Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUtfiBLAÐlÐ Miðvikudagur 17. mars 1937 Otgref.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórai : J6n Kjartansson og Vnltýr Stefánsson — ábyrgðarmaður Ritstjórn og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Heimasímar: Jr Kjartansson, nr. 3742 . vitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánutJi. íjausasölu: 15 aura eintakið. 25 aura melS Lesbók. Eru kosningar í vændum? Allur almenningur í landinu er fyrir löngu orðinn þreyttur á lyga- þvættingi og rógi Alþýðublaðsins um Kveldúlf. Svo að segja daglega nú í marga mánuði hefir Alþýðublað- ið fíiítt óbróður um Kveldúlf og eigendur fjebagsins, og hefir því að mestu ^yerið Játið ósvarað, þar sem vitað e-r, að menn eru hættir að taka mark á Alþýðublaðinu. í gær hefir einhver óvenjulegur taugáóstyrkúr gripið olíukónginn og leiguþý hans. og virðist það staðfesta þann orðróm, sem geng- ur tim' bæinn, að Hjeðinn Valdi- marsson 'geti ekki fengið Pram- sóknarflokkiim í lið með sjer tii þess að leggja að velli stærsta og bést stæða atvinnufyrirtækið. Morgunbláðið getur upplýst, að frjettaburður Alþýðublaðsins utn sámninga Kveldúlfs og bankanna er óslitiim lyga- og blekkingavef- ur frá upphafi til enda. Mun það mál alt, nánar rakið hjer í blaðinu. Að þessu sinni lætur Morgun- blaðið sjer nægja að segja les- endum sínum frá því, að fullvíst er, að olíukóngurinn og þý hans eru orðin svo skelfd við tilhugsun- iua um að bráðlega verði gengið tii kosúinga, að ofsóknaræði þeirra í garð Kveldúlfs og Sjálfstæðis- flokksins er orðið fullkomið brjál- æði: Og það ev víst, að þessir menn eru ákveðnir í að bera fram á Alþingi frumvarp um að Kveld- úlfur skuli gerður gjaldþrota. Mun olíukóngurinn þar í fararbroddi með alla sósíalista neðri deildar í taglinu. Það fer vel á því, að Hjeðiim Valdimarsson, sem orðinn er ein- hver auðugasti maður landsins á þjófnaði óg svikum, sje í farar- broddi um það að reyna að leggja að velli það fyrirtæki, sem brauð- fætt hefir’ flesta af þeim^mönnum, sem lyft, hafa honum sjálfum til valda. Og það fer vel á því, að Finnur Jónsson, með sína gjald- þrðttf útgerð á herðitnuní, geri kröfu um það á Alþingi, að best stæða útgerðarfyrirtækið verði gert gjaldþrota, og bnndruð eða þÚKundir sjómanna og verkamatma sviftir atviimu. En hve margir verða þeir á Al- þiiigi,"t selu fylgja sósíalistum í þessu brjálæði þeírra! Er hugs- anlegt að nokkur ntaður úr öðr- um flok’ki' fylgi: :þeim hjer að mál- ttmff ittníjc t. ••• ' .. -> Hvaíð gtírir PrafnsóknarSlokk- / urinú? ’ t> í. ■ Þvt gétur tMorgunblaðið ekki svarað. Eti eitt er víst, að enginn Pramsókriarmaður hefir gerst flutn iugsmaður að frumvarpinu með Hjéðni. Sir Austan Chambsrlain Ijesf f London I gær. FRÁ FRJETTARITARA VOKUM: K A U P M A N N A H Ö F N ir Austen Chamberlain GÆK. o Ue*t Banamein bilun. London í dag. - hans var hjarta-1 Sir Austen Chamberlain. Sir Austen hefir í nær \ hálfa öld verið þingmaður. Hann hef ir hvað eftir annað j verið ráðherra, síðast utan- r íkisráðherra Breta 1924 — 1929. Sir Austen var fæddur 1863, sonur hins kunna breska stjórnmálamanns, Sir Joseph Chamberlain, sem var höfuðandstæðingur Glad- stones á síðari árum háns. Sir -Austen var ekki þrí- tugur þegar hann var fyrst kjörinn á þing (1892) og hefir verið þingmaður^ fyrir sama kjördæmi síðan. Rúm- lega þrítugur varð hann flotamálaráðherra og árið 1903 varð hann f jármálaráðherra (sem er álitin ábyrgðar- mesta staðan, næst forsætisráðherraem.hættinu í Bretlandi) Það hefir verið sajgt um Sir Austen, að þó að hann hefði látist fyrir 30 árum., þá myndi hans hafa verið getið í sögu Breta vegna hæfileika sinna og starfs. Árið 1905 og 9 ár þar á eftir var hann einn aðalfor- ingi stjómarandstæðinga á þingi og á stríðsárunum óg fyrstu friðarárunum gegndi hann ýmsum opinberum störf- um, þ. á. m. ráðherrastörfum. Mesta frægð hefir Sir Austen hlotið fyrir starf sitt sem utanríkismálaráðherra 1924—1929. Þessi ár var Daw- es-samningurinn gerður, Locarnosamningurinn (Sir Au- sten hefir oft verið kallaður faðir Locarnosamningsins) og Kellogg-samningurinn gerður. Allir þescir samni'ngar mið- uðu að auknu friðarstarfi í Evrópu. Síðan 1929 hefir áhrifavalds Sir Austens oft gætt í breskum, stjórnmálum, síðast í Abyssiníudeilunni, er hann tók afstöðu gegn Hoare-Laval tillögunum. Bretar hafa mist einn sinn stærsta stjórnmálamann. Tekur ekki titilinn „vernd- eri lslams“. T hálf opinberri tilkynn- •*■ ingu frá Róm er því mótmælt, að Mussolini hafi boðið Aröbum í N.