Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.03.1937, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 17. mars v> ií G U N tí L A t‘ Jáiufi&Aajuic Höfum fengið allar stærðir af hnappamótum. Vonarstræti 12. Hraðfrystur fiskur, beinlaus og roðlaus, 50 aura \fa kg. Pönt- tmarfjelag Verkamanna. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Dagbókarblöð Reykvíkings Kaupi gamian kopar. Vald. Pouisen, Klapparstíg 29. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. ÍCaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór órsmiður, Hafn- arstræti 4. Slysavarnafjelagið, skrifstofa Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. • RúgbrauS framleidd úr besta danska rúgmjöli (ekki hinu sönduga, pólska rúgmjöli). Kaupfjelagsbrauðgerðin. Klæðaskápar einsettir og tví- settir, og margt fleira af ódýr- um húsgögnum, tökum einnig cotuð húsgögn upp í viðskifti. ódýra Húsgagnabúðin, Klapp- arstíg 11. Sími 3309. Pegar Mxissolini varð fimtugur, árið 1933, var ekki mikið um að vera í Italíu. Mussolini kærði sig ekki um að fólk færi að tala um að hann væri farinn að eldast. Nú, fjórum árum seinna, lítur einræðisherrann öðruvísi á þetta og er hann varð 53 ára not- aði hann tækifærið til að auglýsa hve unglegur hann væri þrátt fyr- ir aldurinn og hverju það væri að þakka. * ítölsk blöð fengu þá í fyrsta skifti leyfi til að birta frásögn af lifnaðarháttum Massolini eftir lians eigin frásögn. — Jeg borða næstum því ein- göngu jurtafæðu, segir Tlduce og bendir á stóra skál, sein stendur á borðinu hjá honum, fulla af á- vöxtum. Jeg álít áfengi hættulegt bæði fyrir einstáklinga og þjóð- fjelagið í heild. Jeg drekk sjálfur aldrei sterk vín, en komið getur það fyrir að jeg bragði á ljettum borðvínum í veislum. í raun og veru er jeg ekkert á móti tóbaks- notkun í hófi, en sjálfur hefi jeg ekki reykt eina sígarettu síðan á heimsstyrjaldarárunum. * Einræðisherrann heldur áfram að segja frá mataræði sínu og lifn- aðarháttum: Menn, sem vinna mikið hafa sjálfsagt gott af því að bragða vín í hófi og reykja eina og eina sígarettu endrum og eins. Kaffi eða te drekk jeg aldrei. Ef jeg Mussalini iðkar sund. er þreyttur og að mjer finst ekki fullfrískur að kvöldi fasta jeg næsta sólarhring og er þá stál- hraustur á ný. Eftir þessum reglum hefir mjer tekist að vinna 12—14 klukku- stundir á dag síðustu 14 árin. Venjulega sef jeg frá klukkan 11 á kvöidin til klukkan 7 á morgn- ana — og jeg steinsofna um leið og jeg legg- höfuðið á koddann. Jeg hefi aldrei þurft á svefnmeð- ali að hakla. Jeg- legg mig aldrei eftir hádegi, — hádegissvefn er fyrir þó, sem borða þunga fæðu. Ef jeg vil hvíla mig les jeg góðar bækur, helst sögulegar eða pólitískar bækur, en jeg hefi ekki á móti góðum skáldsögum við og- við. Jeg held að jeg lesi 70 bækur á ári. Hljóðfærasláttur hefir ágæt og róandi áhrif á mig. Uppáhaldstónskáld mín eru Wagn- er, Verdi og Kossini — en mjer þykir gaman að hlusta á jazz öðru hvoru. * sma segir Um líkamsrækt Mussolini: Jeg iðka sund á sumrin og skíðaíþrótt að vetrinum. Á hverj- um degi fer jeg á hestbak. Mjer þykir gaman að allri vjela- tækni og ek á bifhjóli, bíl og flýg í flugvjel. Að sjálfsögðu hefi jeg háð mitt síðasta einvígi, en samt sem áður álít jeg skilmingarlist- ina bestu íþrótt