hefir fyrst og fremst stuðlað að, er að flutningsgjöld og fargjöld hafa yfirleitt haldist hjer lægri en annarsstaðar í nó- lægum löndum. Sem dæmi má nefna, að fargjald frá íslandi til Kaupmannahafn- ar er 150 krónur. Vegalengdin er um 1500 sjómílur, en fyrir vegalengd, sém er einar 270 sjómílur (Oslo—Kaup- mannahafnar) hefir fargjaldið með skipum þeim, sem þar sigla til skams tíma verið 85 krónur og á vegalengd sem er 380 sjómílur (Hull—Hamborgar) tek- ur siglingafjelagið um 66 krónur. — Sama máli er að gegna með ýms flutn- ingsgjöld, og mætti taka mörg svipuð dæmi á því sviði. Vöruflutningar með skipum fjelags- ins milli Islands og útlanda hafa stöðugt aukist, og eiga að sjálfsögðu eftir að auk- ast eftir því, sem fjelagið eykur skipa- stól sinn. Síðustu árin, sem skýrslur hafa verið teknar (1926—1928) hefir inn- og útflutningur aukist úr 40 þús. smálestum >'■■■ A? • ■/ r'Á r. ' / ■ . ) , ■V-V'VÁ' .:->•>•■ *» V'V i 7 *- 7Y /.*•'•'. H •; * * 1 4/lf,: 6 * ! •i’. . \ V E.s. BRÚARFOSS. Nýjasta skipið. Er útbúið með kælivjelum og eru öll framrúmin einangruð svo hægt sje að flytja fryst kjöt og fisk frá íslandi. Húsbygging fjelagsins í Reykjavík. í húsinu eru eingöngu skrifstofur og sölu- búðir. Um 40 símaáhöld munu vera í húsinu auk 22 áhalda í sjálfvirku innan- hússímakerfi fjelagsins sjálfs. — — — í 63 þús. smálestir á ári, og munu þeir enn hafa aukist á síðasta og þessu ári. En þörfin fyrir aukinn skipastól er mjög mikil, til þess að geta jafnan fullnægt þeim kröfum, sem vöruflytjendur gera til fljótrar afgreiðslu, en á því hefir stundum borið, að ekki hefir verið unt, einkum þá tíma ársins, sem mest er að flytja, sem sje vor og haust, að fullnægja þeim algjörlega. En eins og skiljanlegt er, leiðir hvað af öðru, að því meira og betur sem lands- menn nota íslensku skipin trl ferðalaga og flutninga, því fyr og betur er hægt að auka og bæta skipakostinn svo rætast megi von þeirra, er gengust fyrir stofn- un Eimskipafjelags íslands, að Islend- ingar gætu orðið algjörlega sjálfum sjer nógir í siglingamálum sínum. Stjórn Eimskipafjelagsins skipa núí Eggert Claessen, fyrv. bankastjóri. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupm. Halldór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri. Garðar Gíslason, stórkaupmaður. Jón Þorláksson, fyrv. forsætisráðh. Jón Ásbjörnsson, hæstarjettarm.flm. Jón Árnason, framkvæmdastjóri. Ásm. P. Jóhannesson, Winnipeg, og Árni Eggertsson, Winnipeg. Emil Nielsen var framkvæmdastjóri fjelagsins frá stofnun þess, en 1. jánl 1930 tók Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri S. I. S. í Leith, við framkvæmdastjórastöðunni. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC — 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.