- Afríku og Palestínu aðstoð Italíu. Ennfrem- ur er því mótmælt, að hann muni taka sjer nafnbótina ..Verndari Is lam“. í ítölsku skjali, sem birt hef- ir veríð í tilefni af för Musso- linis til Libyu er (skv. frjetta- ritara vorum í Khöfn) gerð- ur samanburður á trúfrelsi í Libyu og hinni hroðalegu kúgun Araba í Palestínu und- ir stjórn Breta“. Svör Itala. Berlín í gær. PÚ. „Daily Télegraph“ og ðnnur FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Svíar leita stuðnings Breta við frjálsari verlsun. Sandler utanríkisráðherra í opinberu boði í London. B FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN I GÆR. RESK blöð telja heimsökn Sandlers, ut- anríkisráðherra Svía til London í boði bresku stjórnarinnar mjög mikilvæga. ,,Evening Newsu segir, að aðalmarkmið far- arinnar sje, að leita stuðnings Breta til að koma á frjálsari yerslun. Það er búist við, að Sandler muni leggja þá spurningu . fyrir bresku stjómina, hvort Bretar muni leyfa að myndað verði bandalag milli Oslóríkjanna, sem hafi að markmiði gagnkvæma tollalækkun. Leyfi Bretar ekki þetta bandalag, munu allar tollaíviln- anir, sem Osló-ríkin gera hvert öðru, af sjálfu sjer gilda einnig gagnvart Bretum, vegna bestu kjara samninga, sem þau hafa við Breta. Sandler mun m. a. ganga á fund Georgs konungs og eiga samræður við helstu stjórnmálamenn Breta. Breskir blaðamenn ljetu_______________________ rigna spurningum yfir Sandler, þegar hann kom til London, um ræðu Staunings, forsætisráðherra Dana, í Svíþjóð, en Sand- ler skaut sjer undan því að svara. Það, sem Breta furðar á, er kuldi Staunings gagnvart sam- vinnu Norðurlanda, þ. á. m. viðleitni Oslo-ríkjanna til að koma á frjálsari innbyrðis' við- skiftum. Hitt kemur breskum blöðum ekki eins á óvart, að Stauning skuli veita hervarnabandalagi Norðurlanda viðnám. SANDLER HJÁ EDEN Stokkhólmi í gær. FÚ. Sandler heimsótti Anthony Eden, utanríkismálaráðherra Breta, í ráðuneyti hans árdegis í dag og töluðust þeir við í hálfa klukkustund. Síðar í dag bauð yfirborgar- stjóri Lundúnaborgar Sandler og Eden til hádegisveislu á- samt ýmsum sendiherrum er- lendra ríkja í London. Frá Spánl, Sigurtilkynn- íngar rauðliða „draumórar", FRÁ segir Franco. P'RJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. ENGAR TEKJUR ÆTLAÐAR HERTOGANUM AF WINDSOR. London í gær. FÚ. Chamberlain f jármálaráðherra Breta lagði í dag fyrir þingið launaskrá yfir þá starfsmenn er laun taka af opinberu fje. Skráin hófst á boðskap konungs um þær ráðstafanir, sem hann óskaði að gera í sambandi ,við greiðslu til meðlima konungsf jölskyldunnar. Þar eru allir ættmenn konungs nafngreindir en það vekur eftirtekt, að ekki er minst á hertogann af Windsor, sömuleiðis að ætluð eru sem fyr 3000 ster- lingspund til launa handa sendiherra Breta í Abyssiníu. FRANCO bersböfðingi telur sigurtilky„ ingar rauðliða draum- óra, en viðurkennir þó, að herbragð Miaja hafi neytt uppreisnarmenn til að stöðva sóknina norð- austan við Madrid í bili. Eru uppreisnarmenn nú að tryggja hernað- araðstöðu sína á þessum slóðum. Stjórn rauðliða heldur því aftur á móti fram að her- sveitir hepnar haldi áfram að sækja fram á Guadal- jaravígstöðvunum og að stjórnarherinn hafi komist yfir uppdrátt, er ítalir hafi gert um það hvernig Madrid yrði unnin. Þ.á segja rauðliðar að af- ríkanskir hermenn með nas- hringi berjist í liði Francos. t Lundúnafregn segir í kvöld: FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.