til að halda lík- amanum mjúkum. * Togari kom um daginn til Lond on með fisk, sem vóg 265 kg. Hinn konunglegi matsveinn, Chambard, sem var aðalmatsveinn Negusar í Addis Abeba, fekk fisk- inn til meðferðar og ákvað að framreiða hann í heilu lagi. Til þess þurfti að búa til sjer- stök eldliúsáhöld og var það gert í einni svipan. Við matreiðslu fisksins notaði Chambard 15 kg. af tómötum, 6 ltr. pipar, 20 kg. lauk, 21 flösku af Chablis, og 5 kg. olivenolíu. Og þegar búið var að koma fisk- inuin fyrir á fati, sem sjerstak- lega var búið til fyrir þetta tæki- færi, stráði hann yfir liann 1 kg. af Pjetursselju. Fiskurinn var framreiddur á stóru veitingahúsi og vakti ó- hemju fögnuð meðal gesta. Agæll nýtl Kjölfars. KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 3073'. Agætt bögglasmjör Versi Vísir Sími 3555. Frosið kjöt af fullorðnu á 50 aura í frampörtum off 60 aura í lærum pr. x/2 kg. Jóhannes Jóhannssonfi Grundarstíg 2. Sími 4131.. SZCAyntUfupw Friggbónið fína, er bæjarine besta bón. Plissering, húllsaumur og yf- irdektir hnappar í Vonarstræti 12. Fótsnyrting. Unnur Öla- dóttir, Nesi. Sími 4528. Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600. ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. 61. „Já, til Miss Tylor“, svaraði sendillinn. Hún tók til fótanna og hljóp upp að býlinu. Stofu- stúlkan stóð í dyrunum og rjetti henni skeytið þegj- andi. Walther flýtti sjer fram í dyrnar. Hún opnaði skeytið og las þessar fáu línur. „Pabbi er dáinn. Dauðáorsök blóðtappi. Góða besta Miss Tylor komdu. Elísabet“. Miss Tylor rak upp sárt undrunaróp og rjetti Walt- her skeytið. Síðan gekk hún rakleitt inn í herbergi sitt, Ijet niður í ferðatösku sína og skipaði að láta koma með bifreiðina. Walther kom og settist við hlið hennar, eins pg það væri sjálfsagður hlutur og sagði mynduglega: ,Meg fer auðvitað líka til London og sje um flutning líksins hingað. Jeg geri ráð fyrir, að við ákveðum jarð- arförina eftir eina viku frá þessum degi að telja. Þjer getið búist við mörgum gestum til matar þann dag“. ,yÆ, Walther, jeg get ekki verið að tala um þetta strax“, sagði Miss Tylor afundin. Augu hennar voru rauð og bólgin af gráti. Fleiri orð voru ekki töluð þeirra í ipilbim á leiðinni til London. Næsta kvöld komu þau öll heim til Westend aftur og höfðu lík Sir David með sjer. Kista hans var sett inn í móttökusalinn, sem var klæddur hvítu og skreyttur blómum. Þaðan átti síðan að flytja hana í kapelluna í Seaton. Elísabet var mjög niðurbeygð. Hún hafði verið yfir föður sínum dag og nótt og hafði verið alveg sannfærð um, að hættan væri yfirstaðin. Síðasta daginn sat hún hjá honum og talaði við hann um hina yndislegu sumardaga, sem nú væru framundan, er þau kæmu aftur heim til Westend. Hún hjelt í hönd hans og þorði varla að hreyfa sig af ótta yið að vekja hann, því að hann hafði fallið í mók á meðan hún var að tala við hann. Alt í einu fann hún kipp í hendinni og sá að titring- ur fór í gegnum föður hennar. Læknir og hjúkrunarfeona komu strax inn er hixn hringdi, en lífið var þegar 1‘jarað út. Hún gekk meðfram víkinni og var að hugsa um þá daga, sem hún hafði dvalið með föður sínum á sjúkra- húsinu. Þau höfðu komist í miklu nánara samband hvort við annað þær fáu stundir en nokkru sinni áður. Eitt