Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. raars 1937 MORGUNBL A ÐIÐ 3 STÓRVIPBURÐIR í VÆNPUM Á ALÞINGI. Sósíalistar flytja frumvarp uni gjaldþrot Kveldúlfs. Sundhðllin opnuð ð þriðjudaginn. SUNDHÖLLIN verður op»- uS á þriðjudagiim kem- vatnshreinsunartæki og reynd- ur, ef þá verður búið að af- ljetta samkomubanninu vegna inflúensunnar. Sundhöllin er nú fullgerð, og var endanleg ákvörðun «m ráðningu starfsfólks tek- in á bæjarráðsfundi í gær. Búið er að reyna loft- og vatnshreinsunartæki og reynd- ust þau vera í góðu lagi. — Verður öllum undirbúningi nndir opnunina lokið um næstu helgi, eins og gert var ráð fyrir, en vígslan sjálf tefst vegna inflúensunnar. Borgarstjóri framkvæmir vigsluathöfnina, og auk þess verða sundsýningar í sam- bandi við opnunina. Baráttan I Bandaríkjunum gegn Hitler. London í gær. Ftí. La Guardia, borgarstjóri í New York, hefir á ný ráðist á Hitler í raE>ðu, er hann flutti í gærkvödi á fundi, sem efnt var til í haráttuskyni gegn nazism- anum. Taldi hann Hitler hættu- legan fyrir heimsfriðinn, og í sama streng tóku Johnson hershöfðingi, fyr- verandi formaður viðreisn- arstarfsins og John Lew- is, foringi baráttusinnaðra verkamanna í Bandaríkj- unum. NÝR BORGARSTJÓRI í ODENSE. Kalundborg i gær. FtJ. Meiri hluti jafnaðarmanna í bæjarstjóm Odense hefir nú kjörið nýjan borgarstjóra til næstu fjögra ára. Er það Bern- höft, fyrverandi formaður jafn- aðarmannaflokksins í bæjar- stjóm Odenseborgar. Var fyrst kjörinn 1917 og síðari árin jafnan haft orð fyrir flokki sírium. Einnig um víðtækar breyt- ingar á Landsbankalögunum. Ofsóknarbrjálæðið nær hámarki. Sjálfstæðis- og utanríkisraálin. Báðar tillögurnar komnar til utan- rfkismálanefndar. IDAG verða lögð fram á Alþingi tvö frumvörp, sem þingsag- an mun geyma um aldir, því að þau lýsa einkar vel ofsóknar- brjálæði því, sem gripið hefir sósíalista. Þessi frumvörp eru: 1. Breyting á Landsbankalögunum, þar sem valdsvið Landsbanka- nefndar er aukið stóriega. 2. Gjaldþrotameðferð Kveldúlfs. Allir sósíalistar í neðri deild, með töiu, eru flutningsmenn frum- . varpanna, undir forystu olíukongsins, Hjeðins Valdimarssonar. Það er opinbert leyndarmál, að undanfarnar vikur hafa farið fram miklar viðræður milli stjórnarflokkanna um það, hvort gera skvldi gjaldþrota stærsta atvinnufyrmtæki lands- ins, Kveldúlf. Sósíalistar, undir forystu hins ofstæðisfujla einræðisherra, olíukóngsins Hjeðins V'aldi- marssonar, hafa gert þá kröfu, að Kveldulfuiverði gerður gjaldþrota. Um undirtektir Framsóknarflokksins er ekki lcunnugt. Þó virðist margt benda til þess, að krafa sósíalista hafi e'kki fengið byr þar, því að væntanleg er'u í dag á Alþingi fyrnefnd frumvörp, sem sósíalistar eru einir fíutningsmenn að. Annað frumvarp sósíalista gengur út á það, að breyta Landsbankalögunum þannig, að auka mjög vald Landsbankanefndarinnar. Á hún -að hafa eftirlit með öllum stærri lánveiting- um og eftirgjöfum skulda. Segjast sósíalistar gera þessa breytingu til þess að bankanum verði eftirleiðis stjórnað með „hagsmuni þjóðarinnar fyrir augum“, en ekki eftir óþektum leiðum!! Hvað halda menn um stjórn á þessu fyrirtæki, eftir að orðnir eru 3 bankastjórar, 5 bankaráðsmenn og 15 manna yfirstjórn, sem sennilega verða allir að vera við. þegar um stærri lánveitingar er að ræða? Hitt frumvarp sósíalistanna er um gjaldþrotameðferð Kveldúlfs. Þar hefir ofsóknarbrjálæðið náð hámarkinu. Það er víst, að hið litla traust ,sem erlendir fjármálamenn báru til okkar íslendinga, mun hafa rýrnað mjög í seinni tíð. En hvað nlun erlendum fjármálamönnum finnast, þegar svo er komið, að bankarnir eru orðnir að íeiksoppi i höndum hinna pólitísku flokka? Menn hljóta að álykta að hjer sjeu brjálaðir menn að verki, enda verður framkoma só- síalista eklci á annan veg skilin. Hersýning í Saiamanca í tilefni af komu þýska sendiherrans Faupel, Ivikunni sem leið varð, vegna inflúensunnar, að 'fresta framhaldsumræðum im sjálfstæðis- og utanríkis- inálin, en þeim var haldið á- jfram í sameinuðu þingi í gær. | Hmræður urðu ekki langar að þessu sinni. En sá leiðinlegi misskilningur kom þar fram hjá | ormanni Framsóknarflokksins. að Alþingi 1928 hefði í sam- bandi við fyrirspurn Sig. Egg- [erz, aðeins fjallað um utanríkis- máliil, en alls ekki um önnur ;atriði sambandslaganna. Aðeins þrír þingmenn tóku þátt í umræðunum að þessú sinni, þeir Bergur Jónsson, Jón- as Jónsson og Ólafur Thors. Bergur talaði fyrst, og ræddi m. a. nokkuð konungssamband- ið og sambandslögin, frá lög- !fræðislegu sjónarmiði. Um bi'eytingartillögur Sjálf- stæðismanna sagði B. ■ J., að hún væri víðtækari en aðaltil- lagaii, en taldi orðalagið í upp- hafi tillögunnar ekki heppilegt (þ. e. viðvíkjandi uppsögn sam bandslaganna). Sú skoðun værí þegar lcomin fram hjá Ðönum, vegna þessarar breytingartil- lögu, að íslendingar ætluðu nú þegar að hef ja „agitation“. fyr- ir sambandsslitum. Taldi B. J. iþetta ekki heppilegt. Þá talaði Jónas Jónsson for- imaður Framsóknarflokksins. | Hann taldi óheppilegt að breytingartillaga Sjálfstæðis- manna væri fram komin. Hún væri ekki bundin við utanríkis- málin ein, heldur annað efni. Aðaltillagan (þ. e. stjórnar- flokkanna) væn hinsvegar beint framhald frá því, sem gerðist á Alþingi 1928. Þá hefði því verið yfirlýst af öllum flokk- um, að íslendingar ætluðu að taka utanríkismálin í sínar hendur. Meira hefði ekki verið sagt þá, en vitanlega hefði 4 sama hátt mátt taka önnur at- riði sambandslaganna, eins og t. d. jafnrjettisákvæðið og laxtd- FRAMH. Á SJÖTTV 8Í»U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.