kvöldið hafði liann sagt í hrærðum tón, að hann gæti vel hugsað sjer, að innrjetta Westend fyrir harna- lreimili fyrir veikluð og fátælc börn og liann spnrði hana livort liún vildi hjálpa honum, til þess að koma því í framkvæmd. Hún hafði strax verið hrifin af þeirri tilhugsun og verið ánægð yfir að geta eytt lífi sínu í það að vinna fyrir aðra og á þann hátt fengið frið og gleði í sál sína. Síðan liöfðu þau talað um, hvernig þessu yrði best fyrir komið. Faðir hennar hafði haft mikla gleði af því að bolla- leggja alt saman. Elísabet skildi, að hann vildi með þessu móti bæta fyrir það, sem hann hafði af sjer brotið og skjölin höfðu vitnað um. Sir James bað Georg að fara yfii' til Westend strax og þeir heyrðu um dauðsfallið. Hann brá við og reið þangað. Hanu hitti Elísabetu niður við ströndina. Miss Tylor hafði sagt honum, að hún 'dveldi þar öllum stundum þessa dagana. Hún sat á steini niður við ströndina og studdi hönd undir kinn. Hún var dökkklædd, og tárin komu fram í augu hennar, þegar hún heyrði fótatak hans og leit upp. „Elísabet“, sagði hann hrærður. „Jeg samhryggist þjer innilega“. Hann greip báðar hendur hennar, og um stund stóðu þau andspænis hvort öðru, án þess að segja neitt. „Jeg átti að bera þjer kærar kveðjur frá pabba — honum þykir leiðinlegt að geta ekki komið sjálfur“. „Þakka þjer fyrir, Georg“. „Get jeg hjálpað þjer með nokkuð, Elísabetf‘ „Nei, þakka þjer fyrir, Georg. AValtliei' hefir sjeð' um alt viðvíkjandi jarðarförinni, og Miss Tylor hefir fengið yfir nóga hjálp frá Seatown. Jeg liefi ekkert að taka mjer fyrir hendur, því miður. Mjer þættr, miklu betra, að geta verið til einhvers gagns“. „Það er skiljanlegt —“. Georg langaði til þess að segja miklu meira. En tilhugsunin um manninn henn- ai fengn orðin til þess að frjósa á vörum hans. Hatm hjelt fljótt Iieimleiðis aftur. Eiísabet varð aldeilis orðlaus af uudrun, þegar - Walther spurði hana, við miðdegisborðið, hvort hana langaði ekki að skreppa á hestbak, og sagðist þá ætla að koma með henni. Hann bætti því við, að Iiún hefði. ekki gott af því að fara altaf einförum. Eftir dauða frænda síns, var hann áberandi rólegur- og mikilmenskulegur á svip, og hann ákvað alveg upp á eigin spýtur alla viðhöfn viðvíkjandi jarðarförinni og rjeði hverjir yrðu í hátíðismiðdegisverðinum að lienni lokinni. Mis Tyior Ijet hann afskiftalausan, en furðaði sig. á því, að Elísabet virtist ekki láta sig það neinu skifta. . En nú svaraði hún þessu boði hans um samfylgd aðeins með því að segja: „Nei, þakka þjer fyrir“. „En jeg þarf að tala við þig — og þú hefir gott af" því að koma á hestbak“, hjelt Walther áfrarn. „Það getur verið rjett athugað hjá þjer, en ef jeg fer í útreið, fer jeg ein“, svaraði hún og forðaðist að - líta á hann. Hún furðaði sig á því, að Walther skyldi geta talað svona við hana, eftir alt það, sem á undan var gengið á milli þeirra. Eftir borðhaldið voru þau úti á veröndinni og Wálther sagði og bar ört á: „Jeg ætla að segja þjer síðustu ósk föður þíns við : mig‘.‘ Og síðan bætti hann við hörkulega. „Þá getur þú ekki neitað mjer um þetta samtal“. Rjett í þessu kom Miss Tylor fram hjá tröppunum.. „Miss Tylor“, kallaði Elísabet, „viltu ekki komai hingað iipp snöggvast“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.